Fréttablaðið - 08.10.2005, Blaðsíða 52
> Við hrósum ...
... framherjanum Hannesi
Þorsteini Sigurðssyni
sem átti stórleik gegn
Pólverjum í gær og
sýndi að hann
hefði fyrir löngu
átt að hafa fengið
almennilegt
tækifæri með
íslenska A-
landsliðinu.
Heyrst hefur ...
... að Valsmenn ætli sér að fylla skarð
Baldurs Aðalsteinssonar hið fyrsta og
hafa Hlíðarendamenn víst sett
skotmarkið á Viktor Bjarka Arnarsson
sem fór á kostum með Fylki í sumar og
yrði góður valkostur á vænginn í stað
Baldurs. Nú er bara spurning hvort
Víkingur vill selja?
sport@frettabladid.is
36
> Við furðum okkur á því ...
.... að hinn rússneski dómari leiks Póllands
og Íslands hafi verið að
taka myndir af leik-
mönnum Póllands rétt
fyrir leik. Það er
skítalykt af málinu
eins og einhver
myndi segja.
Varnarleikur íslenska fótboltalandsli›sins var› flví enn einu sinni a› falli gegn Pólverjum í Varsjá í gær.
Pólland vann, 3-2, í ágætum leik flar sem margir n‡ir leikmenn fengu tækifæri.
Værukærir varnarmenn í Varsjá
FÓTBOLTI Það vantaði fjölmarga
lykilmenn í íslenska landsliðið í
gær og því kjörið tækifæri fyrir
aðra til að sanna sig. Sumir nýttu
það tækifæri ágætlega en aðrir
miður vel. Pólska liðið er að gera
frábæra hluti í undankeppni HM
og það er enginn skömm að því að
tapa naumlega fyrir þessu liði.
Leikur íslenska liðsins gekk upp
að mörgu leyti en eins og venju-
lega varð ömurlegur varnarleikur
liðinu að falli.
Leikurinn byrjaði vel fyrir ís-
lenska liðið og það nýtti sér vel
hversu kærulausir varnarmenn
Póllands voru í upphafi leiksins.
Kristján Örn Sigurðsson kom Ís-
landi yfir á 15. mínútu eftir að
vinstri bakvörður pólska liðsins
hafði nánast lagt sig. Tíu mínútum
síðar var komið að íslensku vörn-
inni að leggja sig og Krzynowek
var ekki í vandræðum með að
leggja boltann í netið.
Íslenska liðið neitaði að gefast
upp og Hannes Sigurðsson skor-
aði sitt fyrsta landsliðsmark á 38.
mínútu með glæsilegu skoti utan
teigs. Ísland leiddi í leikhléi en
Pólverjar jöfnuðu leikinn með
ódýru marki á 57. mínútu. Þá var
brotið á Indriða Sigurðssyni í
teignum og fyrir vikið fékk
Basczynski nægan tíma til að
leggja boltann fyrir sig í teignum
og skora. 25 mínútum fyrir leiks-
lok kom síðan náðarhöggið. Þá
ætlaði Indriði að spila Smolarek
rangstæðan en Auðun Helgason
spilaði hann réttstæðan og eftir-
leikurinn var auðveldur. Ákaflega
klaufalegt og enn eina ferðina
hafði íslenska landsliðið fengið á
sig þrjú mörk.
Það jákvæðasta við leik ís-
lenska liðsins var frammistaða
Hannesar Sigurðssonar sem skor-
aði gott mark, hélt boltanum vel
og skilaði honum einnig vel frá
sér. Hann sýndi og sannaði í leikn-
um að hann á skilið fleiri tækifæri
með A-liðinu en frammistaða
Heiðars Helgusonar í síðustu
leikjum hefur ekki verðskuldað
sæti í byrjunarliðinu.
Lélegur dómari
„Ég var ekki sáttur við dóm-
gæsluna. Eftir að við komumst
yfir eitt núll jöfnuðu þeir með
ólöglegu marki þegar Indriða var
haldið. Dómararnir sáu þetta og
ég skil ekki af hverju ekki var
dæmt,“ sagði Ásgeir sem hefur
ekki góða reynslu af russneskum
dómurum.
„Við vitum að við vorum að
spila við mjög sterkt pólskt lið og
auðvitað var svekkjandi að tapa
leiknum. Hins vegar tel ég að
strákarnir eigi hrós skilið. Tek
dæmi menn eins og Sölva Geir
Ottesen sem var að leika sinn
fyrsta leik ég var mjög ánægður
með hann. Einnig var ég ánægður
með Hannes (Sigurðsson) sem var
að leika sinn fyrsta heila leik í
langan tíma. Nú er það leikurinn
gegn Svíum. Fyrir þann leik fáum
við Heiðar Helguson en hins
vegar er alveg óvíst með Gunnar
Heiðar og Auðun en hann fékk
slæmt högg á hnéið.“ - hbg, - hjö
Baldur Ingimar Aðalsteinsson, sem leik-
ið hefur með Val undanfarin tvö ár,
sagði í gær upp samningi sínum Val en
í honum var uppsagnarákvæði sem
Baldur ákvað að nýta sér. Eftir góða
frammistöðu með Val á hægri vængn-
um í sumar er líklegt að erlend lið falist
eftir kröftum Baldurs. „Ég var alltaf
ákveðinn í því að nýta mér þetta
ákvæði þar sem það eykur möguleik-
ann á því að ég fái tækifæri til þess að
reyna mig erlendis. Ég hef metnað til
þess að ná enn lengra í fótboltanum og
mér finnst þetta vera ágætis tímapunkt-
ur til þess að skoða þá möguleika sem
í boði eru. En ef ég kemst ekki að er-
lendis þá er Valur auðvitað fyrsti kostur
hjá mér.“
Eftir að hafa komið upp úr 1. deildinni
stóðu Valsmenn sig framar vonum og
voru í öðru sæti í Landsbanka-
deildinni og urðu síðan bikar-
meistarar með því að vinna
Fram 1-0 á Laugardals-
velli, með marki frá
Baldri Ingimari.
Unnar Steinn Bjarndal,
framkvæmdastjóri Vals,
segir vera einlægan
vilja stjórnarinnar til
þess að halda Baldri
Ingimari hjá félginu,
ásamt öllum
öðrum leik-
mönnum
sem voru
lykilmenn liðsins í
sumar. „Vonandi verður
Baldur áfram liðsmaður Vals. Hann
hefur staðið sig virkilega vel síðan hann
kom til félagsins og var einn af okkar
bestu leikmönnum í sumar. Það er mik-
ill hugur í okkur Valsmönnum og von-
andi tekst okkur að halda bestu leik-
mönnum okkar áfram.“
Stjórn Vals vinnur nú að
því að ganga frá leik-
mannamálum hjá félag-
inu en það er mikill
hugur í stjórnar-
mönnum Vals sem
vilja halda Hlíðar-
endafélaginu í
fremstu röð.
BALDUR INGIMAR AÐALSTEINSSON: HEFUR HUG Á ÞVÍ AÐ REYNA SIG ERLENDIS
Búinn a› segja upp samningi vi› Val
8. október 2005 LAUGARDAGUR
ALLTAF FYRIR NEÐAN Þessi mynd er táknræn fyrir leikinn í gær enda lúta hér þrír
varnarmenn íslenska liðsins - Indriði Sigurðsson, Auðun Helgason og Sölvi Geir Ottesen –
í lægra haldi fyrir tveim Pólverjum.
■ ■ LEIKIR
14.00 ÍBV og Víkingur mætast í
DHL-deild kvenna í handbolta.
14.15 FH og Valur mætast í
Kaplakrika í Hafnarfirði í DHL-deild
kvenna.
16.15 Grótta og KA/Þórmætast í
DHL-deild kvenna í handbolta.
16.15 ÍBV og FH mætast í DHL-
deild karla í handbolta.
16.15 Stjarnan og Víkingur/Fjölnir
mætast í DHL-deild karla.
16.15 Valur tekur á móti Sjundea
IF í Evrópukeppninni í handbolta.
■ ■ LEIKIR
11.00 A1 heimsbikarinn í
kappakstri á Sýn.
11.40 Formúla 1 á RÚV.
11.55 A1 heimsbikarinn í
kappakstri á Sýn.
14.40 HM í knattspyrnu á Sýn.
Leikur Englands og Austurríkis
sýndur beint.
16.05 EM í handbolta á RÚV.
17.00 HM í knattspyrnu á Sýn.
Leikur Dana og Grikkja sýndur beint.
20.00 HM í knattspyrnu á Sýn.
Leikur Svisslendinga og Frakka
sýndur beint.
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
5 6 7 8 9 10 11
Laugardagur
OKTÓBER
Sven-Göran Eriksson fyrir leik Englands í dag:
Tími hefnda kominn
FÓTBOLTI Enska landsliðið í knatt-
spyrnu tekur í dag á móti því aust-
urríska í undankeppni HM 2006.
Leikurinn er sá fyrsti hjá landsliði
Englands síðan það tapaði heldur
óvænt fyrir Norður-Írum í Belfast
í síðasta mánuði. Leikurinn skipt-
ir miklu máli fyrir Englendinga,
sem heyja harða baráttu við Pól-
verja um toppsæti riðilsins, en
þessi lið mætast í næstu viku í
lokaumferð riðilsins.
Sven-Göran Eriksson, lands-
liðsþjálfari Englands, segir að
sínir menn hafi ekki efni á öðru
eins klúðri og gegn Norður-Írum.
„Ég hef talað mikið við leikmenn-
ina í vikunni og tel ég það hafa
verið nauðsynlegt. Ég býst við
miklu af þeim og ég er viss um að
þeir standi fyrir sínu,“ sagði
Eriksson, sem sagði tíma hefnda
kominn.
Wayne Rooney er í leikbanni
og búist er við að Peter Crouch,
leikmaður Liverpool, taki stöðu
hans við hlið Michael Owen í
framlínunni. Þá hefur mikið verið
rætt um endurkomu Sol Campbell
í enska landsliðið og er talið lík-
legast að Rio Ferdinand þurfi að
bíta í það súra epli að sitja á
bekknum í þetta skiptið. Yrði það
í fyrsta skipti í fjögur ár sem það
yrði tilfellið en Eriksson hefur
haldið mikilli tryggð við Ferdin-
and, þrátt fyrir átta mánaða langt
bann hans um árið. En landsliðs-
þjálfari var þögull sem gröfin um
liðsuppstillinguna og kemur það
ekki í ljós fyrr en rétt fyrir leik
hvað verður. - esá
HVER BYRJAR INNI Á? Rio Ferdinand og Sol Campbell taka á því með David Beckham á
æfingu enska landsliðsins í gær. NORDIC PHOTOS/GETTY