Tíminn - 09.02.1974, Page 1
Áætlunarstaðir:
Akranes - Blönduós
Flateyri - Gjögur
Hólmavík - Hvammstangi
Rif - Siglufjörður
Stykkishólmur
Sjúkra- og leiguflug um
allt land
Simar:
2-60-60 &
2-60-66
KÓPAVOGS
APÓTEK
'Opiö öll kvöld til kl. 7
'Laugardaga til kl. 2
Sunnudaga kl. 1 til 3
Sími 40-102
Könnun
tveggja
þjóðféiags-
fræðinema
Á
ÞJÓÐSAGA AÐ ÞINGAAENN
SITJI AUÐUM HÖNDUAA
S.P.—Reykjavik — Tveir
nemendur i þjóðfélagsfræðum við
Háskóla tslands hófu um
mánaðamótin apríl/mai siðast-
liðið vor undir leiðsögn og yfir-
stjórn prófessors sins, dr. Ólafs
Ragnars Grimssonar, könnun,
sem liklega er algert einsdæmi i
veröldinni, könnun á störfum
þingmanna frá sem flestum
hliðum og afstöðu þeirra til
ýmissa hluta og málefna.
Nemendurnir tveir, Stefán Óiafs-
son og Ólafur Stephensen, hófu
könnunina með viðtölum við
þingmenn siðastliðið vor og héldu
þeim siðan áfram i sumar, en
siðasta viðtalið var tekið nú i
desember s.l. Um þessar mundir
eru þeir að búa sig undir að vinna
úr könnuninni undir leiðsögn dr.
Ólafs.
1 viðtali við blaðið i gær sagði
Stefán að þeir félagar stefndu að
þvi að ljúka verkefninu i vor eða
sumar, og allar likur væru til
þess, að það yrði gert opinbert
fljótlega upp úr þvl. Það skal tek-
ið fram, að þetta er prófverkefni
þeirra félaga i þjóðfélags-
fræðideildinni.
— Yfirleitt heimsóttum við
þingmennina til viðtala, eða
mæltum okkur mót við þá i þvi
Skdkin
d bls. 5
gbk—Reykjavik. — Stjórn
Sjómannadagsráðs skýrði I gær
frá fyrirhugðum byggingafram-
húsnæði, sem þeir hafa til yfir-
ráða, það er bá annað hvort
Skjaldbreið eða Þórshamar. En
þar sem könnunin fór að miklu
leyti fram i sumar lika, þá hittum
við þessa menn svona hingað og
þangað eftir þingtimann, sagði
Stefán. Við spurðum hann, hvort
þingmenn hefðu verið
samvinnuþýðir.
— Já, mjög. Það var mjög
ánægjulegt, hvað þeir voru
yfirleitt fljótir að taka við sér,
sagði Stefán.
Ekki bar Stefán á móti þvi, að
sumar spurningarnar hefðu verið
nokkuð persónulegar. En hann
tók skýrt fram, að ekkert væri
hægt að segja um þetta á þessu
stigi, þar sem ekki væri enn farið
að vinna úr niðurstöðum könnun-
arinnar.
Sem dæmi má nefna, að þeir
félagar spurðu þingmennina um
undirbúning undir þingstörf, i
hverju hann væri fólginn o.s.frv.
Þeir spurðu og um önnur störf en
þingstörf, störf i ýmsum ráðum,
þeirra eigin fyrirtækjum o.fl.
Spurt var um samband þeirra við
kjósendur m.a., bréf, simtöl,
samtöl og annað. Þá voru þing-
mennirnir m.a. spurðir, hverjar
eftirtalinna eininga þeir teldu sig
helzt vera fulltrúa fyrir sem
þingmcnn: Þjóðina, ungt fólk,
flokkinn, rikisstjórnina, ibúa i
kjördæmi, almenning, launþga,
stjórnarandstöðu, atvinnurek-
endur, sjálfs þins fulltrúi,
flokksmanns i kjördæmi, bænda
og loks er opinn möguleiki, ef
kvæmdum samtakanna. Er hér
um að ræða eitt mesta framtak,
sem félagasamtök hafa ráðizt i
þingmennirnir vilja nefna
eitthvað annað.
Þá má enn nefna sem dæmi
þessa spurningu: Hv'ern
eftirtalinna aðila telur þú ráða
mestu um ákvarðanir, sem
teknar eru af rikisstjórn á hverj-
um tima?
Spurningarnar voru alls 15,
með allmörgum undirliðum, og
HHJ—Reykjavik — Norska
fréttastofan NTB og UPI-frétta-
stofan hafa i fréttatilkynningum
skýrt frá þvi, að Sovétstjórnin
hafi hótað islendingum þvi, að
hætt verði að selja þeim oliu, ef
bandariska herliðið verði ekki
látið fara af landinu. Fréttastof-
urnar bera ,,góða heimildarmenn
i Washington” fyrir þessari
fregn. Svipaða fregn getur að lesa
i siðasta hefti bandariska
timaritsins Newsweek.
1 fréttaskeyti frá NTB-UPI seg-
ir ennfremur, að Haraldur Kröy-
er, sendiherra islands i Washing-
hér á landi og er það bygging nýs
dvalar- og hjúkrunarheimilis
fyrir aldrað fólk, einkum þó aldr-
aða sjómenn og konur þeirra.
Framkvæmdir við þessa
nýbyggingu eiga væntanlega að
hefjast i vor og vonazt er til að
fyrsta skóflustungan verði tekin á
næsta sjómannadegi. Vonast
stjórn Sjómannadagsráðsins til
að hægt verði að taka bygginguna
annað hvort i notkun árið 1977 á 40
ára afmælisdegi sjómannadags
samtakanna, eða 1978, en þá eru
40 ára liðin frá fyrsta sjómanna-
deginum.
Aætlað er, að kostnaður við
byggingu þessa dvalarheimilis
verði um 700 milijónir króna. Það
verður staðsett á landamerkjum
Hafnafjarðarkaupstaðar og
Garðahrepps, og hafa for-
sömdu Stefán og Ölafur þær i
samvinnu við dr. Ólaf. Stefán
sagði, að það hefði oftast tekið frá
11/2 tima til 2 1/2 tima að spyrja
hvern þingmann, og svörin skrif-
uðu þeir niður á sérstaka
spurningalista.
— B.A.-ritgerðir eru opinberar.
Þetta verður væntanlega ekki
B.A.-ritgerð, en það má telja það
ton, hafi sagt, að enginn fótur
væri fyrir þessu. Að visu hafi
skipum þeim, sem flytja oliu frá
Sovétrikjunum til tslands seinkað
nokkuð að undanförnu, en orsakir
þess séu einungis tæknilegs eðlis.
— Þetta er allt úr lausu lofti
gripið, sagði Einar Agústsson
utanrikisráðherra, þegar Timinn
bar þessa furðulegu frétt undir
hann. Engin slik hótun hefur bor-
izt frá Rússum — hvorki fyrr né
siöar. Sá dráttur, sem orðið hefur
á afgreiðslu oliunnar stafar af
tæknilegum ástæðum. Slikt hefur
komið fyrir áður og ekkert sam-
band er á milli þess og dvalar
ráðamenn þessara hreppa afhent
lóðina endurgjaldslaust.
Heimilið á að rúma 240
vistmenn, þar af um 160 i eins —
og tveggja manna ibúðum. 57
ibúðir eru einstaklingsibúðir, um
26 fm og 52 tveggja herbergja
ibúðir, um 52 fm. Áætlað er að
sérstök hjúkrunardeild rúmi 80
manns. Eldunaraðstaða verður i
ibúðunum, en einnig er hægt að
borða i sameiginlegum borðsal.
Þá verður þarna einnig aðstaða
til dagvistunar fyrir aldrað fólk,
þ.e.a.s. það dvelst á eigin heimil-
um að nóttu til, en á morgnana
geta hinir öldruðu komið og
dvalið yfir daginn. Getur fólkið
notið þar læknishjálpar, baða,
endurhæfingar og aðgangs að
vinnusölum, svo eitthvað sé
Frh. á bls. 15
alveg vist að þetta verður gefið
út, — og þá af námsbraut i
almennum þjóðfélagsfræðum við
H.Í., sagði Stefán.
Verkefni þeirra Stefáns og
Ólafs verður birt i samhengi við
aörar athuganir á Alþingi, sem
nokkrir nemendur i þjóðfélags-
fræðideildinni hafa unnið að á
Frh. á bls. 15
varnarliðsins, sagði utanrikis-
ráðherra.
1 fréttaskeyti NTB-UPI er ekki
frá þvi greint hverjir hinir ,,góðu
heimildarmenn i Washington”
séu, eða hvaðan þeir hafi þennan
fróðleik. Einar Agústsson utan-
rikisráðherra sagði, að óvitað
væri með öllu hvernig þessi fíugu-
fregn hefði komizt á kreik.
Búnaðar-
þing
á mánudag
BUNAÐARÞING hið 56. i
röðinni verður sett i búnað-
arþingssalnum i Bændahöll-
inni mánudaginn 11. febrúar
nk. kl. 10 fyrir hádegi. Ásgeir
Bjarnason formaður Búnað-
arfélags tslands setur þingið
og Halldór E. Sigurðsson
landbúnaðarráðherra flytur
ávarp. Þá verða kjörnir
starfsmenn þingsins. en
formaður Búnaðarfélags Is-
lands er sjálfkjörinn f'orseti
þess.
Fnndir búnaðarþings eru
öllum opnir, sem hafa áhuga
á að fylgjast með störfum
þess.
Kjörnir fulltrúar á bunað-
arþing eru 25 viðsvegar að af
landinu, en ráðunautar
Búnaðarfélags íslands hala
einnig málfrelsi og tillögurétl
á þinginu.
Likan af fyrirhugaðri byggingu Sjómannadagsráðs fyrir aldraða. Það
verður hið stærsta sinnar tegundar á landinu og mun rúma 240 vist-
menn.
NYTT DVALARHEIMILI ALDRAÐRA
Fregn um rússneskar
hótanir markleysa
— segir utanríkisráðherra
AAeð nýrri og betri stjórn snerist dæmið við:
ASTRALIUMENN HINGAÐ
f ATVINNULEIT
—hs—Rvik. — Fyrir nokkrum
árum fluttist fjöldi is-
lenzkra fjölskyldna frá islandi
til Astraliu i atvinnuleit, vegna
litillar atvinnu hér og lélegrar
afkomu. Þetta var á dögum við-
reisnarstjórnarinnar. Nú vant-
ar mannskap i flestar greinar
atvinnulifsins þvi gróskan er
mikil. Sérstaklega vantar fólk
til fiskvinnslu og hafa nokkrir
aðilar á Vestfjörðum sótt vinnu-
kraft sinn til Astraliu, i gegnum
skrifstofu Söiumiðstöðvar iirað-
frystihúsanna i London. Dæmið
hefur heldur betur snúizt við.þvi
að nú starfa hjúkrunarkonur i
fiskvinnu fyrir vestan,
ánægðar með kaupið og ailan
aðbúnað, og ennfremur ein kona
frá Nýja-Sjálandi, sem er lærð-
ur barnatannlæknir.
Timinn hefur fregnað, að á
a.m.k. fjórum sjávarplássum á
Vestfjörðum starfi misjafnlega
mikill fjöldi af útlendu fólki, þ.e.
á Hnifsdal, Patreksfirði, Súg-
andafirði og Flateyri. Mikill
skortur á fólki til fiskvinnslu
varð til þess, að ráðamenn i
fiskverkunarstöðvum þessara
staða, réð þetta fólk i gegnum
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna,
eins og áður sagði.
Hjá fiskiðjunni Freyju á
Súgandafirði vinna hvorki
meira né minna en 23
útlendingar, mest stúlkur, sem
koma frá Englandi, Ástraliu,
Rhodesiu, S-Afriku, Nýja-Sjá-
landi og Færeyjum.
Hjá hraðfrystistöðinni Skildi
h/f á Patreksfirði vinna 4
Færeyingar og 3 ástralskar
stúlkur. Þar hafa verið slæmar
gæftir frá áramótum og litið
fiskazt eins og viðar á
Vestfjörðum, annars væri þörf
fyrir fleira fólk þar.
A Hnifsdal vinna 8 erlendar
stúlkur við fiskvinnslu, 6 frá
Ástraliu, ein frá Nýja-Sjálandi
og ein frá Bandarikjunum.
Fjórar stúlknanna frá Ástraliu
eru lærðar hjúkrunarkonur. að
sögn Einars Steindórssonar.
forstjóra og sú frá Nýja-Sjá-
landi er lærð i barnatannlækn-
ingum. Einar sagði að þetta
væru góðir starfskraftar. og
hefðu þær komizt inn i ..bónus-
inn” á einum mánuði, og nú
væru þær orðnar mjög flinkar.
Hann sagði að lokum, að þeir'
byggju vel að þessum starfs-
kröftum sinum, og þær væru
harðánægðar með kjörin.