Tíminn - 03.02.1974, Blaðsíða 20

Tíminn - 03.02.1974, Blaðsíða 20
28 TtMINN Sunnudagur 3. febrúar 1974. Fátækir fjallabúar í ríkasta landi heims Það er kyrrlátt og friðsælt í fjalla- þorpunum í Vestur-Virginíu í Banda- ríkjunum. En þögnin þarna er ekki komin til af góðu. Þar hefur verið stunduð rán- yrkja á auðlindum um árabil og þangað hafa komið menn, sem ekki hafa fært íbúunum neitt gott. Þarna hafa mikil auðæfi verið numin úr fjöllunum og flutt burt ásamt greiðslunni fyrir þau. Þarna ber allt vott um mikla fátækt og menntunarleysi. — Við erum talin eins kúnar lýður, segir einn íbúanna gramur. Kyrrð og náttúrufegurð setja svip á fjallabyggðirnar i suður- hluta V-Virginiu. Það er ekið gegnum langa gróðursæla dali og uppi i hliðunum standa glæsilegir bæir á góðum bæjarstæðum. Frá svona stöðum eru send litfögur póstkort heim. Þetta er sú Ame- rika, sem ár hvert morar af fleiri og fleiri ferðamönnum, ekki að- eins frá stórborgunum við Austurströndina, heldur alls stað- ar að úr Bandarikjunum. Þeir streyma að i bilum og strætisvögnum og stóru Mótel- keðjurnar og oliufélögin græða vel á þessari ferðagleði, en fólkið, sem þarna býr fær litið annað en bensingufur og annan óþverra, sem þyrlast upp úr hjólförum ferðamannafjöldans. Samt sem áður brosa þeir og eru vingjarnlegir. En hvað verð- ur það lengi? Undir yfirborði glansmyndar ferðamanna- iðnaðarins þarna er ljótur raun- veruleiki. Hann er hægt að sjá öðru hverju á ferðinni upp gegn- um grá, aflöng þorp i þröngum dalbotnum i vestri. Sum þeirra eru draugabæir, þar sem annað hvort búa engir, eða aðeins nokkrir öldungar. Þess vegna er þögnin þarna ekki góð þögn. Hún er komin af stöðnun. Hún stafar af rányrkju á auðlindum og fólki. Strit hinna mörgu handa varð að auðæfum i fáum, en stórum vösum. Kol og timbur gaf vel af sér og varð að auðæfum. En litið af þeim varð eftir i V-Virginiu. Gróðinn fór út úr rikinu og hið sama gerði lifs- orka fólksins. Risarnir stungu ekki aðeins gróðanum i eigin vasa, heldur geymdu þeir eignaréttinn þar lika. Það varð til að lama stóra hluta af þessu auðuga fjalla- héraði. Þrátt fyrir það berjast gamlir siðir og venjur enn við að stand- ast þær fjárhagskröfur, sem nú- tima dollaravelsæld gerir til ibúa i iðnvæddu og þrautskipulögðu samfélagi. Til eru margar minn- ingar frá gömlum dögum og á mörgum þessara gömlu sveita- bæja finnst fólk, sem enn spyrnir við fótum. Það er varla hægt að berja að dyrum þarna án þess að fá vott af samvizkubiti og spyrja sjálfan sig, hvort maður sé ekki 'að vekja Þyrnirósu af værum blundi. Þarna býr Oda Belle Blanken- ship. Hún er 82 ára og hnýtt af liðagigt og striti. Nú býr hún ein á bænum, en ekki er langt siðan þar var stór fjölskylda, sem hafði viðurværi sitt af búskapnum. Nú eru kofarnir næstum að hruni komnir, þvi að enginn er þarna, sem getur haldið þeim við. Girðingin umhverfis bæinn, er þegar fallin. En frú Blankenship hefur samt nóg að gera allan dag- inn. Hún saumar stórkostleg rúmteppi, sem llkjast þvi að vera sett saman úr pjötlum. Teppin eru i sterkum litum og með út- saumi hér og þar. — Þetta eru blómagarðarnir minir, segir hún og breiðir úr einu gríðarstóru. — Mér hefur alltaf fundizt maður sofa betur undir fallegu teppi. Ég byrjaði að sauma þetta þegar ég var átta ára. Mamma kenndi mér það. Ég saumaði teppi handa brúðunum minum, sem auðvitað voru tusku- brúður. Hið rúnum rista andlit ljómar og andartak verður það eins og ungt á ný. Fortiðin hangir uppi á vegg i litlu herbergi með gömlu messingrúmi og fölnaðri brúð- kaupsmynd I ramma á veggnum. — Ég gifti mig 18 ára og þá eignaðist ég fyrstu brúðuna, sem keypt var i búð. Maðurinn minn eyddi siðasta dollarnum sinum til að gefa mér hana. Við eignuð- umst tiu börn. Fjögur dóu. Við fluttum hingað frá Virginiu og höfðum með okkur þrjár kýr, hest og múldýr. Hér stunduðum við nautgriparækt og sonur minn Ge- orge vann einkum við það eftir að faðir hans dó. En svo varð hann veikur. Hin börnin eru gift og far- in burt. George dó fyrir tveimur árum. Slik er saga frú Blanken- ship. Nýja leiðtoga Aflagðir bóndabæir, atvinnu- leysi. Unga fólkið fer burt. Auð- ugt fólk kaupir býlin fyrir sumar- bústaði. Meðal hinna uppruna- legu ibúa er aðeins eitt sem er i vexti: Fátæktin. Margir hafa misst trúna á sjálfa sig og þeir lifa i einangrun og sifellt meira vonleysi. Óánægjan breiðist út og vex. Það þarf að byrja upp á nýtt og það verður ný kynslóð að gera. Einn þeirra, sem hefur gert sér grein fyrir þvi er Don West. Hann veit, að það sem Vestur-Virginiu vantar, eru nýir leiðtogar. Ungir, hugrakkir menn, sem eru stoltir yfir sögulegri arfleifð sinni og trúa á framtiðina. Don West er reiður. — Þeir kalla okkur „fjallalýðinn” og fólki finnst það vera eitthvað til að skammast sin fyrir. Við erum talin eins konar úrhrök og fábján- ar. Liklega er það gleymt, að héð- an komu tugþúsundir manna, sem börðust i borgarastyrjöldinni fyrir Bandarikin. Hversu margir vita nú, að Vestur-Virginia er sér- stakt riki vegna þess að ibúarnir neituðu að samþykkja þrælalög- in? Hér i f jöllunum störfuðu sam- tök, sem hjálpuðu suðurrikja- negrum að flýja norður á bóginn. Don West er fyrrverandi pró- fessor og nú liður honum bezt i bláum vinnugalla. Hann kenndi við marga háskóla, ensku og hag- fræði, áður en hann komst á eftir- laun og kom á fót þjóðlifsmiðstöð sinni á stórum bóndabæ I grennd við Hinton. A sumrin hefur hann búðir fyrir börn og unglinga og kennir þeim þar m.a. sögu og þjóðhætti byggðar sinnar. Fyrirlestrarnir eru stuttir og laggóðir. Hann byrjar á þvi að segja nemendunum, að fyrstu ibúar héraðsins hafi komið frá N- Irlandi. Það var skozk-irskt fólk, sem flúði land sitt eftir áralangan þrældóm á öllum sviðum. Meira en 200 þúsund manns komu til nýja heimsins og bjó uppi i fjöllunum, þar sem þeir héldu fast um gamla siði sina og venjur minningar og mállýskur. Þetta fólk var fúst til að berjast harðri baráttu fyrir sjálfstæði og sagt er að árið 1871 hafi George Washing- ton hrósað J)vi fyrir hugrekkið, sem hafi hjálpað honum til að vinna mikilvægan sigur yfir Eng- lendingum. Þegar kennslustundinni er lok- ið, hlaupa börnin út og taka til við morgunverkin. West horfir á eftir þeim og brosir ánægjulega. — Já, við vinnum svolitið hérna. Börnin hafa byggt kapelluna og bóka- safnið. Þau læra að elda mat, baka brauð, mata grisi, mjólka kýr og hirða hesta. Mörg barn- anna hafa alizt upp án þess að sjá annað en hálfhrunda kofa og þrautpinda gróðurmold. Þau hafa aldrei kynnzt gleðinni, sem fylgir þvi að sjá eitthvað vaxa. Allt, sem fréttist af Appalachia i dag, er um fátækt og menntunarleysi. Við er- um kölluð „fjallafifl” eða eitt- hvað slikt. Mörg okkar eru farin að skammast sin fyrir arfleifðina. En sá, sem nennir að athuga það nánar, kemst að fleiri ástæðum fyrir fátæktinni. Auðlindirnar hérna eru til dæmis i eigu ann- arra en okkar ibúanna hér. Þann- ig hefur það verið siðan á timum borgarastyrjaldarinnar. Þess vegna er svo litið af auðnum hér. West stendur lika að þjóðlaga- hátið á hverju sumri. Þar koma siðhærðir unglingar af báðum kynjum og stúlkurnar i dragsið- um kjólum blandast saman við innfædda til að hlusta á nýja mót- mælasöngva og gamlar ballöður. Einn vinsælasti músikantinn þarna er Oscar Wright og er 77 ára. Hann var járnbrautarstarfs- maður, en er nú á eftirlaunum. Hann spilar gömlu söngvana með gáska unglingsins. Forrin-f jölskyidan John Henry fékk aldrei neina grafskrift, en hann hefur með lifi sinu og dauða haft áhrif á mörg ljóðskáld. Söngvarnir um svertingjann, sem dó með sleggju i hendi, eru sungnir enn i dag. Henry fórst i námuvinnu við Tal- cottum 1870. Ef til vill hvilir hann einhvers staðar inni i fjallinu, sem varð honum og meira en hundrað öðrum þrælum að bana. Bill Forrin þekkir námagöngin Heimilisiðnaðurinn lifir ennþá. Þessi maður lifir á að skera hluti úr kastaniuviði. Þessi gamla biblia i höndum gamals námumanns er eins og tákn ná- lægðar fjallabúanna við fortiðina. Það er eins og plastöldin hafi ekki náð þarna upp.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.