Tíminn - 23.12.1976, Blaðsíða 8

Tíminn - 23.12.1976, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagur 23. desember 1976 Friðrik Óiafssun, stórmeistari, áritar • nýútkom na bók sina. TÍmamynd: G.E. Hugsanlegt, að Karpov verði fyrsfí maðurinn, er vinnur heimsmeistarafígn og tapar henni án þess að tefla Rætt við Friðrik Ólafsson skákmeistara um nýja bók Friðrik ólafsson, stór- meistari i skák, hefur borið hróður landsins viða og jafnast liklega hvorki bókmenntir né eldgos við það, þvi það hefur undirritaður reynt á ferðum sinum um heiminn, að oft vita menn ekki annað um þetta blessaða land en að það hefur rúmgóða fiskveiðilandhelgi og á góðan skákmann, sem heitir ólafsson. Stórmeistari fslands Heima fyrir og erlendis er Friðrik ólafsson kunnur sem frækinn skákmaður og hlédrægt prúðmenni. Ferill hans er orðinn býsna langur á þessum tveim sviðum sem eru svo sjaldgæf hér. Auðvitað er þvi ekki að leyna, að Friðrik ólafsson er dáður af þjóð sinni, bæöi þeim hluta henn- ar, sem kann mannganginn og eins hinum, sem ekki kunna mannganginn, enda kemur þaö heim við þá kenningu Halldórs Laxness, að þegar maður á eitt- hvað sérstakt, á maður það ekki lengur sjálfur, heldur allur heim- urinn. Hvað nóbelsskáldið áhrærir hefur til skamms tima verið nokkuð auðvelt að eignast þaö. Menn fá s*ér bara þessar bækur og lifa svo samkvæmt þeim, og skáldið er orðið að þeirri sam- eign, sem snilligáfan býður upp á. Með stórmeistara vorn er dálitið annað uppi á teningnum, menn hafa ekki þar til nú getað fengið sér hann i skinnbandi lagt hann upp á hillu i stofu sinni og dregið hann svo fram, þegar allt er orðið hljótt, — þar til nú, að hann hefur gefið út bók, þar sem hann lýsir skákævi sinni og viðburðarikum ferli, þar sem menn fá að sjá ör- lög sinna herja á svörtu og hvitu. Nú hefur stórmeistarinn sem sagt bætt úr þvi og af þvi tilefni hittum við hann að máli og spurð- um hann um nýju bókina, sem ber nafnið VIÐ SKAKBORÐIÐ — 50 vaidar sóknarskákir. Friðrik skrifar bók — Það eru sjálfsagt margar átæður fyrir þvi að skákmenn skrifa bækur og greinar, en fyrst og fremst er þetta vegna óska frá skákunnendum. Margir frægir skákmenn eru jafnframt eftir- sóttirrithöfundar um skákleg efni. Þetta er nú reyndar ekki fyrsta bókin, sem ég skrifa. Ég skrifaði lika i bók um skákeinvígi ald- arinnar á sinum tima. Sumir segja i gamni, að ég hafi fengið bakteriu, þegar ég keypti þessa ibúð á Fomhaganum, en hérna bjó skáld og mikilvirkur rithöfundur, Matthias Jóhannes- sen, áður en við fluttum hingað. Ég vahn að bókinni i allt haust. Þetta var mikil vinna og unnin i timaþröng, eins og titt er hjá skákmönnum, a.m.k. mér. Sumt er nýtt og frumsamið, annað er tekið úr eldri ritum og þá eru skýringarnar endurskrifaðar i samræmi við nútimalegan skiln- ing á örlögum og afdrifum. Breytast skoðanir manna á skákum? — Já, það safnast i sifellu saman ný reynsla og i ljósi þeirr- ar reynslu, eða þróunar, verður að endurskoða skýringar á viðburðum. — Hverjirkaupa svona bækur? — Það gera skákunneridur. Nú, ef farið er að fjalla um þetta á alþjóðlega visu, þá er mikið gert að þvi að gefa út slik rit, til þess að fá á einn stað sem mest um einstaka skákmenn. Það er tals- verttil i blöðum, en hagræði er að þvi að fá það á einn stað. — Kemur bókin á fleiri tungu- málum? — Ég hefi áhuga á þvi að koma henni á ensku, sem er alþjóðlegt skákmál. Sjálfar skákirnar eru ritaðar upp á álþjóðamáli, þaö yrðu þvi aðeins skýringarnar og formálinn, sem yrði að þýða á ensku. Nokkur vandkvæði voru á þvi að prenta skákir hér á landi, en nú er sérstök prentsmiðja til og mun hún i framtiðinni gera þab léttara að gefa út skákrit og bæk- ur. Svo vikið sé að öðru. Hvað er að frétta af heimsmeistaraeinviginu næsta og Kortsnoj? — Það eru blikur á lofti i alþjóðasamstarfi i skák. Pólitíkin hefurhaldið innreið sina i skáKina — og sem um munar. Segja má, að skákin sé löðrandi I pólitik, eins og Húsvikingar, sem segja þegar mikið er af Akureyringum á Húsavik, að þá sé bærinn „löðr- andi” i Akureyringum. Málin standa svo, að Kortsnoj hefur yfirgefið föðurland sitt en hann er einn af átta skákmönn- um, sem keppa um réttinn til þess að skora heimameistarann Karpov á hólm um heims- meistaratitilinn. Rússar segja, að Kortsnoj hafi unnið sætið sem Sovétmaður, en nú geti hann ekki lengur, „vegna framkomu sinn- ar”, keppt sem slikur og eigi þvi ekki að vera með. Dr. Euwe forseti alþjóðasam- bandsins segir á hinn bóginn, að Kortsnoj sé i þessu tilfelli „ein- staklingur” og megi þvi keppa sem slikur. Fyrir þessu eru lika fordæmi. Benkö sem er Ungverji „hoppaði af” hér á íslandi, yfir- gaf sumsé föðurland sitt. Það var árið 1958. Hann fór siðan til Bandarikjanna og vann sér þar rétt til þess að taka þátt i áskor- endamótiogSovétmenn tefldu við hann „rikisfangslausan ”. Kortsnoj er einn þeirra manna, sem stendur nærri heims- meistaratitlinum, sem kunnugt er. Ef Rússarnir mæta ekki til leiks, taka varamenn sætin. Þannig fæst áskorandinn og ef Karpov kemur ekki til leiks við hann, verður hann fyrsti mað- urinn iheiminum, sem „vinnur” titilinn án þess að tefla um hann og missir hann lika án þess aö tefla. Mót framundan — Eru alþjóðleg mót fram- undan? — Já, ég held til Hollands á sterkt skákmót i Wijkaan zee i Hollandi (Viking við sjóinn). Þar tefla átta sterkir skákmenn. Það mót stendur frá 13. jan. til 27. jan. í marz tek ég svo þátt i móti i Lauterberg i V-Þýzkalandi, en það mót er lika mjög sterkt (12), og er haldið i tilefni af 100 ára afmæli þýzka skáksambandsins. Meðal keppenda i báðum þessum mótum verður Karpov heimsmeistari. — Hefurðu keppt við Karpov? Hvernig stendur milli ykkar? — Við höfum , keppt þrisvar. Tvö jafntefli og eitt tap hjá mér. Ég reyndi, „þurfti”, að vinna hann með svörtu — en tókst það ekki. Að lokum. Þú nefnir þetta 50 sóknarskákir. Hvaða munur er á sóknarskákum og öðrum skák- um? — Sóknarskákir eru, þegar maður hefur frumkvæðið i þeim skákum er. tekin viss áhætta og þær verða oft skemmtilegri en aðrar. Það er með skákmennina, eins og með knattspyrnuliðin. Sum lið eru sóknarlið, önnur leggja upp úr góðri vörn, og biða færis, að andstæðingurinn leggi til glufur. Sóknarskákir — minar og ann- arra — eru oftast viðburðaríkari en aðrar og aðeins litill hluti þeirra skáka, sem tefldar eru, komast i bókmenntirnar, eða öllu heldur skákbókmenntirnar. Þetta er eins og með skáldskapinn, að það skiptir ekki allt máii fyrir framtiðina, heldur aðeins litið brot af þvi, sem gerist, sagði Friðrik ölafsson, stórmeistari að lokum. JG Takið eftir Rýmingarsala hjá Hof i vegna flutninga. Stór afsláttur af öllum vörum. HOF Þingholtsstræti 1. F Ibúar Reykjaneskjördæmis neita mismunun á kosninga' rétti til Alþingis F.I. Reykjavik. — A aöalfundi Samtaka sveitarfélaga i Reykjaneskjördæmi. S.A.S.Í.R., sem haldinn var aö Munaöarnesi 4. des. sl. var fagnaö stofnun fræðsluskrifstofu Reykjanes- umdæmis og samþykkt aö skora á Alþingi aö tryggja fræösluskrif- stofum landsins starfsgrundvöll, svo sem til er ætlazt I grunnskóla- lögunum meö þvi aö tryggja tekjustofna til þeirra. Einnig samþykkir aðalfundur- ínn að veita stjórninni heimild til lántöku allt að 10 millj. hrónum til að flyta fyrir fullnaðarfrágangi húsnæðis fyrir skrifstofu AugSýsið í Tímanum S.A.S.Í.R. og fræðsluskrifstof- unnar. A fundinum var samin ályktun þess efnis, aö ekki sé lengur hægt að una þeirri mismunun á kosn- ingarétti, sem ibúar Reykjanes- kjördæmis eiga við að búa. Er þvi skorað á Alþingi að hraða nauðsynlegum aögerðum, sem tryggi ibúum Reykjaneskjör- dæmis sambærilegan rétt til kosninga til Alþingis og aðrir kjósendur njóta. í stjórn samtakanna voru kjörnir Eirikur Alexandersson, bæjarstjóri i Grindavik, formaö- ur, Jóhann Einvarðsson, bæjar- stjóri i Keflavik, varaformaður, Björn Ólafsson, bæjarfulltrúi i Kópavogi, Salóme Þorkelsdóttir og Magnús Erlendsson bæjar- fulltrúi á Seltjarnarnesi. 1 varastjórn voru kjörnir Albert K. Sanders, bæjarstjóri Njarðvik, Ólafur Haraldsson bæjarfulltrúi Kópavogi, Bjarni Þorvarðarson, oddviti Kjalarnesi, Snæbjöm Ás- geirsson, bæjarfulltrúi Seltjarn- arnesi og Jósef Borgarson, odd- viti Höfnum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.