Tíminn - 24.04.1976, Page 11

Tíminn - 24.04.1976, Page 11
Laugardagur 24. april 1976 TÍMINN 11 Sýning á grafík Björg Þorsteinsdóttir opnar i dag sýningu á grafik i húsa- kynnum Byggingaþjónustu Arkitektafélags islands að Grensásvegi 11 (húsi „Málar- ans”) i Reykjavik. Þetta er þriðja einkasýning Bjargar, en 1971 hélt hún sýningu á grafik i Unuhúsi við Veghúsa- ,tig og 1974 sýningu á mál- verkum og teikningum i Nor- ræna húsinu. Björg hlaut myndlistar- menntun sina i Myndlistar- skólanum i Réykjavik og i Myndlista- og handiðaskóla islands, þar sem hún lauk teiknikennaraprófi. Við lista- akademiuna (Akademie der bildenden Kunste) i Stuttgart var hún i þrjú misseri og árin 1970-’73 við nám i Paris, þar sem hún nam málmgrafik hjá S.W. Hayter i hinni þekktu vinnustofu hans, „Atelier 17”. Einnig stundaði hún stein- þrykk (litógrafiu) við Aka- demie des Beaux Arts. Við nám sitt i Paris var Björg i tvö ár styrkþegi franska rikisins. A undanförnum árum hefur Björg tekið þátt i fjölmörgum samsýningum hérlendis og er- lendis. Á þessu ári tekur hún m.a. þátt i alþjóðlegum sýn- ingum á grafik eða teikning- um i Noregi, Austur- og Vest- ur-Þýzkalandi, Italiu og Júgó- slavfu. A sýningu Bjargar i Bygg- ingaþjónustu A.l. eru 34 æt- ingar og aquatintur i svart-hvitu og lit, sem gerðar eru á árunum 1972 og 1974-’76. Þær eru allar til sölu. Veröið er 10-24 þús. kr. eintakið. Hjálparsveit skáta: Hver félagi leggur fram 414 vinnu- stundir á ári Aðalfundur Hjálparsveitar skáta i Reykjavik var haldinn i Glæsibæ laugardaginn 20. marz s.l. 1 skýrslu stjórnar kom m.a. fram, að sveitin var kölluð út fimm sinnum til leitar á árinu. Leitað var að einum dreng, einni telpu, einni konu og fimm karl- mönnum. Drengurinn og telpan fundust heil á húfi, en konan og tveir karlanna voru látin, þegar þau fundust. SporhundarHjálpar- sveita skáta i Reykjavik og Hafnarfirði voru notaöir við þrjár þessara leita. Hjálparsveitin sá um sjúkra- þjónustu á þremur skátamótum á árinu, hestamannamóti, ökuralli F.I.B., og um hverja helgi á skiðasvæðinu i Bláfjöllum, um þriggja mánaða skeið i fyrravet- ur. Sveitin veitti almenningi ýmiss konar aðstoð á árinu. Má t.d. nefna námskeið i meðferð átta- vita og landabréfa fyrir rjúpna- skyttur og aðra feröamenn. A árinu náðist mjög jákvæöur árangur I starfi sporhundanna. Alls bárust 26 beiðnir um leit að týndu fólki, en i 12 tilvikum var beiðnin afturkölluð áöur en til leitar kom. Eru þetta heldur fleiri beönir en árið áöur. I 8 til- vikum af 14, þar sem um leit var að ræða, er óhætt að fullyrða, að fullkominn árangur hafi náðst. Unnið var að smiöi nýs hús- næðis fyrir hundana á lóö þeirri, sem fengizt hafði á Álftanesi, og er ráðgert að framkvæmdum ljúki á árinu 1976. Bifreiðir sveitarinnar eru þrjár, auk snjóbils. Ein þeirra er orðin léleg, og er ákveðið að fá aðra i hennar stað á árinu 1976. Sveitin fékk i styrki á árinu 1975 kr. 250.000 frá Reykjavikurborg og kr. 120.000 frá rikissjóöi. Þess- ir styrkir eru auövitaö þakkar- verðir, en þeir duga skammt, þvi aö rekstur björgunar- og hjálpar- sveitar kostar ótrúlega fjármuni. Sú fjáröflun, sem er grundvöllur og alger forsenda starfsemi H.S.S.R., er flugeldasalan um hver áramót. Þar leggur sveitin að veði alla fjármuni sina, ýmsir velunnarar lána húsnæöi endur- gjaldslaust og félagar leggja nótt Hjálparsveitarmenn að störfum við nýtan dag i sjálfboðaliðs- vinnu, og byggir sveitin starf sitt á þessari sölu. Fjöldi starfandi félaga var i árslok 70, fyrir utan aukafélaga. Talið er að félagarnir leggi fram u.þ.b. 25.000 vinnustundir i starf sveitarinnar árlega, þ.e. 414 stundir á mann að jafnaði. tstjórnvoru: Thor B. Eggerts- son sveitarforingi, Björn Vignir Björnsson, 1. aðst. sveitarforingi, Sighvatur M. Blöndahl, 2. aðst. sveitarforingi, Arnfinnur Jónsson gjaldkeri og Agúst Jóhannsson meðstjórnandi. Varamenn: Einar Hrafnkell Haraldsson ritari og Eirikur Karlsson áhaldavörður. Úr stjórninni gengu Björn Vignir Björnsson og Einar Hrafn- kell Haraldsson. I þeirra stað voru kjörnir til tveggja ára Bene- dikt Gröndal og Guðmundur Ingi Haraldsson. (Fréttatilkynning) Hrossasýningar 1976 á Suðurlandi Forskoðun kynbótahrossa vegna fjórð- ungsmóts á Rangárbökkum 25.-27. júni verður þannig: 29. april Úttekt á afkvæmum Fáfnis 747 frá Laugarva tni á Torfastöðum. 30. april úttekt á afkvæmum Jónatans 767 frá Lágafelli á Hellu. 1. mai Hreppar austan Kúðafljóts. 2. mai Álftaver, Vik I Mýrdal. 3. mai Hreppar út að Markarfljóti. 4. mai Landeyjar, Fljótshlið, Hvolhreppur. 5. mai Hella og hreppar út að Þjórsá. 6. mai Flói 7. mai Selfoss ki. 14.00 10. mai Hreppar, Skeið 11. mai Biskupstungur, Grimsnes, Laugardalur. 12. mai ölfus, Hveragerði. 13. mai Suðurnes (Keflavik) kl. 13.00, Hafnarfjörður kl. 18.00. 14. mai Kjósarsýsla árdegis, Kópavogur ki. 20.00. 15. mai Reykjavik kl. 13.00—18.00. Tilkynnið þátttöku til formanna hesta- mannafélaganna, sem annast skipulag heima fyrir. Hross séu ekki yngri en 4ra vetra. Munið afkvæmasýningar. Búnaðarfélag íslands Hrossaræktarráðunautur Tilboð óskast í jörðina Torfustaði i Svartárdal, Austur-Húnavatnssýslu. Á jörðinni er nýlegt ibúðarhús og ný 400 kinda fjárhús með vélgengum kjallara, á- samt hlöðu fyrir 1500 hestburði. Bústofn og vélar geta fylgt. Nánari upplýsingar i sima 95-4319. Tilboðum skal skila til Kristjáns Jósefs- sonar, Torfustöðum, fyrir 10. mai 1976. Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. W $ Frá Barnaskólum & :.:y: - ‘ÍÁ' vVÁ 'ti Reykjavíkur INNRITUN 6 ára barna (þ.e. barna, sem fædd eru á árinu 1970) fer fram i Barnaskólum borgarinnar mánudaginn 26. og þriðjudaginn 27. april nk. kl 17—18 báða dagana. Á sama tima þriðjudaginn 27. april fer einnig fram i skólunum innritun þeirra barna og unglinga, sem flytjast milli skóla. Fræðslustjóri. ¥ m w 4- (V.” g * vV, •rv' C !*& ryi. ÚTBOÐ Tilboö óskast I smiði stál-skólahúsgagna fyrir Fræöslu- skrifstofu Reykjavik. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frikirkjuvegi 3. Tilboöin veröa opnuö á sama staö, miðvikudaginn 5. mai 1976, kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 Auglýsið í Tímanum

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.