Tíminn - 21.06.1974, Blaðsíða 11
10
TÍMINN
Föstudagur 21. júni 1974'
Fólkið sveltur
við hallar-
Sviinn Jerry Lyckholm frá
UNICEF var leiðsögumaður, er
ekið var til indverska þorpsins
Rahimabad. Það er mjög fátæk-
legt þorp, niðurniddir leirkofar,
allt þakið ryki og skit, og örbirgð-
in sést hvarvetna. Við tókum eina
beygju — og skyndilega vorum
við fyrir framan geysistóra höll.
Til hægri var svo önnur álika stór
múrbygging. Velkominn til Man-
groseLodge.stóðáskiltinu. Meiri
andstæður er ekki hægt að hugsa
sér.
Uti á opnum dagstofusvölum
hallarinnar sat hinn sjötugi
múhameðstrúarmaður, Mustaq
Ali fursti, en fjölskylda furstans
er meðal þeirra landeigenda, sem
hafa verið i Indlandi i mörg
hundruð ár.
Fyrri höllin, sem við sáum, var
höll forfeöra hans. Á henni varð
hann þreyttur fyrir tuttugu og
fimm árum og byggði þá nýja
höll. Fyrir tveim árum fannst
honum svo sú höll of litil, og
byggði tvær hæðir ofan á þær,
sem fyrir voru. Þakið er flatt, og
þar er rúm fyrir eitt hundrað
gesti i einu. Ef gestunum væri
gengið út á þakbrúnina, myndu
þeir horfa beint niður á niður-
nidda leirkofana i þorpinu um-
hverfis, og örbirgðina sem rikir
þar. Mustaq fursti á sex börn:
þrjár dætur, sem allar eru giftar
og fluttar að heiman, og þrjá
sonu, sem búa hjá föður sinum.
Furstinn hefur mörg járn i eld-
inum. Hann ræktar ávexti á 100
ekrum lands, t.d. mango, kin-
versk vinber, japanskar appel-
sinur og margt fleira. Samkvæmt
lögum má landeigandinn ekki
eiga nema 18 ekrur, en Mustaq
fursti fór i kringum lögin með þvi
aö stofna hlutafélag.
Það eru þó ekki trén, sem vekja
mesta athygli þegar furstinn er
heimsóttur, heldur miklar breið-
ur af allavega litum rósum. I
desember og janúar eru þær i
jjjjpg
m
. .
mi'éráfí
Hin nýja höll furstans
Hér dáis Mustaq fursti að rósunum sinum
mestum blóma. Furstinn stundar
rósarækt sem tómstundagaman,
en þetta tómstundagaman hans
gefur honum 200.000 rúpiur i aðra
hönd árlega, að sögn hans sjálfs.
Búast má þó fastlega við að hann
fari heldur lágt með þá tölu. Hann
ræktar fjögur hundruð ólikar teg-
undir og reynir stöðugt að rækta
nýjar. Hann græðir mikiö á aö
flytja rósirnar til Englands,
Frakklands og Bandarikjanna
um jólaleytið, þegar rósirnar eru
mjög eftirsóttar. Sjálfur fær hann
5 rúpiur fyrir stykkið, svo erfitt er
að imynda sér, hve mikið við-
skiptavinurinn i London verður
að borga.
Furstinn heldur þvi samt fram,
aö ávaxtaræktin sé mikilvægust
fyrir sig, og að rósirnar séu bara
tómstundagaman eitt. Samt sem
áöur sendir hann elzta son sinn
um allt Indland til þess að afla sér
vitneskju um allt sem hann getur
um rósir. Fimmtán menn hefur
hann ráöið, aðeins til að sjá um
rósaræktina, en i allt eru hjá hon-
um fimmtiu manns.
1 tvö hundruð ár hefur fjöl-
skylda furstans búið i Rahima-
bad. Aöur átti hún mörg þorp.
Þegar Indland varð sjálfstætt
eftir siðustu heimsstyrjöld, var
hvert þorpið af öðru tekiö af
furstanum, en nú býr hann i
Rahimabad og lítur á það sem sitt
þorp. Aðspurður um þaö, hvers
vegna þetta þorp hefði orðiö fyrir
valinu, svaraði furstinn þvi til, að
allt gengi svo vel i þessu þorpi.
Ibúar þess greiða atkvæði eins og
hann óskar, og sagðist hann
þvinga þá til þess, ef með þyrfti.
Ekki sagðist furstinn vera
óánægður með sjálfstæðið og þær
afleiðingar, sem það hefði haft á
eignir hans. Umhverfinu hefur
fariö mikið fram: margar vatns-
lagnir hafa verið lagðar, og áætl-
að er að byggja skóla i þorpinu
eða nágrenni þess. Vatn til eigin
nota sagðist furstinn hafa nóg.
Hann hefur eigin brunn og hefur
látið byggja vatnsgeymi á þakinu
fyrir 5000 litra, með rafmagns-
dælu.
Allan sinn aldur hefur furstinn
alið i Indlandi og aldrei ferðazt
erlendis. Nú segist hann þó
gjarna vilja ferðast eitthvað um,
og þá helzt til Japans, Englands
og Bandarikjanna. Þótt hann tali
ekki góða ensku, er hann samt
viðlesinn maður og hefur numið
sögu og bókmenntir við háskóla i
Dehli.
Stoltur segir Mustaq fursti frá
öllum þeim tignu gestum, sem
hafa sótt hann heim og dáðzt að
rósunum hans. Barnabörnin
hans, sem eru nitján að tölu, hafa
mjög gaman af að koma til hans.
Og þvl má vel trúa. Það er að
segja, svo lengi sem þau fara ekki
til þorpsins rétt hjá. Andstæðurn-
ar eru geysilegar. Annars vegar
ofsaleg fátækt og örbirgð, hins
vegar skortir ekkert á að allt sé
sem stórkostlegast og iburðar-
mest.
(Lauslega þýtt. gb)
Búðir lokað
ar á laugar
dögum
I StÐUSTU kjarasamningum viö
verzlunarfólk var samiö um aö
loka verzlunum á laugardögum
frá 20. júni til ágústloka.
Næstkomandi laugardag tekur
þetta ákvæði samningsins gildi og
verða verzlanir þá lokaðar á
laugardögum. Þar sem hér er um
ákvæði I kjarasamningi aö ræða,
ber öllum verzlunum aö loka á
laugardögum, þennan tima, að
öðrum kosti er um brot á kjara-
samningi að ræða.
Kaupmannasamtök Islands
beina þvi þeim tilmælum til al-
mennings, að innkaup séu gerö
timanlega, þvi að reikna má meö
að fyrst i staö færist verzlun, sem
var á laugardögum yfir á föstu-
daga. Þess vegna er mjög æski-
legt aö vkiðskiptavinir reyni að
gera innkaup sin fyrri hluta vik-
unnar.
Kandidatar frá tannlæknadeild Háskóla islands eru aö þessu sinni sex talsins. Tveir þeirra hafa nú þegar hafiö störf á Akureyri, en hinir I
Reykjavik. Myndin var tekin I hófi, er Dentalia heldur nýútskrifuöum tannlæknum á ári hverju. A henni sjást fr.v.: Siguröur E. Rósarsson,
Björn Ragnarsson, Svend Richter, Guömundur Lárusson, Þórarinn Sigurösson og Ingi Kr. Stefánsson.
Föstudagur 21. júni 1974
TÍMINN
11
Hjáimar W. Hannesson skipar fimmta sætlö á framboöslista Fram-
sóknarflokksins I Reykjavik. Hjálmar er einn fárra islendinga, sem
lokiö hafa háskólanámi i stjórnmálafræöum og kannaö islenzk stjórn-
mál frá fræöilegu sjónarhorni.
Fimmta sætið á fram-
boðslista Framsóknar-
flokksins í Reykjavík skip-
ar ungur menntamaður,
Hjálmar W. Hannesson.
Hann er 28 ára að aldri og
er að því leyti til áhuga-
verður frambjóðandi, að
hann hefur lesið stjórn-
málafræði við erlenda há-
skóla og af lað sér þekking-
ar á margvíslegum félags-
legum staðreyndum, sem
mynda þjóðfélagið.
Hjálmar W. Hannesson
hef ur vakið nokkra athygli
fyrir fræðileg stjórnmála-
skrif, og væri áhugavert að
rifja það upp hér, en að
þessu sinni áttum við að-
einsörstutttal við hann um
þá kosningabaráttu, sem
nú fer í hönd og um stöðu
Framsóknarf lokksins í
þeirri baráttu:
— Hefur þú haft afskipti af
stjórnmáium fyrr?
Sagði af sér formennsku
framfarafélagsins
— Nei, þetta er i fyrsta skipti
sem ég hef afskipti af stjórnmál-
um, nema sem kjósandi. Ég hef
.hins vegar lagt stund á það, sem
’nefnt er fræðileg stjórnmál, þvi
ég hafði snemma áhuga á stjórn-
málum. Ég hef lika tekið nokkurn
þátt i félagsmálum, þar á meðal
tók ég þátt i stofnun framfarafé-
lags fyrir Breiðholt III og var þar
formaður, en ég kaus að segja þvi
embætti lausu, þegar ég tók sæti á
framboöslistanum hjá Fram-
sóknarflokknum, þvi þetta er ó-
pólitiskt félag. I þessu félagi hef
ég hlotið ýmsa þýðingarmikla
reynslu, er varðar borgarana og
samskipti þeirra viö yfirvöldin.
— Hvert télur þú aö veröi aöaí-
mál kosninganna, sem I hönd
fara?
— Ég tel, að þrjú aðalmál muni
ráða afstöðu kjósenda, sem fær-
ast milli flokka, þ.e. varnarmál-
in, efnahagsmálin og byggöamál-
in. Þetta er auðvitað I viðri merk-
ingu, og þá sérstaklega það siðast
talda.
Sjálfstæðisf lokkurinn
er stefnulaus.
— Linurnar I varnarmálunum
liggja þannig, að annars vegar
við okkur eru Sjálfstæðismenn
meö sina stefnu, sem i þessu
máli, eins og öðrum, er I sjálfu
sér ekki stefna, heldur fyrst og
fremst varðveizla á ástandi. Þó
svo að þeir segi, aö þeir séu reiðu-
búnir að endurskoöa varnar-
samninginn eftir breyttum að-
stæðum.
I þessu máli er Sjálfstæðis-
flokkurinn þvi eiginlega stefnu-
laus, eins og i flestum öðrum mál-
um.
— Siðan koma svo hernáms-
andstæðingar og kommúnistar,
sem vilja að varnarliðið hverfi
burt af landinu, án þess að málið
sé skoöað og krufið til mergjar.
Vilja sem sagt algjört varnar-
leysi og að viö segjum skilið við
þær þjóöir, sem við höfum átt
mest samskipti við i varnarmál-
um og öryggismálum.
Ég tel okkar stefnu vera lausa
við öfgar til hægri og vinstri og að
leysa beri þessi mál I samvinnu
við bandalagsþjóðir okkar, þann-
ig að við megi una fyrir okkur og
fyrir hinar sameiginlegu varnir.
Landvarnaskyldur
— Varnir tslands eru ekkert
smámál. Viö megum ekki sem
sjálfstæð þjóð gleyma landvarna-
skyldum okkar, og þaö er einmitt
þetta, sem fram kemur i tillögum
þeim, sem Einar Ágústsson utan-
rlkisráöherra setti fram nú fyrir
skömmu.
— Vilt þú láta herinn fara?
— Auðvitað vil ég herinn burtu,
en ég vil að ísland skipi sér i sveit
með lýðræðisrikjum Evrópu. Ég
tel sterkar likur á þvi að við get-
um uppfyllt okkar skyldur við At-
lantshafsbandalagið, sem eru
fyrst og fremst eftirlitsstörf á
hafinu, án þess að hér sé her.
— Ég er hins vegar mjög and-
vlgur þeirri kenningu, að varnar-
laust land sé einhver trygging
fyrir þvi, að við myndum standa
utan við hernaðarátök, ef til
þeirra kæmi á ný. Landið var her-
numið af Bretum, og sannanir eru
til fyrir þvi, að Þjóðverjar heföu
hernumið það, ef Bretar hefðu
ekki verið hér fyrir. Þeir höfðu
gert um það áætlanir.
Það eru viðsjár
í heiminum.
tslendingar áttu á sinum tima
þátt I að Nato var stofnað, og þaö
var fyrst og fremst gert vegna
kalda striðsins og þess öryggis-
leysis, sem við og fleiri Evrópu-
þjóðir bjuggum við á þeim árum.
Nú horfir um hrið friðvænlega, og
ég tel að Atlantshafsbandalagið
eigi sinn þátt i þvi. Það eru við-
sjár i heiminum eigi að siður, og
afvopnun þjóðanna gengur hægt,
og á meðan svo er ber okkur
skylda til að tryggja varnir ts-
lands, og þá i samvinnu við þær
þjóðir, sem við höfum starfaö
með. Þetta eru þær þjóðir, sem
við eigum mest sameiginlegt
með, og við verðum einnig að
taka tillit til þeirra.
Að við getum verið hér úti i At-
lantshafi án tengsla og samstarfs
við aðrar þjóðir er ekki raunhæft,
og visast þar til heimstyrjaldar-
innar siöari, eins og ég minntist á
áðan. Það var einkum vegna
fimmtu greinar Atlantshafssátt-
málans, sem við gengum i Nato,
en þar segir, að árás á eitt riki
þeirra sé árás á þau öll.
Þegar þetta var gert, þá var
enginn her hér á landi, og svo var
það fyrstu tvö árin, en þá dró til
tiöinda, og menn þekkja söguna
siöan.
Kosningarnar
ber brátt að
— Hvernig hefur kosningaund-
irbúningurinn gengiö, og hver er
málefnaleg staöa rikisstjórnar-
innar?
— Þessar kosningar ber brátt
að, eins og landsmönnum er
kunnugt. Þingrofið kom I miðri
kosningahriðinni fyrir bæjar- og
sveitastjórnarkosningarnar. Or-
slit þeirra kosninga segja ekki
endilega til um raunverulega
stöðu stjórnmálaflokkanna i al-
þingiskosningum. Ef verk rikis-
stjórnarinnar eða stjórnarstefnan
verða aöalmál kosninganna, þá
óttast ég ekki um afdrif Fram-
sóknarflokksins i þessum kosn-
ingum. Málefnin standa fyrir
sinu, verkin tala skýru máli:
Árangur stjórnarstefnunn-
ar hefur ekki komið i Ijós
ennþá.
— Það er að visu erfitt fyrir
þessa stjórn aö þurfa að ganga til
kosninga á miðjum siöari hluta
kjörtimabilsins. Auðvitað hefði
veriðhagstæöara aö láta kosning-
ar fara fram, þegar lokið var
fjögurra ára kjörtimabili.
Uppbygging atvinnuveganna er
ekki farin að hafa full áhrif á
þjóöarbúskapinn til góðs. Hugs-
um okkur aðeins skuttogarana.
Talið er, að heildaraflamagn
þeirra af fiski upp úr sjó verði um
3.000 milljónir króna á ári. Siöan
fer þessi mikli afli til vinnslu i
nýtizku húsum, sem reist hafa
veriö, og/eða vélvædd og endur-
bætt á kjörtimabilinu, og þau
munu skila milljöröum króna i
erlendum gjaldeyri. Útfærsla
landhelginnar hefur lika sitt að
segja. Allur þessi mikli sjávarafli
skuttogáranna er verk vinstri
stjórnarinnar, og við værum nú
fátæk þjóð, ef gamla viðreisnar-
stefnan hefði haldiö áfram með
öllu þvi úrræðaleysi og þeim
drunga, er henni fylgdi.
Arangur þessa merkilega
stjórnarstarfs er ekki enn farinn
að sýna sig til fulls i efnahags-
kerfinu, en mest af þvi fé, sem
þjóðin aflar nú, er vegna vinstri
stjórnarstefnu, áræðis og fram-
fara, segir Hjálmar W. Hannes-
son að lokum.
JG.