Fréttablaðið - 08.04.2005, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 08.04.2005, Blaðsíða 30
Decode Genetics, móðurfélag Íslenskrar erfðagreiningar, hefur lækkað um 30 prósent frá áramótum en fallið hefur verið skarpt frá því að félagið birti afkomutölur sínar í byrjun mars. Þá var tilkynnt um 3,5 milljarða króna tap félagsins fyrir árið 2004. Markaðsvirði Decode er því um 18 milljarðar króna eða það sama og virði OgVodafone. Í vikunni bárust þær fréttir að Íslensk erfða- greining hefði selt fasteignafélaginu Festingu húsnæði sitt í Vatnsmýrinni fyrir um 3,4 millj- arða króna. Jafnframt skuldbindur félagið sig til að leigja það til næstu fimmtán ára. Söluhagnaður eftir greiðslu lána sem tekin voru við byggingu hússins er um 900 milljónir króna. - eþa KÁRI STEFÁNSSON Decode hagnaðist um 900 milljónir króna af sölunni á höfuðstöðvunum. Verðmæti félagsins á markaði minnkað umtalsvert frá áramótum. FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 2005 MARKAÐURINN2 F R É T T I R Erlendar skuldir: Hlutabréf gætu lækkað um leið og krónan Snögg verðlækkun krónunnar gæti leitt til þess að hlutabréf lækkuðu í verði. Í afkomuspá Greiningar Íslandsbanka kemur fram að gengi krónunnar hafi hækkað verulega á fyrsta árs- fjórðungi og fjárfestar hafi nýtt þær aðstæður til að draga úr er- lendri skuldsetningu og selt til dæmis innlend hlutabréf á móti. Snögg verðlækkun krónunnar myndi valda því að einhverjir vildu selja hlutabréf sín og þá sé meiri hætta á verðlækkun. Af þessum ástæðum gæti skapast ójafnvægi í hagkerfinu sem hef- ur bæði neikvæð áhrif á rekstr- arumhverfi fyrirtækja og vilja fjárfesta til að kaupa hlutabréf. Eggert Þór Aðalsteinsson skrifar Teikn eru á lofti um að farið sé að hægjast um á fasteignamarkaði eftir samfelldar hækkanir frá því í ágúst á síðasta ári. Greiningardeildir bankanna eru ósammála um hvort hægt hafi á fasteignamark- aði en fasteignasalar segja að ró sé að færast yfir markaðinn. Greining Íslandsbanka bendir á að fermetraverð í fjölbýli hafi staðið í stað á milli mars og febrúar en það hafði hækkað um 1-7 prósent milli mánaða frá því að verðsprengingin hófst. Landsbankinn er sama sinnis og greinir frá því að samkvæmt viku- legum tölum frá Fasteignamati ríkisins (FMR) hafi veltan verið að dragast saman og fjölda þinglýstra kaupsamninga hafi fækkað. KB banki kemst að allt annarri niðurstöðu um markaðinn en Landsbankinn. Að hans mati eru eng- in merki um að velta á fasteignamarkaði hafi minnkað og með því að deila veltunni niður á fjölda virkra daga í mars fær bankinn það út að meðal- velta hafi verið einn milljarður dag hvern sem er hærri en meðaldagsveltan undanfarnar tólf vikur. Þeir fasteignasalar sem rætt var við voru þeirr- ar skoðunar að salan væri ekki eins mikil og áður og framboð á eignum væri farið að aukast. Ingólfur Gissurarson, fasteignasali í Valhöll, telur að ákveð- ið jafnvægi sé að nást á fasteignamarkaði og þau læti sem áttu sér stað á markaðinum í kringum ára- mótin væru yfirstaðin. Bendir það til þess að fram- boð og eftirspurn séu að mætast. Hann sér fram á að verð á þeim fasteignum, sem hafa verið verð- lagðar mun hærra en sambærilegar eignir, leiðrétt- ist. Ingólfur verður var við að bankar og sparisjóð- ir séu orðnir stífari í lánveitingum en áður. Áhyggj- ur manna af vaxandi verðbólgu og gríðarlegum hækkunum fasteignaverðs gætu haft áhrif á stefnu lánveitenda í þessum efnum. Annar reyndur fasteignasali, Jón Guðmundsson hjá Fasteignamarkaðinum býst við að fasteigna- verð eigi ekki eftir að hækka mikið úr þessu það sem eftir er árs heldur haldast fremur stöðugt. Eignir staldri nú lengur við en þær hafa gert á und- anförnum mánuðum. „Ég held að enginn sé að spá því að verðið eigi eftir að lækka í krónum talið á næstunni en við gætum séð fram á raunverðslækk- un þegar líður vel á árið.“ Tölur frá FMR í síðustu viku sýndu að velta á fasteignamarkaði var um 3,1 milljarður króna sam- anborið við 4,1 milljarða meðaltal síðustu tólf vikna. Meðalverð á kaupsamning var hins vegar 24,7 milljónir króna miðað við 20,7, sem er meðaltal síðustu tólf vikna. Ró að færast yfir KB banki og Landsbankinn ósammála um stöðuna á fast- eignamarkaðinum. Fasteignasalar verða varir við minni spennu á markaðinum. Greiningardeildir bankanna eru ósam- mála um hvort hægt hafi á fasteigna- markaði en fasteignasalar segja að ró sé að færast yfir markaðinn. FRAMBOÐ MÆTIR EFTIRSPURN Eignir seljast ekki eins hratt og þær gerðu. Fasteignasalar telja að fasteignaverð muni ekki lækka. Fr ét ta bl að ið /E . Ó l. Greiningardeild Íslandsbanka telur að Ísland sé hugsanlega komið í annað sæti yfir þau lönd þar sem framleiðsla er mest á mann. Meðal þess sem veldur er mikill hagvöxtur á Íslandi og styrking íslensku krónunnar gagnvart Bandaríkjadal. Ástæða þess að breytt gengi dalsins hefur áhrif er sú að í al- þjóðlegum samanburði er notast við Bandaríkjadal sem viðmið. Þannig hækkar landsframleiðsl- an í Bandaríkjadölum talið þegar þegar krónan styrkist og því get- ur framleiðslan í dölum talið hækkað miklu meira en í krónum talið. Árið 2003 var Ísland í níunda sæti á listanum með 30.900 Bandaríkjadali á mann en mikill hagvöxtur í fyrra og fyrirséður hagvöxtur upp á ríflega sex pró- sent í ár gæti fleytt Íslendingum í annað sæti. Það eru hins vegar engar líkur á því að Íslendingar nái fyrsta sætinu í bráð en þar tróna Lúx- emborgarar með höfuð og herðar yfir aðra. Þar var landsfram- leiðslan 55 þúsund dalir á mann árið 2003. Greiningardeild Ís- landsbanka bendir þó á að tilvik Lúxemborgar sé ekki alls kostar sambærilegt þar sem mikill fjöl- di erlendra ríkisborgara starfi í Lúxemborg en búi ekki þar. Verð- mætasköpun þessara útlendinga telst hins vegar til landsfram- leiðslu Lúxemborgar. GÓÐÆRIÐ Á BRYGGJUNNI Auðlegð Ís- lands eykst hratt um þessar mundir og mik- ið er flutt inn af vörum. Fr ét ta bl að ið /G VA JÓN INGI BENEDIKTSSON Kauphöllin hefur sett hlutabréf Líftæknisjóðsins á at- hugunarlista. Afskráning rædd Líftækni- sjóðurinn fer hugsanlega af markaði Á aðalfundi Líftæknisjóðsins í næstu viku verða framtíðar- horfur félagsins ræddar, þar á meðal hvort félagið eigi að vera áfram skráð á hlutabréfa- markað. Jón Ingi Benedikts- son, framkvæmdastjóri félags- ins, segir það vera misskilning að stjórn Líftæknisjóðsins ætli að leggja það fyrir fundinn að félagið verði afskráð. Hún vilji að fundurinn ræði fyrst þetta mál áður en formleg ákvörðun verður tekin. Því er hins vegar ekki að neita að fyrir lítið félag eins og Líftæknisjóðinn fylgi skráningu mikill kostnaður. Líftæknisjóðurinn hefur verið skráður á aðallista Kaup- hallarinnar frá árinu 2000. Lítil og sveiflukennd viðskipti eru með bréf félagsins. Verðmæti félagsins er 16% hærra nú en það var um áramót.- eþa Tvöföldun frá útboði Þeir sem keyptu bréf í Lands- símanum í útboðinu árið 2001 hafa náð ágætri ávöxtun ef arðgreiðslur eru einnig reikn- aðar með. Á sínum tíma skráðu 2.600 manns sig fyrir 1,2 millj- örðum króna að markaðsvirði, þar af 600 starfsmenn Símans. Gengi Landssímans hefur hækkað um 83 prósent á þrem- ur og hálfu ári en að teknu til- liti til arðgreiðslna nemur ávöxtunin 111 prósentum. Útboðsgengið var 5,75 krón- ur á hlut í september 2001 en gengi Landssímans stóð í 10,5 við lok markaða á miðvikudag- inn var. - eþa Ísland of lítið Taka ber nýjan hóp fjárfesta sem eru á ferð um Evrópu alvarlega, segir í BusinessWeek. Einn þeirra hafi keypt stóran danskan banka á síðasta ári og sé að leita að fleiri yf- irtökum. Annar sé að fjárfesta fyrir háar fjárhæðir í fjarskiptatækni og öðrum fyrirtækjum á Norðurlönd- um og Bretlandseyjum. Sá þriðji hafi komist yfir bresk leikföng, matvöru og fataverslanir hin síðari ár. Síðan er spurt í greininni hvort þessir fjárfestar séu ríkir Þjóðverj- ar eða rússneskir óligarkar. „Nei, þeir eru Íslendingar,“ er svarið og Ísland sé of lítið til að þessir vel stæðu Skandinavar geti eytt svo miklum peningum heima fyrir. - bg Önnur ríkasta þjóð heims? Hugsanlega verður Ísland með næstmestu lands- framleiðslu á mann í ár. Decode lækkar enn Knútur G. Hauksson, forstjóri Samskipa, afhenti Joen Jakob Jakobsen, formanni Sjóbjörgun- arstöðvarinnar, rúmlega eina milljón króna sem þakklætisvott fyrir þátt hennar í björgun sjó- manna af Jökulfellinu í febrúar sl. Notaði forstjóri Samskipa tækifærið og þakkaði viðskipta- vinum í Færeyjum góðar móttök- ur og sívaxandi viðskipti á fyrsta starfsári félagsins þar en fyrsta apríl var eitt ár liðið frá því að skrifstofa Samskipa í Færeyjum tók til starfa. „Vöruflutningar til og frá Færeyjum fyrsta árið hafa farið fram úr björtustu vonum okkar Samskipamanna og erum við afar bjartsýnir á framtíðina,“ sagði hann. - dh Samskip þakkar björgun sjómanna af Jökulfellinu ÞAKKAÐ FYRIR BJÖRGUN Knútur G. Hauksson, forstjóri Samskipa, afhendir Joen Jakob Jakobsen, formanni Sjóbjörgunar- stöðvarinnar, ávísun að upphæð 100 þús- und færeyskar krónur. Fr ét ta bl að ið /S te fá n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.