Tíminn - 16.06.1974, Blaðsíða 10

Tíminn - 16.06.1974, Blaðsíða 10
10 TÍMTNN Sunnud'aéúr 16.jtíni 1974! Verkefni úr þýzkri kennsiubók. eitt brýnasta verkefni i skólamál- um Þjóðverja á siðari árum þótti takast sérlega vel. Það er um að ræða að taka skyldunámið, grunnskólann, með, þegar brúað verður hyldýp- iðá milli stærðfræðinnar i háskól- unum og i almennum skólum. Til skamms tima voru mennta- skólar i Þýzkalandi minnst tveim kynslóðum á eftir háskólunum. Það kom lika sjaldan fyrir , þangað til á siðasta áratug, að menntaskólakennari nefndi nafn Georgs Cantor prófessors i Helle (1845-1918), sem lagði grunninn að mengjafræðinni fyrir einni öld. Fram til þess höfðu stærðfræð- ingar talið sjálfsagt, að i óendan- leikanum væri ekki hægt að sundurgreina neitt. Útgangs- punktur Cantors var, hvort mengi rauntalna (sem hann sýndi sem óendanlega smá brot) væru stærri en mengi heilla talna. í flóknum hugleiðingum, sem hann skrifaði i bréfum til starfsbróður sins Richards Dedekind, komst hann að þeirri niðurstöðu, að einnig megi bera saraan óendan- PERDA menn Verið velkomin KAUPFÉLAG sem leggja leið sína um hið sögufrœga Dalahérað eru minntir á að líta inn í verzlun okkar um leið og þeir aka í gegnum Búðardal, því hjá okkur fáið þið allt í nestið, viðlegubúnað og veiðitœki og í SÖLUSKÁLANUM BÚÐ fáið þið heitan mat og ýmsa smárétti, smurt brauð, kökur9 kaffi, öl, gosdrykki, sœlgœti o.m.fl, til hressingar á ferðalaginu Hvammsfjarðar BÚÐARDAL Sólun SÓLUM HJÓLBARÐA Á FÓLKSBlLA, JEPPA- OG VÖRUBÍLA MEÐ DJÚPUM SLITMIKLUM MUNSTRUM. Ábyrgð fekin d sólningunni. Kaupum notaða sólningarhæfa nylon-hjólbarða. önnumst allar .viðgerðir hjólbarða með fullkomnum tækjum. GÓÐ ÞJÓNUSTA. — VANIR MENN. BARÐINN HF. . ARMULA7HT30501084844 leg mengi. Cantor mætti skilningsleysi og andstöðu annarra stærðfræðinga. Þyngst féll honum að kennari hans, Leopold Kronecker, afneit- aði kenningum hans, en Cantor hefði kosið að verða eftirmaður hans i prófessorsembætti i Berlin. Kronecker sagði, að Cantor ,,spillti æskunni” og að honum var stefnt orðum hans, sem siðar urðu fleyg i hópi stærðfræðinga: „Guð skapaði heilar tölur. Allt annað eru mannaverk.” Það var ekki fyrr en nokkrum áratugum siðar, að mikilvægi mengja var viðurkennt. „Mengi eru meira en sérgrein innan stærðfræðinnar. Hún gerir það kleift, að menn geta freistað þess að byggja alla stræðfræðina upp á fáum grundvallarlögmálum.” Vegna mengjanna og fyrir at- beina starfshóps visindamanna undir nafninu „Bourbaki”, sem leitazt hefur við að skýra upp- byggingu stærðfræðinnar, hefur sú visindagrein þróazt geysilega á siðustu áratugum, svo það er með einsdæmum i sögu hennar. Stærðfræðin hefur orðið meira lif andi en einnig erfiðari við þetta. Og ein afleiðingin er sú, að tala þeirra stærðfræðistúdenta, sem hættu námi þegar á fyrsta miss- eri, komst sums staðar upp i 30- 50%. Slik reynsla hefur i mörgum löndum ýtt undir umbætur á grunnskólastiginu. 1 Þýzkalandi takmarkaðist endurnýjunin fyrst við menntaskólana. Ævafornu námsefni var sleppt og dregið úr öðru niður i lágmark, svo sem vaxta- og vaxtavaxtareikningi. Aðrar greinar voru teknar upp eða lögð aukin áherzla á þær, eins og t.d. reikning með óendanlega smáum stærðum. Allt þetta átti sér stað án þess að menn utan skólanna og sér- greinarinnar veittu þvi athygli. Allur æsingurinn hófst, þegar endurnýjun stærðfræðinnar náði til skyldunámsins. Engum hafði dottið i hug að kalla reikningskennslu fyrir sex og sjö ára börn stærðfræði. Fram til 1967 var ekki annars krafizt en að börnum væri kennt ,,að þekkja reikningsdæmi daglegs lifs og leysa þau með réttum reiknings- aðferðum.” Ef nokkurs staðar þá voru tölurnar teknar sem guðsorð i barnaskólunum, eins og Kronecker hafði heimtað hundrað árum fyrr. Og ef ekki var óskað eftir skilningi á samhengi þeirra og raunveruleikans, var utanað- bókarlærdómurinn einn eftir. En skólunum tókst ekki til hálfs að nálgast það hóflega markmið að kenna nemendunum að reikna. Afgangur nemenda i reikningsprófum var sifellt skelfilegri. 1966 voru yfir 2000 lærlingar prófaðir á vegum iðnaðar- og verzlunarráðuneyt- anna, og helmingurinn gat ekki lagt saman venjuleg brot. Þriðjungurinn gat ekki margfald- að á blaði. Þegar þýzku menntamálaráð- herrarnir ákváðu 1968 að taka upp nýju stærðfræðina einnig i grunnskólanum, var ástæðan fyrst og fremst viðskiptalegs eðl- is. Um var að ræða þá þekkingu, sem unga fólkið þarf að hafa á valdi sinu, þegar það fer út i at- vinnulifið. En sálfræðingar og uppeldis- fræðingar höfðu einnig öðlazt nýja þekkingu, sem mælti með breytingu. Tilraunir, einkum þeirra Ungverjans Zoltans Di- enes og Svisslendingsins Jeans Piaget, höfðu sýnt, að börn á grunnskólaaldri gátu vel fengizt við hlutstæð, einföld vandamál i stærðfræði og rökfræði. Mikilvægasta röksemdin fyrir breytingunni var sú, að i ljós kom, að börn höfðu þetta náms- efni leikandi á valdi sinu. Dienes: „Þeim ihaldssömu kann að virð- ast, að stærðfræðinni hafi verið breytt .i leik eða leiki, og þvi er i raun svo farið.” Dienes lagði sig fram um að finna upp hjálpargögn, sem áttu að auðvelda börnunum leik þeirra og starf i byrjunarstærðfræði- námi. Barnið þarf að „hafa fram- kvæmt og gert tilraunir en ekki aðeins með teikningum, heldur raunverulegu efni, með hlutum”, segir Piaget. Rökfræðikubbarnir, sem Dienes fann upp náðu heims- vinsældum. Nútimastærðfræði gefur ekki einungis tilefni til að láta börn öðlast sina fyrstu þekkingu á mengjum og tölum af eigin reynslu, heldur krefst hún þess nánast að tekin sé upp ný vinnu- brögð i skólastofunni og börnin vinni eitt og eitt eða i hóp undir handleiðslu kennarans. Kennslan verður þannig hávaðasamari en ella, en það telja þeir Piaget og Dienes æskilegt. En áður en nýja stærðfræðin var tekin upp i fyrsta bekknum i þýzkum skólum var þeim, sem vit höfðu á, ljóst að erfitt var að sam- ræma hið æskilega raunveru- leikanum. í 35-40 manna bekkjum er erfitt að vinna i smáhópum. Samt sem áður langaði marga kennara að endurbæta kennsluna samkvæmt þessum kenningum. Aðrir voru vantrúaðri. Undirbún- ingur breytingarinnar á árunum 1968-’72 hlaut að styrkja vantrú þeirra. Viða i landinu mistókust fyrstu námskeiðin, sem búa áttu kenn- arana undir þetta nýja verkefni. Nýja stærðfræðin var kennd mjög fræðilega, eins og verið væri að mennta stærðfræðiprófessora. Brátt var þó gerð breyting á, og meiri áherzla var lögð á kennslu- fræðileg vandamál. Dienes kennir börnum mengi,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.