Tíminn - 08.01.1974, Blaðsíða 2

Tíminn - 08.01.1974, Blaðsíða 2
2 Nicholson leitar að leikmönnum Bill Nicholson, fram- kvæmdastjóri Totten- ham, er nú á höttun- um eftir nýjum leik- mönnum. Hann fór til Skotlands sl. miðviku- dag til að lita á hinn 18 ára gamla miðherja Dundee, Andy Gray. Nicholson var ekki eini maður- inn, sem var þar staddur til að lita á Gray, þvi að þar hitti hann menn frá Ever- ton og Newcastle i sömu erindagjörðum. Nicholson hefur einnig áhuga á hinum 16 ára gamla Robbie James frá Swansea, en þaðhafa einnig önnur félög en Tottenham, þvi að Everton og Manchester United hafa einnig áhuga á þessum unga knattspyrnumanni. Bristol City er einnig undir smásjánni hjá Nicholson. Þar hefur hann áhuga á varnar- manninum Geoff Merrick og miöherjanum Keith Fear. Bristol vill láta þessa tvo menn i staðinn fyrir Joe Kinnear, hinn snjalla bakvörð Tottenham. SHANKLY GETUR NAGAÐ SIG í HANDARBÖKIN Bill Shankly, framkvæmda- stjóri l.iverpool, getur nú nagað sig i handarbökin. Fyrir tvcimur og hálfu ári lét hann rúmlega 16 ára bakvörð, John Gidman, fara frá Liverpool, þvi að hann taldi, að hann yrði aldrci góður knattspyrnu- maður. Þcgar Gidman var laus, var Aston Villa ckki lengi að bjóða honum að koma til fclagsins. Nú hcfur þessi Gidman sannað, að liann cr góður knattspyrnumaður, þvi að þcssi I!) ára gamli piltur hefur tckið hakvarðarstöðuna frá John Robson i Villa-liðinu, cn Itobson þcssi er mctinn á 510 þús. pund. John Gidman inun lcika mcð unglingalands- liði Knglands, og það sýnir, að liann á framtið fyrir sér. Það er sagt, að Shankly roðni alllaf, þegar hann heyrir minn/.t á Gidman og það cr cnginn hissa á þvi. „Það er gott að fá Aston Villa heim" — segir Bertie AAee, framkvæmdarstjóri Arsenal ,,Það er gott að fá Aston Villa heima — það er bara til að bæta sjálfstraustið, þegar við erum búnir að vinna þá,”... sagði Bertie Mee, fram- kvæmdastjóri Arsenal, þegar hann frétti af drættinum i fjórðu umferð bikarkeppninnar, sem er þannig: Wrexham-Middlesborough Portsmouth eöa Swindon - Orient Arscnal - Aston Villa Liverpool eða Doncaster - Charlisle eða Sunderland Newcastle eöa Hendon- - Millwall cöa Scunthorpe Chelseaeöa Q.P.R. - Birmingham Port Vale eöa Luton - Bradford Petcrsborough - Wolves cöa Leeds Manchester United - Ipswich West Ham eöa Hereford —Bristol City eöa Hull Southampton - Bolton Fulham - Lýicester Cambridge eöa Oldham - Burnley Sheff. Wed. eöa Coventry - Derby eöa Boston Nottingham Forest - Manchester City Everton - West Bromwich Albion TÍMINN Þriðjudagur 8. janúar 1974 Þriðjudagur 8. janúar 1974 TÍMINN I b Sigmundur Ó. Steinarsson skrifar um ensku knattspyrnuna: ! Heppnin var með ,,Sigurvélinni" frd Elland Road Lorimer jafnaði fyrir Leeds úr vítaspyrnu á síðustu mín. gegn SSÚIfunum. Nokkuð var um óvænt úrslit í 3. umferð bikarkeppninnar I Sjaldan eða aidrei hafa áhorfendur á Molineux í Volverhampton verið eins óánægðir eftir knatt- spyrnuleik — eins og þeir voru eftir leik Úlfanna og Leeds i ensku bikar- keppninni. Þeir stóðu lengi, eftir að leiknum lauk, á áhorfendapöllunum og létu óánægju sína í Ijós. úti á vellinum óðu leik- menn úlfanna um, grenjandi af illsku. Ástæðan fyrir þessari óánægju var dómari leiksins, hinn sköllótti Roger Kirkpatrick frá Leicester. Hann dæmdi vitaspyrnu á Young Powell, sem lenti í návigi við fyrirliða Leeds. Billy Bremner. Peter Lorimer tók spyrnuna og jafnaði 1:1. ,,Ég snerti ekki Bremner”... sagði Powcll cftir leikinn. ,,Það cina, sem cg gerði, var að ég sparkaöi i knöttinn — ég kom ekki við Bremner. Fáranlegur dóm- ur.” Framkvæmdastjóri Clfanna, Bill McGarry, sagði: „Auðvitað var þetta mjög leiðinlegt — sér- staklega þarsem viö vorum búnir að spila Leeds sundur og saman og nú þurfum við aö leika gegn Lecds aftur.” Lcikmenn Úlfanna geta ásakað sjálfa sig. Þeir voru búnir aö „yfirspila” Leeds I langan tima og áttu aö vera búnir að gera út um leikinn. John Richards skoraöi mark úlfanna á 55. min., en þá fékk hann góöa sendingu frá Sundcrland, sem sendi knöttinn þvert inn I vlt.a- teiginn. Aöeins tvcimur min. siðar átti Itichards, sem hefur skorað tiu mörk í síðustu 11 leikj- um úlfanna, aö gera út um leikinn. Hann skaut þá yfir — I -dauöafæri. Ef hann hefði skorað þarna, þá er ekki að efa að sigur- vélin frá Elland Road, heföi hunið. Don Revie, framkvæmdastjóri Leeds, sagði eftir leikinn, aö þetta heföi vcriö gott jafntefli. Þegar hann var spurður að þvi, hvort Billy Bremner, heföi látiö sig detta viljandi I lok leiksins, sagöi hann: Fólkið er alltaf aö segja svona lagaö um okkur — viö segjum ekkert um þetta atvik.” Sföan sagöi Revie, aö Leeds mundi aö öllum llkindum leika án McQucen, Yorath og Harvey markvaröar á miövikudaginn gegn Úlfunum —- þessir leikmenn eru allir meiddir i ökkla. En áður en við höldum lengra, þá skulum við lita á úrslitin i þriðju umferð bikarkeppninnar: LAUGARDAGUR 5. JANÚAR: Aston Villa- Chester 3:1 Birmingham-Cardiff 5:2 BristolCity-Hull 1:1 Carlisle-Sunderland 0:0 Chelsea-Q.P.R. 0:0 C. Palace-Wrexham 0:2 Derby-Bolton Utd. 0:0 Everton-Blackburn 3:0 Fulham-Preston 1:0 Grantham-Middlesb. 0:2 Grimsby-Burnley 0:2 Ipswich-Sheff. Utd. 3:2 Leicester-Tottenham 1:0 Liverpool-Doncaster 2:2 Man. Utd.-Plymouth 1:0 Millwall-Scunthorpe 1:1 Newcastle-Hendon 1:1 Norwich-Arsenal 0:1 Orient-Bournemouth 2:0 Oxford-Man.City 2:5 Peterborough-Southend 3:1 Port Vale-Luton 1:1 Portsmouth-Swindon 3:3 Sheff. Wed.-Coventry 0:0 Southampton-Blackpool 2:1 W.B.A.-Notts County 4:0 West Ham-Hereford 1:1 Wolves-Leeds 1:1 SUNNUDAGUR 6. JANÚAR: Bolton-Stoke 3:2 Bradford-Alvechurch 4:2 Cambridge-Oldham 2:2 Nott. For.-Bristol R. 4:3 Eins og svo oft áöur, komu fyrir mörg óvænt úrslit I bikar- keppninni. Mest kom á óvart leik- ur 1. deildarliösins Newcastle gegn áhugamannafélaginu Hcndon, sem er utandeildarlið frá Lundúnum. Ahugamannaliöiö lék frábæra knattspyrnu á St. James Park. Leikmenn Hendons geröu engin mistök. Heimamenn tóku forustuna I leiknum á 40. min. þegar Howard skallaöi knöttinn i nctið. Jöfnunarmarkiö kom siöan frá Ron Haider. En áöur en þessi mörk voru skoruð þá varöi lan McFaul, markvörður Newcastle, stórkostlega, skot frá bezta manni vallarins Bobby Childs, en hann hljóp i gegnum alla vörn Newcastle, leikmenn 1. deildar- liðsins stóðu þrumulostnir og horfðu á frábært skot Childs — knötturinn stefndi i netiö. A siðustu stundu bjargaði McFaul, þegar hann sló knöttinn yfir. Allir leikmenn Hendon voru ánægöir, þegar leikurinn var flautaður af og staðan var 1:1. Aöeins einn maöur var ekki ánægöur, þaö var Jimmy Quail, framkvæmdastjóri liösins, en hann sagði eftir Ieik- inn: „Við komum hingaö tii aö sigra, og lékum vel og áttum þaö svo sannarlega skiliö”. West Ham vann heppnissigur HÉR SÉST ÞAÐ!... ERIC REDROBE, innherji HEREFORD, spyrnir knettinum I netiö, framhjá Tommy Taylor. Bobby Moore sést lengst til vinstri. gegn 4. deildarliðinu Hereford, þegar liðin mættust á Upton Park i Lundúnum. Leikmenn Hereford gerðu leikmenn West Ham hrædda, en 4. deildarliðið skoraði fljótlega, þegar Eric R;drobe sendi knöttinn i netið hjá „Hammers”. Eftir það lék liðið varnarleik, en það áttu samt skilið að skora fleiri mörk. Það var ekki fyrr en tveim- ur min. fyrir leikslok, að Holland tókst að jafna með glæsilegu marki. Holland, sem kom inná fyrir Bobby Moore, lék þá á þrjá leikmenn Hereford með geysilegum hraða — siðan kom þrumuskot frá honum, söng siðan i netinu. Leikur Liverpool gegn botnliðinu i 4. deild, Doncastle, vakti einnig geysilcga athygli. A 4. minútu kom Kevin Keegan heimamönnum yfir 1:0 á Anfield Road. En markiö varð eingöngu til að æsa leikmenn 4. deildar- liðsins upp, þeir ruddust fram og þremur min. siðar voru þeir búnir að jafna 1:1 meö marki frá Mike Kitchen og á 19. min. kom Brend- an O’Callaghan Doncastle yfir 1:2. Heppnin var með Liverpool og Kevin Keegan tókst að jafna meö skalla á 57. min. Liverpool getur þakkaö Keegan fyrir jafn- tefliö. Keegan, sem er fæddur i Doncastle, hefur ávallt verið i miklu uppáhaldi þar. Nú er hann ekki hátt skrifaður hjá borgarbú- um — fyrir að skora tvö mörk gegn Doncastle. Leikur Derby gegn utan- deildarliðinu Boston Unitedvakti einnig mikla athygli, en leikmönnum Bolton tókst að halda markinu hreinu og gera jafntefli á Baseball Ground. Steve Earle, 80 þús. punda maðurinn frá Leicester, var maöur dagsins á Filbert Street. Þessi leikmaður, sem lék sinn fyrsta leik meö Leicester gegn Tottenham fyrir mánuöi i 1. deild skoraði þá sigurmark gegn Tottenham, spyrnti Tottenham út úr bikarkeppninni aöeins tveimur min. fyrir leikslok. A 88 min. fékk Leicester auka- spyrnu, þegar Pratt braut á Well- er (fyrrum leikmanni Totten- ham), fyrirliða Leicester. Munro tók aukaspyrnuna — hann lyfti knettinum til Worthington, sem lék á tvo leikmenn og sendi knött- inn til Stringfellow. Hann skaut skoti, sem virtist vera langt fram hjá, en Earle tókst að breyta stefnu knattarins, sem þaut i netiö hjá Lundúnaliöinu. Klukkan tifaði og rétt fyrir leikslok geröi Martin Chivers örvæntingarfulla tilraun. til aö jafna. En hann komst aðeins aö raun um, aö Peter Shilton, landsliösmark- vöröur Leicester, er frábær markvörður. Fyrir leikinn féll Len Glover i læknisskoöun og hann fékk þvi ekki að leika með Leicester. Tomin kom inná fyrir hann. Þegar 12 min. voru til leiksloka gerði Jimmy Bloomfield, fram- kvæmdastjóri Leicester, breyt- ingu á liöi sinu, sem ruglaði vörn Tottenham. Bloomfield tók Tomin útaf og setti Stringfellow inná og þessi breyting varö til þess að Leicester vann. Blackpool, sem hefur aðeins komizt i 4. umferð fjórum sinnum á sl. fjórtán árum, hafði ekki heppnina með sér gegn Dýrling- unum á The Dell. Þegar aðeins 5 min. voru liönar af leiknum, skor- aði Terry Paine mark með frábærum skalla og var það eina markið i fyrri hálfleik, en i leik- hléi átti Blackpool að vera búið að skora 2-3 mörk. Dyson jafnaði strax i byrjun siðari hálfleiksins og við það vöknuöu leikmen Southampton til lifsins og Bennett skoraði sigurmark Dýrlinganna á 66. min. Var það fyrsta mark hans á keppnistimabilinu. A ýmsu hefur gengiö á hjá Chelsea sl. daga. Alan Hudson og JOHN RICHARDS...fagnar marki sinu gegn Leeds. Þessi markakóng- ur hefur skoraö 10 mörk i slöustu ellefu leikjum úlfanna. Petcr Osgood, sem báðu um að vera settir á sölulista i sl. viku, léku ekki mcð gegn Q.P.R. Þá setti Dave Sexton, framkvæmda- stjóri Chelsea, Peter Bonetti, markvörð út úr liöinu á laugar- daginn, en i hans staö kom While Philips, en hann varöi vitaspyrnu i leiknum frá Francis. Q.P.R. lék mjög góðan ieik og liöiö heföi meö réttu átt að bera sigur úr býtum. Fjórir ieikmenn Chelsea voru bókaðir, en það voru þeir Dave Webb, Mickey Droy, Ron Harris og Chris Garland. Þeir þrir fyrrnefndu léku mjög gróflega og þeir brutu oft mjög illa á Stan Bowies, hinum marksækna markaskorara Q.P.R. Menn veltu þvi fyrir sér, fyrir leikinn, hvort Osgood, seni var settur út úr Chelsea-iiöinu um daginn, yrði ekki settur aftur inni þennan áriðandi leik. Sexton, framkvæmdastjóri, sagöi: „Ég hef engan áhuga á að láta hann inn i liðið aftur”. „Þarna fengu þeir eitthvað til að læra af>það þýðir ekkert að slaka á þótt aö liö hafi yfir 1:3 i hálfleik”.... sagði Les Allan, framkvæmdastjóri Swindon, eftir leik liðsins gegn Portsmouth. Þeim leik lauk 3:3 og jafnaði Kellard úr vitaspyrnu fyrir Portsmouth, þegar leiktiminn var útrunninn. Sammy Morgan, fyrrum mið- herji Port Vale, var maður dagsins hjá Aston Villa i leiknum gegn Chester. Hann skoraði tvö góð mörk, sem tryggðu Villa i fjórðu umferðina. Orient reyndi nýja leikaðferð gegn Bournemouth, á Brisbane Road i Lundúnum. Lundúnaliðið lék þannig, að það voru gefnir háir boltar fram og siðan var hlaupið. Uppskeran? — jú, tvö mörk, sem Fairbrother skoraði. Len Bond, markvörður Bristol City, getur kennt sér um að Hull fékk aukaleik i bikarkeppninni. Hann getur skrifað jöfnunarmark Galvin á 20. min. á sig. Áður en Galvin fékk knöttinn, hafði Bond nógu mikinn tima til að ná honum. Birmingham á að leika á Wembley, ef þeir verða eins heppnir og gegn Cardiff. Leikur- inn var svo opinn, aö þótt Birmingham hefði tvö mörk yfir og 10 min. væru til leiksloka, þá vissi enginn hvernig leiknum myndi Ijúka. Leikurinn var geysi- lega skemmtilegur fyrir áhorfendur, vel leikinn og spenn- andi. Heppnin var meö Birming- ham og sést þaö vcl á þvi, að þegar Francis skoraði fyrsta mark Birmingham á 3. min. heföi Cardiff átt að vera búið að skora og þegar Latchford skoraði annað mark Birmingham, þá heföu leikmcnn Cardiff átt aö vera búnir að skora 3-4 mörk. Staðan var 2:0 I hálfleik, i siðari hálfleik skoruöu þeir Latchford og Hatton (2) fyrir Birmingham, en leiknum lauk 5:2 Frank O’Farrell, framkvæmdastjóri Cardiff, fyrrum framkvæmda- stjóra. Manchester United, sagði eftir leikinn: „Leikurinn var skemmtilegur og það var svo sannarlega lcikiö fyrir áhorf- endur”. Þess má gcta, að Gary Sprake, markvörður Birming- ham (áður Leeds) átti stórleik og bjargaði oft snilidarlega. Tony Brown, markaskorarinn mikli hjá West Bromwich Albion, óð i tækifærunum i leiknum gegn Notts County. Hann skoraði þrjú mörk „hat trich” og tvö af mörkunum skoraði hann á þremur siðustu minútunum. Leikmenn County áttu aðeins tvö marktækifæri i leiknum, sem lauk 4:0 fyrir W.B.A. Kevin Keelan, markvörður Norwich, átti enn einn stórleikinn á laugardaginn, þegar Arsenal kom i heimsókn á Carrow Road. Hann varði hvað cftir annað snilldarlega og Peter Storey, landsliðsmaður mun aldrei gleyma þvi, þegar Keelan sló þrumuskot hans yfir þverslá. Það var Eddie Kelly, sem tókst að skora hjá Keelan á 30. min. Staðan var 0:1 i hálfleik, en átti með rétttu að vera svona 0:4. Tommy Docherty, fram- kvæmdastjóri Manchester Uni- ted, tilkynnti rétt fyrir leik United á laugardaginn, að Best myndi ekki leika með United. En það hefur verið nokkur óregla á Best upp á siðkastið. Þetta skaðaði þó ekki leik þeirra gegn Playmouth. Macari skoraði eina mark leiksins meö skalla, en hann fékk snilldar sendingu frá Morgan. Enginn núlifandi knattspyrnu- maður hefur skorað eins niörg mörk i bikarkeppninni og Denis Law, sem skoraði tvö mörk, gegn Oxford. Aörir, sem skoruðu gegn Oxford, voru: Summerbee (2), og Marsh. Denis Law hefur skorað 38 mörk i bikar- keppninni, eða 14 meira en næstu menn, þeir Geoff Hurst (Stoke), John Ritchie (Stoke) og George Best (Manchester United). 3 SKOTAR LEIKA MEÐ BRASILÍU- MÖNNUM í HM Skotland leikur með heimsmeisturunum frá Brasiliu i riðli i úr- slitakeppni IIM i knattspyrnu, sem fer fram i Vestur-Þýzka- landi. Á laugardaginn var dregið um það, hvaða lið leika saman i riðli í heiins- meistarakeppninni, og varð útkoman þessi: 1. RIDILL: Vestur-Þýzka- land, Austur-Þýzkaland, Chile og Zaire. 2. RIDILL: Brasilia, Skot- land, Astralia og Spánn eða Júgóslavia. 3. RIÐILL: Uruguay, Sviþjóð, Búlgaria og Holland. 4. RIÐILL: ttalia, Argentina, Pólland og Haiti. Sterkasti riðillinn er riðill 3, en þar leika fjórar sterkar þjóðir, og er erfitt að spá um úrslit i riðlinum, þó hallast maður á að Holland og Sviþjóð komist áfram. I riðli 1 eru Vestur- og Austur-Þýzkaland likleg til að komast áfram. 1 riðli 2 eru Brasilia og Skot- land, likleg, og i riðli 4 hallast maður helzt að ltaliu og Argentinu, en Pólland hefur einnig möguleika. RÚSSAR FENGU „NIET" Itússar voru útilokaöir frá úrslitakeppni HM i knattspyrnu á laugar daginn. En eins og menn muna neituðu Rússar að leika viö Chile-menn i Santiago I Chile. Þeirvilduað leikurinn yröi háöur i hlutiausu landi. A laugardag voru greidd atkvæöi um þaö, hvort Rússar ættu að fá'tækifæri til aö lcika viö Chile, en Chile var dæmd- ur sigur i leiknum, þegar Rússar mættu ekki til leiks I Santiago. At- kvæöagreiöslunni lauk annig, aö 15 voru á móti þvi aö Itússar fengju annan leik, en aöeins 5 voru mcö þvi. Chile-menn leika þvi i úrslit- unum I Vestur-Þýzkalandi I sumar. Bond lítur á leikmenn .1 ohn Bond, framkvæmda- stjóri Norwich, sá ekki leik sinna manna við Arsenal á laugardaginn. Asta:ðan fyrir þvi var sú, að hann var stadd- ur á Priestficld Stadium i Gillingham og var meðal tæp- lega 7 þús. áhorfenda, sem sáu leik Gillingham og Barnsley i 3. deild. Bond hefur áhuga á hakvörðunum David Pcach og Dick Tydcman frá Gillingham — þessir leikmenn eru inetnir á (iOþús. pund livor, eða sam- tals 120 þús. pund. Bond hcfur einnig áhuga á lcikmönnum frá Sheffield Wednesday, og hann hefur verið að spyrja um skoz.ka miðvallarleikinanninn Tommy Craig, sem er metinn á 120 þús. pund, og miöhcrjann M i c k Prendcrgast, sem einnig er metinn á um 120 þús. pund. Þótt þessir leikmenn færu til Norwich, getur fátt bjargaö liðinu i'rá falli I 2. deild. O 6 af 10 vera brimbrjótur fyrir iþróttamenn, en ekki öfugt. tþróttaáhugamaður af gamla skólanum. P.s. Eftir að hafa gluggað aðeins betur i nafnalistann, sem birt- ist i Timanum, langar mig til þess að fræða Jón aðeins betur um getu iþróttafólksins, sem þar skrifa nöfn sin. Þar er að finna fólk úr eftirtöldum landsliðum i iþróttum: knatt- spyrnu, handknattleik, sundi, körfuknattleik, lyftingum, frjálsum iþróttum etc. Og ef landsliðsfólk okkar telst ekki til þess bezta, er viö höfum upp á að bjóða i iþróttum, hverjir þá? Sami. Arsenal-aðdáandi tapaði í getraunum „SVONA er að treysta ekki á sina menn"...sagöi hinn mikli Arsenal-aðdáandi, Finnbogi Guðmarsson, umsjónarmaður Knattborðsstofunar á Klapparstig, þcgar við til- kynntum honum, aö það heföi unniz.t á 11 rétta i get- raununum. Finnbogi var með 10 rétta: hann var með leik Bolton og Stoke vitlausan og svo leik Norwich — Arscnal, en þar spáði liann jafntefli. Já, Finnbogi, svona cr að svikjast undan merkjum og trúa ekki á sina mcnn. Tiu raðir fundust meö 11 rétta, og hlýtur hver röð kr. 23 þús. i vinning 95 raðir fundust með tíu rétta, og hlýtur hver kr. eitt þús i vinning.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.