Tíminn - 07.12.1974, Blaðsíða 8

Tíminn - 07.12.1974, Blaðsíða 8
TÍMINN TÍMINN EHKTIi Snjallt skáldverk mikils rithöfundar William Heinesen: MÓÐIR SJÖSTJARNA Þýðandi Úlfur Hjörvar. Helgafell, Reykjavik, 173 bls. „1 upphafi ert þú hvorki einn né neinn og býrö hvorki þar né hér. Þú hvflir á armi móöur þinnar og ert aöeins einn af nafnlausum sonum jaröar. Og þið tvö saman eruö aöeins liöur i endalausri röö mæöra og barna, sem bföa forlaga sinna.” Þessi tilvitnuöu orð standa á fyrstu lesmálssiðu þeirrar bók- ar, sem hér er til umræðu. Og það er bezt að segja það strax, áður en lengra er haldið, að þessi bók er i hópi snjöllustu og áhrifamestu skáldverka, sem koma út þetta árið. En hvert er söguefnið? Um hvað er fjallað i bókinni? Sagan gerist 1 Færeyjum, eins og lög gera ráð fyrir. Þar býr „islenzki skransalinn Jónasson” ásamt fjölskyldu sinni. „Dæturnar þrjár voru einhverjar fegurstu og dáðustu stúlkur i bænum, haldnar suðrænum ástriðuhita, hávaxnar, tigulegar og frjáls- mannlegar...’ Siðan gerast þau undur, að Vióla, „sú yngsta og fallegasta”, giftist feimnum og óframfærnum kaupmanni til þess að komast hjá þvi að ganga að eiga þann mann, sem for- eldrar hennar höfðu ætlað henni. En þótt Vióla hin fagra næði þessum áfangasigri, var langt frá þvi að öll hennar vandamál væru leyst með þvi. Brátt gerð- ist hún leið á eiginmanni sinum, og aöþrem árum liðnum fór hún frS honum og kom aldrei aftur. Hún kynntist hámenntuðum lækni, „sem þar á ofan var hjartasérfræðingur,” —■ og má nærri geta, að eftir það átti litli kaupmaðurinn ekki neitt rúm i hjarta hennar. Þau höfðu eignazt eina dóttur barna, Antóniu að nafni. Sú hlaut glæsileik og blóðhita ættar sinnar i vöggugjöf: ung að árum eignaðist hún dreng i lausaleik, og nú hefst átakanleg harm- saga. Antónla deyr frá syni sinum kornungum. Nú hlaut Jakob litli — en hvo hét drengurinn — að alast upp hjá afa sinum, Jakobi kaupmanni, og ráðskonu hans, sem Trina hér. Hafði hún lika alið Antóniu upp, eftir að Vióla hin fagra yfirgaf mann sinn og dóttur. Trina er i sannleika óhugnan- leg persóna. Hún er piparmey, vonsvikin og beisk eftir mis- heppnaða ást, endur fyrir löngu, en auk þess er hún haldin sjúk- legum trúaráhuga og fordóm- um. „Hún er ein af þeim ör- væntingarhrjáðu verum, sem i flekklausri og hreinlátri ráð- vendni og ósérhlifni ala stööugt á eyðileggingarhvöt og dauða- dekri.” (Bls. 35). Svo miskunnarlaust og ósvifiö er trúboð þessarar nornar, að hún skirrist jafnvel ekki við að svipta drenginn þeirri helgi- mynd, sem hann hefur skapaö sér af móður sinni Hann veit að hún er dáin, og þess vegna hefur hann gert sér i hugarlund, að hún sitji „hjá Guði i Paradísar- garðinum”. En Trina fullvissar hann um, að þar sé móðir hans ekki. Hún heldur þvi að visu ekki fram, að móðirin unga sé i „verri staðnum”, en hún leggur áherzlu á, að hún hafi verið syndug (og vist hafði hún eign- azt barn I lausaleik), og því sé liklegast að hún standi enn fyrir utan og blði „með skaranum, sem streymir upp frá Dánar- heimum.” Auðvitað er þetta helzt til torskilin speki fyrir fimm ára snáða, enda hleypur hann frá Trinu og flýr grátandi upp á loft. Sem betur fór var Trina tekin fast að reskjast, er Jakob litli kom til sögunnar, Svo hrökk hún uppaf einn vetrardag og meðan verið var að þvo likið og klæða það tók afinn, Jakob kaupmaður, „litla dótturson sinn við hönd sér og fór með hann i gönguferð um bæinn i fylgd með Chamisso bakara.” Lesandanum léttir mjög við þessi tiðindi. Fyrst drengurinn var svo ungur að árum, að hægt var að hálf-fela fyrir honum dauðsfall með þessum hætti, hlaut enn að vera mikið eftir af hans bernsku- og æskuárum. Trinu tókst þá ekki að eitra all- an uppvöxt þessa foreldralausa drengs með strangleik sinum og trúarbrjálæði. — En raunar vit- um við ekki, hvað biða muni Jakobs litla, þvi að hann er enn á barnsaldri að sögulokum. Nú má vera að spurt sé, hvort efni sögunnar sé upp talið. Nei, öðru nær. Þvi fer viðs fjarri, að þetta örstutta ágrip gefi nokkra viðhlitandi mynd af þessu margslungna verki Heinsens. En um hvað fjallar þá bókin? Svo var spurt I upphafi þessa máls, en sannleikurinn er, að auðveldara er að skynja það og finna en að koma orðum að þvi meö hjálp pappirs og ritvélar. Viö getum til bráðabirgða sagt, að bókin fjalli um manns- sálina, alsælu hamingjunnar, gleðina yfir þvi einu að vera til, en svo aftur á hinu leytinu botn- lausa örvæntingu, hyldýpi hryggðarinnar. Víst væri slik skilgreining spor i rétta átt, en framar öllu fjallar þó bókin um lifið sjálft. Þetta óskýranlega undur, sem við köllum LIF. Hversu veikt og vanmáttugt sem það kann að sýnast, hversu margar hættur sem að þvi sækja úr öllum átt- um, þá tekst aldrei að sigra það, — hvernig sem að er fariö. Þetta er f rauninni alfa og omega bókarinnar, upphaf hennar og endir. Still þessarar bókar er ákaf- lega ljóðrænn og seiðandi. En hann býr lika yfir mikilli kýmni og gamansemi. — Það eitt gerir bókina dálitið torlesna með köflum, að draumur og veru- leiki, þjóðsaga og daglegt lif blandast mjög saman i huga Jakobs litla, og eins hitt að frá- sagan fylgir ekki alltaf nákvæmri timaröö. Stundum er lesandanum kippt aftur á bak, til liðinna daga. En einmitt þessi stilbrögð eiga sinn stóra þátt i þvi að gæða söguna þeim töfrum, sem hún býr yfir. Af góöum og gildum ástæðum er ekki hægt að dæma um þaö hér, hversu þýðandinn, Úlfur Hjörvar, fer nærri frumtexta Heinesens. Hitter vist, aö bókin er skrifuö á mjög fallegu is- lenzku máli. Þó eru þar einstök atriði, sem undirrituðum þykja ekki til neinnar prýði, og auð- velt virist aö sneiða hjá. Ég get til dæmis aldrei vanizt sögninni að „ryksuga”, hversu margir og góöir rithöfundar sem nota hana. (Þetta orð kemur fyrir á bls. 12.). Ekki kann ég heldur að meta orðatiltækið „að bresta i grát” (bls. 35), eða þetta og hitt gangi/,,með það sama” (bls. 74). Einnig eru i bókinni nokkr- ar prentvillur, en þó eru þær ekki fleiri en við höfum oft átt að venjast. Móöir sjöstjarna var lesin i útvarp veturinn 1969—1970 af Ninu Björk Árnadóttur. Ekki hef ég neina hugmynd um, hvernig útvarpshlutendur tóku þeim lestri, en hitt er vist, að svo góð sem sagan kann að vera til upplestrar, þá er hún þó miklu betri til lestrar i næði. Hana þarf að lesa vel, eins og allar góðar bækur. Úlfur Hjörvar og Bókaútgáf- an Helgafell eiga miklar þakkir skildar fyrir að gefa islenzkum bókaunnendum kost á þvi að eignast þetta ágæta verk hins færeyska snillings. —VS. Sigurður Sveinbjörnsson: BJART ER UM BREIÐAFJÖRÐ Leiftur 1974. ÁTTRÆÐUR maður, Sigurður Sveinbjörnsson frá Bjarneyj- um, sendir bók á markaðinn. Hún heitir: Bjart er um Breiða- fjörð og Leiftur gefur hana út. Þessi bók er ekki nema þá* að nokkru leyti nýlega samin. Sumir þættir hennar eru löngu ritaðir. Höfundurinn hefur stundum átt þátt i blaðaskrif- um. Ég man eftir honum úr Dýra verndaranum. Þessi bók er samtfningur. Höfundur segir frá Bjarneyjum, ritar minningaþætti af sjálfum sér, forfeðrum sinum og samferðamönnum, segir frá draumum og sýnum og telur upp örnefni I Rauðseyjum og Efri-Langey, þar sem hann hefur búið. Þessi þættir benda til þess að höfundur sé greindur og grandvar maður. Hann er eng- inn sérstakur Iþróttamaður I frásögn en lýsingar hans munu vera traustar heimildir um mannlif og vinnubrögð i Breiða- fjarðareyjum. Tvimælalaust tel ég bezt I bókinni það, sem er ónefnt, en það eru þættir höfundar og hugleiðingar um dýralíf. Hann hefur athugað dýralif á Breiða- firði og hugsað um það, svo að þar er hann fræðimaður. Þvl munu áhugamenn um dýralif og náttúrufar lesa um þær at- huganir hans og hugmyndir með áhuga. ^ A bls. 80 er nefndur ólafur Jónsson, prestur á Stað á Reykjanesi. Þar mun þó átt viö sr. Ólaf Johnsen, en hann var Einarsson, bróðir Ingibjargar konu Jóns forseta, svo sem kunnugt er. —H.Kr. Guðmundur Finnbogason: ÞAR HAFA ÞEIR HITANN ÚR, Finnbogi Guðmunds- son sá um útgáfuna. ísafoldarprentsmiðja 1974. ísafoldarprentsmiðja gefur nú út f bókarformi úrval úr ræðum, blaðagreinum og rit- gerðum Guðmundar prófessors Finnbogasonar frá timabilinu 1900-1920. „Þar hafa þeir hitann úr” nefnist bókin. Finnbogi Guömundsson hefur séð um útgáfuna. Þaö er ekki ófyrirsynju að þessi bók er gefin út. Guðmundur (Sinnbogason á enn erindi við þjóð sina. Guðmundur Finnbogason var sá iþróttamaður á stfl, að unun er að njóta þess, þegar honum tókst bezt. Sjáum þetta til dæmis: „Atgeirinn var fyrir návigi, hann var eins og framhald handarinnar og skilgetið afkvæmi lurksins og steinflisar- innar, fyrstu vopna mannanna. 1 boganum er meira af sál mannsins: i fjaðurmagni hans er eins og stæltur vilji, er gefur þvi harðara högg sem hann er meira at þreyttur. Boginn er fjarvirkur eins og röddin: örin, sem liður af strengnum, er eins og orðið, sem um munn iiður, það hittir lika þann. sem fjær stendur, Hver bogastrengur á sinn tón, og margt bendir á, að harpan sé dóttir bogans. Hin fyrsta harpa var strengdur bogi, einstengingur. Strengjunum fjölgaði siðar. Þannig verður vopnið, sem áður bar banvænar örvar af streng, að tónandi túlk sálarinnar”. I þessari bók er allmikið um skáld og bókmenntir. Þar eru stutt minni nokkurra skálda og kaflar úr mörgum stuttorðum og gagnorðum ritdómum. Ég held að sé ekki ofmælt, að þetta hafi allt bókmenntasögulegt gildi og megi hjálpa til skilnings á Islenzkum bókmenntun. Það kemur að visu aðeins fyrir, að Guðmundur leyfir sér að bregða á leik, svo sem kallað er að hlaupa út undan sér. Svo er t.d. I ræðunni á fimmtugsafmæli Hannesar Hafsteins. Þar er lagt út af erindinu: Úr krystalsglasi gullið drakk ég vin, og sagt að hún sé ekki þjóðleg þessi visa. En ræðumaður finnur þar æskuna, gleðina og fegurðina, sem eiga hug og hjarta skáldsins. En svo vikur hann að séinni visunni og segir siðan: „Ef þið haldið, að þetta hafi verið hefnd fyrir það, að hann var svo óþjóölegur að drekka úr krystalsglasi i stað þess að súpa á kútnum, eða það hafi verið bending frá forsjóninni um það, að hann ætti ekki framvegis að bragða vin, þá skjátlast ykkur. Að bikarinn brást, það voru — „einhver svik úr kaup- manninum”. Hannes Hafstein var að yrkja um eðli lifsnautnarinnar — og þá var eðlilegt, að hann nefndi það, sem honum þótti glæsi- legast, og ekki vantaði einlægn- ina við að þiggja. En eflaust hefur Guðmundur Finnbogason komið áheyrendunum á óvart með túlkun sinni. Það er fyndin Iþrót. sem enn má njóta. En það eru undantekningar að Guömundur viki frá fullri alvöru I máli sinu. Boðskapur hans um tunguna, um hlutverk og skyldu smáþjóðar og um manndóm og drengskap er I fullu gildi. Það væri hægt að fylla marga dálka I dagblaði með kjarngóðu og skemmtilegu efni úr þessari bók. Stolt og stórlæti Guðmundar Finnbogasonar fyrir hönd þjóðar sinnar byggöist öðru fremur á þvi, aö þar væri alþýðumenning slik, að finna mætti ýmis „dæmi þess, sem ég tel ódauðlegan heiður þjóðar vorrar, að íslenzkur bóndi, sem ár og eindaga siglir særokinn,, sólbitinn slær, stjörnuskininn stritar, hann getur setzt á hinn æöra bekk með andans mönnum þjóöarinnar og skipaö þar sæti sitt með rögg og skörungs- skap”. Fjarri fer þvi að mér þyki allt jafngott I þessari bók, en ég held að allt hafi það menntagildi I sambandi við Islenzka sögu, bókmenntir og þjóðerni. Rit- gerðin um „Akta”-skrift er perla I bókmenntum þessarar aldar, hvar sem fræöimenn vilja flokka hana. Sú ritgerð mætti verða hverjum manni kunn eldri sem yngri. Þvi veldur bæði boðskapurinn, sem okkur er lifsnauðsyn að fylgja, og framsetningin, sem er gerð af glæsilegri iþrótt þess höfuðs- skörungs, sem veit sér sigurinn visan og gengur þvi til leiks með fullkomnu yfirlætisleysi. Það er yndi að hlýöa a Guðmund Finnbogason og af honum er margt að læra. —H.KR. Laugardagur 7. desember 1974 Laugardagur 7, desember 1974 í Svona llta strengjabrúöurnar úr skemmtiþsttinum út, en þær taka heldur en ekki fjörug dansspor i sviöinu Frikirkjuvegi 11. Brúöurnar eru búnar aö tylla sér niöur og Helga Steffensen, Hallveig Thorlacius og Erna Guömars- dóttir anda léttara andartak, en þær eru dauöuppgefnar aö lokinni brúöuleiksýningu, svo mikiö og erfitt starf er aö stjórn brúöunum. „Vonandi lifa uppeldisfræðingarnir þetta af!" ,,Börnin vita vei að þetta eru bara brúður með holan haus" Frumsýning Leikbrúðulands á þessum vetri verður að Fri- kirkjuvegi 11 á sunnudaginn kl. 3. Aö þessu sinni verða sýndir þrir aðskildir þættir I Leikbrúðulandi. Sá fyrsti nefnist Norður kaldan kjöl og er ekki afkvæmi Leik- brúöulands nema að nokkru leyti. Jón E. Guömundsson hélt sýningu á verkum sinum I Norræna hús- inu fyrir skömmu. 1 því tiiefni var þessi þáttur settur á sviö með strengjabrúðum, sem hann bjó til. Félagar úr Leikfélagi Kópa- vogs lásu leikritiö inn á segulband fyrir nokkrum árum, en það er eftir Ragnar Jóhannesson. Félag- ar I Leikbrúðulandi stjórnuðu brúðunum, og fengu þær slðan að láni og halda sýningunni áfram. Annar þátturinn er með strengjabrúðum, sem Leikbrúðu- landsféiagar smiðuðu I sumar. Þetta er skemmtiþáttur, sem byggist á dansi, söng og töfra- brögðum. Slðast kemur svo stuttur þáttur um Meistara Jakob, sem hefur verið árvisst verkefni Leikbrúöu- lands að undanförnu, en þættir af Meistara Jakob eru legló. Þessi þáttur segir frá vandræðum Meistara Jakobs þegar hann ætl- aði að fá sér pylsu með steiktum lauk. Leikbrúðurnar, sem notaö- ar eru I Meistara Jakob eru 'hanzkabrúður. Aðeins tvær sýningar verða fyrir jól I Leikbrúðulandi, en eftir áramót verða sýningar um hverja helgi, og sennilega bæði á laugardögum og sunnudögum kl. 3. Verö aðgöngumiða verður 200 kr. jafnt fyrir börn sem full- orðna. Brúöuleikhús er listgrein, sem 1 marga þræöi þarf aö kippa til aö ná réttu látbragði fram hjá þessum fjórum sköpunarverkum Leikbrúöulands, sem Þorbjörg Höskulds- dóttir teiknaöi, en Helga, Hailveig, Erna og Bryndís bjuggu til Tlmamyndir Gunnar á sér langa og litrika sögu. Það á rætur að rekja til trúarleikja fornaldar, og fyrstu leikbrúðurn- ar voru arftakar goðlikneskja, sem notuð voru I stað manna og dýra við blóðfórnir. Upp úr þessum trúarleikjum spratt mjög svo áhrifamikil leik- list, brúðuleikhús. Vagga þessar- ar listgreinar er talin vera ein- hvers staðar I Austur-Asiu, en þaöan breiddist hún út til Araba og siðan til Suður-Evrópu. Þegar brúðuleiklist barst svo til Noröur- landa var hún orðin háþróuð list- grein, sem var laus við trúarleg og dulræn áhrif. Það er ekki fyrr en á 17. öld, sem farið er að leika I þessum stll fyrir alvöru á Norður- löndum. Frægasta persónan I dönsku brúðuleikhúsi er „Mester Jakel”, eða „Meistari Jakob”, sem kom fyrst fram kringum 1790. Hann er eins konar þjóð- sagnapersóna, sem lifir gegnum aldirnar með sinum sérkennum. 1 kringum hann hefur skapazt sérstök Ieikhefö, sem byggist á hávaða, gauragangi og barsmiö- um. Þannig á að leika „Meistara Jakob”. Uppeldisfræðingar seinni ára hafa klórað sér mikiö i höföinu yfir ýmsum grófum tiltektum „Meistara Jakobs”. Danskir barnasálfræöingar hafa æst sig upp og sagt, að þaö sé engin hæfa, að börn horfi á leikrit þar sem annar hver maður er sleginn i rot. En börnin taka þessu rólega. Þau vita vel, aö þetta eru bara brúður með holan haus. „Og svo er bara aö vona, að uppeldisfræðingarnir lifi þetta af”, sagði danskur upp- eldisfræðingur einhvern tima I blaðaviðtali um þetta efni. tslenzkt brúðuleikhús á sér til- tölulega stutta sögu. Kurt Zier setti „Faust” á svið ásamt nemendum sinum i Myndlistar- skóla Islands árið 1942. Jón E. Guömundsson hefur einn haldið uppi merkjum brúðuleikhússins I 2 áratugi og sýnt viða um land. Fyrir 7 árum var „Leikbrúðu- land” stofnað, og hefur undanfar- in 2 ár haft reglulegar sýningar að Frikirkjuvegi 11. A sunnudag- inn kemur verður frumsýning á nýrri leiksýningu hjá „Leik- brúðulandi”. 1 Leikbrúðulandistarfa Bryndis Gunnarsdóttir, Erna Guðmars- dóttir, Hallveig Thorlacius og Helga Steffensen. Þorbjörg Höskuldsdóttir smiðaði leiktjöld i tvo seinni þættina, en Jón E. Guð- mundsson I þann fyrsta. Brynja Benediktsdóttir aðstoð- aði við uppsetningu sýningarinn- ar. Æskulýösráð hefur látið Leik- brúðulandi I té ókeypis afnot af húsnæði sinu i kjallaranum að Frikirkjuvegi 11, en án þess væri þessi starfsemi óhugsandi. Salur- inn er nú nýmálaður og stólar ný- ir. — SJ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.