Tíminn - 06.04.1977, Side 4
4
Miövikudagur 6. aprfl 1977.
<
Hort og Alster
hrósa Lof tleiöa-
hótelinu í bréf i
Gsal-Reykjavík — Vlastimil
Hort og dr. Alster aðstoöar-
maöur hans hafa skrifaö bréf
til stjórnar Hótels Loftleiða,
þar sem þeir lýsa yfir
ánægju sinni meö veru sina á
hótelinu og hrósa þvl I há-
stert.
Þeir lýsa yfir sinum mestu
þökkum til stjórnenda og
starfsfólks hótelsins, segjast
vera ánægöir meö hinar sér-
staklega góöu aðstæöur á
hótelinu, matinn og þjónustu
allrar tegundar, þakka
starfsfólki kurteislega fram-
komu og segjast ætla að
mæla meö hótelinu i greinum
og fyrirlestrum, þvi hóteliö
sé afar vel til þess falliö aö
þar séu haldin skákmót.
Spassky var ekki sérlega þreytulegur I gsr, þegar dregiö var um lit I skákinni, sem tefld veröur laugardag. Hér réttir hann fram hendurnar
meö peöunum og Hort velur hvitt. Timamynd: Gunnar
Áfram teflt
á laugardag
/jHeiðursmaður Hort:
Gsal-Reykjavík — Það er opinbert leyndarmál, eins og
flestir skákáhugamenn vita, að ákvæði FIDE-laganna
um 3 veikindadaga þ.e.frestun á þremur skákum, fyrir
hvorn keppanda — er notað í litlum sem engum veikinda-
forföllum. Skákmennirnir grípa til frestunar, þegar þeir
telja sig þurfa aukna hvíld, eru kannski „stressaðir",
eða eiga við smávægilega kvilla að stríða.
fær frestað skákinni á
skirdag vegna kvefsóttar
og gefur Spassky þar með
aukinn hvildartima
Það kom þvi mörgum á óvart I
gær, er tilkynnt var, að Vlastimil
Hort hefði fengiö frestun á fyrstu
einvigisskákinni i framhaldsein-
vigi þeirra Spasskys, vegna kvef-
sóttar — og læknar hefðu ráölagt
honum aö taka sér örlitla hvild!
Þaö var þó ekki hægt aö sjá á
Hort i gær, aö þar væri kvefaöur
maöur á ferö — og fullvist má
telja, aö þessi frestur er fenginn
til þess aö gefa Spassky aukinn
hvildartlma fyrir átökin. Sannar-
lega drengilega gert af Hort.
En sem sagt Hort fékk frestinn
með vottorö frá lækni upp á vas-
ann og skákin verður þvi ekki
tefld fyrr en á laugardag og þá I
Menntaskólanum viö Hamrahliö.
Hort dró hvítt
I gær var dregið um lit i þessari
skák, sem tefla skal á laugardag,
og aö þessu sinni var þaö Spassky
sem faldi peðin i lófum sinum. A
meðan hélt Hort þéttingsfast fyr-
ir augun og nokkru eftir að
Spassky var tilbúinn meö útréttar
hendur, hvislaöi Hort: „Ertu til-
búinn?”
Svo tók hann hendurnar frá
augunum, hugsaöi sig um smá-
stund og valdi siðan vinstri hönd-
ina. Spassky kastaði þvi peöi upp
i loftiö og það mátti sjá, aö peöiö
var hvitt.
Klukkan 16.40
Skáksambandsmenn inntu
stórmeistarana eftir þvi i gær
hvort þeir vildu hafa skákina á
laugardag á sama tima og vana-
lega eða kl. 17 —- ’ og kvaöst
Spassky helzt vilja hafa þann
tima. En Hort var ekki samþykk-
ur þvi algjörlega og stakk upp á
aö skákin hæfist kl. 16.
En eins og sannkallaöir
heiðursmenn sættust þeir á 16.30!
Teflt verður i aöalsamkomusal
Menntaskólans viö Hamrahliö,
rúmgóðum og björtum sal, sem
tekur um 400 manns i sæti. 1 gær
var veriö aö koma þar fyrir nauö-
synlegum útbúnaöi og munu stór-
meistararnir lita á salarkynnin i
dag, miðvikudag.
Vegna aukins kostnaðar af
mótshaldinu kváðust Skáksam-
bandsmenn nauðsynlega þurfa aö
hækka aðgangseyri litilsháttar,
eða upp i kr. 1000.-. Miðinn kost-
aði áður kr. 750.
Siðari skákin i þessu fyrsta 2ja
skáka einvigi veröur tefld á
mánudag og hefst á sama tima.
Eins veröur teflt á sunnudag,
páskadag, á sama tima, ef bið-
skák verður i laugardagsskák-
inni.
Alster í f jósi
Dr. Alster, aöstoöarniaöur Horts, fór austur á Hvolsvöll um siöustu
helgi og háöi þar fjöltefli viö heimamenn og nærsveitunga. En Alst-
er geröi meira en aö tefla, hann heimsótti kýrnar, eins og sjá má á
þessari mynd. Timamynd: Snorri Þorvaldsson
Þetta er nýi keppnissalurinn I Menntaskólanum viö Hamrahllö og þar á allt aö vera tilbúiö á laugardaginn
Þessi salur er bjartur og rúmgóöur * ... -• - — s 8
eins og sést á myndinni. Timamynd: Gunnar
Landsliösflokkur 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 íi 12
l.Omar Jónssön (2220) 0 Vá O 0
2.Gunnar Gunnarsson (2225) 7 % 1
3.Hilmar Karlsson (2210) Vx Vx Vx
4.Jón L. Arnason (2330) 1 1 T
5.Gunnar Finnlaugsson (2225! O 0
ó.Margeir Pétursson (2325) 0 1
7-Asgeir Þ. Arnason (2220) T 0 f '/*
S.Helgi Olafsson (2380) A 7 1
9.Þórir Olafsson (2275) O O 0 0
lO.Björn Þorsteinsson (2370] % 0 1
ll.Þröstur Bergmann (2185) Vt V*. 0
12.Júlíus Friöjónsson (2320! 1 0 & 0
Og enn
sigrar
Jón L.
— hefur sigraö i
fyrstu fjórum
skákunum
Gsal-Reykjavik — Fjóröa umferö
i landsliösflokki á Skákþingi ts-
lands var tefld i fyrrakvöld og
fengust aðeins úrslit úr þremur
skákum. Jón L. Árnason vann þá
Ómar Jónsson og hcldur þvi sinu
striki, hefur hlotiö fjóra vinninga
úr fjórum umferöum, Helgi
ólafsson, sem einnig hefur unniö
allar skákir sinar til þessa sigraöi
þá Július Friöjónsson og Ásgeir
Þ. Árnason, bróöir Jóns, vann
Þóri óiafsson. Aörar skákir fóru i
biö og var staöan I flestum þeirra
óljós.