Tíminn - 16.06.1974, Blaðsíða 28

Tíminn - 16.06.1974, Blaðsíða 28
28 TÍMINN Sunnudagur 16. júní 1974 mm W mm '} WBWy * \ * / j n\ u W\ KWk .% h 5,' i Kristinn Hallsson og Halldór Vilhelmsson,,sem báóir eru ásar, eru hérna aö striöa Guömundir Jónssyni (Þór). Til hægri á myndinni má sjá ólaf Þ. Jónsson (Loka) ásamt tveimur ásum. t baksýn eru ásar og ásynjur — Stutt spjall við Jón w Asgeirsson, höfund óperunnar Þrymskviðu „Búinn að bíða í 1100 ár" Guömundur Jónsson (Þór) er á þessari mynd klæddur sem Freyja og undirbýr ferö sina til jötunheima Myndirnar á þessari siöu voru teknar á æfingu á óperunni Þrymskviöa eftir Jón Asgeirsson tónskáld, og eru ieikarar og söngvarar ekki i fuilum skrúða á myndunum. Við hittum Jón Asgeirsson rétt fyrir æfingu á óperunni og báðum hann að svara nokkrum spurningum. — Hvers vegna valdirðu þetta efni til meðferðar? — Þessi texti var búinn að biða I 1100 ár án tónlistar og mér fannst satt að segja kominn timi til að nota hann i óperu. — Þessi texti hefur verið þér hugleikinn lengi, þvi einhvern tima notaðir þú þennan gamla texta I óperu i Kennaraskólanum. — Já, annan veturinn sem ég kenndi i Kennaraskólanum, — ætli það séu ekki niu ár siðan, — þá gerði ég óperu, sem nemendur minir sungu. Sagði Jón, að fyrir þremur mánuðum hefðu æfingar á Þrymskviðu hafizt. í óperunni eru 6 einsögvarar 34 manna kór og 32 manna hljómsveit. — Ertu kannski með aðra óperu i bigerð? — Ja, ég er alltaf að hugsa um þessa hluti, — fyrst um sinn ætla ég að láta þessa óperu liða hjá og liða úr mér, þvi þetta er búið að vera mikið puð. Það er spurning- in, hvort maður hefur efni á og tima til að gera svona óperu nema einu sinni á ævinni, þvi þegar maður er eð semja, verður starfsorkan að vera óskert, og is- lenzk tónskáld vinna mest i fristundum, — meira og minna óupplögð og þreytt, að loknum ströngum vinnudegi. Sagði Jón að það væri i rauninni frekja, að ætlast til að menn gerðu svona nokkuð að afloknum vinnudegi. —■ Svo er þetta litils metið, sagði Jón. Menn koma tii min, klappa á bakið á mér og segja: Þetta er gott hjá þér. Samfélagið virðist nefnilega ekki hafa mikla þörf fyrir svona tónlistarflutning, — þetta er bara skemmtilegt svona til hátiðabrigða. Þá erum við að gera þetta eins vel og kost- ur er, — en hálfdrepum okkur fyr- ir vikið, sagði Jón aö lokum. Þrymskviða var frumsýnd á föstudaginn, i gærkvöldi var önn- ur sýning, og i kvöld verður þriðja og slöasta sýning listahátíðar á Þrymskviðu. Hins vegar eru þrjár sýningar ráðgerðar siðar i mánuðinum, og sýningar verða teknar upp að nýju i haust, ef þessar sýningar gefa tilefni til þess. Jón Asgeirsson, höfundur óper- unnar, er jafnframt stjórnandi hljómsveitar, og leikstjórar eru Þorsteinn Hannesson og Þórhall- ur Sigurðsson. Guörún A. Simonar (Freyja) fer hér meö lokapistilinn I áheyrn ólafs Þ, Jónssonar (Loka)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.