Tíminn - 17.02.1976, Síða 8

Tíminn - 17.02.1976, Síða 8
TÍMINN Þriftjudagur 17. febrúar 1976 ÞriOjudagur 17. febrúar 1976 TÍMINN 9 S Sjálfsagt hafa margir heyrt getið um þetta orð, júbilár, og tengt það við hugtakið góðæri hvað veðurfar snertir, en vita ekki hvernig það er til komið í upphafi. Það er á þann veg, að um 1300 var páfi i Róm, sem hét Bónifacius 9. Hann var eitthvað peningalitill, hefur liklega verið ein- hver halli á fjárlögunum hjá honum eins og hjá íslendingum i ár. Hann fann þá upp það snjall- ræði, að fara að selja mönnum syndakvittanir og það fé, sem inn kom, rann allt til kirkjunnar og páfans. Til þess að gera þetta hátiðlega, þá var ekki alltaf hægt að komast svona vel frá syndunum. Það var að- eins þegar páfinn til- kynnti hátiðlega, að nú væri júbilár — og var stundum á nokkurra áratuga fresti — eða þegar páfinn var eitt- hvað sérstaklega pen- ingalltill. Frægasta júbilárið var 1518, þegar páfi var að ljúka við smiði á Péturskirkjúnni i Róm. Það var þá, sem munkúrinn Jóhann Tesel var að selja aflátsbréf i Þýzka- landi og var svo ósvifinn, að Mar- teinn Lúter mótmælti. Það var einmitt i þetta eina sinn, sem Is- lendingum gafst kostur á að kaupa sér syndakvittun. Það kom einn munkur hingað til þess að selja syndakvittanir. Þá var Stefán Jónsson biskup i Skálholti auknefndur ,,grjótbiskup” af bændum. Þeim hefur sjálfsagt þótt hann heldur umsvifamikill. Stefán biskup gat auðvitað ekki bannað þessa sölu, sem hinn heilagi faðir i Róm stóð á bak við, en þó var hann svo viðsýnn, að hann varaði menn við að verzla við munkinn. En það stoðaði litt, þvi hann fór um allt land og seldi syndakvittanir fyrir stórfé. Sið- asta júbilár hjá páfa var 1950 fyrir réttum aldarfjórðungi. Nú er öllum Islendingum Ijóst, sem lifað hafa hálfa öld eða meira, að aldrei hafa svipaðar framfarir gerzt á þessu landi, bæði til sjós og sveita, og á þess- um siðustu 25árum. Maður fellur alveg i stafi að sjá öll þau verð- mæti sem hafa hlaðizt upp i landinu. Má þar til nefna allar þær byggingar og vélar, farar- tækin á lofti og láði, og siðast en ekki sizt skipastólinn. Þaö ætti engum að koma á ó- vart, þó að einhver stafur væri fyrir þessu öllu. Væri nií ekki til- valið að gera nýhafið ár að júbil- ári og kaupa sér syndakvittun fyrir það sem miður hefur farið og það er auðvitað margt. Framámenn þjóðarinnar hafa lofað okkur að heyra sitt álit á á- standinu, og það verður að segj- ast afdráttarlaust, að það er ekki bjart. Biskupinn yfir Islandi hefur sagt okkur hvað við erum staddir i andlegum efnum, og þar þarf vist engu við að bæta. For- setinn á Bessastöðum hefur svo tekið hina hliðina á málinu og tók sitt guðspjall ekki úr bibliunni heldur notar gamla visu úr ná- grenni við sig. Það bezta er lika að enginn veit hver er höfundur- inn. En visan stendur fyrir sinu: Þessu var aldrei um Alftanes spáð að ættjörðin frelsaðist þar. Visan er svona: Álftnesingurinn úti liggur og aldrei sefur, dregur meira en drottinn gefur dyggðasnauður maðkanefur. Ég man nú ekki til þess að það sé nefnt i bibliunni að ekki megi draga meira en drottinn gefur. Samt rámar mig i það, að þar sé nefnt, að það sé erfitt að fá upp- skeru þar sem maðurinn ekki sá- ir, og er það vist skylt þvi að ætla sér að draga meira en drottinn gefur. Hvað sem öllum vanga- veltum liður um þessa hluti þá höfum við Islendingar dregið meira en drottinn gaf okkur þessi siðustu ár, og verðum að horfast i augu við þá staðreynd, að halli á rikisreikningnum er við siðustu áramót 5 milljarðar, og við verð- um að kaupa syndakvittanir fyrir þá synd hvort sem okkur likar betur eða verr. Ég er nú ekki farinn að ganga svo i barndómi, að ætla að ég geti komið með góð ráð sem dugar i þeim vanda sem er framundan. En ég hef hlustað á mál mér meiri og vitrari manna bæði fyrr og siðar á þessari öld. Nú ætla ég að vera svo djarfur að lofa mönnum að heyra hvað sagt var við unga fólkið á þessu landi á fyrsta fjórðungi þessarar aldar, og það af manni, sem hlustað var á, Það var fyrsti skólastjórinn við kennaraskól- ann, séra Magnús Helgason, og þarf ekki að kynna hann frekar. Það vill svo vel til að Kvöldræður hans eru til á prenti, en I þeim er erindi sem heitir Brautryðjandi. Ég tek smápóst úr þvi, sem er á þessaleið: „Nú ætla ég að tala við ykkur eins og ég væri að tala við stálpuð börn. Þið hafið tekið eftir standmynd af Jóni Sigurðssyni á Stjórnarráðsblettinum og get ég að ykkur finnist til um karl- mennskusvipinn og tignarbragðið og hugsið, að betra hafi verið að hafa slikan mann með sér en móti. En hafið þið skoöað stall- ann, sem myndin stendur á, Framan á honum er mynd, lág- mynd, sem litið ber á nema skoð- uð sé nærri. Þar er hópur manna i oddfylkingu og gengur einn fremstur, en fyrir þeim verður stórgrýtisurð, sem ekki virðist fær nema fuglinum fljúgandi. En foringinn hikar ekki, hann ræðst á björgin er teppa leiðina, þrifur þau i fang sér með heljarafli kast- ar þeim til beggja hliða og ryður þannigbrautgegnum urðina fyrir sig og fólkið sem á eftir fýlgir. Þið skiljið hvað myndin segir á þessum stað. Þessi kappi, sem ryður burt stórgrýtinu, er Jón Sigurðsson, múgurinn sem kemur á eftir og gengur brautina sem hann ryður er þjóðin hans, Islend- ingar. Þið hafið nú lesið um hvaða steinar það voru, sem hann ruddi úr vegi, svo að Islendingar gætu komizt áfram, tekið framförum, orðið meiri menn og betri og liðið betur en áður. Það voru langtum verri björg, en hér eru i holtun- um, verri en i sjálfu Ódáða- hrauni. Það voru fáfræði, féleysi, samgönguleysi, yfirráð annarrar þjóðar, verzlunaránauð og ein- veldi konungs i öðru landi o.fl. Jón braut fyrsta skarðið i þennan óheillagarð svo að um munaði. Siðan hefur verið haldið áfram sömu leið, ognú er okkur Islend- ingum engin vorkunn að láta okk- ur liða betur og vera meiri menn og betri en á meðan öll þessi ó- heillabjörg tepptu framfaraleið- ina. En þó að Jón Sigurðsson sé llklega mesti maðurinn sem Is- land hefur átt, og islenzka þjóðin eigi honum ailra manna mest að þakka þær framfarir, sem hjá henni hafa orðið á 100 árum. Þé eru-ótal margir fleiri, sem rutt hafa steinum úr götu hennar og hjálpað okkur þannig áfram. Finnst ykkur ekki, að gaman og ánægjulegt væri að gera eitthvað sem yrði til þess að öðrum liði betur fyrir. Þið hugsið ef til vill, að til þess að geta það þurfi svo mikið hug- vit, hreysti, þol, lærdóm og auð fjár, en það er nú alveg skakkt hjá ykkur, það þarf hreint ekki mikið til þess. Nú skal ég segja ykkur sögu. Mér dettur i hug litið atvik, sem ég man frá bernsku. Það voru hjón á bæ, sem áttu mörg börn og uíðu að lifa spart eins og fleiri Is- lendingar á þeim tima. Það var langt frá kaupstað og ekki þangað farið nema á sumrin. Ef eitthvað þraut fyrr en vant var að fara í kaupstaðaferðina, þá varð að lifa án þess. Einu sinni heyrði eitt barnið, að mamma þess sagði manninum sinum, að hún ætti svolitinn syk- ur eftir, að hún gæti ómögulega treint hann lengur en til sumars. Þá verðum við að drekka kaffið sykurlaust i vor úr þvi, sagði hann. Barnið vorkenndi mömmu sinni og sagði þetta systkinum sinum. Þá sagði eitt, við skulum gera nokkuð, við skulum geyma molana, sem við fáum með kaff- inu okkar héðan frá og áfram að sumarmálum, og gefa svo mömmu safnið I sumargjöf. Þetta var samþykkt i einu hljóði. Elzta telpan saumaði poka úr pjötlum og i hann voru svo molarnir látn- ir, og pokinn með þeim geymdur i stakk sem hún átti. Enginn fékk að vita þetta af fullorðna fólkinu á bænum svo dult fóru þau með samtökin, og þau voru ekki rofin samtökin þau. Oft var pokinn skoðaður, hvað i honum hækkaði en það gekk seint, þvi að molarnir voru smáir. Mikill var fögnuðurinn einu sinni. Það kom kona úr nágrenninu i or- lof sitt og gaf vænan sykurmola hverju barni. Þeir fóru allir ó- skertir i pokann. Á sumardaginn fyrsta kom svo allur hópurinn brosleitur og hálf feiminn þá til mömmu sinnar og gáfu börnin henni pokann með þvi sem i honum var. Mikill var fögn- uðurinn þegar mamma þeirra kyssti þau öll fyrir. Þið getið nú imyndað ykkur að þessi börn þurftu að láta dálitið á móti sér að stinga ekki sykurmolunum upp i sig sem þau fengu með kaffinu. Það mátti heita eina sælgætið sem þau smökkuðu. Þau höfðu ekki svo mikið sem smakkað brjóstsykur,. karamellur, appel- sinurog þess háttar — bara fáein- ar gráfikjur og rúsinur einu sinni á ári, þegar pabbi þeirra kom úr kaupstaðnum. Þeim þótti auðvit- að sykur alveg jafngóður og ykk- ur, nema þvíbetri sem þau fengu hann sjaldnar og minna af hon- um. Það var ekki stór sumargjöf- in sem þau færðu móður sinni. En það er ég viss um að sjaldan hefur sumargjöf verið þegin eða af hendi látin með meiri fögnuði. Mamma þeirra var að visu nærri þvi eins sykurlaus eftir sem áður, þvi hún hafði fjölmennt heimili, en henni þótti svo frámunalega vænt um að börnin höfðu haft svona mikla hugsun og sjálfsaf- neitun og staðfestu og allt til þess að gleðja hana. Og aldrei hefðu börnin getað etið svo mikið af sykri né öðru sælgæti, að ánægjan af þvi hefði komizt i hálfkvisti við gleðina af þvi að geta gefið mömmu sinni það sem hana vant- aði. Ég er hræddur um að mörg kaupstaðabörnin núna gætu gefið mömmu sinni heldur beysnari sumargjöf, ef þau söfnuðu saman aurunum, sem þau eignuðust, og gáfu henni I staðinn fyrir að kaupa sér fyrir þá sælgæti og skemmtanir. Viljið þið reyna ein- hvern tima, hvort það er ekki meiri ánægja að draga saman aurana sina I sumargjöf handa mæðrum ykkar eða einhverri annarri fátækri mömmu heldur en að kaupa sælgæti fyrir þá eða inngöngu i bió?” Þessari grein séra Magnúsar likurmeð stóru spurningarmerki, og nú er bezt, að það sé sent til allrar þjóðarinnar i dag og ekki sizt til alþingismannanna, sem nú eru komnir saman aftur eftir jólafriið. Þessi saga gerðist um þetta leyti árs fyrir réttum 100 ár- um. Það ætti ég að vita bezt, þvi að telpan, sem saumaði pokann, var mamma min, og ég var ekki gamall, þegar hún sagði mér og öðrum börnum sinum þessa sögu. Hún lét það fylgja, að þetta væri með beztu minningum úr æsku, þegar hún og systkini hennar, og þar á meðal séra Magnús, serh fyrstur kom með tillöguna, fóru meo molana til mömmu sinnar á sumardaginn fyrsta. Nú er bezt að snúa slnu kvæði I kross og yfirgefa brautryðjand- ann á Austurvelli, sem starfaði á siðastliðinni öld og brautryðjand- ann I Kennaraskólanum, sem starfaði á fyrri hluta þessarar aldar og heyra hvað þeir segja, sem nú eru brautryðjendur á sið- ari hluta aldarinnar og því mitt á meðal vor. Það vill svo lika vel til að þeir hafa nýlega komið fram i sjónvarpi og lofað alþjóð að heyra hvað þeir hafa fram að færa og til málanna að leggja. Á ég þar að sjálfsögðu við Halldór Pálsson búnaðarmálastjóra og Hákon Bjarnason skógræktarstjóra. Þeir hafa vafalítið skemmt fleiri en mér þegar þeir voru að lýsa sinum afrekum og áhugamálum. Það dregur enginn I efa, að þeir eru báðir brautryðjendur, hvor á sina visu og á sinu sviði. Halldór trúir á sauðkindina, en Hákon á skógræktina, og þeim gengur alveg bölvanlega að samræma þetta hvort tveggja, og Hákon segist vera i striði við sauðkind- ina. Þetta er hreinn klaufaskapur eða misskilningur. Mér finnst, að ég hafi fullan rétt til þess að leggja hérna orð I belg og auðvit- að kemur engum á óvart, að min trú er á sauðkindina frekar en á skógræktina. Það er nú rúmlega hálf öld sið- an ég stofnaði sauðf járræktarbú á Hrafnkelsstöðum með sauðfjár- stofni, sem ég sótti norður i Mý- vatnssveit og Bárðardal, og hefur þessi stofn verið hér siðan. Þessu búi var svo breytt i sauðfjárrækt- arbú fyrir Sunnlendingafjórðung fyrir 40 árum og starfar enn á sama grundvelli. Hvort þessi starfsemi hefur gert eitthvað gagn, er ekki mitt að dæma, en að minnsta kosti er það miklu minna en ég hefði vilj- að, enda mörg ljón verið á vegi. Þó má geta þess, að á þessu ári eru 25 ár síðan ég var gerður að heiðursfélaga i Búnaðarfélagi Is- lands fyrir búfjárrækt, og er ég þar einn á báti. Ég fékk þetta i af- mælisgjöf, þegar ég varð sextug- ur, og kærkomnari afmælisgjöf hefði ég ekki getað fengið. Þá var vinur minn, Páll Zóphoniasson, búnaðarmálastjóri. Halldór Páls- son hefur verið ráðunautur i sauðfjárrækt siðan 1937 og búnað- armálastjóri siðan 1963. Hann hefur þvi komið við sögu i sauð- fjárrækt og getur vel verið stoltur af sinum afrekum i sauðfjárrækt og við höfum vist hvorugur skammazt okkar fyrir trúna á sauðféð. Það var ekki bjart yfir sauð- fjárræktinni, þegar Halldór tók við starfinu sem ráðunautur. Þá voru fjárpestirnar að drepa niður féð, og það endaði með allsherjar niðurskurði fyrir aldarfjórðungi sem kunnugt er á Suðurlandi. En það er til málsháttur, sem er á þessa leið: Fátt er svo með öllu illt, að ekki boði nokkuð gott. Þetta kom glöggt fram á árum fjárpestanna. Þau kenndu bænd- um — sérstaklega á Suðurlandi —■ það sem ráðunautarnir höfðu aldrei getað kennt þeim, nefni- lega hvernig ætti að fóðra ærnar til þess að þær gæfu fullar afurðir. Þegar féð hrundi niður, varð mörgum fyrir að reyna að fá sem mestan arð af þvi, sem eftir lifði og heyin voru næg til þess að þetta var hægt. Þegar bændur fengu nýjan fjárstofn fyrir 25 ár- um, voru þeir búnir að læra, hvernig heppilegast væri að fóðra ærnar og árangurinn lét ekki á sér standa. Þar hefur gerzt ævin- týri, sem mig og ég held engan hefur dreymt um, hvað b jartsýnir sem menn voru. Slðasta vor var hart, og yfirleitt öllum ám gefið inni allan sauð- burðinn. Þetta vor hefði skilið eftir sig það hörmulega orð — fellir — á öllum öldum íslands- byggðar, nema þessari siðustu. Á þessu herrans ári 1975 sneru bændur svo rækilega vörn I sókn, að þegar staðreyndirnar koma i ljós eru þær þannig: Færri bænd- ur en nokkru sinni hafa verið á þessu landi skiluðu meiri afurð- um af sauðfé I þjóðarbúið en áður hefur þekkzt. Geri aðrir betur. Ég sé I blöðum, að afurðir — aðeins af ull og skinnavöru — hafa verið þrir milljarðar og það var látið fylgja, að þetta mætti margfalda, ef allt væri selt fullunnið. Þarna nefnir enginn, að markað skorti. Rússarkunnaaðmeta ullarpeysur Berum þetta saman viö hinn aðalatvinnúveginn, sjávarútveg- inn. Skipin eru stærri og fleiri en nokkru sinni, en þau skila ekki meiri afurðum en áður, og allir eru logandi hræddir um fiskstofn- ana. Þessi er munurinn á ræktun og rányrkju. Það er fyrst og fremst sauð- kindinni, að bakka. að okkar norðlæga og hrjóstruga land er byggilegt. Mér hefur stundum dottið i hug, að þegar forsjónin hafði skapað mánninn, þá skap- aði hann næst sauðkindina, svo hann gæti lifað. Við skulum miða við tslendinga eina. Hver gæti safnað saman ör- æfagróðri þessa lands og breytt honum i afurðir ef ekki væri sauð- féð? Hverju hefðu menn átt að klæðast i þessu kalda landi ef ekki voru ullarfötin? Hvernig hefðu menn getað sótt sjóinn i opnum bátum eins og gert var um aldir, ef ekki hefði verið skinnklæðin? Meira að segja var ekki hægt að halda guðsþjónustu nema að hafa tólgarkerti á altarinu. Klæði og skæði lagði kindin til. Læt þetta nægja um sauðkindina og taki aðrir við. Hvað er svo að segja um Hákon Bjarnason og skógræktina? Þar er ég stórum ófróðari en um sauð- féð. Þó hef ég i full 70 ár farið fram hjá skóginum við Rauða- vatn og mér sýnist hann fljótt á litið vera alveg eins og hann var fyrst, en það kann að vera mis- skilningur. En til þess að reyna að vera sanngjarn, þá skal ég viður- kenna að ég hef farið um Hall- ormsstaðaskóg og séð þar ánægjulega sjón, og það má vel vera, að þar eigi skógræktin sér framtið. Hitt er ég alveg sann- færður um, að á Suðurlandi eig- um við að rækta gras og sauðfé. Það er sjón, sem enginn getur gleymt, að sjá sandana, bæði á Rangárvöllum og i Skaftafells- sýslum, breytast i kafloðin tún og sjá heykögglaverksmiðjurnar breyta grasinu i heyköggla, sem er forláta fóður fyrir allar teg- undir búfjár. Við fengum lika þá sönnun, sem við þurftum i skirdagsveðrinu fyrir meira en áratug, sem drap furu- og grenitfen i svo stórum stil, að hörmulegt var á að horfa. Enda hafa menn nefnt þetta veð- ur „Hákonarveður”. Það sama vor fór ég um á Hallormsstað og þar var allt i lagi, þvl að gróður hafði verið skemmra á veg kom- inn þegar óveðrið skall á. Það þýðir aldrei að ætla sér að neita staðreyndum. Það er næsta furðulegt, þegar framámenn þjóðarinnar eru að halda fram ámóta fjarstæðum og þvl, að við eigum að lifa á skógrækt, en hætta við sauðféð. Þða er gott, að ekki komi oft „Hákonarveður”. Þetta er þjóðhættuleg starfsemi, þvi það er vitað, að það eru marg- ir, sem gleypa það, sem þessir menn halda fram, alveg óhugsað. Það er lika annar maður sem heldur þessu fram, að við ættum að losa okkur við sauðféð. Það er maðurinn, sem allir telja sér skylt að vitna i við öll möguleg tækifæri, jafnvel prestarnir i stólnum. Þessi maður er Nóbels- skáldið sjálft, Halldór Laxness. Hann lét það út úr sér fyrir nokkr- um árum, að visitalan mundi lækka um 40 stig ef allt sauðfé á Islandi dræpist. Þessu mótmælti enginn. Ég hitti framámenn I Reykjavik, sem sögðu, að þetta væri alveg rétt hjá Halldóri. Þá var nú visitalan stórum lægri en nú og ef til vill hefur hann reiknað dæmið upp á nýtt og látið það koma fram i nýjustu bók sinni, þegar hann var að reka úr túninu heima. Að minnsta kosti hefur hann ekki getað lofað sauðkind- inni að vera i friði frekar en vant er, það sér maður i ritdómi um bókina. Hver veit nema þarna sé fundin lausnin við öllum þeim vanda, sem menn eru. að útmála um þessi áramót. Ef allt sauðfé á Is- landi dræpist, yrði Hákon Bjarna- son liklega glaður i sinu hjarta. En ég varð innilega glaður af annarri frétt, sem ég var að heyra i útvarpinu. Það er nefni- lega nýbúið að gera upp alla bú- reikninga, sem bændur héldu 1974, og þá er það sauðféð, sem skilar bændum mestum arði, og þá er siðasta ár efalaust enn þá betra fyrir féð, þvi það er metár i afurðum. Þegar ég heyri bornar fram ámóta fjarstæður og þeir gera, Halldór Laxness og Hákon Bjarnason, þá dettur mér i hug, það sem Roosevelt Bandarikja- forseti sagði eitt sinn i ræðu og er á þessa leið: „Það er gott að horfa á stjörnurnar, en menn mega bara ekki gleyma þvi, að þeir ganga á jörðinni”. Mér finnst að sá hópur manna sé alltaf að stækka á þessu landi, sem horfir á stjörnurnar, en gleyma þvi að þeir ganga á jörðinni, og þar eru þeir Hákon Bjarnason og Halldór Laxness i fararbroddi og sann- nefndir brautryðjendur. Það er nú vist nóg komið af svo góðu, munu margir segja, sem lesa þessar bollaleggingar. En fyrst ég er að ræða um árásirnar á sauðféð og þar með á bænda- stéttina, þá má ekki alveg gleyma garminum honum Katli, sem er fyrrum ritstjóri VIsis. Hann hefur um árabil stundað það sem at- vinnu að skamma bændastéttina. Hans áramótaforystugrein fjall- aði um það að fækka bændum. Það eru nú margir búnir að svara honum, og þar á meðal Halldór Pálsson i áramótaávarpi sinu. Ég hef aldrei lagt þarna orð i belg, og hefur mig þó oft langað til þess. Ég hef réttlætt þögn mina með málshættinum fræga — svo skal leiðan forsmá að anza honum engu. Ég hef vitnað i merka menn i þessum þætti, og þá er bezt að láta hann reka lestina, sem allir Islendingar þekkja og elska, skáldið okkar allra, Davið Stefánsson frá Fagraskógi. Hann tók þetta mál til meðferðar i bók- inni, sem kom út rétt áður en hann dó og heitir Mælt mál. Hann hetur þetta til málanna að leggja um tillöguna að fækka bændum, og takið þið nú vel eftir —■ og rit- stjórinn lika, ef hann vill heita hugar sins ráðandi. Svona hljóðar það: „Þeir, sem vilja flytja sam- an byggðina og flytja fólk frá út- skögum og afdölum til samyrkju- búa eða hverfa miðsvæðis, þeir hugsa I árum, ekki i öldum. Ann- ars er ástæðulaust að amast við samyrkjubúskap, ef hann getur samrýmzt skapgerð fólksins. Hitt er mörgum þyrnir i augum að sjá byggða dali og skaga leggjast i eyði. Hvað hafa þessir staðir til saka unnið? Brimhljóð og lækjar- niður kunna að hafa sett annan svip á sitt fólk en götuskarkali og hornablástur á borgarbúa. En er það æskilegt, að allir séu steyptir i sama mót? Þessir fögru staðir eiga ekkert skylt við smitbera eða glæpamenn, sem þarf að ein- angra. Þeir eru fullkomlega jafn réttháir öðrum byggðarlögum. Þar bjó um langan tima harð- gert fólk og veðurbitið, sem storkaði veðrum og erfiðleikum og þarf hvorki að blygðast sin fyrir tungu sina né lífsvenjur. Þaðan eru komin mörg óskabörn þjóðarinnar, kjörviðir kynslóð- anna. Hjá þvi hefur aldrei þrifizt sá veimiltitu hugsunarháttur at- kvæðasmalans að færa byggðina saman, minnka Island. Það hefur aldrei þótt dyggð i þessu landi að hafa börn útundan. Þess vegna eiga þing og stjórn fyrir hönd al- þjóðar að rétta þessu fólki hjálp- arhönd, gera vegi og brýr, þar sem nú eru ófærur, raflýsa dalina og nesin, efla samgöngur á sjó, landi og I lofti, svo að við þær byggðir hefjist réttlát viðskipti i stað aðrráns og hirðuleysis. Þá fyrst hefur þetta þrautseiga og rammíslenzka fólk hlotið verð- skuldaða umbun. Brátt munu ný býli risa við veginn og blómlegar byggðir fóstra heilbrigðar og hraustar ættir. Þá mun það vitn- ast, að I raun og veru voru þessir staðir aldrei afskekktir nema I hugarórum fárra skammsýnna stofulalla. Nú er sú öld komin, að kotin keppa við höfuðbólin. Það veit á gott. Heitum þvi öll að stuðla að þvi með ráðum og dáð, að byggðin færist ekki saman, heldur i aukana, unz allt verður ein gróandi heild. Það er að stækka Island.” Þetta sagði skáldið fyrir 20 ár- um, en þar er slegið á streng, sem ætti að eiga enduróm I brjósti hvers islenzks manns. Skáldið frá Fagraskógi fór aldrei dult með ást sina á sveitunum, og bændur landsins fá þennan glæsilega vitnisburð hjá honum: Þeir sem akra yrkja, auka landsins gróður eru I eðli tryggir ættjörð sinni og móður. Ryðja grýttar götur, gjafir landsins blessa. Bóndans starf er betra en bæn og sálumessa. Þessi maður fór i sinu sumar- frii upp á Sellandafjall, sem gnæf- ir yfir Mývatnssveitina, þar sem fólkið tollir hvað bezt i átthögun- um, og þar orti skáldið eitt af sin- um snilldar kvæðum. Eitt erindið er um Mývatnssveit, og hljóðar svo: Hér er vargur og vetrarharka, veiðin stopul og treg. Það hlýtur að vera hlýrra að búa i húsi við Laugaveg. Davið missir ekki marks frekar venju. Það er sjálfsagt hlýrra að búa I húsi við Laugaveg en i af- skekktri sveit. En ættum við kvæðið góða, „Fjalladrottning, móðir min”, ef Sigurður Jónsson á Arnarvatni hefði alizt upp i húsi við Laugaveg? Ekki finnst mér það trúlegt. Það eru svo nýjustu fréttirnar, að frúin i Garði i Mý- vatnssveit átti skáldsögu i Norð- urlandskeppninni og hlaut góða, dóma en Árnesingurinn hafði slaginn og er sá fyrsti, sem þann heiður hlýtur, og megum við Ár- nesingar vel við una. Það allra nýjasta i fréttum er svo það, að Dagblaðið nýja og bændaniðingarnir eru búnir að kaupa stórhýsi við Laugaveg. Þeim verður vonandi ekki kalt að skrifa um bændur landsins i næði i framtiðinni. Svo óska ég öllum landsmönn- um árs og friðar, og mun ekki af veita. Helgi Haraldsson y A _ _ JUBILAR 1976 Læknar 3 %} Læknir óskast til afleysinga á barnadeild Heilsu- verndarstöðvarinnar frá 1. marz til septemberloka. Upplýsingar um starfið gefur yfirlæknir deildarinnar. Heilsuverndarstöð Reykjavikur íw< te 1 i Starf sveitarstjóra hjá Neshreppi utan Ennis er laust tilum- sóknar. Umsóknir sendist hreppsnefndinni eigi siðar en 1. marz n.k. Upplýsingar um starfið veita Sigþór Sig- urðsson i sima 93-6604 og Ingi Einarsson i sima 93-6649. Hreppsnefnd Neshrepps utan Ennis. Höfum fyrirliggjandi hljóðkúta og púströr í eftirtaldar bifreiðir Bedford vörubíla....................hljóðkútar og púströr. Bronco............... ..............hljóðkútar og púströr. Chevrolet fólksbila og vörublla.....hljóökútar og púströr. Citroen GS og DS....................hljóðkútar og púströr. Datsun disel og 100A-1200-1600-160-180.. hljóökútar og púströr. Chrysler franskur...................hljóökútar og púströr. Dodge fólksbila.....................hljóðkútar og púströr. D.K.W. fólksbila....................hljóökútar og púströr. Flat 1100-1500-124-125-127-128 .....hljóðkútar og púströr. Ford, ameriska fólksbfla............hljóökútar og púströr. Ford Anglia og Prefect........... hljóðkútar og púströr. Ford Consul 1955-’62................hljóðkútar og púströr. Ford Consul Cortina 1300-1600 ......hljóðkútar og púströr. Ford Escort.........................hljóökútar og púströr. Ford Zephyr og Zodiac...............hljóökútar og púströr. Ford Taunus 12M, 15M, 17M og 20M .... hljóökútar og púströr. Ford F100 sendiferðabila 6 & 8 cyl..hljóðkútar og púströr. Ford vörubila F500 og F600..........hljóökútar og púströr. Hillman og Commer fólksb. og sendiferðab....hljóökútar og púströr. Austin Gipsy jeppi..................hljóökútar og púströr. International Scout jeppi...........hljóökútar og púströr. Rússajeppi GAZ 69...................hljóökútar og púströr. Willys jeppi og Wagoneer............hljóökútar og púströr. Jeepster V6.........................hljóökútar og púströr. Landrover bensin og dlsel...........hljóökútar og púströr. Mazda 1300-616......................hljóökútar og púströr. mercedes Benz fólksbila 180-190-200-220-250-280 ............hijóökútar og púströr. Mercedes Benz vörubíla..............iiljóðkútar og púströr. Moskwitch 403-408-412...............hljóökútar og púströr. Opel Rekord og Caravan..............hljóökútar og púströr. Opel kadett og Kapitan..............hljóökútar og púströr. Peugeot 204-404-504 ................hljóökútar og púströr. Rambler American og Classic.........hljóökútar og púströr. Renault R4-R6-58-R10-512-R16........hljóökútar og púströr. Saab 96 og 99.......................hljóðkútar og púströr. Scania Vabis........................hljóökútar. Simca fólksbila.....................hljóökútar og púströr. Skoda fólksblla og station..........hljóökútar og púströr. Sunbeam 1250-1500 ..................hljóökútar ogpúströr. Taunus Transit bensin og disel......hljóökútar og púströr. Toyota fólksbila og station.........hljóökútar og púströr. Vauxhail fólksbila .................hljóökútar og púströr. Volga fólksbila.....................hljóökútar og púströr. Volkswagen 1200-1300 hljóökútar og púströr. Volvo fólksbila.....................hljóökútar og púströr. Volvo vörubila F85-85TD-N88-F88-N86 F8fcN86TD-F86TD.....................hljóökútar. Púströraupphengjusett i flestar geröir bifreiða. Pústbarkar, flestar stæröir. Setjum pústkerfi undir bila, simi 83466. Sendum í póstkröfu um land allt. Bílavörubúðin Fjöðrin h.f.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.