Tíminn - 13.03.1976, Side 16
C2---------,
GBÐI
fyrirgóÓan nmt
^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS
-
Nígería:
Vilja fá Gowon heim og
dæma mál hans þar
Reuter, London. — Nigeria
reynir nú, eftir diplómatiskum
leiöum, aö fá fyrrverandi
þjóöarleiötoga, Yakubu Gowon,
framseldan frá Bretlandi.
Hyggjast stjórnvöld i Nigeriu
halda yfir honum réttarhöld,
vegna ákæru um þátttöku i
byltingartilrauninni, sem gerö
var i Nigeriu i siðasta mánuði.
Útvarpið i Lagos sagöi i gær
aö Gowon heföi hitt leiðtoga
byltingarmanna, Dimka lið-
þjálfa i' London, og heföi hann
sent Dimka til annars yfir-
manns hersins i Lagos.
Gowon hefur neitaö þvi að
hafa vitað um byltingartilraun-
ina fyrirfram, en i henni var
eftirmaður hans við stjórnvöl-
inn i Nigeriu, Murtala
Muhammed, myrtur.
Sjálfur er Gowon I London, viö
nám i háskólanum i Warvick.
1 gær voru þrjátiu menn lir
Nigerluher leiddir fyrir aftöku-
sveit og skotnir fyrir þátttöku
sina i byltingartilrauninni. I
frásögnum útvarpsins i Lagos
kom ekki fram hvort Dimka lið-
þjálfi hafi verið tekinn af lifi, en
hann var á fimmtudag leiddur
fyrir blaöamenn og játning hans
spiluð fyrir þá af segulbandi.
Þá lýsti Dimka þvi yfir, að
hann hefði játað- afbrot sitt
ánþvinganaaf hendi þeirra sem
yfirheyrðu hann, og að hann
hefði sjálfur lesið játninguna
inn á seuglbandið.
Júgóslavía:
Stalínistarnir fengu allt
að tíu ára fangelsisvist
Reuter, Belgrad. — Þungir
fangelsisdómar voru i gær felldir
yfir fjórum stalinistum i Júgó-
slaviu. Meðal þeirra dæmdu var
fyrrum landsstjóri i Króatiu, en
þeir voru allir sakaðir um sam-
særi gegn stjórninni.
Dómarnir, sem hljóðuðu upp á
alltað tiu ára fangelsi, voru taldir
viðvörun til allra þeirra, sem
setja sig á móti stefnu júgóslav-
nesku rikisstjórnarinnar i efna-
hags- og utanrikismálum. Menn-
irnir fjórir voru allir fylgjandi
nánara sambandi við Moskvu.
Hinir ákærðu eru sagðir hafa
spurt júgóslavneska stalinista,
sem búa erlendis, hvort sovézki
herinn myndi gera innrás i Júgó-
Kissinger
gagnrýndur
slaviu ef farið væri fram á það og
ef Tito forseti væri farinn frá
völdum.
Þeir, sem I gær voru dæmdir,
eru: Milivoje Stevanovic, 64 ára
gamall, fyrrum fréttastjóri
fréttastofunnar Tanjug. Hann
hlaut tiu ára fangelsisdóm.
Dusan Brkic, fyrrum lands-
stjóri I Króatiu. Hann hlaut átta
ára fangelsisdóm.
Radovan Zigic, 55 ára, á eftir-
launum. Hann var dæmdur-til
átta og hálfs árs fangavistar.
Ljubomir Radulovic, 58 ára
gamall, á eftirlaunum. Hann
hlaut sjö og hálfs árs fangelsi.
Dómarinn, sem kvað upp dóm-
ana, sagði að Radulovic hefði ját-
að brot sin að hluta til, en hinir
hefðu allir neitað ákærunum.
Réttarhöldin yfir þessum fjór-
um eru hluti af nokkuð viðtækum
réttarhöldum yfir stalinistum I
Júgóslaviu. Meðal annars hófust
réttarhöld yfir tiu mönnum i Novi
i siðasta mánuði, en var frestað
meðan tveir þeirra gangast undir
geðrannsókn.
Einnig standa yfir réttarhöld i
málum þriggja stalinista i borg-
inni Split, og niu aðrir munu
koma fyrir rétt i Banja Luka,
komandi mánudag.
Allir eru þeir sakaðir um að
hafa haft samband við aðila sem
búsettir eru erlendis og að hafa
ætlað að steypa stjórninni með
aðstoð Rússa.
Selja veitingahús
til útflutnings
Reuter, Hong Kong. — Þeir,
sem festa vilja kaup á kin-
versku veitingahúsi, geta nú
fengið þau keypt, tilbúin til upp
setningar frá fyrirtæki I Hong
Kong. Fyrirtækið selur veit-
ingahúsin i einingum, fullbúin
með húsgögnum, skreyttum
loftum, einkennisklæðum þjóna,
matprjónum og sex mánaða
matarforða.
Talsmenn fyrirtækisins segj-
ast búast viö aö flytja út tilbúin
veitingahús til Bandarikjanna,
Kanada, Astraliu, Vest-
ur-Evrópu og Japan á þessu ári,
fyrir samtals um fimmtán
milljónir sterlingspunda.
TIu verkamenn geta sett
veitingahúsin saman á fimmtán
dögum, en þau eru um 465 fer-
metrar aö flatarmáli og kosta
um 200.000 sterlingspund.
Ætlaði að ræna
barni forsetans
Reuter, París. — Lögreglan I
Paris telur að franski afbrota-
maðurinn Jean Charles
Willoquet hafi ætlað að ræna
einu af fjórum börnum Valery
Giscard d’Estaing, forseta, og
krefjast þess að fá konu sina
látna lausa i skiptum fyrir barn-
ið.
Eiginkona Willoquet var
handtekin i nóvember á siðasta
ári, eftir skotbardaga við lög-
reglumenn, en hún haföi áöur
hjálpað eiginmanni sinum til að
flýja úr réttarsal. Hafði hún
komizt inn I réttarsalinn dulbúin
sem lögfræðingur og rétti manni
sinum skammbyssu. Þau kom-
ust þá á brott með tvo gisla, en I
leiðinni særðu þau tvo lögreglu-
menn.
Wilioquet verður bráðlega
dreginn fyrir rétt, sakaður um
morðtilraun.
AiyilLLI
vi: ■;4&'
Karl Gústav
trúlofaður
Reuter/NTB, Stokkhólmi. —
Karl Gústav, Sviakonungur
hefúr opinberað trúlofun sina
með Silviu Sommerlath. Var
trúlofuninni fagnað með veizlu i
konungshöllinni i Stokkhólmi á
fimmtudagskvöld, þegar fjöl-
skyldur þeirra beggja komu
saman.
Konungurinn, sem er 29 ára
gamall, hitti fyrst Silviu
Sommerlath, sem er 32 ára, á
Ólympiuleikunum I Munchen
árið 1972. Siöan þá hefur hún
heimsótt Sviþjóð nokkrum sinn-
um, i boöi Karls Gustavs, en hún
hefur búið i Munchen.
Ungfrú Sommerlath talar
fimm tungumál, ensku, þýzku,
frönsku, spænsku og portú-
gölsku.
1 fréttum af trúlofuninni segir
meðal annars að hún reyki ekki,
neyti' áfengis i hófi, og hafi
gaman af aö stunda skiðaiþrótt-
ina.
Faðir Pelle-
grino látinn
Reutcr, Vatikanið. — Jesúita-
presturinn Francesco Pelle-
grino, sem i áratugi hefur haft
umsjón með öllum útsendingum
sem varða stórar kirkjuathafnir
fyrir útvarpsstöðina i Vatikan-
inu, lézt i gær i Róm.
Faðir Pellegrinohefur starfað
hjá útvarpsstöðinni og séð henni
fyrir öllu efni hennar um kirkju-
legar athafnir i stjórnartið alls
fjögurra páfa.
Hann var sextiu og niu ára og
banamein hans var hjartaslag.
V-Þýzkaland/Pólland:
Skipta á fólki og peningum
2.3 milljarðar
marka fyrir
125.000 manns
Reuter, Vin. — Bruno
Kreiský, kanslari Austurrik-
is, gagnrýndi i gær Henry
Kissinger harkalega fyrir
þau ummæli utanrikisráð-
herrans bandariska að Vest-
ur-Evrópa myndi verða
undir stjórn kommúnista eða
Marxista innan áratugar.
Kanslarinn gagnrýndi
„ummæli þeirra sem hafa
mikið að segja i málefnum
heimsins, en gætu ekki alltaf
séö fyrir þau áhrif sem
kæruleysisleg ummæli gætu
haft.”
Kreisky sagðist ennfremur
vera fylgjandi endurnýjuð-
um viðræðum milli
Bandarikjanna og annarra
lýðræðisrikja eftir forseta-
kosningarnar i U.S.A. I
nóvember.
NTB/Reuter, Bonn/Varsjá. —
Efr.i deild þingsins i Vest-
ur-Þýzkalandi samþykkti i gær
einróma samning þann, sem
stjóm landsins hefur gert við Pól-
Reuter, Lissabon. —Fundur leið-
toga evrópskra sósilistaflokka,
sem hefsti dag I borginni Oporto i
norðurhluta Portúgal, hefur vak-
ið mikla óánægju meðal
stjórnmálamanna i landinu, sem
segja fundinn tilraun til að hafa
áhrif á innanrikismálefni lands-
ins.
Fundur þessi er haldinn aðeins
mánuði fyrir væntanlegar
kosningar i Portúgal, og segja
forsvarsmenn annarra flokka, að
hann muni hafa áhrif á vinsældir
portúgalska sósialistaflokksins,
sem er flokkur Mario Soares.
Hafa þeir sakað Soares um að
reyna aðhafa áhrif á stjórnmála-
lega framtiö landsins með fundi
þessum.
Samkvæmt dagskrá er aðal-
umræðuefni þessa fundar „vörn
lýðræðisins I Portúgal, en hann
munu sækja forsvarsmenn sósial-
ista og sósial-demókrata frá að
minnsta kosti tólf löndum, þar á
land, um skipti á fólki og pening-
um.
Samkvæmt samningi þessum
fá um 125.000 pólskir borgarar,
sem eru af þýzku bergi brotnir, að
meðal fjórir stjórnmálaleiðtog-
ar.
Meðal fundarmanna verða
Francois Mitterand, leiðtogi
franska Sósialistaflokksins, Willy
Brandt, leiðtogi Sosialdemó-
kratiska fiokksins i V-Þýzka-
landi, og, De Martino, leiðtogi
italskra sósialista.
A fundinum verða einnig þeir
Olof Palme, Joop van den Uyl,
Odvar Nordli og Bruno Kreisky.
Fundi þessum hefur verið
harkalega mótmælt i Portúgal, og
meðal annars sagði eitt dagblað-
anna þar, O Diario, að hann væri
„móðgandi afskipti af innanrikis-
málum Portúgal”.
Hörðust mótmæli koma frá
Francisco da Carneiro, leiðtoga
demókrata i Portúgal, en flokkur
hans og sósialistaflokkurinn
þykja liklegir til að heygja harða
baráttu i kosningunum.
Honum hefur ekki verið boðin
þátttaka i fundinum.
flytjastfrá Póllandi til V-Þýzka-
lands á næstu fjórum árum.
Fyrir heimild þeirra tii að flytj-
ast úr landi greiðir V-Þýzkaland
pólska rikinu samtals 2.3 mill-
jarða marka (2.300.000.000
mörk).
Nokkur óvissa rikti um at-
kvæðagreiðslu þessa fyrirfram,
þar sem I efrideild er meirihluti
stjórnarandstöðuflokksins,
Kristilegra demókrata. Voru
þingmenn hans óánægðir með
orðalag samningsins, en I honum
stóð meðal annars, að þeir pólskir
borgarar, sem af þýzku bergi eru
brotnir, og sækja um heimild til
brottflutnings frá Póllandi eftir
að timi samnings þessa er út-
rqnninn, „geti fengið” heimild til
þess.
A siðustu stundu fékk þýzka
stjórnin þá pólsku til að breyta
þessu orðalagi, til samræmis við
kröfur stjórnarandstöðunnar, og
nú er orðalagið, „skulu fá”
heimild til brottflutnings.
Pólskir embættismenn hafa
fagnað þessari samþykkt og tals-
maður stjórnarinnar sagði, —■
þetta mun verða til þess að
draga úr vandræðum, sem stafa
frá byrði fortiðariryiar og verða
til þess að auðvelda myndun-
betra sambands milli rikjanna
tveggja.
Sakar Kúbumenn um
„Hættulegan leik"
Reuter, Vin. — Austuriski
kanslarinn, Bruno Kreisky,
gagnrýndi I gær Kúbumenn
fyrir að setja á svið það sem
hann nefndi „hættulega veiði-
ferð I Afriku”,
1 ræðu um utanrlkismál, sem
hann hélt á ársþingi flokks sins,
Sósialistaflokksins, i Austurriki
i gær, sa gði hann. — V ið hljótum
að mótmæla þvi, að kúbanskir
hermenn geti sett á svið hættu-
lega veiðiferð i Afriku, með þvi
að hafa afskipti af málefnum
Afrikuþjóða. Þeir geta skotið
upp kollinum „hér” og nú og
siðan „þar”, og haft þannig af-
skipti af átökum milli þjóða.
Kanslarinn gagnrýndi einnig
afskipti S-Afrikumanna af mál-
efnum annarra rikja álfunnar
og sagði, að hermenn frá
S-Afriku ættu ekki að vera utan
landsins, fremur en Kúbumenn
ættu að vera i Afriku.
Portúgal:
Tilraun til afskifta
af innanríkismálefnum