Tíminn - 16.06.1974, Síða 12
TfriWiWN
ú:
ITOf '41 ui'> :•*>> 'iri'**1
Sunnudagur 16. júni 1974
' *
Á fvT *j|
þröskuldi
nýrrar
aldar
Rætt við dr. Odd Benediktsson,
reiknifræðing Dr. Oddur Benediktsson Liósm. Róbert
TÖLVA er eitt þeirra
orða, sem ekki eiga sér
langa sögu i máli okkar.
Það er varla meira en
einn tugur ára, eða
kannski rösklega það,
siðan þetta orð fór að
heyrast eitthvað að ráði
á landi hér. Hér er þó
um að ræða einn af þeim
þáttum tæknialdar, sem
á sér visa framtið og
mun alveg áreiðanlega
verða rikur þáttur i lifi
þeirra manna, sem eftir
okkur koma.
Nýtt undratæki
Til þess nú að fræðast eitthvað
ofurlitið um þetta undratæki og
þá möguleika, sem það hefur upp
á að bjóða, leitaði Timinn til dr.
Odds Benediktssonar, en hann er
einn af fáum reiknifræðingum á
landi hér. Það er þá bezt að byrja
á byrjuninni, Oddur:
— Hvenær getum við sagt að
tölvutækni hefjist i veröldinni?
— Þessi tækni hefur verið að
þróast siðastliðin tuttugu ár, en
það eru ekki nema tiu ár siðan
fyrstu tölvurnar komu hingað til
tslánds. Þannig mun Reiknistofa
háskólans — hún hét áður Reikni-
stofnun háskólans — halda upp á
tiu ára afmæli sitt núna um næstu
áramót.
— Hvað er það, sem einkum
gerir þessi tæki svo stórvirk, sem
af er látið?
— Það er einkanlega tvennt. I
fyrsta lagi geta þær reiknað með
mjög miklum hraða, en reikni-
hraðann eiga þær að þakka hinum
gffurlegu framförum i rafmagns-
verkfræðinni. I öðru lagi geta þær
meðhöndlað mikið magn upplýs-
inga. Þær geta lesið gataspjöld,
tekið inn upplýsingar með mikl-
um hraða, unnið úr þeim og siðan
skilað þeim frá sér — allt á mjög
skömmum tima. Þannig er hægt,
aðeins á nokkrum sekúndum, að
gera stóra og flókna útreikninga,
sem maður hefði verið í mörg ár
að reikna, þótt hann hefði ekki
haft neitt annað fyrir stafni.
— Er mikið um notkun þessara
tækja hér á landi?
— Það er orðið talsvert, þótt að
visu séum við heldur aftarlega
ipiðað við Norðurlönd eða hinn
vestræna heim, yfirleitt.
I þessari tækni er um ýmis stig
að ræða, og hér á landi getur nú
þegar verið um notkun áð ræða á
öllum þessum stigum. Stærsta
tölvan, sem hér er nú, er sú sem
Skýrsluvélar rikisins og Reykja-
víkurborgar eru með i notkun. En
mörg fleiri fyrirtæki hafa tölvur,
sem eru nokkuð stórar.
— Veiztu, hversu mörg slik
tölvukerfi eru á landinu núna?
— Þau munu vera tíu til
fimmtán. Svo er lika mikið til af
smærri vélum, sem þá eru notað-
ar á mjög takmörkuðu sviði, jafn-
vel til eins verkefnis. Dæmi um
slik tæki er tölvan sem notuð var I
sjónvarpinu i siðustu bæjar-
stjórnarkosningum. Næst fyrir
neðan þessi litlu tæki má nefna
borðreiknivélar, sem að sumu
leyti veita svipaða möguleika og
tölvur. Það er hægt að búa til svo-
kallað forrit fyrir þær, en tölvur
vinna eftir skipunum, sem settar
eru inn i hið svonefnda „minni”
þeirra. Þær þurfa nefnilega að
geta geymt inni i sér, bæði sínar
eigin fyrirskipanir, sem við köll-
um forrit, og jafnframt þær upp-
lýsingar, sem verið er að vinna
úr. Og margar af þeim litlu borð-
reiknivélum, sem nú eru að verða
algengar, eru einmitt þannig, að
hægt er að láta þær hafa slikt for-
rit. Nú, og aftast i röðinni eru svo
hinar litlu reiknivélar, sem mikið
er verið með núna. Síðustu fimm
til tiu árin hefur orðið geysileg
framför i allri þessari tækni, allt
frá minnstu vélunum, sem ég
nefndi núna siðast, og til hinna
stærstu og flóknustu. Ég vænti
þess lika, að við eigum eftir að
vera vitni að gifurlegum breyt-
ingum á þessu sviði næstu tiu árin
eða svo.
Einn milljónasti
hluti úr sekúndu
— Þú nefndir minni. Táknar
það að maðurinn geti sett inn i
vélina einhvern tiltekinn hlut, til
dæmis tölu, og gripið svo til henn-
ar, þegar honum þóknast?
— Já, einmitt, og meira en það.
Vélarnar þurfa helzt að geta
geymt tugi, hundruð eða þúsundir
talna inni i sér samtimis. Ef við
tökum bókhaldsverkefni sem
dæmi, þá þarf þar oft að safna
niðurstöðutölum, hverri á fætur
annarri, og geyma þær inni i vél-
inni, þangað til kemur að lokum
verkefnisins og tölurnar eru
prentaðar. En hinar stærri gerðir
þessara véla geta geymt þúsundir
talna samtimis, auk forritsins,
sem vélin vinnur eftir. Og vélarn-
ar eru geysilega fljótar að vinna
þessar tölur, eftir að þær eru
komnar inn. Vélin tekur töluna til
vinnslu á einum milljónasta hluta
úr sekúndu frá þvi að talan var
sett inn. Þannig getur vélin gripið
tölur, sem skipta hundruðum þús-
unda (fjöldi talnanna), breytt
þeim eitthvað og „skráð” þær i
minni sitt, á aðeins einni sekúndu.
En auk minnisins hafa vélarnar
venjulegt reikniverk, þar sem töl-
ur eru lagðar saman, margfald-
aðar og bornar saman á margvís-
legan hátt. Svo eru lika til
geymslumiðar, segulbönd, eða
nokkurs konar seguldiskar, sem
hægt er að láta vélarnar skrá
upplýsingar á. Þessa geymslu-
miða má geyma, jafnvel árum
saman, og lesa siðan upplýsing-
arnar inn aftur, einhvern tima
seinna, þegar henta þykir.
Hagnýtt gildi
— Geturðu nefnt dæmi um hag-
nýta þýðingu slikrar geymslu?
— Já, það er mjög auðvelt.
Tökum til dæmis þjóðskrána. Hún
er geymd á slikum segulböndum,
hvert ár fyrir sig. Þannig er mjög
auðvelt að geyma upplýsingar,
svo langt aftur i timann sem
þurfa þykir, og ganga siðan að
þeim, þegar á þarf að halda.
— Já, þjóðskráin, segir þú.
Hversu lengi er tölva að lesa nöfn
hundrað þúsund manna, svo við
tökum einhverja þægilega tölu?
— Séu upplýsingarnar komnar
inn á segulbönd, er vélin um það
bil tiu minútur að lesa i gegnum
slika skrá og gera ákveðnar at-
huganir, til dæmis um aldurs-
flokka þessara hundrað þúsund
manna, eða eitthvað álika. Það
tekur aftur á móti nokkru lengri
tima að prenta slika skrá, en ef
við hugsum okkur að vélin geti
prentað þúsund linur á minútu,
ja, þá yrði hún auðvitað hundrað
minútur að prenta hundrað þús-
Mjólkurfræðingar
Óskum eftir að ráða áhugasaman
mjólkurfræðing til starfa nú þegar eða
síðar.
Skriflegar umsóknir með sem fyllstum
upplýsingum um nám og fyrri störf óskast
send oss fyrir 25. þ.m.
Osta- og smjörsalan s.f.
Snorrabraut 54.
Iðnaðarhúsnæði —
íbúð
Til leigu á Suðurnesjum, þar sem verk-
efnin biða, gott iðnaðarhúsnæði. Heppilegt
fyrir trésmiðaverkstæði, netagerð eða
ýmsan annan rekstur.
Stór ibúð getur fylgt.
Tilboð sendist blaðinu fyrir 23. þ.m.
merkt: 1811.
OOOOQOO
OOOOOOOOM F5T ÍOOOOQO
bPðrur
Svífandi gasblöðrur frá Nesti Ártúnshöfða
ÞJÓÐHÁTÍÐARFÁNAR
Verið ávallt
velkomin