Tíminn - 16.06.1974, Page 27
Sunnudagur 16. júní 1974
TÍMINN
27
fólki með ungu fólki með ungu fólki með
hlut aö nokkru. Ég held, að það
geti ekki talizt ósanngjörn krafa.
Fræðsluþættir eiga vissulega
rétt á sér, — en fyrir alla muni
ekki um helgar.
Það er min skoðun, að sjón-
varpsdagskráin gæti verið mun
betri, ef sjónvarið hefði fleiri
starfskrafta til að velja og undir-
búa dagskrána. Það er staðreynd,
að rúmlega niutiu prósent af sjón-
varpsfólki er skrifstofú- og tækni-
fólk.
í ársskýrslu rikisútvarpsins -
sjónvarps er listi yfir tæknihluti
stofnunarinnar, sem mér finnst
harla merkilegur, — þvi meiri-
hlutinn af öllum þessum tækjum
eru afgangstæki, sem sjón-
varpinu hafa verið gefin frá
öðrum sjónvarpsstöðvum, og
mörgum af þessum tækjum var
búið að leggja, taldir ónýtir
hlutir.
Þessi skýrsla leiðir af sér
spurninguna: Er tækniútbúnaður
sjónvarpsins orðinn úreltur? Og
þó að það sé ekki i minum verka-
hring að svara þessari spurningu,
þá þykir mér allt benda til þess,
að svarið sé: JA.
— En svo við snúum okkur
aftur að þinum þáttum: ertu
ánægður með árangurinn, t.d. i
vetur?
— Já, ég get ekki sagt annað.
Ein stærsta ástæðan fyrir þvi, að
þættirnir hafa gengið vel, er mjög
góður starfsandi hjá sjónvarpinu,
sem gerir það að verkum, að
gaman er að vinna við þættina.
Mér er það einnig ljóst, að
ánægjulegar móttökur þáttanna
hjá sjónvarpsáhorfendum styrkja
okkur i starfi.
— Þú gætir kannski i stuttu
máii sagt okkur, hvernig svona
þættir eru unnir?
— Undirbúningsvinnan tekur
tvær vikur, en hún er fólgin i
söfnun á efni og skemmtikröftum,
sem siðan eru prófaöir. „Kvöld-
stundin” og flestar „Uglurnar”
voru siðan teknar upp á tveimur
dögum. Þar á eftir voru film-
urnar klipptar og lagfærðar, eins
vel og kostur var.
Siðustu „Uglurnar” voru hins
vegar teknar upp með áhorf-
endum beint inn á myndsegul-
band og sýndar án allra klipp-
inga, og það krefst vandaðrar og
betur skipulagörar undirbúnings-
vinnu.
— K K -þátturinn er af
mörgum talinn bezti þátturinn til
þessa. Ertu þvi sammála?
— Að mörgu leyti er ég sam-
mála. Það var mjög gaman og
ánægjulegt að vinna að þeim
þætti.
Ég var búinn aö tala við
Kristján i fyrra um gerð þáttar
um KK-sextettinn, en þar sem
han hefur ekki spilað i fimmtán
ár, vildi hann frekar sleppa þvi,
heldur en að gera eitthvað, sem
hann yrði óánægður með.
Hins vegar var mikill áhugi hjá
hinum strákunum i sextettinum,
sérstaklega Ragnari Bjarnasyni,
svo við tókum af skarið og
ákváðum að reyna.
Eðlilega vorum við allir yfir-
hlaðnir spennu meðan á þessu
stóð, og eina spurningin, sem
komst að hjá okkur, var þessi:
Heppnast okkur að koma
Kristjáni að óvörum?
Það tókst, og Kristján sat og
horfði dolfallinn á hljómsveit sina
spila.
„Skoðanir og sjónarmið
þjóðfélagsþegnanna
eiga að vera þyngstar
á metunum”
— Nú ert þú, Jónas i framboði
til alþingiskosninga fyrir Fram-
sóknarflokkinn og skipar 6. sæti
listans hér I Reykjavik. Hver er
ástæðan fyrir framboði þinu?
— 1 rauninni eru tvær megin-
ástæður fyrir framboði mínu fyrir
Framsóknarflokkinn. I fyrsta
lagi lagði ég út á þessa braut fyrir
áeggjan vina minna og kunn-
ingja. Þeir hvöttu mig eindregið
til þess að fara i frámboð. Hin
ástæðan er sú, að ég hef frá þvi ég
komst til vits og ára, — eins og
sagt er, — haft mikinn áhuga á
þvi, sem er að gerast i kringum
mig, og þar með áhuga á lands-
málum almennt.
Ég ætla mér alls ekki að gera til
raun til að breyta heiminum að
einu né neinu leyti með þessu
framboði. Hins vegar er ýmislegt
i okkar þjóðfelagi og okkar hvers-
dagslega lifi, sem mætti fara bet-
ur, að minum dómi.
Þá finnst mér vera kominn timi
til að ungt fólk iáti meira að sér
kveða i landsmálum og taki meiri
og virkari þátt i stjórnmálastarf-
semi. Margir af okkar háttvirtu
þingmönnum eru orðnir of
aldraðir og komnir á margan hátt
út úr okkar þjóðfélagi: úr
tengslum við þjóðina. Þeir hafa
allt aðrar skoðanir á hlutunum,
allt annað mat, — heldur en allur
þorri landsmanna.
Vissulega unnu þessir ágætu
menn mikið og gott starf hér fyrr
á arum, og það má auðvitað ekki
falla i gleymsku.
Það er skoðun min, að alþingi
eigi að sýna þjóðfélagið i not-
skurn, þar eigi að sitja hæfustu
menn þjóðarinnar hverju sinni,
fulltrúar allra stétta og allra
kynslóða, — þannig að skoðanir
og sjónarmið þjóöfélagsþegnanna
séu þar ávallt þyngstar á met-
unum.
Fyrstu sporin móta manninn,
og öldruðu þingmennirnir okkar
mótuðust i sinni æsku, viö allt
aðrar þjóöfélagslegar aöstæður
en min kynslóð, og þvi er vart
hægt aö gera þá kröfu, að þeir
hafi jafnnæmt auga fyrir þjóð-
félaginu nú og þeim yngri menn.
Þvi miður eru alltof mikil brögö
að persónupólitik hér á landi:
hagsmunir einstakra alþingis-
manna eru of oft á oddinum. Ef
maður kemst einu sinni inn á
alþing , rær hann að þvi öllum
árum að sitja þar, þangað til
heilsa hans og kraftar eru á
þrotum. Þetta er þjóðinni hættu-
legt, og reyna þarf að stemma
stigu viö þessari öfugþróun.
— Nú ert þú þjóökunnur
maður, og þvf kannski eðlilegt, að
ýmsir geri þvi skóna, aö flokkur-
inn sé að ráðskast með andlit þitt
og nafn. Hvað viltu segja um
þetta?
— Að minum dómi getur það
vart talizt frágangssök, þótt
þekkt andlit úr sjónvarpi fari i
framboð, ef viðkomandi lætur sig
þjóðmál einhverju skipta og fer i
framboð sem ábyrgur einstakl-
ingur, en ekkísem „þekkt andlit á
skerminum.” 1 þessú sambandi
er rétt að benda á þá staðreynd,
að sjónvarp, útvarp, og jafnvel
blöð, eru mönnum, sem áhuga
hafa á landsmálum, kærkominn
stökkpallur inn á stjórnmála-
sviðiö, — og mér finnst ekkert
athugavert við það. Fjölmiðlarn-
ir eru þessu fólki ákaflega heppi-
legur starfsvettvangur.
Það dettur vonandi engum i
hug, að t.d. þeir fjórir af stjórn-
endum Landshorns I sjónvarpinu,
sem nú eru komnir I framboð til
alþingiskosninga, — séu á fram-
boðslistunum vegna andlitsins
og nafnsins. Þeir hafa vafalitiö
sótt um sin störf hjá sjónvarpinu
vegna áhuga á landsmálum. !
starfi slnu við þáttinn kynntust
þeir þessum málum enn betur og
það kom að þvi, að viðkomandi
einstaklingar vildu sjálfir taka
enn meiri þátt i þessum áhuga-
málum sinum, og fóru þess vegna
i framboð.
Nú, þetta er ekki eina eöa
fyrsta dæmiö. Nokkur fjöldi
manna, sem hefur uunið hjá fjöl-
miðlunum, hefur fariö út á braut
stjórnmálanna og aflað sér bæöi
vinsælda og virðingar innan
þeirra.
Stjórnmál heilla mjög marga,
og það er að minum dómi mjög
eðlilegt, að menn sem vinna hjá
fjölmiðlum og hafa mikil sam-
bönd viö einstaklinga og hópa,
hér og hvar á landinu, — heillist
af stjórnmálum og gefi sig aö
þeim, þegar tækifærin eru fyrir
hendi.
„Ég hef alltaf verið
að kroppa I þetta meö öðru”
— Þú haföir um nokkurt skeið
lagt sönginn á hilluna, — aö
minnsta kosti svona opinberlega.
Nú ertu búinn að þurrka af
honum rykið, ef svo má segja, og
byrjaður að syngja með hljóm-
sveitinni Brimkló. Varstu farinn
að sakna einhvers?
— Þetta hefur alltaf verið i
blóöinu. Ég ólst upp við
„showbisness” þvi faðir minn
vann i tólf ár hjá Þjóðleikhúsinu
sem leiksviðsstjóri, og ég var þar
tlmamótum, þegar ég lauk
mikið. Sviðið, leiktjöldin og
ljósin,- þetta var allt svo spenn-
andi i þá daga, að það mótaði
huga minn i þessa átt.
Ég hef alltaf verið að kroppa i
þetta með öðru, og tónlistin hefur
aldrei vikið langt frá mér, — hún
er alltaf skammt undan.
í vor stóð ég á nokkurs konar
samningi minum hjá sjón-
varpinu, og þá kom auðvitað
spurningin: Hvað á ég að gera i
sumar?
Þá fékk ég þetta tilboð frá
Brimkló. Strákarnir i hljóm-
sveitinni eru allir kunningjar
minir, og ég hef þekkt þá i tiu ár.
Við Pétur höfum auk þess unnið
saman i tvö ár hjá sjónvarpinu.
Löngunin var orðin æði sterk,
og ég sagði við sjálfan mig: Mig
langar til þess að byrja aftur, —
og þvi ekki að slá til, þegar
dyrnar standa opnar.
Ég er mjög ánægður með að
vera byrjaður aftur i hljómsveit.
Viðtalinu er lokið, kaffibollarn-
ir orðnir þurrir I fimmta sinn, og
mér ekki lengur til setunnar
boðið.
Hetga Benediktsdóttir, eigin-
kona Jónasar, og litla telpan
þeirra, hún Margrét, koma nú inn
i stofuna, og fjölskyldan fylgir
siðan þessum undarlega manni til
dyra.
Margrét Iitla hvislar einhverju
ieyra Jónasar, og litlu slðar segir
Jónas: Veiztu, hvað Margrét er
gömul?
Nei, það vissi ég ekki, svo ég
spurði bara: Hvað ertu gömul,
Margrét?
Þá kom feimnin yfir hana, hún
faldi höfuðið og ég sá ekki andlið.
En hún hefur ljóst sitt hár, og
pabbi hennar segir mér, að hún sé
4 ára siðan i desember, — svo ég
get rólegur gengið út I rigninguna
þennan sumardag. —Gsal.
„Margir af okkar háttvirtu þing-
mönnum eru orðnir of aldraðir og
komnir á margan hátt út úr okkar
þjóðfélagi: úr tengslum við þjóðina.
. . . strákarnir i Brimkló eru allir
kunningjar minir, og ég hef þekkt þá
i tiu ár. Við Pétur höfum auk þess
unnið saman I tvö ár hjá sjón-
varpinu.
TEXTIs GUNNAR SALVARSSON
AAYNDIR: GUÐJÓN EINARSSON
ungu fólki með ungu fól
f
og rakar
Slæp/allt
(S)
LAWN-BOY
* Létt, sterk, ryðfrí
* Stiilanleg siáttuhæð
* Slær upp að húsveggjumog út fyrir kanta
Sjálfsmurð, gangsetning auðveld
■3f Fæst meö grassafnara
JJ
Garðsláttuvél
... hinna vandlátu
V-
ÞORHF
Armúla11 Skólavörðust.25
J