Tíminn - 11.02.1977, Blaðsíða 1
Fugladauði í Viðfirði — Sjá Bak
XHGIBf
Aætlunarstaðir:
Bíldudalur-Blönduóc Búðardalui
! Flateyri-Gjögur-Hólmavík
Hvammstangi-Rif-Reykhólar
Sigluf jörður-Stykkishólmur
: Súgandaf jörður
Sjúkra- og leiguflug
um allt land
Símar:
2-60-60 oa 2 *0-66
noimur
t3
( 34. tttlublað — Föstudagurll.februarl977— 61.árgangur
Verslunin & verkstæðiö
FLUTT
á Smiðjuveg 66 Kóp.
Beint andspœnis Olís i neöra Breiöholti,-þú skilur?)
Síminn er 76600
----LANDVÉLARHF._________
Tæpir 8 milljarðar
áætlaðir til fram-
kvæmda
/v H - v
m
á yfirstandandi ári
Tilraunagróðurhús
fyrir 4-6 milljónir
— þar munu fara fram tilraunir á
ræktun græðlinga til útflutnings
gébé Reykjavlk — A rlkis-
stjórnarfundi I gærmorgun,
var rætt um greinargerð þá
um Kröfluvirkjun, sem Gunn-
ari Thoroddsen, iönaöarráð-
herra var send. Umræðum I
rikisstjórn um þetta mál verð-
ur haldið áfram. t niðurstöö-
um greinargerðarinnar, er
sagt að haldið verði áfram ná
á þessu ári vinnsluborunum til
áframhaldandi gufuöflunar
fyrir Kröfluvirkjun. Haldib
verði áfram framkvæmdum
við stöövarhús og gufuveitu að
þvi marki.sem nauðsynlegt er
til þess að geta tekiö fyrri
vélasamstæðu stöðvarinnar I
notkun. Og að lokið verði við
lagningu háspennulinu frá
Kröfluvirkjun til Akureyrar.
1 greinargerðinni segir enn-
fremur, að skv. bráðabirgða-
yfirliti, nemur kostnaður viö
virkjunina I árslok 1976 sam-
tals 6,413 milljónum króna og
að kostnaður, áætlaöur til
framkvæmda á árinu 1977,
verði samtals 7.793 milljónir
Sjá nánar um greinargerð-
ina til iönaðarráðherra á bls.
2. i blaöinu I dag.
gébé Reykjavlk — Við Garð-
yrkjuskóla rikisinna aö
Reykjum I ölfusi er veriö að
ganga frá hönnun á nýju
gróðurhúsi úr áli. Þetta er til-
raunagróðurhús, sem nota á
til ræktunár á t.d. chrysanthe-
mumgræðlingum, sem til-
raunir eru þegar hafnar á,
eins og sagt hefur verið frá I
Timanum áður. Nýja húsið er
300 fermetrar að stærð og
fullkomið að öllum búnaði.
Hver fermetri kostar um 15-20
þúsund krónur, að sögn Grét-
ars Unnsteinssonar, skóla-
stjóra Garðyrkjuskólans. Til
viðmiðunar kostar fermetrinn
i venjulegu gróðurhúsi 12 þús-
und krónur. Nýja tilrauna-
gróöurhúsið kemur þvi til með
að kosta um 4,5 til 6 milljónir
króna.
í tilraunagróðurhúsinu, sem
byggt er úr áli, eru hita-
leiðslur I veggjum og fullkom-
inn hitabúnaður ásamt ná-
kvæmum mælum og öðru sem
honum fylgir. Mænirinn i hús-
inu er þannig útbúinn, að
gluggar opnast i honum að
endilöngu báöum megin og
eru þeir tengdir sjálfvirkum
búnaði, sem opnar og lokar
gluggunum eftir þvi hvernig
vindáttin er.
Hægt er að koma fyrir
hreyfanlegum sperrum 1 lofti
hússins. Ljósabúnaðurinn er
nauðsynlegur til ræktunar á
græölingum, þvi hér á landi
hefur sú ræktun, þar til fyrir
nokkrum árum, takmarkazt
mjög af hinum löngu og
dimmu vetrarmánuðum. Er
þá ljós látið sklna á plönturn-
ar, misjafnlega sterkt, og allt
aö 16. klst. á sólarhring. Frá
tilraunaræktun á chrysanthe-
mumgræölingum var sagt I
Timanum nýlega, en þar kom
m.a. fram, að ekki væri mögu-
legt að koma á fót ylrækt-
arveri hér á landi, fyrr en eftir
nokkurra ára tilraunir og til-
raunaframleiðslu með ræktun
græðlinga. Tilraunastarfsem-
tn, sem fór i fullan gang i
desember s.l. með gervilýs-
ingu við ræktun chrysanthe-
mummóöurpiantna, mun
verða flutt yfir I nýja gróður-
húsiö, strax og þaö veröur
tilbúið, eða vonandi I april-
byrjun.
Hafsvæði á Kögur-
grunni lokað
— vegna veiða togara á smófiski
gébé Reykjavik — 1 gær beitti leiðangursstjórinn á r/s Bjarna
Sæmundssyni, Hjálmar Vilhjálmsson, heimild þeirri sem
Hafrannsóknastofnun hefur til skyndilokunar, til lokunar haf-
svæðis á utanverðu Kögurgrunni. Verður svæðí þetta lokað
fyrir veiöum I þrjá sólarhringa, en sjávarútvegsráðuneytið
mun að þeim liönum taka ákvörðun um hvort lokunin
stendur lengur. Lokun þessi var framkvæmd á grundvelli
upplýsinga eftirlitsmanns um borö I togara, en verulegur
hluti aflans hafði reynzt vera smáfiskur. — Fyrrgreint svæði
afmarkast af lóranlinunum: 62.450, 62.600, 46.530 og 46.600.
Nýja tilraunagróðurhúsið að
Reykjum i ölfusi. Húsið er 300
fermetrar að stærð og hið
glæsilegasta eins og meöfylgj-
andi Timamynd Gunnars ber
meö sér.
„Slask" sigraði í fyrstu lotu — Sjá íþróttir