Tíminn - 13.03.1976, Qupperneq 6
6
TÍMINN
Laugardagur 13. marz 1976
Skjálftavirkni við
Kröflu fer minnkandi
— miklar byggingaframkvæmdir í Mývatnssveit
Taliö frá hægri eru Friðfinnur Danlelsson formaður skrúfudags-
ráðs, Heiðar Bragason og Sigmar óiafsson, báðir úr skólaráði,
Björgvin Jóhannsson fagstjóri, Andrés Guðjónsson skóiastjóri og
Bogi Arnar Finnbogason, fulltrúi skólastjóra.
Timamynd: Róbert
Vélskóli íslands:
Skrúfudagurinn
gébé Rvlk — Skrúfudagurinn,
hinn árlegi kynningar- og nem-
endamótsdagur Vélskóla tslands,
er næstkomandi laugardag, 13.
marz, en þetta er I fimmtánda
skipti sem hann er haldinn.
Væntanlegum nemendum, svo og
öðrum, sem áhuga hafa, gefst
kostur á að kynnast nokkrum
þáttum skólastarfsins þennan
dag, og nemendur munu veita
upplýsingar, en þeir verða að
störfum f öllum verklegum deild-
um skólans, og kynna þeir gest-
um tækin og skýra gang þeirra.
Nemendur Vélskóla tslands
búa sig undir hagnýt störf i þágu
framleiðsluatvinnuveganna, og
má þvi búast við aö marga fýsi að
kynnast þvi með hvaða hætti
þessi undirbúningur fer fram, en
ör þróun hefur verið i kennslu-
háttum skólans á siðari árum.
A skrúfudaginn veröa nemend-
ur við störf í öllum verklegum
deildum skólans: 1 vélasölum,
raftækjasal, smiöastofum, raf-
eindatæknistofu, stýritæknistofu,
kælitæknistofu og efnarann-
sóknastofu. Þar mun væntanleg-
um nemendum skólans, svo og
forráðamönnum hinna yngri
Arlegur söfnunardagur fyrir
Ekknasjóð Islands er 2. sunnu-
dagur I marz. Það var sjómanns-
kona, sem stofnaði þennan sjóð,
ásamt manni sinum, á striðs-
árunum, með höfðinglegu stofn-
framlagi. Hlutverk sjóðsins er að
hlaupa undir bagga með ekkjum,
sem eru i nauðum staddar fjár-
hagslega. Sllkar ekkjur eru vissu-
lega til, þrátt fyrir tryggingar.
Getur styrkur bætt úr brýnni
þörf, þótt ekki sé hann hár.
Sjóðurinn hefur getað orðið
mörgum að liði i timabundnum
erfiðleikum. En hann hefur ekki
orðið nægilega öflugur til þess að
geta bætt úr nema broti af þeirri
þörf, sem greiða þyrfti úr.
A si'ðastliðnu ári veitti sjóður-
inn 4 ekkjum úrlausn samtals 250
þúsund krónur. Ráðstöfunartekj-
nemenda, svo og öörum sem
áhuga hafa gefast kostur á að
kynnast þessum þáttum skóla-
starfsins. Þá telur skóbnn ekki
slður mikilvægt að halda tengsl-
um við fyrrverandi nemendur, og
álítur það vera til gagns og
ánægju fyrir báða aðila.
Einnig veröa veittar allar upp-
lýsingar um inntökuskilyrði I Vél-
skólann, svo og annað sem
væntanlegum nemendum er
nauösynlegt að vita. Nemendur
við Vélskóla Islands I vetur eru
um 400 talsins, þar af eru 350 I
Reykjavík. Það var árið 1925 sem
fyrstu vélstjórarnir útskrifuðust
úr skólanum, en þá voru þeir 69
að tölu. Siöastliöiö ár haföi skól-
inn útskrifaö alls 2045 vélstjóra.
Dagskrá Skrúfudagsins hefst
með hátiðarfundi I hátiöarsalSjó-
mannaskólanskl. 13:30 en að hon-
um loknum hefst kynning á starf-
semi skólans og stendur til kl.
17:00. Kaffiveitingar veröa á veg-
um Kvenfélagsins Keðjunnar i
veitingasal skólans frá kl. 14:00.
Eftirtaldir aðilar standa að
skrúfudeginum: Vélskóli Islands,
Skólafélagið, Kvenfélagiö Keðjan
og Vélstjórafélag Islands.
ur hanseru nær eingöngu ágóði af
merkjasölu hér i Reykjavlk, svo
og söfnunarfé i kirkjum. Stofn-
andi sjóðsins, frú Guðný Gilsdótt-
ir, hefur um árabil sjálf annast
umsjón með merkjasölunni i
Reykjavik af miklum dugnaði og
fórnfýsi. Undanfarin ár hefur hún
notið ágætrar aðstoðar frú
Margrétar Þórðardóttur, form.
Mæðrafélags Reykjavikur.
Viðastum landið hefurárangur
af fjársöfnun til Ekknasjóðsins
verið litill eða enginn að undan-
förnu. Það eru vinsamleg tilmæli,
að menn muni sjóð þennan og
hlutverk hans. Gjafir til hans eru
kærleiksverk. Sá háttur er hafður
á um veitingar úr sjóðnum, að
sóknarprestar koma beiðnum á
framfæri, sem sjóðsstjórn metur
hverju sinni.
JI-ReykjahlIð. — Mjög hefur nú
drcgið úr jarðskjálftavirkni á
Kröflusvæðinu. Hefur varla eða
ekki fundizt kippur hér i heilan
inánuð. Jarðskjálftamælar sýna
þó nokkuö af smáskjáiftum enn,
og mcnn verða áfram við þvi bún-
ir, að náttúruhamfarir geti byrj-
aö á ný, þótt menn voni hið bezta.
Stöðugt hefur veriö unnið við
stöðvarhús Kröfluvirkjunar, eftir
að verkfallinu lauk, og miðar
Iramkvæmdum þar allvel. Al-
inannavarnir hafa útbúið leið-
beiningar fyrir starfsmenn viö
Kröl'lu ef til skyndibrottflutnings
þyrfti að koma þaðan. Þá er i ráði
að halda námskeið i skyndihjálp i
vinnubúðunum.
Settar hafa verið upp talstöðvar
á simstöðvunum að Skútustöðum
ogReykjahlið. Eru þærkostaðar
af Skútustaðahreppi, og eiga að
geta verið mikilvæg öryggistæki
á neyðartimum.
A fimmtudag var tekin i notkun
sjálfvirk 100 númera simstöð i
Reykjahlið. Fyrst i stað verða
Vegna slfelldra yfirlýsinga
Vinnuveitendasambands Islands
um mál verkfallskvenna á Akra-
nesi, viljum við taka fram eftir-
farandi:
Konur væntu sér mikils af
kauptryggingarsamningi þeim
sem samið var um I Loftleiða-
samningunum i febr. 1974. En
mikil vonbrigði hafa orðið út af
misnotkun hans. Hann hefur ver-
ið túlkaður öðruvisi af atvinnu-
rekendum á Akranesi en viðast
hvarannars staðar á landinu. At-
vinnurekendurhalda þvi fram, að
vikan byrji á þeim degi sem vinna
byrjar og hefjist hún t.d. á
fimmtudegi fá konurnar ekkert
kaup fyrir dagana þrjá á undan.
Og nú sýna atvinnurekendur á
Akranesi ábyrgð sina með at-
vinnutæki bæjarbúa I höndum, að
eyöileggja milljónir i verömætum .
og hráefnum til þess aö reyna aö
berja niður hinar réttlátu kröfur
kvennanna um að sá samningur
gildi áfram sem saminn var 1974
einungis Reykjahliðarhverfið,
Bjarnarflagssv. og Kröfluvirkj-
un tengd sjálfvirka kerfinu, eða
um 65 númer. En með vorinu
munu væntanlega fleiri hrepps-
búar fá sjálfvirkan sima. Framan
við simanúmerin hér bætast nú
441.
A fimmtudag var byrjað að
grafa fyrir 5 ibúðarhúsum i
Reykjahliðarþorpi, sem i verða
alls sjö Ibúðir. Ef veður spillist
ekki verður strax hafizt handa við
byggingarframkvæmdir. Það er
liklega einsdæmi hér, að útivinna
við húsbyggingar hefjist svo
snemma árs, en tiðarfarið hefur
lika verið fádæma hagstætt i vet-
ur. Fá ibúðarhús hafa verið
byggð i Mývatnssveit siðustu tvö
árin, en nú er útlit fyrir verulega
aukningu i byggingarfram-
kvæmdum. Fyrsta desember sl.
voru 519 ibúar i hreppnum, og
haföi þeim fjölgað um 28 frá fyrra
ári, eða um 5.7%. Mun það vera
hlutfallslega mesta fjölgun á
Norðurlandi á þessu timabili.
og gilt hefur siðan, að konur fái 3
kauptryggða daga i viku hverri
sem fólst i upphaflega samningn-
um og 4 daga nú frá 1. marz, með
viku uppsagnarfresti miðaö við
vikulok. Það sem konur berjast
fyrst og fremst fyrir er atvinnu-
öryggi, og þær mótmæla þvi að
það skuli eingöngu bitna á þeim,
ef ekki er nægt verkefni fyrir
hendi, heldur skuli atvinnurek-
endur lika þurfa aö taka eitthvað
á sig ef til uppsagnar og atvinnu-
leysisdaga kemur. Krafa kvenna
er atvinnuöryggi og jafnrétti en
ekki vanmat á störfum þeirra.
Rangtúlkun sú sem Vinnuv-
samb. Isl. er að vefja saman við
yfirlýsingar sinar varðandi At-
vinnuleysistryggingasjóð, er bezt
svarað með svari sjóðstjórnar
varðandi umrætt mál og er á
þessa leiö: Um skilning á ákvæö-
um reglugeröar nr. 105/1974 um
kauptryggingu verkafólks i fisk-
vinnu.
Samþykkt sjóðstjórnar:
Þess ber þó að geta, að árið áður
hafði orðið hér nokkur fækkun. 1
vor lýkur byggingu áhaldahúss
hreppsins, sem hófst i fyrra. Er
það um 150 fermetra viðbygging
við slökkvistöð, sem byggð var
fyrir nokkrum árum. Hluta þess
húss á Slysavarnafélag tslands,
og á þar að vera björgunarstöð.
Hafa félagar i björgunarsveitinni
Stefáni og Slysavarnadeildinni
Hring unnið að þvi i vetur að
innrétta þar vistlegt húsnæði og
er þvi verki að verða lokið. Þá
verður þarna einnig aðstaða fyrir
hjúkrunarkonu, sem hér hefur nú
starfað i tæpt ár til mikilla þæg-
inda og öryggis fyrir ibúa hrepps-
ins. Hluti hins nýja áhaldahúss
verður leigður ungum manni,
sem ætlar að hefja rekstur bila-
og vélaverkstæðis, en þá þjónustu
hefur vantað hér tilfinnanlega.
Fyrirhugað er að hefja i vor
byggingu sundlaugarhúss i
Reykjahlið, en sú framkvæmd er
búin að vera lengi i undirbúningi.
Arkitektar eru Ormar Þór Guö-
mundsson og örnólfur Hall.
„Meöan ráöningarsamningur er i
gildi,ber að greiða dagvinnukaup
fyrir fýrstu þrjá atvinnuleysis-
daga I viku hverri án tillits til,
hvaöa vikudaga er um að ræða.
Samningur, sem sagt hefur verið
upp, kemur sjálfkrafa i gildi að
nýju, þegar launþegi hefur störf á
ný og fer um skyldur launagreið-
anda, frá þeim tima, með sama
hætti og áður en honum var sagt
upp.” Formaður sjóðstjórnar
yfirlýsti á fundi um þetta mál i
samræmi við þessa samþykkt
eftirfarandi: Meöan kauptrygg-
ingarsamningur eri gildi greiða
atvinnurekendur sin 40% og At-
vinnuleysistryggingasjóður sin
60% af kauptryggingunni, en þeg-
ar hann er úr gildi fallinn greiðast
atvinnuleysisbætur til'þeirra,
sem eiga rétt til þeirra, en það
eru ekki nærri allir, þvi ýmsar
takmarkanir eru á rétti fólks til
atvinnuleysisbóta.
Kvennadeild Verkalýðsf. Akra-
ness.
íslenzk fyrirtæki sýna vörur
sínar á þrem sýningum í marz
gébé—Rvik. — Samkvæmt upp-
lýsingum frá Útflutningsmiðstöð
iðnaðarins er nú ákveðin þátttaka
islenzkra iðnfyrirtækja i þrem
stórum vörusýningum erlendis i
marzmánuði. Sýningarnar eru i
Diisseldorf, Kaupmannahöfn og
Leipzig. Reynsla undanfarinna
ára hefur sýnt, að sala, sem rekja
má til þátttöku i þessum sýning-
um, hefur verið góð og fer vax-
andi. Það sem af er þessu ári
hefur verið mikil eftirspurn eftir
islenzkum fatnaði, og gefur það
vonir um enn betri söluárangur á
vörusýningunum i DÚsseldorf og
Kaupmannahöfn.
Sýningin i Diisseldorf stendur
frá 14. til 17. marz. Þetta er
alþjóðleg tizkusýning, en islenzku
fyrirtækin, sem taka þátt i henni,
eru Alafoss hf. og Hilda hf.
Sýningin i Kaupmannahöfn
stendur dagana 18.-21. marz, og
það er einnig tizkusýning. Is-
lenzku fyrirtækin, sem taka þátt i
henni eru: Sambandið, iðnaöar-
deild, Alafoss hf., HUda hf., Grá-
feldur hf., Steinar Júliusson feld-
skeri og Prjónastofa Borgarness.
A vorkaupstefnunni i Leipzig
verða kynnt matvæli og fatnaður,
eneftirtalin Islenzkfyrirtæki taka
þátt i henni: Sambandið iðnaðar-
deild, Sambandið búvörudeild og
Sölustofnun lagmetis.
Fyrirtækin, sem kynna vörur
sinar á áðurtöldum sýningum,
hafa flest umboðsmenn.sem ann-
astundirbúning og kynningu meö
islenzku framleiðendunum.
SöfnunardagurEkkna-
sjóðs á sunnudaginn
Kvennadeild Verkalýðsfélagsins á Akranesi:
YFIRLÝSING VEGNA YFIRLÝSINGA
4300 skólabörn taka þátt
í keppni um umferðarmál
4.300 skólabörn úr 31 sveitarfélagi
þreyta keppni um umferðarinál
hinn 16. marz n.k. Keppni þessi
hefur veriö haldin I 11 ár i
Reykjavik, en þetta er I þriðja
skipti sem landskeppni fer fram.
Keppnin hefur ávallt farið fram
með þeim hætti, að lagt hefur
verið fyrir börnin valpróf
(krossapróf) meö spurningum
um umferöarmál, og tilgangurinn
að kanna þekkingu skólabarna á
umferðarreglum og glæða áhuga
þeirra á þeim málum.
I þetta sinn var ákveðið að
bjóða öllum sveitarfélögum
landsins með eitt þúsund ibúa og
fleiri þátttöku i keppninni. Þau
taka einnig þátt I kostnaði við
hana, ásamt Umferðarráði og
menntamálaráöuneytinu. Að
spurningakeppninni lokinni verða
valin 4 börn til að keppa fyrir
hönd íslands i 14. alþjóða reiö-
hjólakeppni skólabarna, sem
fram fer I Vinarborg dagna 17.-19.
mai n.k. Þetta verður iannað sinn
sem tsland tekur þátt i þessari
reiðhjólakeppni. SÍðasta ár fór
hún fram I Kaupmannahöfn. I
keppninni i Vinarborg taka þátt
skólabörn frá u.þ.b. 20 þjóöum.
Keppnin er þriþætt fyrst fræðilegt
próf, þá akstursæfingar, og siðast
jafnvægisþrautir á reiðhjólum.
Keppnin er bæði flokkakeppni og
einstaklingskeppni. Ferðin til
Vinarborgar, ásamt uppihaldi, er
nemendum að kostnaðarlausu, en
sveitarfélögin, Umferðarráð og
gestgjafarnir i Vinarborg greiða
kostnað við ferðina.