Tíminn - 17.02.1976, Page 11

Tíminn - 17.02.1976, Page 11
Þriöjudagur 17. febrúar 1976 TÍMINN 11 Óvelkominn gestur — Af hverju ertu svona æstur, David? Láttu ekki svona! — Ég hélt, aö þú elskaðir Jane, sgði David dapurlega. — Ég veit, að hún elskar þig mjög mikið. Neil beit á vörina. — Nei, heyrðu nú, David. Hann gekk til mannsins sem með honum var og staðið hafði og horft forvitnilega á þá, án þess að segja orð. Þeir skiptust á nokkrum setningum, en svo sneri sá rauðhærði við og gekk aftur að kofanum. — Jæja, David? Hvers vegna segirðu þetta? — Hún grét sig í svefn, kvöldið eftir að þú fórst frá okkur. Hún var óskaplega æst á taugum. Neil gretti sig hæðnislega. — Hún var bara reið af því ég lét hana heyra nokkur sannleikskorn. — Það var meira en það. Þú særðir hana voðalega. Hún hefur aldrei elskað Dick, veiztu það. — Það er bara óskhyggja að hugsa svona, David. Hann snerist á hæli til að fara. — Ég er að segja þér, að það er satt. Hún sagði mér það daginn sem ég sagði henni allt um Eve. Hún var búin að ætla sér að fara fyrir löngu, en svo varð hún önnum kaf- in yiðað hjálpa Wilmu og síðan kom allt þetta með merk- inguna... Hann greip eftir taumunum. — Jane er góð. Hún hjálpar fólki. Ég ætti að vita það, eftir allt sem hún hef ur gert f yrir mig. Hún gæt ekki gert neitt óheiðarlegt, þótt hún reyndi af öllum kröftum. Neil starði á hann og var órólegur. Hann langaði til að trúa bróður sínum, en skynsemi hans sagði honum, að Jane hef ði aldrei sýnt þess nokkur merki, að henni þætti vænt um hann. Að vísu hafði hún staðið sig stórkostlega, þegar hann datt af hestinum, en hún hefði gert slíkt hið sama fyrir hvern annan, sem þarf naðist hjálpar. Stolt hans bannaði honum að láta eftir löngun sinni til að fara á eftir henni og sækja hana. Hugsa sér ef hún hefði raunveru- lega notað hann til að hvítþvo Dick i augum Eve! Þá mundi hún hlæja upp í opið geðið á honum. En ef hún færi...og hann fengi aldrei aðsjá hana aftur...! Eitthvað af því sem hann hugsaði, hlaut að haf a sést á andliti hans, því David kallaði til hans, þungri röddu: — Nei, ef þú kærir þig hið minnsta um hana, þá vertu svo góður að fara á eftir henni. — Tók hún bílinn minn? spurði hann hvasst. David hló dátt. — Geturðu raunverulega ímyndað þér það, eftir allt, sem þú hef ur sagt við hana? — Enga vitleysu, David. Segðu mér bara, hvernig hún fór og hvert? — Hún fór á Jenný. Sagðist ætla að heimsækja Abner gamla. Neil snerist snöggt á hæli og hljóp gegn um runnana, þangað sem Blakkur stóð bundinn og sveiflaði sér i hnakkinn á andartaki. David sá honum bregða fyrir, þegar hann kom út á sléttuna, áður en hann tók stefnuna niður í dalinn. Svarti hatturinn bar við himin, en svo hvarf hann. David brosti ánægður meðsjálfum sér. Þegar bróðir hans hafði loks tekið ákvörðun, vissi hann, að ekkert gat stöðvað hann. Hann steig á bak og fór á eftir Neil, en aðeins löturhægt. Það var óþarfi að flýta sér núna! 10. kaf li. Eftir að Jane hafði farið yfir lækinn, slakaði hún á taumunum og lét Jennýju ráða ferðinni. Hún vissi, að það var drjúgur spotti fram undan. Jenný var komin af léttasta skeiði og Jane þótti of vænt um hana, til að þreyta hana um of. Heit sólin skein á bak hennar og huggaði hana og hressandi golan, sem alltaf var í f jöll- unum, hleypti roðanum fram í vanga hennar. Hún hafði mörgum sinnum heimsótt Abner gamla í búðina, síðan hún kom til Conwáy, í fyrsta sinn til að þakka honum fyrir hjálpina, daginn sem hún kom. Gamli maðurinn var svo hrif inn af því að hún hefði kom- ið þessa löngu leið til þess eins að hitta hann, að hún fór aftur til hans seinna. Hann var einmana og ættingjalaus og Jane, ung og falleg var honum kærkomin tilbreyting. Nú yrði hún að biðja hann aftur um að hjálpa sér, hugsaði hún, þegar hún var að fara niður fyrsta ásinn. Hún hafði í fyrstu ætlað að fara til Calgary með vöru- f lutningabíl, en hætti við þá áætlun, þegar henni skildist, að þá yrði hún að segja David allt af létta. Þá hefði hún líka þurft að fá einhvern piltanna af búgarðinum til að aka bílnum heim aftur og það hefði gefið góða ástæðu fyrir ýmsu slúðri, sem kæmi svo niður á Neil. David hefði líka ef til vill orðið æstur, þannig að hann hefði er kominn timi til aö yfir-' heyra ykkur, ^ Þriðjudagur 17.febrúar 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (of forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Merkar konur, fyrstí frá- söguþáttur Elínborgar Lár- usdóttur. Jóna Rúna Kvar- an leikkona les. 15.00 Miðdegistónleikar. Betty-Jean Hagen og John Newmark leika á fiðlu og pianó Noktúrnu og Taran- tellu eftir Szymanowsky. Ronald Smith leikur Pianó- sónötu i b-moll eftir Bala- kireff. Ida Haendel og Sin- fóniuhljómsveitin i Prag leika Fiðlukonsert i a-moll op. 82 eftir Glazúnoff, Vac- lav Smetácek stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynnignar. (16.15) Veðurfregnir). Tónleikar. 16.40 Litli barnatiminn. Finn- borg Scheving stjórnar. 17.00 Lagið mitt. Berglind Bjarnadóttir sér um oska- lagaþátt fyrir börn yngri en tólf ára. 17.30 Framburðarkennsla i spænsku og þýzku. 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Kynslóð kalda striðsins. Jón óskar rithöfundur les kafla úr nýrri bók sinni. 19.55 Lög unga fólksins. Ragn- heiður Drifa Steinþórsdóttir kynnir. 20.50 Að skoða og skilgreina. Kristján Guðmundsson sér um þátt fyrir unglinga. 21.30 Samleikur á sellö og pianó. Christina Walevska og Zdenek Közina leika verk eftir Chopin og Debussy. 21.50 Sænsk ljóð i þýðingu Þórarins frá Steintúni. Guðrún A. Thorlacius les Ur nýútkominni bók. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Lestur Passiusálma (2). 22.25 Kvöldsagan: ,,1 verum”, sjálfsævisaga Theódórs Friðrikssonar. Gils Guð- • mundssonar les siðara bindi (19). 22.45 Harmonikulög. Harmonikuklúbburinn i Fagersta leikur. 23.00 A hljóðbergi. „Slikt gæti ekki gerzt hér!” Babbitt i Hvita húsinu eftir Sinclair Lewis. Sonur höfundar, Micheal Lewis, les. Handrit og stjórn: Barbara Hold- ridge. 23.55 Fréttir. Dagskrárlok. Þriðjudagur 17.febrúar 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Dagskrá og auglýsingar. 20.40 Frá vetrarólympiuleik- mium i Innsbruck Kynnir Om ar Ragnarsson. (Euróvision— Austurriska sjónvarpið. Upptaka fyrir lsland: Danska sjónvarp- ið). 20.55 Þjóðarskútan.Þáttur um störf alþingis. Umsjónar- menn Björn Teitsson og Björn Þorsteinsson. 21.25 McCloud Bandariskur sa kam álamyndaflokkur. Þýðandi Kristmann Eiðs- son. 22.40 Utan úr heimiUmræðu- þáttur um erlend málefni. Hvers virði er NATO i veröldinni i dag? Meðal þátttakenda er Einar Ágústsson utanrikisráð- herra. Stjórnandi Gunnar G. Schram. 23.10 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.