Tíminn - 16.06.1974, Blaðsíða 5
Sunnudagur 16. júni 1974
TÍMINN
5
Sumarfatnaður
handa
ungu stúlkunni
Léttir og skemmtilegir sumar-
kjólar úr bómullarefnum eru
þaö helzta, sem tizkusér-
fræðingurinn Toni Schiesser i
Frankfurt sendir nú á mark-
aðinn i Vestur-býzkalandi.
Vinsta megin sjáiö þið sumar-
kjól með svo kölluðum Madeira-
blúndum neðan á. Kjóllinn er
hvitur, en blómamynstrið er
appelsinugult. Hægra megin er
svo dæmigerður Schiessar-
strandfatnaður, en i fljótu
bragði mætti ætla, aðhægtværi
að nota þennan fatnað viðar enn
á ströndinni.
Prófessor
Higgins og
„My Fair Lady"
Allir, sem sáu kvikmyndina My
Fair Lady hérna um árið, muna
eftir leikaranum Rex Harrison,
sem lék prófessor Higgins með
miklum glæsibrag. Rex er nú
nýkvæntur i 5. sinn og sést
fimmta eiginkonan hér með
honum á myndinni. Hún heitir
Elizabeth og er dóttir Ogmore
lávarðs i Englandi, áður var
hún gift leikaranum Richard
Harris. bað varskrifaðum það i
enskum blöðum, að Rex væri
nákvæmlega helmingi eldri en
eiginkonan — en það er ekki
alveg rétt — hann er 66 ára, en
hún er 37, svo að aldurs-
munurinn er aðeins 29 ár!
¥
Frakkar banna með
lögum að börn sitji
í framsæti í bíl
A siöastliðnum þrem árum
létust um 1200 börn á ári i um-
ferðarslysum i Frakklandi, eftir
þvi sem segir i skýrslu frá
frönskum yfirvöldum. 49% af
dauðaslysunum áttu sér stað
þannig, að barnið var fót-
gangandi og varð fyrir bil, 18%
slysanna voru reiðhjólaslys, eða
vélhjóla (unglingar), 33%
dauðaslysanna urðu þannig, aö
barnið var i bifreið, sem lenti i
árekstri, og i langflestum tilvik-
um sat barnið þá i framsætinu.
bessi skýrsla varð til þess, að
sett voru lög i Frakklandi, þar
sem bannað er að börn innan 15
ára aldurs sitji i framsætum bif-
reiða á ferð, og eins eru ýmsar
reglur um öryggisútbúnað, sem
nota á til verndar börnum, þótt
þau sitji i aftursætinu. Eins eru
lagagi únar um margs konar
annan öryggisútbúnað, t.d. er
nú ekki talið nóg að einungis
ökufólk á vélhjólum séu með
öryggishjálma, — heldur einnig
á venjulegum reiðhjólum, þvi
að ef vegfarendur á reiðhjólum
lenda i árekstri, þá er þeim
engu siður hætt við slæmum
höfuðhöggum en þeim sem eru á
vélhjólum, því að bifreiðarnar
sem árekstri valda eru þá
kannski á miklum hraða og get-
ur þvi höggið orðið engu siður
lifshættulegt, þó að hjólreiða-
fólkið sé á hægri ferð. 1 Frakk-
landi eru strangar reglur um, að
börn megi ekki leika sér á stræt-
um úti, en nú hafa þær reglur
verið enn hertar og bætt við
lagaákvæðum um að ekki megi
sleppa hendi af börnum undir 5
ára aldri á umferðargötum en
fólk verður stöðugt að leiða þau.
betta þótti nokkuð strangt og
var gerð fyrirspurn um, hvort
ekki væri allt i lagi með það, að
láta börn halda i töskuhanka
eða annað, þegar sá sem fylgdi
þeim væri með pinkla og pakka i
báðum höndum. — Nei, fáið
ykkur þá bara bakpoka undir
pakkana var svarið!
Frakkar spara
við sig olíuna
Frakkar hafa dregið mjög úr
notkun á oliu að undanförnu, og
nemur minnkunin um 20% frá
þvi sem var á sama tima i fyrra.
Astæðan er m.a. sú, að settar
hafa verið reglur um hámarks-
hita i húsum, og dregið hefur
verið úr ökuhraða, sem leyfileg-
ur er á vegum úti. Ef til vill hef-
ur þetta hvort tveggja ekki eins
mikið að segja eins og það, að
olia hefur hækkað i verði um
helming frá þvi i fyrra.
Lögreglumaður og bankaræningi
Frakklandi. beir ógnuðu gjald-
keranum með byssu, en honum
tókst að hringja neyðarbjöllu.
Ræningjarnir hlupu út úr bank-
anum og skutu um leið, að
einum viðskiptavini bankans,
sem ætlaði að reyna að koma i
veg fyrir að þeir kæmust út.
Sem betur fór hæfðu þeir ekki
manninn. Fyrir utan bankann
tróðu þeir sér inn bil, sem beið
þeirra og óku með ofsahraða i
burtu. Skammt undan stukku
þeir aftur út úr bilnum og hurfu
inn i næstu götu. begar lög-
reglan fór að rannsaka bilinn
fann hún einkennisbúning lög-
reglumanns vandlega brotinn
saman i sætinu, og á kylfunni
mátti lesa nafnið Maurice.
Fjöldinn allur af Maurice-um
er i lögregluliðinu i Lyons, og
ekki tókst að hafa upp á þeim
rétta fyrr en Maurice nokkur
Audret sótti um að fá sig fluttan
til annarrar borgar og i annað
lögregluhérað annars staðar i
Frakklandi Yfirgaf hann borg-
ina án þess að skila einkennis-
búningi sinum. Hann var siðan
handtekin, og yfirheyrður og
viðurkenndi hann þá að hafa
tekið þátt i bankaráninu. Nú eru
Audret og vinir hans tveir i
fangelsi.
★
begar lögreglumaður snýr sér
að þvi að ræna banka er réttast
fyrir hann að skilja lögreglu-
búninginn eftir heima fyrir.
brir grimuklæddir menn réðust
nýlega inn i banka i Lyons i
betta var svo sem ekki mikið,
hugsaði konungurinn eftir að
hafa tekið við sundmerki fyrir
að synda ákveðna vegalengd i
sundkeppni i Sviþjóð. Hann
hafði reyndar synt 75 metrum
meira en til var ætlazt og ekki
þótt það mikið heldur. Sund-
sprettur konungsins var til þess
ætlaður að auglýsa upp sund og
trimm i Sviþjóð, en það eru
sænsku björgunarsamtökin,
sem standa fyrir þessari
kynningu. Konungur á að vera
verndari samtakanna rett eins
og afi hans og langafi voru áður.
Hanner sannarlega hressilegur
á svipinn, og virðist ekkert hafa
látið það á sig fá, að hann er
hættur að hafa samband við
þýzku vinkonuna sina hana
Silviu, sem hann kynntist á
Olympiuleikunum i Munchen
hér um árið.