Tíminn - 18.03.1976, Blaðsíða 8

Tíminn - 18.03.1976, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Fimmtudagur 18. marz 1976 LEIT MÍN AÐ PATTY HEARST Tiu mánuðum eftir að Patty var rænt, leigði ég mér ibúð i Berkeley. Þar eru þessar linur ritaðar. I bilskúrnum fyrir neðan eru nokkrar skóla- bækur hennar, sem ég setti niður i kassa, þegar ég flutti úr ibúð okk-1 ar við Benvenue stræti. I skrif- borðsskúffunni er eitt af skóla- skirteinunum hennar frá þvi hún var i Santa Catalina heimavistar- skólanum, sem er kaþólsk stofn- un. Á skirteininu er mynd af henni: fimmtán ára stúlka með hárið i fléttum. Brosleit og hamingjusöm, kæruleysisleg. Ég á enn erfitt með að trúa þvi, að á þessari stundu situr Patty i fangaklefa i Redwood City, i um fimmtán milna fjarlægð, hinum megin við flóann. I gær ræddi ég lengi við einn þeirra fjögurra sálfræðinga, sem rétturinn hefir tilnefnt til að rannsaka Patty. Þetta er vinaleg kona og alþýðleg. Hún tjáði mér, að enda þótt Patty hefði i fyrstu verið fámál og litt mannblendin, væri hún nú farin að blanda geði við fólk og væri mjög samvinnu- þýð. Sálfræðingurinn fékkst ekki til að ræða um samtöl sin við Patty, né heldur var hún til við- ræðu um andlegt ástand hennar. En áður en viðskildum, sýndi hún mér eftir nokkurt hik*mynd, sem Patty hafði teiknað. Myndin var þáttur i rannsókninni, sem hún var látin gangast undir. Á mynd- inni voru maður og kona. Drætt- irnir voru grófir og ójafnir. Hlut- föllin voru alröng, andlitin þung og alvarleg. Mér brá i brún. Mvndin var þess eðlis, að sex ára gamalt barn hefði getað teiknað hana. „Hún teiknaði þetta á sjö minútum”, sagði sálfræðingur- inn. ,,Þú mátt ekki gleyma hvað hún hefir mátt þola siðustu átján mánuði.” Þegar þetta er ritað, hef ég ekki enn séð Patty. Hún var handtekin 18. september. Þá hringdi ég i lögfræðing hennar, Terrance Hallinan, og spurði hvort ég mætti heimsækja hana. ,,Ég held hún láti það biða,” svaraði hann. „Þér eigið við að hún kæri sig ekki um að hitta mig.” „Ég hef grun um það, Steve”, svaraði hann. Þetta hryggði mig mjög. Ég fann einnig til gremju og jafn- vel hryggðar. Ég á eftir að hitta Patty á ný. Mér er sagt að tilfinningar henn- ar séu að breytast. En hvenær og hvernig við hittumst get ég ekki sagt um. Þrem dögum eftir að ég talaði við Hallinan, fór Mimi Swanton, góðvinur Patty og sjálfs min, i fangelsið. Heimsóknarherberg- inu er skipt með glervegg, og borð eru meðfram honum sitt hvorum megin. Gestir ræða við fangana i sima. Patty beið hennar við borðið, klædd bláum buxum og fölgrænni fangelsisskyrtu. „Þegar ég kom inn, lagði hún báðar hendur á glervegginn, og sama gerði ég,” sagði Mimi. „Þannig stóðum við um stund. Hún leit eins út og hún gerði fyrr. Sama gamla Patty min.” „Mér er sagt að þú viljir ekki hitta Steve,” sagði hún á einum stað i samtali þeirra. „Ekki núna.... ekki i fangelsinu”, svaraöi Patty. Mimi sagði mér að augu Patty hefðu fyllzt tárum, þegar hún sagði þetta, en örðugt hefði þó verið að geta sér til um tilfinningar hennar. „Þetta er allt svo óraunverulegt,” sagði hún i sifellu. „Finnst þér þetta ekki allt vera óraunverulegt?” Þetta er sannarlega undarlegt og ókunnuglegt. Fyrir aðeins tveimur árum bjuggum við Patty i Benvenue og lifðum kyrriátu Iifí. Enginn þekkti okkur, utan vinir og aðstandendur. Lif okkar var i engu frábrugðið vanabundnu lif- erni annars skólafólks. Við stunduðum námið, sóttum kvik- myndahúsin um helgar og verzl- baðinu, og eftir nokkra stund var skrúfað fyrir aftur. Skömmu siðar kom hún út i einföldum kjól og sandölum, tandurhrein, fersk og — tiguleg. Þetta gar ruglað mann i riminu. Seinna hallaði hún sér yfir matarbakkann, þegar við snædd- um i skólanum: „Elskar þú mig? Svona nú, leyfðu mér að heyra þig segja það.” Þá átti ég til að striða henni: „Kapnski það. En þú ert frekar stuttvaxin, eitthvað bogið Patty og fyrrverandi unnusti hennar, Steven Weed, ári áður en henni var rænt. Steven er höfundur þessarar greinar. uðum til heimilisins. Við vorum aðeins tvær ofurvenjulegar manneskjur. Við vorum ástfangin og hugðum á giftingu. Klukkan átta að kvöldi 4. febrúar var endi bundinn á alla okkar drauma. Tveir menn, vopnaðir stuttum rifflum, ruddust inn um dyrnar á heimili okkar. Þeir slógu mig i gólfið og drösluðu Patty fram i eldhúsið. A þessum örfáu sekúndum var öll okkar framtið eyðilögð og allir okkar draumar. Nú horfði ég i kring um mig i þessu herbergi. Hér er nú hlaði af blaðaúrklippum, greinum, bók- um og ljósmyndum. Einnig eru hljóðritanir á segulbandsspólum, sem vottfesta það sem gerðist næstu mánuðina. Þótt ég hafi margsinnis reynt, get ég ekki með nokkru móti gert grein fyrir þeirri ægireiði, yfirþyrmandi ör- væntingu, raunveruleika og óraunveruleika, sem ég varð að þola þessa mánuði. Samt sem áður er minningin um samvistar- stundir minar með Patty i Ben- venue ákaflega skýr og nærtæk. En ekki fyrst og fremst vegna hins snögga og ofbeldisfulla end- is, sem á varð. Sá timi, sem viö bjuggum i Berkeley, var okkur sérstök reynsla. Milli okkar rikti hlýja, lifsólga og samkennd, sem var okkur áður ókunn. Við hefð- um aldrei getað gleymt þessum dögum. Við vissum það þá, og ég veit það nú. Patty er smávaxin og beina- smá, næstum eins og barn. Hún átti það til að vera skapill og leiðinleg. „Ég hata hreint og beint efnafræðina,” sagði hún eitt sinn, og þeytti bókinni til hliðar. Svo krosslagði hún hendurnar þrjózkulega. Eftir tiu minútur var allt rokið úr henni. Við vorum til dæmis eitt sinn stödd i garðinum að húsabaki, og Patty var að bisa við mosasekk. Svo dustaði hún af sér og fór inn. Ég heyrði hana skrúfa frá steypi- við erfðirnar.” En Patty átti svar við þessu. Hún benti á einn af minum mörgu göllum, afbakaðar tær. „Ég sé fyrir mér börnin okk- ar,” sagði hún i mæðutón, „litil fjögurra feta krili með af- myndaðar tær.” Þá minnist ég þeirra stunda, er ég áminnti hana um heimanámið: „Komdu nú, hættu að vasast frammi i eld- húsinu,” kallaði ég til hennar. „Þú manst að þú átt eftir að skila hitgerð.” „Já-; ljúfur,” svaraði hún góðlega. Svo hnykkti hún höfðinu til annarrar hliðar og var hálf kauðsk á svipinn, rak út úr sér tunguna framan i mig og hljóp upp á loft til að ég næði henni ekki. Þegar ég minnist stunda sem þessara, og hugsa svo um Patty nú, þar sem hún situr i fangelsi ákærð fyrir þátttöku i ráni, vald- beitingu með vopnum, mannrán og ótal glæpi aðra, þá er það nærri ofvaxið minum skilningi. Ég hef reynt að skilja hvað gerð- ist, og hvers vegna það gerðist. Þó er ég engu nær og spyr sjálfan mig æ ofan i æ þessarar sömu spurningar: „Hvernig getur á þvi staðið, að samband okkar Patty er nú með þeim hætti sem raun er á. Hvernig gat þetta gerzt?” Við fluttum til Berkeley sumarið 1972. Sannara væri þó að segja að ég hafi séð um flutning- inn. Ég droslaði stereo-hljóm- tækjunum, sélflutti potta og pönn- ur, ákvað hvar bókakostinum skyldi komið fyrir. A meðan var hún á þeytingi um Evrópu, sleikti sólskinið við Miðjarðarhafsströnd og naut þess að virða fyrir sér stórfengleika forn-griskrar list- menningar. A eitt póstkortið rit- aði hún m.a. þetta: „Ástin min. Við skoðuðum nokkrar eyjar i gær, og um kvöldið nutum við sjávar og bliðviðris. Hafið er svo blátt og hlýtt, það sindrar. Þú átt eftir að elska Grikkland. Ég á þá ósk heitasta, að þú værir hér hjá mér.” Við völdum ibúðina i samein- ingu, áður en hún fór. Tvö svefn- herbergi i nýtizkulegu húsi. 1 garðinum að húsabaki er mold- arbeð, sem ætlað er fyrir ein- hvers konar garðyrkju. Ég var búinn að kaupa ódýra brúðar- slaufu, sem hún ætlaði að skarta, þegar við undirrituðum leigumál- ann sem herra og frú Weed. Um miðjan júni, fáeinum vikum siðar, fór hún i ferðalag með sex öðrum skólafélögum sinum. Patty naut fararinnar, en þegar hún var hálfnuð, skrifaði hún: „Þótt mér sé þvert um geð að játa þetta, verð ég þó að viðurkenna, að ég er yfirkomin af heimþrá, elskan min.... Vinarborg er snotur, en þefill. Róm er dásam- leg, en ég er hrædd við að fara ein mins liðs út af hotelinu. Hér láta karlmennirnir sér ekki nægja að blistra á kvenfólk. Þeir hlaupa að þvi og reyna að hrifsa það. Ég er jafnvel orðin þreytt á að horfa á óumskorin sköpin á högg- myndunum hérna.... Það getur vel svo farið, að ég opni aldrei framar bók um myndlist.... xxx Foreldrar minir hrifust mjög af Patty strax og þeir hittu hana. Móðir min fró mig þó afsiðis eft- ir fyrstu kynningu og innti mig vandræðalega eftir þvi, hvort Patty væri orðin nógu gömul til að hafa ökuskirteini. Föður minum þótti hún vera dásamleg stúlka: Mun betri en ég ætti skilið. Samt sem áður sáum viðforeldra mina ekki oft. Þeir skildu, þegar ég var 16 ára gamall. Faðir minn og móðir giftust aftur og búa i um hundrað milna fjarlægð, hvort með sinum maka. Þó sáum við foreldra Pattyar jafnvel enn sjaldnar fyrstu mánuðina, sem við bjuggum i Berkeley. Þá sjald- an við hittum þau hjónin, ókum við til Hillsborough og snæddum 'með þeim. Það var alltaf svolitið óþægilegt. Suðurhluti Berkeley og virðuleg heimilin i Hillsborough eru tveir ólikir heimar. Þegar við heimsóttum foreldra Pattyar, sat ég ávallt við hlið frú Hearst i borðstofunni. Yfir mér hvelfdist griðarmikil silfurljósastika og undir teppinu var falinn bjöllu- takki, sem ég slysaðist alltaf til að stiga á af einskærum klaufa- skap. En bjalla þessi þjónaði þeim tilgangi að kalla á fjöl- skýldumatsveininn,, þéttvaxna og vinalega konu, þýzka, sem heitir Emmy Brubach. „Það var ekkert, Emmy,” var frú Hearst vön að segja. „Þetta var bara hann Steve.” Svo héldu samræð- urnar áfram, þó með nokkurri fyrirhöfn. Þannig var, að frú Hearst truflaðist nokkuð við að horfa á matinn festst i yfir- skegginu minu, enda þótt hún reyndi að horfa á annað. Yfirleitt bar herra Hearst hita og þunga samræðunnar. Hann ræddi um dagblað sitt, The Exa- miner, næstum eins og það væri tómstundagaman. Hann spurði okkur ýmissa spurninga um það. Hvað þótti okkur um nýja blað- brotið? Hvað um nýja letrið? Hvað þótti okkur um siðustu for- siðufregnir? Patty og ég kinkuðum kurteis- lega kolli og reyndum að sýna málinu viðunandi áhuga. En þar eð við vorum ekki áskrifendur að The Examiner, var vandkvæðum bundið að ræða við hann um blað- ið. Hvað frú Hearst varðar, þá snerust samtöl hennar um svo ólik málefni sem stjarnfræði og Rósastriðin i Englandi. Það bar sjaldan við að hún fyndi samræð- um sinum ákvéðið samhengi. Hún ræddi málin af handahófi, og tiðum kom það fyrir að hún kippti stoðum undan frekari samræðum með dularfullum fullyrðingum, t.d.: „McGovern var bara raggeit i seinni heimsstyrjöldinni”. Sliku og þviliku var erfitt að henda reiður á. Af þessum sökum reyndi ég að beina samræðunum inn á aðrar og nærtækari brautir, m.a. safn þejrra af forn-griskurr: ieir- vösum, sjaldgæfum bókum, sem vár að finna i bókasafni þeirra, eða þá áætlunum frú Hearst um að breyta skipulaginu i görðum sinum. En oftar en ekki brást mér bogalistin. Frú Hearst er fremur ihalds- söm og átti sæti i stjórnarnefnd háskólans i Kaliforníu. Þvi kom það oftfyrir, að hún fáraðist yfir stöðugri hnignun háskólans. I hennar huga var sú hnignun eink- um sök undanlátsamra prófess- ora sem aldrei mætti i kennslu- stundir. Ég hlustaði á þetta og kinkaði kolli. Svo reyndi ég á kurteislegan hátt að vera henni ósammála. En ég minnist þess, að einu sinni fullyrti hún: „Reagan rikisstjóri er eini mað- urinn i rikinu, sem getur bjargað skólunum okkar.” Enn einu sinni ætlaði ég aö bera fram kurteis- legar mótbárur, þegar Patty gusaði út úr sér „Reagan er gras- asni.” Patty og móðir hennar skipust á nokkrum hástemmdum orðum. Þeim var þetta eiginlegt. Á eftir varð vandræðaleg þögn. Skömmu siðar spurði ég frú Hearst hvað liði áætlunum hennar um endurskipulagningu garðanna. Enda þótt Hearsthjónin væru ávallt þægileg viðmóts og ákaf- lega kurteis og nærgætin um lifn- aðarhætti okkar Pattyar, þá likaði þeim ekki heimilishald okkar. Þó var meira um vert, að ég var trauðla sú manngerð, sem þau óskuðu dóttur sinni til handa. Nóg var af vonbiðlum i Hills- borough. Þessir menn höfðu gengið með grasið i skónum á eftir Patty svo árum skipti. Hearsthjónunum þótti illt, að Patty sýndi þeim aldrei meira en vinsamlega eftirtekt. Samt sem áður leit hr. Hearst á málið frá nokkuð heimspekilegu sjónar- miði. „Ekki veit ég hvað hún sér við þennan náunga,” sagði hann við einn vina Pattyar, „en augun i henni geisla og hún er létt i spori. Hún virðist vera nægjanlega hamingjusöm. Ég sætti mig þess vegna við þetta.” Frú Hearst var hins vegar alls ekki heimspekilega sinnuð. Þegar Patty hitti hana i Atlanta siðar þetta ár, fór hún að láta rannsaka á sér annað hnéð, sem frá barn- æsku hafði valdið henni óþægind- um. Fú Hearst vildi umfram allt koma henni i kynni við son gamals kunningja. Eftir að hafa farið út með manninum, hringdi Patty i mig klukkan eitt að nóttu: „Ég er svo einmana og drukkin,” sagði hún. „Mamma lætur mig fara út með þessum strák. Hann er ágætur, en mig langar bara að komast heim. Næst: PATTY RÆNT

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.