Tíminn - 13.03.1976, Qupperneq 3

Tíminn - 13.03.1976, Qupperneq 3
Laugardagur lli. marz 1976 TÍMINN 3 Framkvæmdir við hitaveitu á Suðureyri hefjast í vor — kostnaður áætlaður 158 milljónir króna Blaðamenn í verkfall? gébé Rvík — Sáttafundur með blaöamönnum og útgefendum stóö meiri hluta dags i gær hjá sáttasemjara rikisins. Árang- ur af fundinum varö enginn. Stjórn og launamálanefnd Blaöamannafélags tslands mun taka ákvörðun um það á fundi sinum i dag, hvort verk- fallsheimild sú, sem félags- menn samþykktu að veita þeim s.l. mánudag, verði not- uð. Farið gæti þvi svo, að verkfall yrði hjá blaðamönn- um eftir viku, sem er fyrirvar- inn á verkfallsboðun þeirra. Forsetakjör 27. jum HHJ — Forsetakjör mun fara fram 27. júni. Framboðum skal skilað til dómsmálaráðuneytis eigi siöar en 27. mai, ásamt vott- orði yfirkjörstjórnarum að fram- bjóðandi sé kjörgengur og með- mælum 1500-3000 kjósenda og samþykki frambjóðanda. MÓ—Reykjavik — Undirbúningi fyrir hitaveitu fyrir Suðureyri við Súgandafjörð miðar vel, og er ráðgert að framkvæmdir hefjist i vor. Fyrstu húsin á siöan að tengja fyrir næsta haust, til þess að reynsla komist á hitaveituna næsta vetur. Kostnaður við þessa framkvæmd er talinn verða um 158 millj.kr. Gert er ráð fyrir að hitunarkostnaður ibúa á Suður- eyri verði ekki nema 80% af þvi sem það kostar að kynda með oliu, fyrstu árin eftir að hitaveit- an verður tengd, en siðan má bú- ast við að þessi munur aukist. Þess i sparnaður er þvi skattfrjáls kjarabót fyrir ibúa Suðureyrar, Sagöi Sigurjón Valdimarsson sveitarstjóri á Suðureyri í viðtaii við Timann. SigurjónValdimarssonsagði að i fyrstu hefði verið áformað að leggja aðveituæð hitaveitunnar úr asbeströrum, en nú væri ákveðiö að leiða vatnið i stálrör- um. Hefði komið i ljós, við nánari athugun á kostnaðarliðum, að kostnaðurinn yrði engu meiri þótt stálrör væru notuö, og kæmi þar tvennt til. Annars vegar, að tækniframfarir væru svo örar, að þegar hitaveitan var upphaflega hönnuð var talið að byggja þyrfti marga þenslubrunna ef stálrör væru notuð, en nú væru hins veg- ,ar komin á markaðinn sérstök þenslustykki og væru þau mun ódýrari en brunnarnir. Með þeim mætti spara marga brunna. Hin ástæðan væri sú, að stálrör- in mætti leggja miklu auðveldari leið, jafnframt þvi, sem auðveld- ara væri aö verja stálið fyrir hnjaski. Auk þess væri stálið endingar- betra en asbestiö. Sigurjón sagði, að húsráðendur yrðu skyldaðir til að taka hita- veituna i hús sin, en slikt hefur verið gertá flestum þeim stöðum, þar sem hitaveita hefur verið lögð. Það væri ekki hægt að koma á hitaveitu nema allir ibúar þorpsins leggðust á eitt. Það er Verkfræðiskrifstofa Guðmundar G. Þórarinssonar, sem hefur hannað hitaveituna á Suðureyri. Aðalvatnsgeymirinn verðurhafður ofan við þorpið inn- anvert beint upp af sjúkraskýlinu i 30 m hæð yfir sjó. Þaðan verður vatnið leitt sjálf- rennandi niður i byggðina á eyr- inni, en dælt upp i byggðina á Hjöllunum. Vatnið verður tekið hjá Laug- um, sem eru 3 km fyrir innan Suðureyri. Þar var borað I 550 m dýpi á slðastliðnu sumri og fást þar nú 24 sekúndulitrar af 66,3 gráðu heitu vatni. Vaxandi hlutdeild I nýlega útkomnum Fjármála- tiðindum er að finna yfirlit yfir heildarinnistæður i innlánsstofn- unum landsins, þ.e. i öllum bönk- um sparisjóöum og innlánsdeild- um, og þróun þeirra á árabilinu 1964-’74. Þar kemur fram, að hlutdeild Samvinnubankans i heildarinnistæðunum hefur auk- izt úr 3.5% árið 1964 upp i 6.3% árið 1974. Aukningin hjá Sam- vinnubankanum er aö jafnaði 26.1% á ári þetta tiu ára timabil, sem er hæsta meðalársaukning hjá bönkunum. Þessiaukningá innlánahlutfalli bankans hefur enn haldið áfram eftir 1974. Að þvi er Einar S. Einarsson aöalbókari bankans tjáöi okkur, námu heildarinni- stæður i Samvinnubankanum um s.l. áramót 3.578 millj. kr. og höfðu þær aukizt á árinu um 980 millj. Nemur sú aukning 37.7%, sem enn er hæsta hlutfallslega innlánaaukning I öllum bönkun- um á s.l. ári. Arkitektafélag íslands: HÖNNUN SELJASKÓLA FALIN MÖNNUM, SEM HVORKI HAFA RÉTTINDI EÐA MENNTUN TIL HÖNNUNAR BYCGINGA 32 ferðir ó vegum Norræna félagsins — efnt til kynnisferða um íslendingaslóðir í Kaupmannahöfn Frá Suðureyri við Súgandafjörð. Búrfellslínan gallagripur — fimmta mastrið sem hrynur síðan hún var tekin í notkun MÓ—Reykjavik. — Linan hefur reynzt gallagripur, sagði Halldór Jónatansson hjá Landsvirkjun i viðtali viö Timann um Búrfells- linu I, sem bilaði á miðvikudags- kvöldið. — Þetta er fimmta mastrið, sem hrynur siðan linan var tekin i notkun. Þrátt fyrir miklar athuganir höfum við ekki enn komizt að þvf hvað það er sem frekast gefur sig. En þaö er ljóst, aö linan er ekki nægilega traustbyggð og við munum reyna aðhalda áfram aö reyna að kom ast að þvi hvar gallarnir eru, sagði Haildór. Það var 62ja metra hátt mastur á suðvesturbakka Þjórsár, sem hrundi á miðvikudagskvöldið, en mastrið er skammt frá Skarði i Landsveit. Veðurhæð var um 60 hnútar í Búrfelli þetta kvöld, en einstöku vindhviður mældust 72 hnútar. Ákveðið er, að nýja mastrið veröi ekki nema 35 m á hæð i astaö þess að mastrið sem hrundi var 62 m. Að sögn Halldórs er það talin næg hæð á mastri á þessum stað. Kostnaður viö nýja mastrið verður um 5 millj. kr. og það tek- urum hálfan mánuð að reisa það. Ekki kemur þaö þó til með að hafa áhrif á orkudreifingu, þvi að Búrfellslina II flytur nægilegt rafmagn fyrir markaðinn. Sú lina hefur ekki bilað svoað teljandi sé, enda voru mun meiri kröfur gerðar um styrkleika hennar, en eldri linunnar. gébé—Rvik — Félagsfundui Arkitektafélags tsiands hefur sent frá sér harðorða ályktun um þá ákvörðun Reykjavikur- borgar að fela fyrirtækinu ttak h.f. frumhönnun Seljaskóla i Breiðholti m.a. á þeirri for- sendu, að enginn af eigendum ttaks hafi menntun né réttindi til að starfa að hönnun bygg- inga. Framkvæmdastjóri ttaks segir aftur á móti, að hluthafa- skipti hafi átt sér stað i fyrir- tækinu og að i þvi starfi menntaðir aðilar til bygginga- hönnunar. Hér á eftir fer álykt- un Arkitektafélagsins, svo og ummæii framkvæmdastjóra ttaks hf. Arkitektafélag Islands varar við og átelur áætlanir borgaryf- irvalda um að fela umræddu fyrirtæki einhvers konar milli- göngu um alla arkitekta- og verkfræðivinnu viö Seljaskóla. Einnig segir i ályktuninni, að Itak hf. sé stjórnað af manni, sem sé vélfræðimenntaður og geti þar af leiðandi hvorki stýrt né borið ábyrgð á starfsemi á verksviði arkitekta og bygg- ingaverkfræðinga og að ítak hafi aldrei áður veriö viðriðið hönnun neins konar bygginga, hvað þá skólabygginga, og var reyndar ekki til nema sem pappirsgagn, þegar þvi var fal- in frumhönnun Seljaskóla. Siðan segir i ályktuninni: Af þvi sem hér er sagt um aðstand- endur félagsins, teljum við eng- ar réttlætanlegar forsendur hafa veriö til grundvallar þvi að fela fyrirtækinu hönnunarstörf. Framhald á 5. siðu. Gsal— Reykjavi'k. — A fundi bæjarstjórnar Seyðisfjarðar fyrir skömmu var samþykkt tillaga, þar sem m.a. er vakin athygli á þvi, að óhagkvæmt sé að varð- skipin sigli til Reykjavikur þegar áhafnaskipti eiga sér stað, og óþarfisé fyrir varðskipin að sigia til Reykjavikur vegna sjóprófa. Bæjarstjórnin samþykkti að bjóða Landhelgisgæzlunni alla þá aðstöðu og fyrirgreiðsiu á Seyðis- firöi sem veröa mætti i þvi augna- miði að auðvelda störf varöskips- manna við landhelgisgæziu á Austf jaröamiðu m. 1 tillögunni segir m.a.: SJ-Reykjavik Norræna félagið hefur fjölgað Norðurlandaferðum sinum og verða þær 32 á þessu ári. Arið 1975 ferðuðust 2000 manns úr Norræna félaginu til Norðurlanda, en þá var farin 21 ferð. Ferðir þessar njóta vin- sælda, enda er fargjaid nær helmingi lægra en fullt fargjald, en þessum afslætti var komið á til að efia tengsl islands við hin Norðurlöndin, ogdraga úr þvi hve fjarri það er þeim. Fyrsta ferðin verður 10. april og siðan með skömmu millibili til 16. október, siðan eru tvær ferðir i desember. Gildistimi farseðla er mánuður. I tengslum við ferðir Norræna félagsins til Kaupmannahafnar verður nú efnt til kynnisferða um tslendingasióðir I Höfn. En marg- ir Islendingar eru fáfróðir um þá borg, sem lengst hefur verið höfuðborg landsins og ilmar af is- lenzkri sögu. Farið verður á laugardagsmorgnum kl. 11 frá skrifstofu Flugleiða i Vest- er-Farmimagsgade 1. Farar- stjóri verður ýmist islenzki lektorinn I Höfn eða islenzkur námsmaður, báðir þaulkunnug- ir staðháttum. M.a. verður komiö á slóðir, þar sem bjuggu Arni Magnússon, Hallgrimur Péturs- son, Baldvin Einarsson, Jónas Hallgrimsson og fleiri kunnir ts- lendingar. Að Gamla garöi eða Regensen, réöst framtið margra — Vér viljum vekja sérstaka athygli yfirvalda á þeim mögu- leikum, sem bjóðast hér á Seyðisíirði til aukinnar þjónustu viö Landhelgisgæzluna. Vér telj- um t.d. engum vafa undirorpið að hagkvæmt mundi reynast að hér ættu sér stað áhafnaskipti á varð- skipum, en flugvél Landhelgis- gæzlunnar kæmi þar augljóslega að góðum notum, hægt væri aö fljúga með áhafnir til og frá Egilsstöðum, en þaðan er aðeins um 25 km. til Seyðisfjaröar. Þessi ráðstöfun væri hvorutveggja i senn til aukins sparnaðar i rekstri varðskipanna og lengdi hvildar- tima varðskipsmanna á heimil- islenzkra menntamanna um ald- ir, og þar skammt frá við Sivala turn var áður sá kirkjugarður er- lendis, þar sem flestir tslending- ar hafa hlotið legstað, eða um 70 manns. Feröinni lýkur i húsi Jóns Sigurðssonar. Aætlað er, að ferö- in taki 2-3 klst og greiða menn 300 kr. isl. fyrir fararstjórnina um leið og farseðill til og frá Kaup- mannahöfn er keyptur. Stjóm Norræna félagsins gerir sér von um að þessari kynningu verði vel tekið, og hún geti orðiö upphaf að frekari sameiginlegum fræðsluferðum þeirra, sem ferö- ast i hópferðum félagsins. Þá hyggst Norræna félagið efna til fjögurra ferða til Fær- eyja i sumar. Gert er ráð fyrir 20 manna hópum i vikudvöl, og er þátttakendum séð fyrir uppihaldi. Þeir fá gistingu á Farfuglaheimili Þórshafnar og tvær máltíðir á dag. Skoðunarferðir verða um flestar byggðar eyjar, eina nótt verður gist i Klakksvik. Kostnað- ur við þessa þjónustu i Færeyjum er 800 kr. færeyskar/danskar. Gildistim i farseðla i þessu flugi e r 14dagar.Takistþessi tilraun með Færeyjaferðir vel, er ætlunin að fjölga ferðunum sumarið 1977 og hvetja þá a.m.k. Austfirðinga og Norðlendinga til að fara með Smyrli. I athugun er að efna til Græn- landsferða siðar, ef vel tekst til með Færeyjaferöirnar. um sinum. Þá bendir bæjar- stjórnin á, að sýslumaður N-Múlasýslu sitji á Seyðisfirði, og þvi sé engin þörf fyrir varðskipin að sigla til Reykjavikur vegna sjóprófa, þvi að það stytti aug- ljóslega úthaldstima skipanna og gefi þar af leiðandi veiöiþjófum aukið svigrúm. Þá bendir bæjarstjórnin ennfremurá það, að á Seyöisfirði sé fullkomin aðstaða til hvers konar viögerða og viðhalds á um- ræddum skipum, hafnarskilyröin séu með þvi bezta sem gerizt á landinu og oliubirgðastöð sé á Seyðisfirði fyrir Austfirðinga- fjórðung. Bæjarstjórn Seyðisfjarðar: VILL, AÐ ÁHAFNASKIPTI Á VARÐSKIPUNUAA OG SJÓ- PRÓF FARI FRAM EYSTRA

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.