Tíminn - 09.02.1974, Síða 9
8
TÍMINN
Laugardagur 9. febrúar 1974.
Laugardagur 9. febrúar 1974.
STAÐLAÐ
MANNLÍF
Um þessar mundir
standa yfir æfingar á
Kertalogi, leikriti Jökuls
Jakobssonar, niðri i
Iðnó, en fyrir það fékk
hann verðlaun i af-
mælissamkeppni Leik-
félags Reykjavikur,
ásamt Birgi Sigurðs-
syni, sem verðlaunaður
var fyrir Pétur og Rúnu,
sem leikið var við
Tjörnina i fyrravetur.
Jökull er afkastamik-
ill rithöfundur. Um leið
og æfingar standa yfir á
Kertalogi,, er verið að
sýna Klukkustrengi
hans i Þjóðleikhúsinu.
Dóminó var lagt fram af
okkar hálfu i bók-
menntakeppni Norður-
landaráðs, en leikrit
hefur aldrei hlotið náð
fyrir þeim dómstóli, svo
þess var beðið með
nokkurri eftirvæntingu,
hvort það gerðist nú,
sem og að landi okkar
hlyti þau i fyrsta sinn —
en því miður, svo varð
ekki. Loks á Jökull sjón-
varpsleikrit fullskrifað
inni i Sjónvarpi, sem
ekki er farið að mynda
enn. Það nefnist Kalda
borðið og var skrifað i
Tyrklandi i haust.
Einnig les Jökull sjálfur
um þessar mundir upp
skáldsögu sina, Dyr
standa opnar, sem sið-
degissögu i útvarpinu.
Jökull tekur sjálfur þátt i
æfingum á Kertalogi.einsog hann
hefur gert oft áður, þegar leikrit
hans hafa verið sviðsett. Að þessu
sinni hefur hann verið að spreyta
sig á leikstjórn i fjarveru Stefáns
Baldurssonar, sem var að setja
upp annað leikrit jafnframt,
Liðna tið, eftir Bretann Pinter,
sem flutt er i Þjóðleikhús-
kjallaranum. Æfingum á Liðinni
tið er nú lokið, og Jökull hefur þvi
sennilega dregið sig inn i skugg-
ann fyrir Stefáni. Höfundur
Kertalogs vill sem minnst tala
um starf sitt sem leikstjóri. Jök-
ull Jakobsson segir: — Mér finnst
geysilega gaman að vinna i leik-
húsi, og það hefur alltaf verið tek-
iö mikið tillit til vilja mins,þegar
leikrit min hafa verið sviðsett. Að
þessu sinni hefur gegnt öðru máli
en oftast áður, þegar leikrit min
hafa verið æfð. Hér erum við með
verk, sem var fullskrifað, þegar
byrjað var að æfa. Oft áður hefur
svo ekki verið, heldur höfum við
leikarar, leikstjóri og höfundur
þreifað okkur áfram að lokagerð
verksins. — Hvort ekki verði úr
þvi of mikið vafstur og
vafningar? — Nei, ekki þá nema
skemmtilegt vafstur.
Kertalog fjallar um ungan
mann.sem fer á geðsjúkrahús og
kynnist þar ungri stúlku, sem
einnig er sjúklingur þar, og með
þeim takast ástir....
t fyrra var Jökull „I vinnu-
mennsku hjá Leikfélagi Akureyr-
ar”, eins og hann tekur sjálfur til
oröa, og skrifaði þá Klukku-
strengi. — Það var mjög gaman,
segir hann. — Það er eins og að
búa i málverki að vera á Akur-
eyri, þar er svo kyrrt og fagurt.
Jökull hafði til drög að leikritinu,
þegar norður kom, en samdi það
svo til fulls^ meðan á æfingum
stóð.
— Það fjallar um þessa stöðlun
á mannlifinu, sem allir þurfa að
falla inn i, segir Jökull. — Allt
þarf að falla að mælieiningu hins
opinbera, og svo veit fólk ekki
einu sinni hvað er hið opinbera.
Það er einhvers konar stórt núll,
sem glottir einhvers staðar. Það
Jökull Jakobsson á æfingu á Kertalog. Auk hans eru á myndinni leikararnir Pétur Einarsson, Karl Guðmundsson og Guðrún Stephen
sen. Tlmamynd Róbert.
er alltaf verið að teyma manninn
eitthvað annað en hann langar til
að fara.
— Langar mig til að breyta
þessu? — Ja, þá yrði ég að vera
tilbúinn með eitthvert annað
kerfi, sem yrði náttúrlega engu
betra en það, sem við búum við.
Leikrit Jökuls fjalla gjarnana
um þessu lik efni. Sjónvarpsleik-
ritið Kalda borðið fjallar t.d. um
lifsgæðakapphlaupið og áhrif
þess á hjónabandið. (Skýringin á
nafninu er sú, að það gerist að
nokkru leyti i veizlu).
Sumarið 37 er það leikrit Jök-
uls, sem hann kveðst hafa einna
mestar mætur á.
— Ég held, að i leikritinu
Sumarið 37 hafi ég komizt næst
þvi að takast það, sem ég ætlaði
mér. Þar með er ég ekki að leggja
neinn dóm á verkið, eða segja.að
það sé mitt bezta leikrit. Sumarið
37 var raunar sýnt skemmstan
tima af leikritum minúm. Það
gerist ósköp litið á ytra borði.
Það er enginn „fætingur” i þvi.
Það er ekki gaman að guðspjöll-
unum, þegar enginn er i þeim
bardaginn.
Leikrit Jökuls eru nú orðin
mörg. Fyrir leiksvið hefur hann
skrifað Pókók, Hart i bak, Sjó-
leiðina til Bagdað, Sumarið 37,
Dóminó, Klukkustrengi og Kerta-
log, fyrir sjónvarp Romm handa
Rósalind, Frostrósir og Kalda
borðið, auk nokkurra útvarps-
leikrita.
Um skáldsögur sinar vill Jökull
sem minnst tala, en þær skrifaði
hann á undan leikritunum. — Við
skulum gleyma þeim, nema
þeirri fyrstu hún var ágæt. Ég á
þær ekki einu sinni.
Tæmdur bikar hét fyrsta skáld-
Frh. á bls. 15
DANSLEIKUR í
ÞJÓDLEIKHÚSINU
Nýtt leikrit eftir Odd Björnsson
Gsal—Reykjavlk — Sveinn
Einarsson Þjóðleikhússtjóri,
bauð blaðamönnum á sinn fund á
þriðjudaginn. Tilefnið var nýtt
leikhúsverk, Dansleikur, eftir
Odd Björnsson.
A fundinum voru Sveinn
Einarsson, sem er leikstjóri,
höfundurinn Oddur Björnsson,
Atli Heimir Sveinsson, sem samdi
tónlistinaj Alan Carter ballett-
meistari, sem hefur æft og samið
alla dansa, og Ivar Török, sem
gerði leikmyndir og búninga-
teikningar.
Dansleikur er niunda leikhús-
verk Odds Björnssonar. Leikritið
er látið gerast I páfagarði á
endurreisnartimum. „Það gerist
á einni nóttu, það er ein veizla,
það er ball”, svo notuð séu orð
höfundar. Til að fyrirbyggja mis-
skilning sagði Oddur, að þótt
hann hefði áður skrifað um sömu
persónur, væri þarna á ferðinni
nýtt leikrit, sjálfstætt og óháð
öörum verkum frá sinni hendi. 1
leikritinu koma fram ýmsar
þekktar persónur sögunnar, en
tekiö skal fram, að leikritið er á
engan hátt sögulegt. Þegar Þjóð-
leikhússtjóri var spurður að þvi,
hvort telja mætti leikritið djarft,
svaraði hann: „Við getum kallað
það móralska dæmisögu, án
allrar tæpitungu”.
Til þess að fella leikritið sem
bezt inn i endurreisnartimann,
hefur Atli Heimir samið tónlist
með blæ, sem einkum er skyldur
tónlist endurreisnar, „90% hefði
getað verið samið á þeim tima”,
sagði hann. Tónlistin skiptist
aðallega I tvo meginhluta.
Annars vegar eru söngvar, þar
sem leikarar syngja og stiga
dans, og hins vegar danstónlist,
sem flutt er með og undir sam-
tölum. Tónlistin er öll flutt af
segulbandi.
Dansarnir eru einnig samdir
með blæ endurreisnar og dans-
hreyfingum þess tima.
Oddur Björnsson er sem
kunnugt er einn af okkar
þekktustu leikritahöfundum.
Eftir að hann lauk stúdentsprófi
fór hann til Vinarborgar og
stundaði þar nám i leikhús-
fræðum við háskólann i Vin. Hin
siðari ár hefur hann starfað við
kennslu. Atta leikrit eftir hann
munu hafa verið sýnd á leiksviði,
þar af fjögur á vegum Grimu:
Framhaldssaga, Parti, Kóngu-
lóin og Amalia. Þjóðleikhúsið
hefur sýnt þrjú leikrit eftir Odd,
en þau eru Hornakórallinn, Jóðlíf
og TIu tilbrigði. Otvarpið hefur
flutt fimm leikrit eftir Odd og i
sjónvarpi hafa verið flutt þrjú
leikrita hans, en þau eru Amalia,
Jóðlif og Postulin, en það siðast-
nefnda var einnig flutt i sjón-
varpi á Norðurlöndum. Leikfélag
Reykjavikur hefur flutt leikrit
eftir Odd, en það er barna-
leikurinn Snjókarlinn okkar.
Tvö af leikritum Odds komu
fyrir nokkru út á ensku i bóka-
flokknum „Modern Nordic
Plays”.
Leikritið hefur verið æft frá
miðjum desember og það skiptist
i 5 þætti.
Frumsýning verður sunnud.
Frumsýning veröur sunnudaginn
10. febrúar n.k. Aðalhlutverkið
Alexander páfi VI er leikinn af
Róbert Arnfinnssyni. Synir hans
Sesar og Jóhann eru leiknir af
Guðmundi Magnússyni og Sig-
mundi Erni Arngrimssyni.
Lúkrezia, dóttir páfans, er leikin
af Helgu Jónsdóttur, en Salóme,
huggun hans leikur Sigriður Þor-
valdsdóttir. Beljufurstinn Atten-
dolo af Fernara er leikinn af
Bessa Bjarnasyni, en hina
furstana Mirandolo og Delesta
leika þeir Árni Tryggvason og
Klemenz Jónsson. Ungfrú Di
Pesario er leikinn af Bryndisi
Pétursdóttur. Jón Gunnarsson fer
með hlutverk söngvarans og
Randver Þorláksson leikur
skáldið. Trúðarnir eru leiknir af
Þórhalli Sigurðssyni og Margréti
Brandsdóttur.
Það skal tekið fram, að sýning-
ar á Dansleik geta ekki orðið
mjög margar, vegna brottfarar
Róberts Arnfinnssonar til Þýzka-
lands i marzmánuði. Róbert mun
fara til Liibeck og leika i Fiðl-
aranum á þakinu.
Bætt veitingaaðstaða
Þá gat Þjóðleikhússtjóri þess,
að Þjóðleikhúsið hefði bætt
veitingaaðstöðu sina með tilkomu
tveggja bara, sem staðsettir eru
sinn til hvorar handar, þegar
komið er upp I Kristalssalinn. Þar
gefst gestum hússins kostur á
kaffi og kökum, auk margra vin-
tegunda. Sagði Sveinn, að brýn
nauðsyn væri orðin á þjónustu
sem þessari I sjálfum salar-
kynnum hússins, þvi Þjóðleikhús-
kjallarinn væri nú mikið notaður
undir ýmiss konar leikhússtarf-
semi. Þessi nýja veitingaaðstaða
verður opin fyrir leikhúsgesti á
undan sýningum og i hléi.
Eyjólfur Pálsson innan-
hússarkitekt á teiknistofu
Gunnars Ingibergssonar hannaði
hina nýju bari.
Það sem af er leikári Þjóðleik-
hússins, hefur aðsókn verið mjög
góð, mun betri en á undanförnum
árum og hefur komið fyrir að
leiksýningar hafa verið 11 á einni
vinu. Þau leikhúsverk, sem vin-
sælust hafa verið i vetur, eru
Klukkustrengir Jökuls Jakobs-
sonar. Brúðuheimili eftir Ibsen,
og nú siðast Leðurblakan eftir
Strauss.
Aðstandendur Dansleiks, f.v. tvar Török, Sveinn Einarsson, Oddur Björnsson, Atli Heimir Sveinsson og
Alan Carter.
Annar nýju baranna I Kristalssainum.
(Tlmamyndir: Gunnar)
iTÍMINN 9
Það hefur eitthvað verið um að vera I henni Reykjavik daginn.sem myndin sú arna var tekin, þvi fánar
blakta við hún á virðulegum byggingum. En Skólavarðan horfir yfir dýrðina, þÖgul og virðuleg, og ber
við loft, iengst til hægri.
Gamlar myndir
ÞÁTTURINN Gamlar myndir áratugina. Og trébryggjurnar bókar, spreytt sig á að ráða i
hefur nú aftur göngu sina eftir gömlu, þær eru i húmi þess liðna. aldur myndanna eftir þeim
hvild, sem staðið hefur siðan i Þessar gömlu Reykjavikur- upplýsingum.
desember. myndir eru með öllu einkenna- Þá er það þriðja myndin.
Við förum hægt af stað og byrj- lausar og bera ekkert ótvirætt Hvaðan skyldi hún vera? Hún er
um á þvi að birta myndir, sem aldursmark, utan það sem tekin, þar sem Suðurbærinn i
flestir munu kannast við. Fyrst kunnugir geta ráðið af bygging- Hafnarfirði stendur nú, þótt ólikt
eru tvær myndir frá Reykjavik, unum, sem þar gefur að lita. En sé um aðlitast. En myndin undir-
þegar hún leit öðru visi út en þess er gaman að geta, að á strikar vel, hversu fagurt bæjar-
núna. Meðal annars sézt Skóla- bakhlið myndanna er skráð verð stæði Hafnarfjarðar er. Það er
varðan á þeim báðum, en hana þeirra. Þær hafa kostað 25 aura óvenjumikil kyrrð og samræmi
hafa þeir einir séð, sem muna hvor, og geta nú þeir, sem kunna yfir þessu, þar sem haf og land
lengra aftur i timann en siðustu sögu islenzkrar verðþróunar utan mætist.
Þessar bryggjur hafa nú löngu lokið hlutverki sinu, en myndin taiar sínu máli um horfna tið, þegar
fiskimenn iögðu kænum sinum að landi i þrotiausu striði mannkindarinnar við að afla sér viðurværis.
#
Gömul mynd, sem sýnir hluta af umhverfi Hafnarfjarðarbæjar.