Tíminn - 24.04.1976, Page 3
Laugardagur 24. april 1976
TÍMINN
3
Afleiðing landsigsins:
Vorflóð Jökulsór
seturSkóga í vatnskví
Gsal-Reykjavik. — Þetta er mun
meira flóö en þaö, sem varö hér i
vetur, og þaö er hægt aö sigla á
báti hér 1 kringum bæina og úti-
húsin, sagöi Jón Ólafsson, bóndi á
Skógum i öxarfiröi, i samtali viö
Timann i gær, en mikiö flóö i Jök-
ulsá á Fjöllum hefur oröið þess
vaidandi, að stórt svæöi i kring-
um Skógabæina báöa er umflotið
vatni.
— Þetta byrjaöi um þrjúleytiö
á miövikudag og fór mjög ört
vaxandi, sagöi Jón. Flóðið náöi
siöan hámarki um þrjúleytiö á
fimmtudagsnótt og hefur hvorki
hækkaö né lækkað siöan.
Jón sagöi, aö flytja heföi þurft
allt fé úr húsum á fimmtudags-
nótt og þaö heföi veriö rekiö út i
haga, þar sem landið er hærra.
Féö hefur verið vaktaö, en aö
sögn Jóns eru á áttunda hundrað
fjár á báöum Skógabæjunum. —
Viö höfum fengiö hjálp frá sveit-
ungum, og á fimmtudag og fram
eftir nóttu var unnið aö þvi aö
bjarga heyi úr hlöðum.
— Horfurnar eru vægast sagt
mjög slæmar, og þaö er ekki álit-
legt að þurfa að búa viö þetta, en
maöur vonar bara aö flóöiö fari
aö réna hvaö úr hverju, sagði Jón
Ólafsson aö lokum.
Sigurjón Rist, vatnamælinga-
maöur sagöi I samtali viö Tlmann
i gær, að flóðið i Jökulsá væri
venjulegt vorflóö, en hins vegar
hefði leysingin veriö óvenju mikil
og gerzt á mjög skömmum tima.
— Þetta er mjög venjulegur og
eölilegur vorvöxtur, sagöi Sigur-
jón.
Flóö i Jökulsá hefur ekki fyrri
haft jafn alvarlegar afleiöingar
fyrir Skógabæina, en aö sögn Sig-
urjóns er ástæöan sú, aö landið i
nágrenni Skóga hefur sigiö.
— Ég geri ráö fyrir þvi aö flóð-
iö réni núna á næstu dögum, sagöi
Sigurjón og verður litiö um tima
en svo þegar kemur fram á sum-
ariö vex áin á ný.
Jón bóndi óiafsson, Skógum. Myndin er tekin I janúar viö mæli-
stiku sem Jón setti upp i Skógarkflnum, sem þá flæddi um stórt
svæöi i landi Skóga. Flóðið I janúar er þó mun minna en þaö sem
nú er.
—Timamynd: Gsai.
Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifræðingur:
Lítill árangur loðnu-
leitar fyrir austan
HÖGUN FLÓÐA 1 JÖKULSA A FJÖLLUM — Ain vex I
april/mai. Þá fer áin I svonefnt vorflóö er snjóa leysir á
Hólsfjöllum, og af flatlendinu hjá og suöur af Möörudal,
þ.e.a.s. af svæöinu austan árinnar frá 400 tii 800 metra
hæöar yfir sjó. Áin er mikii I aöeins fáa daga, þvi aö snjór
á þessu svæöi er lltill og tekur skjótt upp. Jökulsá er þvi
venjulega vatnslitii i júni, en undir júnflok tekur hún aö
vaxa á ný, en þá kemur flóðavatnið úr Vatnajökii. Leysing
er þar i hámarki um mánaðamótin júii/ágúst. Meöfylgj-
andi mynd sýnir dreifingu vikurennslisins. Þar sjást
greinilega þessir flóötoppar. Þar má jafnframt sjá, aö I 9
af hverjum 10 árum er vikurennsii vorflóöanna um 330
m3/s eöa minna. Nú i ár ris flóðbylgjan bæöi snöggt og
hátt, og var hún á miövikudag 700 m3/s, en enn er of
snemmt aö ségja, hvaö veröur meöalrennsli vikunnar.
Földu sig
°9
sofnuðu
Gsal-Reykjavik — i fyrrinótt
var leitaö tveggja ungra
telpna, 9 og 10 ára, á Hellis-
sandi, og tóku fjölmargir ibúa
þorpsins þátt í leitinni. Telpn-
anna var fyrst saknaö um
kvöldiö, og hófu þá foreldrar
þeirra leit aö þeim, en er hún
bar ekki árangur var leitaö til
lögreglu og slysavarnardeild-
ar, sem hófu leit skömmu fyrir
kl. 2.
Stúlkurnar fundust heilar á
húfi I litlum kofa viö heimili
annarrar stúlkunnar. Telp-
urnar höföu falið sig þar af
einhverjum ástæöum og sofn-
aö.
— þó vart óstæða til að óttast að lítil loðna verði
norðanlands í sumar eða ó næstu vetrarvertíð
gébé Rvik — Fyrri hluta april-
mánaöar var rannsóknarskipiö
Árni Friöriksson viö ioönurann-
sóknir fyrir austan og noröaustan
land. Leiöangursstjóri var
Hjálmar Vilhjáimsson fiski-
fræöingur og sagöi hann, aö ár-
angur leiöangursins heföi þvi
miöur verið litill, en búizt haföi
veriö viö aö finna mikiö af 2-3 ára
loðnu, þar sem árgangarnir frá
1973 og 1974 voru taidir mjög stór-
ir. Loönan færir sig noröur fyrir
land í sumar i ætisleit, en könnun
þessi var m.a. gerö meö loðnu-
veiöar fyrir Noröurlandi i sumar
fyrir augum. Timinn ræddi viö
H jálmar nýlega og sagöi hann frá
leiðangrinum.
— Dagana 2.-12. april vorum
viö fyrir austan og noröaustan
land til aö kanna magn og út-
breiöslu á loðnu á djúpmiöunum,
sagði hann Þarna er um að ræöa
tveggja og þriggja ára loðnu, sem
hrygnir næsta vetur. A undan-
förnum árum hefurokkur virzt aö
þessi loöna gangi i kjölfar hrygn-
ingargöngunnar austur fyrir land
og veíði þar eftir, en heldur svo
með vorinu noröur fyrir landiö i
ætisleit.
— A undanförnum árum hafa
veriö farnir nokkrir leiöangrar aö
vorlagi til aö kanna magn og út-
breiöslu ungloðnu, sagöi Hjálm-
ar. Arangur þessara leiöangra
hefúr veriö upp og ofan, og fyrir
hefur komið aö viö höfum fundiö
lítiö, enda þótt mjög mikil loönu-
gengd hafi svo veriö áriö á eftir.
Viö teljum þetta stafa af þvi aö
viö höfum stundum veriö of seinir
fyrir, þvl loönan á þaö til aö dreif-
ast mikiö og undir sllkum kring-
umstæöum er mjög erfitt aö
henda reiöur á henni og þannig
fór i þetta skipti.
— Eldri rannsóknir hafa sýnt,
aö árgangarnir frá 1973 og 1974
eru mjög stórir og þess vegna
reiknuöum viö meö aö finna heil-
mikiö af loönu. Hennar varö þó
aöeins vart I smáum stil, en aö
visu á mjög stóru svæöi viö land-
grunnsbrúnina allt frá Reyðar-
fjaröardjúpi, noröur af noröri frá
Melrakkasléttu, sagöi Hjálmar.
— Auk þess er hugsanlegt, aö viö
höfum ekki veriö á réttum staö og
loönan annars staðar en venju-
lega, þvi aö hafiö er stórt en skip-
iö aöeins eitt, sagöi Hjálmar.
Viö uröum timans vegna aö tak-
marka okkur viö þaö svæöi, sem
viö töldum liklegast frá fyrri
reynslu.
Aö lokum sagöi Hjálmar Vil-
hjálmsson: — Enda þótt árangur
leiöangursins hafi ekki verið
meiri en ég hef lýst hér, þá er vart
ástæöa til aö óttast þaö aö lltil
loöna veröi á miöunum Noröan-
lands I sumar, eöa á vertiöarmiö-
unum næsta vetur. Hitt er miklu
Iiklegra, aö viö höfum veriö á
röngum staö eöa tima, nema
hvort tveggja hafi verið.
Haukur vann skákmótið
Gsal-Rvik — Haukur Angantýsson sigraöi I landsliösflokki á islands-
mótinu I skák og tryggöi sér þar meö titilinn: skákmeistari islands
1976. i ööru sæti varö Helgi ólafsson sem hlaut einum vinningi minna
en Haukur.
1 áskorendaflokki uröu Jón Þorsteinsson og Gunnar Gunnarsson efst-
ir og jafnir, en næstir á eftir þeim komu þrir keppendur meö sömu
vinningstölu og veröa þeir aö heyja keppni um þaö, hver þeirra færist
upp I landsliösflokk meö Jóni og Gunnari.
1 kvennaflokki uröu Svava Samúelsdóttir og Birna Nordalh efstar og
jafnar og munu þær heyja einvigi um kvennameistaratitilinn.
Sigurvegari i meistaraflokki varð Einar Valdimarsson, og I opna
flokknum Páll Baldursson. Sigurvegari I unglingaflokki varö Frans
Jesorzky.
Ff
Böðunarstríð" í Húnaþingi
Sýslumaður beitti valdi, í tróssi við úrskurð hæstaréttar
gébé—Rvik/JJ Skagaströnd. —
,,Sá hlær bezt sem siöast hlær”,
sagöi Jón isberg, sýslumaöur og
lögreglustjóri Húnvetninga, er
hann hóf fjárbööun klukkan niu i
gærmorgun hjá Birni Pálssyni á
Löngumýri. Sýslumaöur haföi
meö sér tvo löggæzlumenn og
átta bændur til aö baöa féð.
Björn Pálsson undi ilia þessum
aögeröum, þar sem hann haföi
unniö bööunarmáliö fyrir
Hæstarétti. Hann gat þó litlum
vörnum viö komiö, þar sem lög-
gæzlumenn vöktuöu. heimilis-
fólkið, en fluttu einn vinnumann
Björns I fangagey nis'iur á
Blönduósi. „Bööunarmáiiö”
svokaliaöa hefur þvi snúizt upp i
„bööunarstriö”. i gær sagöi
Björn Pálsson á Löngumýri aö
hann geröi ráö fyrir aö kæra
sýslumann fyrir árás á heimili,
en Jón isberg sagöi i gær i viö-
tali viö blaöamann Timans:
„Veröi honum aö góðu”. Jón
sagöi einnig aö hann heföi farið
að Löngumýri I samráði viö
landbúnaöarráðuneytiö og yfir-
dýralækninn og meö vitneskju
dómsmálaráöuneytisins.
Björn hringdi i gærmorgun til
dómsmálaráðuneytisins til aö fá
staðfestingu á rétti sinum, en
Jón Isberg sýslumaöur neitaöi
að ræða við ráðuneyti sitt. Sendi
þá dómsmálaráöuneytið hraö-
skeyti, og bar það aö i sömu
mund og hópur Skagstrendinga
kom Birni bónda til liðsinnis, og
hleypti út þvi fé sem óbaðaö
var, jafnframt þvi sem það
geröi sýslumanni ljóst, að ekki
yrði baðað meira að Löngumýri
— og hæstaréttardómi fram-
fylgt. Alls tókst sýslumanni og
mönnum hans aö baöa um 200
fjár.
Sýslumaður hvarf þá á braut,
en Skagstrendingar þágu
veitingar hjá Birni. Aöur en
sýlsumaður hvarf á braut, lét
hann skrifa upp þá sem gegn
honum höfðu staöiö, en Björn
taldi að sýslumaður myndi litla
frægö hafa af þessu máli.
Björn Pálsson sagði, að hann
hefði beðiö son sinn og dreng á
sextánda ári sem hjá honum
vinnur, að hleypa út fénu á beit,
þvi að hann vildi ekki svelta
það. — Sýslumaður haföi eitt-
hvaö viö þetta aö athuga, og
upphófst mikill eltingarleikur,
sagöi Björn, sem lyktaði meö
þvi að sonur minn komst undan
á hlaupum, en þeir náðu
drengnum og óku meö hann i
tukthúsið á Blönduósi. Var hon-
um sleppt eftir að sýslumaður
kom frá Löngumýri og honum
þá ekið heim.
Jón Isberg sýslumaður, sagöi,
að drengirnir hefðu verið aö
hamast i fénu og tvistrað þvi, og
þvi hefði hann sent menn sina til
aö stöðva þá. Jón sagði, að siðan
hefði hópur Skagstrendinga,
um 14-15 manns komið og hleypt
öllu upp og hindrað sig og menn
sina i starfi. — Ég fór þessa för i
samráði við landbúnaðarráðu-
neytiö og yfirdýralækninn,
sagöi Jón. og með vitneskju
dómsmálaráðuneytisins, meira
vil ég ekki segja á þessu stigi
um afskipti ráöuneytanna.
Siðan sagði Jón: Björn getur
ekki boriö fyrir sig skort á vit-
neskju um tviböðunina og þvi
fór ég ekki sem sýslumaður.
heldur sem lögreglustjóri, til að
framfylgja þeim úrskurði sem
allir löghlýönir menn hér hafa
þegar sætt, jafnvel þótt sár-
nauöugir væru, sumir hverjir.
Ég læt ekki einn mann komast
upp með nein lögbrot hér.
Bændur hér eru mjög óánægðir
með afstöðu Björns i þessu
máli. — Þegar Jóni var sagt. að
Björn hygöist kæra hann, sagöi
Jón: Verði honum að góöu!
Forsaga þessa máls er sú, að
Björn neitaði i vetur að verða
við þeirri kröfu að tvibaða fé sitt
á þeirri forsendu. að þau rök.
sem sett voru fram vegna auka-
böðunar. væru ekki nægileg. Jón
tsberg úrskurðaði að böðunin
skyldi fara fram. en Björn
neitaði aö hlita þeim úrskurði og
kærði hann til hæstaréttar.
Dómur var kveöinn upp i hæsta-
rétti i síðustu viku og vann
Björn máliö, og úrskuröur
sýslumanns var felldur úr gildi.
Þrir af fimm dómurum hæsta-
réttar töldu, aö auglýsing um
siöari böðunina hefði ekki verið
nægilegabirt, ogaf þeim sökum
bæri m.a. að fella úr gildi úr-
skurö sýslumanns. Hinir tveir
dómararnir töldu hins vegar aö
staöfesta ætti úrskurðinn.