Tíminn - 24.04.1976, Síða 7
Laugardagur 24. aprll 1976
TÍMINN
7
Útgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Kitstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Kitstjórn-
arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri:
Steingrfmur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhús-
inu við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur i
Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — aug-
lýsingasimi 19523. Verð I lausasölu kr. 50.00. Askriftar-
gjald kr.lC00.0O á mánuði. . Blaðaprenth.f.
Vörukaup og gjald-
eyrishalli
Það skiptir sköpum i gjaldeyrisbúskap þjóðarinn-
ar, sem stendur höllum fæti i utanrikisviðskiptum,
að sem flestir landsmenn geri sér grein fyrir þvi, að
kaupvenjur þeirra gafa gagnger áhrif á það,
hvernig okkur vegnar. Það er að visu satt og rétt, að
ekki dregur mikið, þegar viðskiptahallinn nemur
milljörðum, hvort einn eða tveir eða fáir einstak-
lingar festa frekar kaup á hlut, sem kostar okkur
litinn gjaldeyri eðaannar,sem kostar nokkra tugi
þúsunda. En það safnast, þegar saman kemur, og
þegar hver fjárhæðin hleðst ofan á aðra, hækka töl-
urnar. Almennt skeytingarleysi um það, hvort
heldur er keypt útlend vara en innlend, þegar á
hvoru tveggjá er völ, veldur milljarða halla, þegar
öll kurl koma til grafar, og skerðir auk þess atvinnu
i landinu.
Á timabilum i sögu þjóð arinnar hafa þær leiðir
verið farnar að stjóma gjaldeyrismálunum með
harðri hendi og hafa hemil á gjaldeyriseyðslunni
með innflutningsleyfum og gjaldeyrisleyfum, sem
við það voru bundin, hvað gjaldeyrisstaðan leyfði
og landsmenn gátu komizt af með. í annan tima,
svo sem á „viðreisnarárunum” svokölluðu, var
þeirri aðferð beitt að þrengja hag landsmanna að
þvi marki, að kaupgeta almennings rýrnaði til
þeirra muna, að viðskipti drægjust stórlega saman
af þeim sökum.
Undir hvoru tveggja þótti mörgum þungt að búa.
Að sjálfsögðu væri það mjög ánægjulegur vitnis-
burður um þjóðarþroska, ef sú hreyfing fengi byr
undir vængi, án þvingana, að fólkið sjálft gætti þess,
hvað það gerir, er það fer verzlunarferðir sinar i
búðirnar, þegar gjaldeyrishallinn er jafngeigvæn-
legur og hann hefur verið og er enn. Annað mál er
það, hvort takast má að efla slikan hugsunarhátt
nógu almennt til þess, að þess sjái verulegan stað i
utanrikisviðskiptum okkar.
Ýmsir eru þó reiðubúnir til þess að stuðla að slikri
vakningu, og hafa sumir hverjir sýnt það i verki.
Þar er þess fyrst að geta, að fjölmörg ungmennafé-
lög hafa siðustu mánuði kostað útvarpsauglýsingar,
þar sem heitið er á fólk að kaupa fremur innlenda
vöru en útlenda, og iþróttafélög og stofnanir hafa
farið að dæmi þeirra nú siðustu vikur. I þessa slóð
ættu fleiri að fara, og væri raunar ekki óviðeigandi,
að sjónvarpið sjálft, er alla daga fær stórfé fyrir
hvers konar ginniauglýsingar, sem fyrst og fremst
miða að aukinni gjaldeyriseyðslu, legði sitt að
mörkum með þvi að láta gera eða taka þátt i kostn-
aði við gerð góðrar auglýsingar, til dæmis i sam-
vinnu við iðnrekendur, þar sem brýnt væri fyrir
fólki að hugsa sig tvisvar um, áður en það tekur
útlendan varning fram yfir innlendan eða ver fé
sinu yfirleitt á þann veg, að til mikilla gjaldeyrisút-
láta horfi. Það væri hliðstætt þvi, að frá Áfengis- og
tóbaksverzlun rikisins rennur ofurlitið fé, sem ætlað
er að vinna gegn þvi böli, er söluvara hennar
veldur.
Þetta viðnám gegn eyðslunni og skeytingarleys-
inu, sem ungmennafélögin hafa hafið með auglýs-
ingum sinum, má ekki niður falla. Það verður þvert
á móti að verða sterkara, öflugra og viðtækara.
Kaupum innlendan varning, ef þess er kostur — ^
ekki útlendan, nema af brýnni þörf. —JH'
Sovétríkin - Svíþjóð:
Skerfur til
spennuslökunar
Spartak Beglov, stjórnmálafrétta-
skýrandi APN
Olof Paime, forsætisráðherra Svía, undirritaði l Moskvu fyrir
skömmu samning þann sem hér um ræðir.
ALLIR stjórnmálafréttaskýr-
endur i Moskvu, sem fylgdust
náið með heimsókn Olof
Palme, forsætisráðherra Svi-
þjóðar, til Sovétrikjanna,
benda á, að i viðræðunum i
Kreml hafi komið fram, að
skoðanir aðila á helztu heims-
vandamálunum eru mjög á-
þekkar. Þetta matstafar ekki
af þvi, að menn vilji lita á
hlutina með rósrauðum gler-
augum. 1 hreinskilni sagt,
þegar fyrir heimsókn Olof
Palme var það stöðugleiki
hinna jákvæðu umskipta, sem
einkenndi sambúð Sovétrikj-
anna og Sviþjóðar. Á sl. ári
voru bæði löndin aðilar að
lokasamningnum, sem löndin
35 náðu samkomulagi um á
Evrópuráðstefnunni um ör-
yggis- og samstarfsmál. Mikl-
ar tilraunir höfðu verið gerðar
til þess að ná þessu samkomu-
lagi, og það er ánægjulegt að
sjá nú, hve mjög löndin tvö
byggðu á þeim meginreglum,
sem settar voru i Helsinki, er
þau fjölluðu um þau vanda-
mál, sem við er að glima i
sambandi við þróun tvíhliða
samskipta þeirra.
1 þessum skilningi er ekki
unntannað en vera sammála
þeirri athugasemd eins frétta-
skýrandans, að „lokaályktun-
in (Evrópuráðstefnunnar)
sveif allan tfmann yfir vötnun-
um i sovézk-sænsku viðræðun-
um”.
Sem dæmi má nefna, að við
gerð nýs fimm ára viðskipta-
samnings milli landanna
tveggja voru mörg ákvæði
lokaályktunarinnar varðandi
aukna viðskipta- og efnahags-
samvinnu felld inn i hann. Hin
hvetjandi áhrif Evrópuráð-
stefnunnar á tvihliða tengsl
sjást í vaxandi samskiptum á
ýmsum. sviðum visinda,
menningar, lista og mennta-
mála.
Ef við snúum okkur að
efnislegum grundvelli sov-
ézk-sænskra samskipta, ber
að leggja áherzlu á árangurs-
rika framkvæmd samninga,
er gerðir voru i sambandi við
heimsókn sovézka forsætis-
ráðherrans til Sviþjóðar árið
1973. Áætlun hefur verið samin
og undirrituð um þróun lang-
tima efnahags-, iðnaðar-, vis-
inda- og tæknisamvinnu fyrir
tiu ára timabil. 1974—1975
jókst útflutningur Sviþjóðar til
Sovétrikjanna um meira en
50% og innflutningur landsins
frá Sovétrikjunum jókst yfir
25%. 1 heild hafa verzlunar-
viðskipti landa okkar nálega
þrefaldazt á siðustu fimm ár-
um samanborið við næsta
fimm ára timabil á undan.
Miklir samningar hafa verið
gerðir um öflun sænsks
úraniumhráefnis tii handa
sovézkum fyrirtækjum og um
kaup Sovétrikjanna á heild-
stæðum tækjabúnaði fyrir
véla- og verkfæraiðnaðinn,
fyrir sumar framleiðslugrein-
ar Ust Ilim-timburiðnaðar-
samstey pu nnar , fyrir
Kama-bifreiðaverksmiðjuna,
fyrir flugumsjón i almennu
flugi o.s.frv. Gagnkvæmt hag-
stæð samvinna á sviði visinda
og tækni og á sviði umhverfis-
verndar byggir orðið á traust-
um grunni.
Hér er athyglisvert sýnis-
hom af þvi, hvernig efnahags-
samvinnan þjónar aðeins
hagsmunum austursins: Inn-
an fárra vikna mun sænsk
stálverksmiðja taka i notkun
nýjustu og fullkomnustu
málmvinnslutæki, keypt i
Sovétrikjunum. Annað sænskt
fyrirtæki stofnaði nýverið til
árangursrikrar samvinnu,
sem byggist á háþróuðum ár-
angri sovézkra visindarann-
sókna að þvi er varðar nýjar
gerðir rannsóknartækja. Þessi
dæmi nefndi Olof Palme, for-
sætisráðherra, i ræðu sinni i
Kreml.
Ef við snúum okkur frá ein-
stökum atriðum að mikil-
vægari grundvallaratriðum i
sambandi við hlutverk og staö
spennuslökunar í heimsstjórn-
málunum i dag, veitir maður
óhjákvæmilega athygli i yfir-
lýsingunni samsemd þeirra
skoðana, er þáðir aðilar láta i
ljós: 1 fyrsta lagi, að spennu-
slökun sé rikjandi stefna i
millirikjasamskiptum og, i
öðru lagi, að þessi stefna þurfi
að verða varanleg og áfram-
haldandi.
1 sambandi við þennan ein-
riregna stuðning við spennu-
slökun, þá er það einungis
eðlilegt að sjá sömu afstöðu
rikjanna tveggja til fjöl-
margra mála: Eflingar sam-
vinnu innan Evrópu. afvopn-
unar. að bann við fjöldafram-
leiðslu kjarnavopna verði
virkara en nú er. til réttlátra
og varanlegra samninga i
deiiu landanna fyrir botni
Miðjarðarhafs, nauðsyn
enduruppbyggingar alþjóð-
iegra efnahagstengsla til þess
að þróunarlöndin fái hlutdeiid
i alþjóðlegri efnahagsþróun,
o.s.frv.
Sovézk-sænsku viðræöurnar
staðfesta á mjög þýðingar-
mikinn hátt. að spennuslökun
er ekki einkaeign eða forrétt-
indi neins eins aðila. sem unnt
er að hefja eða stöðva að vild.
„Viömetum framlag sérhvers
lands til friðar og örvggis
þjóðanna og teljum mjög
mikilvæga möguleika á sam-
vinnu við sérhve^t riki, stórt
og smátt, i þágu spennu-
slökunar.” sagði Alexei
Kosygin, forsætisráðherra
Sovétrikjanna, er hann bauð
Olof Palme velkominn til
Kreml.
I Moskvu er litið á sambúð
Sovétrikjanna og Sviþjóðar,
eins og raunar sambúðina við
öll önnur lönd Norður-Evrópu.
sem mikilvægan þátt stefn-
unnar i átt til traustari og var
anlegri friðar.