Tíminn - 09.02.1974, Síða 12

Tíminn - 09.02.1974, Síða 12
12 TÍMINN Laugardagur í». febrúar 1974. Undir venjulegum kringumstæðum hefði Briem rifið hann upp löngu f yrir dögun, en í miklum sjógangi er ekki hægt að vinna við símastreng og núna — klukkutíma eft- ir dögun — var enn versta veður. Það var háflæði, og Kyrrahaf ið, sem sendi öldur sínar inn í gegnum La Per- ouse-sund og Sangar-sundin, fékk sunnanvindinn körftuglega f raman i sig. Hvergi sást skýr á himni, og til austurs bar strönd Japans greinilega við, eins og á grískri leirtöflumynd. Löðrið freyddi eins og þunnar, hvítar ullartjásur yfir veltandi, glampandi sjávarfletin- um. — Þessi stormur helzt ekki lengur en i tólf stundir, sagði Johansen verkstjóri, þegar þeir sátu við morgun- verðinn, og þaðer f lóðið, sem veldur sjávarganginum að mestu leyti. En dagurinn f er til ónýtis, og losni endinn úr landi, þá er fjandinn laus. — Hann losnar ekki, svaraði Eiríkur. Ég festi hann sjálfur. Feiknarlegt sjálfsálitið lýsti sér i orðunum. Hann fór út úr borðsalnum og gekk upp á þilfar til þess að líta út yf ir haf ið. Hann var á leiðinni af tur á, þegar hann heyrði öskrað til sín. Það var Johansen verkstjóri: — Eiríkur! sjáðu þarna! Bauja númer fimm er á reki! Eirikur tók sprettinn fram á. Skipið hélt í horf inu, með skutinn í norður, og með því að láta vélarnar damla hægt, var unnt aðTiamla gegn straumunum og storminum. Það var enn mitt á milli bau janna, og það var sú nyrðri, sem komin var á rek. Þar sem baujurnar heyrðu undir Eirík, f lýtti hann sér upp í brúna til Briem yf irverkf ræðings, sem skýldi and- litinu með handarbakinu fyrir sólskininu, meðan hann rýndi eftir rauða blettinum í fjarska. Það leyndi sér ekki, að hún var ekki aðeins komin af sínum stað, heldur var hún á reki. Hún var laus við átakið f rá f estingunni og skoppaði nú á sjónum, vaggandi til hliðanna. Hún hentist upp á við, eins og hún væri á leið til himna, en á næsta andartaki snarsnerist hún niður í löðurhjúpaðan öldudal. — Bansett merin! sagði hann og sló krepptum hnefan- um í borðstokkinn. Þessi orð áttu hvað bezt við þessa bauju. — Eins og straumarnir eru,fer hún alla leið til Tottori, eða jaf nvel til Oki-eyja, og ég fer ekki að hætta báti, f u11- um af mannskap, fyrir svona fyrirbæri. Hann sneri sér við og gekk innar í brúna. Það var svo sem hægt að koma báti f rá skipinu, en það var svo sannarlega að bjóða forlögunum byrginn og nálgast í báti járnbaujuna, sem snarsnerist og skoppaði á öldunum átta tonn að þyngd. Skyndilega sneri Eiríkur sér að Briem. — Ég skal ná henni! — Þér? — Já, ég. Hún skal verða komin yf ir til okkar innan tíu mínútna. Látið mig bara hafa mannaðan bát. — Sem þér gætuð hæglega sent niður á hafsbotn? — Ég skal koma kaðli utan um hana,án þess að bátur- inn komi í námunda við hana. En það verður að gerast f Ijótt. Briem treysti Eiriki fullkomlega. Hann gerði sér ekki Ijóst, hvernig þetta væri hægt, en hann hallaði sér fram og kallaði á Johansen: — Mannið stórbátinn þegar í stað! — Taktu með hundrað faðma harpúnlínu, hrópaði Eiríkur og flytti sér niður úr brúnni og á eftir Johansen. Briem fylgdist með því, meðan báturinn var mannað- ur og látinnsiga, unzhannæddi af staðyfiræstar öldurn- ar. Eiríkur sat aftur í skut hjá Johansen, sem stýrði. Áhöfnin var eingöngu skipuð símamönnum, og þeir stýrðu bátnum á þann hátt, sem slíkir einir kunna. Baujan, sem barst fyrir straumnum, fylgdi stefnu, sem myndi beina henni framhjá skipinu i nokkurri f jar- lægð á stjórnborða, og inn á þessa leið stefndi báturinn. Briem sá í sjónauka, að Eiríkur fór úr fötunum og batt skutullínuna um sig miðjan. Þegar báturinn var kominn í leið aðsteðjandi skrímslisins, stökk Eiríkur út í sjóinn, og báturinn hélt áfram, en aftasti maðurinn gaf eftir á línunni. Buslandi í sjónum fann Eiríkur ekkert f yrir þeim hug- aræsingi, sem gagntók Briem, meðan hann fylgdist með í sjónaukanum. Þegar hann hófst upp á öldurnar, sá hann ferlíkið koma nær. Hann synti eins hratt og hann gat, þvi að sami straumurinn bar þau áfram, hann og baujuna, og ef hann ætlaði að bíða eftir því, að baujan næði honum, yrði hann að bíða þess, að þau bæði næðu til Tottóri. Það var rétt eins og honum ætlaði að mistakast að ná henni, þegar allt í einu — rétt eins og þegar ástar- ævintýri kemst á það stig að hjaðna niður eða halda áfram — var baujan komin fast að honum. Hann var niðri í öldudal, og baujan kom æðandi hæst uppi á sjávarf jallinu. Það var svo greinilegt, að hún myndi mala hann mélinu smærra, að hann æpti upp yf ir sig, eins og menn gera andspænis dauðanum, en aldan leið undir baujuna og lyfti honum upp um leið, svo að þau mættust, Eiríki til óhugnaðar og skelfingar, í löðrinu á bylgjufaldinum. Það logaði enn á luktinni, og veifan small í storminum, meðan baujan henti grænum öldun- um frá rauðum skrokki sínum. Ef hann hefði verið kominn svolítið lengra, hefði hún slegizt utan um línuna og fært hann í kaf eða drepið hann með höggi frá einhverri festingunni, sem við hana löfðu.Nú mátti heita, að þau mættust augliti til auglitis. HVELLl G E I R I o D R E K I K U B B U R jMpOkkur tókst það.í rÞúgætir lifað góðu lifi á fjárhættuspili. ^Ég nyti þess fjár aldrei, ég er ot J vanur að vinna "1 . fyrir þvi. ^ Biddu. ’ 1 Ekki snúa lyklinum Hvað er að, Zarkov? w Hann seldi bæ sinnT fyrir litið sem ekkert, | Var hann ) Nei.sem 'V. emn þeirra. betur fer, ég \, / var hræddur um það fyrst. lliMl Laugardagur 9. febrúar 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Óskalög sjúklinga. 14.30 tþróttir. Umsjónarmað- ur: Jón Asgeirsson. 15.00 islenzkt mál. 15.20 Útvarpsleikrit barna og unglinga: „Skessan i útey” eftir ólöfu Arnadóttur.Áður útv. fyrir 11 árum. Leik- stjóri: Klemenz Jónsson. Söngstjóri Dr. Hallgrimur Helgason. Persónur og leik- endur. Ása: Margrét Guð- mundsdóttir. Gunnar: Þór- arinn Eldjárn. Bogga: Arndis Björnsdóttir. Signý: Helga Bachmann. Ari: Arn- ar Jónsson. Presturinn: Brynjólfur Jóhannesson. Skögultönn: Emelia Jónasdóttir. Haki: Valde- mar Helgason. Kona: Okta- via Stefánsdóttir. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. Tiu á toppnum.örn Petersen sér um dægurlagaþátt. 17.15 Frainburðarkennsla i þýsku. 17.25 Tónleikar. Tilkynningar. 18.30 Fréttir. 18.45 Veður- fregnir. 18.55 Tilkynningar. 19.00 Veðurspá. Fréttaspegill. 19.20 FramJialdsleikritið: „Sherlock Holmes”eftir Sir Arthur Conan Doyle og Michael Hardwick (áður útv. 1963) Sjöundi þáttur: Skrifari verðbréfasalans. Þýðandi og leikstjóri: Flosi Ólafsson. Holmes: Baldvin Halldórsson Watson: Rúrik Haraldsson. Pycroft: Valdi- mar Lárusson. Pinner: Val- ur Gislason. Harry: Valur Gislason. Þjónustustúlka: Brynja Benediktsdóttir. 19.55 Tónleikar frá nýsjá- lenzka útvarpinu. 20.30 Frá Norðurlöndum. Sig- mar B. Hauksson talar. 21.00 „Garbotten”, smásaga eftir Albert Engström. Tryggvi Þorsteinsson þýddi. Jón Yngvi Yngvason les. 21.15 Hljómplöturabb. Þor- steinn Hannesson bregður plötum á fóninn. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. 23.55 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. LAUGARDAGUR 9. febrúar 1974 17.00 tþróttir. Meðal efnis i þættinum er mynd frá skiðamóti við Reykjavik og mynd úr ensku knattspyrn- unni. Umsjónarmaður Óm- ar Ragnarsson. 19.15 Þingvikan. Þáttur um störf Alþingis. Umsjónar- menn Björn Teitsson og Björn Þorsteinsson. 19.45 Hlé 20.00 Fréttir 20.20 Veður og auglýsingar 20.25 Söngelska fjölskyldan. Bandariskur söngva- og gamanmyndaflokkur. Þýð- andi Heba Júliusdóttir. 20.50 Vaka. Dagskrá um bók- menntir og listir. 21.30 Alþýðulýðveldið Kina. Breskur fræðslumynda- flokkur um Kinaveldi nú- timans. 5. þáttur. Skólamál. Þýðandi og þulur Gylfi Pálsson. 21.55 Upphefð og örvænting. (Pathsof Glory). Bandarisk biómynd frá árinu 1957, byggð á sögu eftir Hump- hrey Cobb. Leikstjóri Stan- ley Kubrick. Aðalhlutverk Kirk Douglas, Ralph Meek- er, Adolphe Menjou og George MacReady. Þýðandi Karl Jóhannesson. Myndin gerist við Verdun i Frakk- landi i heimsstyrjöldinni fyrri, og er i henni einkum

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.