Tíminn - 06.04.1977, Page 19
Miðvikudagur 6. aprfl 1977.
19
veiktust bara allmikið, m.a.
Björn Gestsson, Fremstagils-
bræður Þorkell og Arni, Halldór
Snæhólm og eldri Guðmundur
bróðir minn. En þeir yngri
Guðmundur Frimann og enn
yngri Jóhann Frimann næstum
„fárveiktust” þó siðar yrði, þá
sérstaklega Guðmundur. Þeir
hafa trúlega verið, þegar þetta
skeði of ungir, til að hafa næmiö,
en sennilegt að þessi skrambi geti
lifaö til áhrifa i húsum og útum
allt svo og svo lengi. Þá hygg ég
ab ég hafi veriö dálítið hætt
kominn og Arni raunar lika, þvi
nú rétt i lokin hjá mér verð ég
smávegis var vib skyldan lasleika
hjá mér! Arni stóð sig lengi vel
furöanlega allt fram um miðjan
aldur en þá náði þessi kvilli all-
rækilegum tökum á honum, það
svo að nú veit ég og hefi raunar
handa milli, töluvert af sliku, sem
hefði ábyggilega getað sómt sér
vel þótt á þrykk hefði útgengið.
Ætti það raunar að verða.
tJr Minningarbrotum á sjötiu
ára afmæli hans.
Konan min var ötul að
kemba og spinna ull,
hún kom lika á teiginn með
telpu og barnagull.
Það munaði um handtökin
þá heyiö fauk af hrifu.
Ég horf i á i anda þá
miklu skæðadrifu.
l7emendur Hvammsskólans
héldu flestir áfram námi I fjöl-
brautarskóla liísannarinnar af
ýmsu tagi, nema hvað Þorkell og
Guðmundur eldri héldu áfram
námisem svo er kallað, og vitan-
lega er i fleiri tilfellum réttnefni.
Við Hilmar bróðir minn og Arni
úr eldri deildinni héldum okkur
áfram i sveitinni okkr, ég tel ekki
þetta ab Arni skrapp þarna suður
örlagaárið.
Faðir Arna, Erlendur,
andaðist "1908, tæpra fimmtiu og
sex ára. Sonurinn Arni var þá á
sautjánda ári. Fór þá fljótlega að
draga ab lokum búskapar þar að
Fremstagili. Næstu árin, allt til
þess er áður segir að hann hóf
búskap að Neðrilækjardal 1916,
var hann kóngsins lausamabur,
mest i heimasveitinni, þó ekki á
neinum flækingi. Mikið var kært
með honum og móður hans Sigriöi
og mun hún og hann hafa skýlt
hvort öbru eins og bezt gjörist um
dagana. Andaðist hún að Neðri-
lækjardal 1938 niræð ab aldri.
Ami segir I fyrsta erindi slnu i
áburgetnu kvæði: „Hann gaf mér
fyrst og bezt mina elskulegu
móður”.
Einkennileg hending er það að
móöir Þorbjargar, Sigriður á
Kirkjubóli, andaðist sama árið og
nafna hennar i Lækjardal.
Þar i Lækjardal fæddust þeim
hjónum fimm dætur. Hefir þeim
gleymzt að láta fylgja svo sem
einn son, það minnsta, eða flokka
þetta öðruvisi. En hvað er ég að
sperra mig, þegar ég og Ragn-
hildur heitin kona min, burðuð-
umst ekki tU að hafa það nema
eina dóttur, enda segir útkoman
eftir, ekki nema þrjú barna- og
barnabörn, en það eru piltar, þótt
nú sé það ekki metið neins, eftir
kvennaáriö! Systurnar ólust upp
hjá foreldrum sinum nær til full-
oröinsára, flögruðu svo að
heiman til frekari frama og staö-
festu, og það aUar til verulegrar
fjarlægbar, enda sagði skáldið i
sveitarbragnum:
„CJt um landiö berst með blæn-
um bros frá heimasætum væn-
um”. Þó dvaldi Erla, sem var
mun yngst, með foreldrum sinum
þar að Lækjardal og flutti meb
þeim suður. Dætumar eru eftir
aldri: Sigriöur gift enskum
manni, voru þau búsett i Bret-
landi. Þá sorg bar að fjölskyld-
unni 1968, að Sigriöur andaðist frá
eiginmanni og þremur mannvæn-
legum sonum þeirra. Höfðu þau
hjónin ööru hverju komiö heim til
foreldranna með drengina fjöl-
skyldunum til óblandinnar á-
nægju, og sumir drengjanna
dvaliö tima og tima hér heima hjá
afa og ömmu. Eins brugðu þau
sér einu sinni eða oftar til Bret-
lands, til að sjá hvernig fólkið
þeirra þar hefði búib um sig. Það
var ekki af neinum tizkuhvötum
nútimans. Þegar nú viröist jafn-
vel eitt af allbrýnum þörfum vel-
ferðar-þjóðfélagsins okkar, þaö
aögreiöa fyrir orlofsferöum aldr-
aðra til sólarlanda, jafnvel þótt
einstaka þyrfti að hafa hækju eða
hjólastól með sér. Æ! ég held að
Eitt verka Sigurðar Sólmundar sonar.
Ovenjuleg listaverka-
sýning í Hveragerði
mig fýsi ekki neitt til þess, biði
bara eftir vistaskiptunum, trú-
andi á að þá skapist okkur betri
sjónstaður og meira útsýni
Ingibjörg gift Jóhanni F. Guð-
mundssyni flugumferðastjóra.
Eignuðust tvö börn. Eru þau hjón
skilin.
Valgeröurgift Guðna A. Ólafs-
syni flugumferðastjóra, eiga þrjú
böén.
Þorgeröur tvigift, núverandi
eiginmaður Sigurður E. Haralds-
son framkvæmdastjóri, eiga tvö
börn. Auk dóttur Þorgerðar aö
fyrra hjónhlsandi heitir sú Þor-
björg.
Einara Erla gift Einari Hall-
mundssyni húsasmiðameistara.
Eiga þau tvö böm.
Afkomendur gömlu hjónanna
munu nú i dag vera nær tveir tug-
ir. Vafalaust eru þau Guði okkar
allra innilega þakklát fyrir
barnalánib og llta með ánægju i
huga til hópsins áíns, sem taliö er
án undantekninga vel gefiö og
gott fólk.
Allar voru þær Lækjardalssyst-
ur mér og sveitungunum geð-
felldar. Enn hefi ég gaman af ab
eiga i huga minum myndina af
Siggu litlusex eba sjö ára, er hún
kom tipplandi neðan Mýrina á
leið i bithagann að Efrimýrum,
með hestabeizli um herðar og
háls, likt og dýrmætir loödýrabú-
ar nútimakvenna. Hún fór þeirra
erinda að sækja brúkunarhesta
föður sins, sem voru á tiðum
komnir inn i Efrimýri, ekki þó i
árásarhug, enda gagnkvæm
ásókn af minum fénaði á land ná-
grannans. Virtist ekki þurfa garð
sem grannasætti milli okkar
frændanna. Anægjulegt var að
fylgjast meö hvaö litla dam-
an dugði vel við starfann, breytti
engu þó ég stöku sinnum léti rétta
henni hjálparhönd. Reyndin var
sú, að systurnar unnu foreldrum
sinum af áhuga meðan heima
voru, þvi ekki mun hafa af veitt,
svo lftið var um aðkeyptan vinnu-
kraft að ræöa, og það þó húsbónd-
inn stundaði töluvert störf utan
heimilis, bæði sem atvinnu og svo
þegnskyldu fyrir samfélagið. Má
nærrigeta að húsfreyjan hafi haft
ærinn starfa og ekki veitt af að
dæturnar gripu i verk, eftir aldri
og getu, enda þeim hollt.
Helgaði Þorbjörg heimilinu
krafta sina og gaf sig ekki áber-
andi að félagsmálum, þó engin
félagsútúrbora, en virt og metin
af stéttarsystrum sinum.
Ami starfaöi að kjötmati hjá
Sláturfélagi A. Hún. á Blönduósi
nær frá byrjun búskapar I N.dal
þartilhann fluttiþaðan. Vann sér
fyllstu tiltrú i þvi ábyrgðarmikla
starfi, sem getur þó veriö tor-
tryggt og óvinsælt. Þá var hann
kosinn til ýmissa starfa i sveitar-
félaginu. Var i sveitarstjórn i
mörg ár, i fræöslunefnd og
sóknarnefnd alllengi. Svo og ýms
önnur félagsstörf. Póstafgreiðsla
var þar um langan tima. Menn
létu segja sér það tvisvar, er það
varð hljóðbært, aö þau hjón heföu
ákveöið að bregöa búi og flytja
burt af svæðinu, svo traustan bú-
skap sem þau ráku þar, þó ekki
væri stór I sniðum. En við nánari
athugun kom skýringin, enda
fjölmörg dæmi sliks fráhvarfs
manna frá búskap á þessum ár-
um. Arum sem steöjað höföu aö
bændum á fjárpestasvæðunum,
og ekki sá fyrir úrbótum á, þótt
vonir stæbu til. Var sá voði sem
bændastéttin hafði búið vib um
allmörg ár slikur að ekki dugði I
mörgum tilfellum, þó menn létu
öll gimbrarlömb lifa hvert haust,
ærstofninum fækkaði stöbugt
samt og var ekki orðinn meir en
helmingur til þriðjungur af þvi
sem hann var áöur, þegar loks
var hafizt handa um niðurskurð-
inn, sem var á okkar svæði fram-
kvæmdur næstu tvö árin eftir
brottför Arna. Þá mun húsbónd-
inn, sem i þá tiö var nefndur fyr-
irvinna, farinn ab finna til heilsu-
veilu, sem siöar ágerðist og var
heilsan orðin slik að ekki hentaöi
erfiðismanni. Lika kom til að nú
voru systurnar óðum að hverfa aö
heiman og það i mikla fjarlægb,
svo mikla, að ekki var liklegt ab
tengdasynirnir yrðu til þess ab
helga sér sveitabúskap við slikar
horfur, þótt skotnir hafi veriö i
dömunum, en það er önnur saga.
Ekkier vafi á að stór stund hafi
þessi búsetu breyting verið hjá
þeim hjónum og dætrunum lika,
þvi kærar voru stöðvarnar fyrir
noröan. Fá sumur liðu svo lengi
vel, eftir a ð þau höföu setzt að i
Reykjavik, að þau ekki skryppu
norður til húsvitjana hjá vinum
þeirra, og þau eldri tóku sér gist-
ingu, en yngra fólkiö sló tjöldum i
hinum friðu og skjólsælu Lækjar-
dalsdölum, hvar systurnar áttu
margt sporiö.
Ekki verður skilizt svo viö þess-
ar upprifjanir, að ekki sé með
nokkrum oröum minnst Einars
Blandon bróður Arna, sem var
nokkru eldri, og að ég hygg hafi
veriö hollráður rábgjafi yngra
bróðurins þegar faðir þeirra dó
1908. Einar var um áratugi sýslu-
skrifari, bæði á Blönduósi og
Seyðisfirði. Man ég, að hann tók
vel á móti mér og konu minni á
Seyöisfiröi i Brúðkaupsferð okkar
1921.
Hann starfaði mikið ab félags-
málum i sveitinni m.a. Umf.
Baldursbrá. Ég held að það hafi
verið haustiö 1908 eða 9, sem
trúnaðarmaður nýstofnaðs
SláturfélagsA. Hún, að hann kom
að Hvammi, til að vigta lömb,
sem átti aö leggja inn hjá félag-
inu, sumum slátra heima og önn-
ur reka til Blönduóss og slátra
þar lika úti undir berum himni.
Slik var aðstaðan um skilyrði til
vöruvöndunar þá, þegar verið var
að vinna markað fyrir saltkjötið i
Nbregi. Mikiö kært var með þeim
bræðrum Einari og Arna. Þeir
voru hestamenn, mikiir hesta-
unnendur og áttu úrvalsreið-
hesta, og Arni hrossastofn, þó
ekki væri stór. Hestar Einars
voru oft i Lækjardal til umsjár.
Lika átti Arni vænt og afuröa-
samt fjárbú og fóðraði vel allar
skepnur og dýr, enda alltaf stál-
birgur með fóður. Hann segir á
einum staðiáöurnefndu kvæöi, er
hann hugleiöir brottförina: —
„Hestana mina góðu og hundinn
seméggrét”.Eittsinnáttihann á
sýningu verölaunahrút, einkum
ab fágætri þyngd. Er hljóðbært
varð, átti einni af myndar og fyr-
irkonum sveitarinnar, að hafa
farið af munni: „Vænn er hrútur-
inn I Lækjardal, jafn þungur
mér”. Við kærðum okkur ekkert
um magurt kvenfólk þar fyrir
noröan á þeim árum.
Kært var með þeim bræðrum
Einari og Arna, sem og allri fjöl-
skyldunni. Sambúð hans vib
frænkurnar, er þær voru að alast
upp, var slik, að manni virtist
hann vera afinn þar i Lækjardal,
enda varhann töluvert eldri bróð-
ur sinum Arna. Einar Blandon
kvongabist ekki, en eignaðist einn
son, Erlend Blandon stórkaup-
mann I Reykjavik, móðirin var
Anna Guðmundsdóttir frá Mið-
gili, frænka Arna Blandon.
Þegar ráöin var brottförin frá
Lækjardal, var einhuga hafizt
handa af sveitungunum að kveðja
hjónin til skilnaðarhófs. Fór það
fram að Siðu á Refsborgarsveit
sunnud. 5. mai. Var þaö ánægju-
lega fjölsótt. Fóru þar fram gagn-
kvæmar kveðjur og hamingju-
óskir, með smá upprifjan ævi-
ferilsskýrslna. Ég hefi flettupp i
dagbókarbrotum minum frá
þessum tima, til glöggvunar mér
um þessa ritsmiö og sé, að ýmis-
legt hefir verið að gjörast og snú-
ast fyrir báða málsabila þessa
april- og maidaga. Konurnar
höföu vissan þátt á sinum snær-
um. Aftur lenti annað á hinu kyn-
inu. 28. apriíkeyptsauoleó áf mér
og þrem öðrum vinum Arna.
Kaupveröið var kr. 8800, en stofn-
in 35 ær, 1 hrútur og 10 gemlingar,
þetta segir dagbókin. Mönnum
þykir sennilega ekki mikil reisn
yfir þessum töium hvorki um
verö né vörumagn, en visa má til
hugleibinga hér að framan um
horfur i landbúnaði á þessu tima-
bili fjárprestanna. En við vorum
kjarkmenn þessir fjórir og Arni
raunar 4ika á vissan hátt. Gjöra
þurfti boö i og kaupa heyfyrning-
ar einn daginn. Aðstoða og ganga
frá jarðarkapunum.
7. mai var svo uppboðið haldiö.
Var þab á vissan hátt dauflegt,
enda ekki um neinn nýtizku-varn-
ing aö ræða. Svo voru þær
rausnarlegu samkomur liðna
timans alveg aö ganga úr móö.
Svo þann 11. mai flutti fjöl-
skyldan alfarin suður, ekki beint
til umtalaðra Sólarlanda, heidur
Suðurlands okkar lslendinga.
Að lokum:
Sómahjónin sitji i næði,
sin upprifji ævifræði
Enda vænti ég að bæði
uni vel viö lifsins kvæði.
Bjarni ó. Frimannsson
frá Efrimýrum
Siguröur M. Sólmundarson
heldur sina fyrstu sýningu I Fé-
lagsheimili Olfusinga Hveragerði
(viö hliðina á Eden), dagana 7,-
11. april. Verkin sem sýnd verða,
eru öll unnin á árunum 1968-1977
og kennir þar margra grasa. A
sýningunni eru 40 myndir sem
Siguröur hefur unniö úr efnum úr
riki náttúrunnar, þ.e. úr sandi,
leir og tré. Ennfremur eru þar
steinsteyptar styttur og margs
konar munir, smáir og stórir,
sem einnig eru unnir úr hinum
ótrúlegustu efnum. — Sýningin
veröur opin frá kl. 14-22 alla
dagana. Veitingar seldar á staðn-
um.
Stýrimaður óskast
strax á netabát, sem rær frá Þorlákshöfn.
Upplýsingar i sima 99-3107 og utan skrif-
stofutima i 99-3784.
Hraðfrystihús Eyrarbakka h.f.
Útboð
Rafmagnsveitur rikisins óska eftir tilboð-
um i útvegun, flutning og útjöfnun á
fyllingarefni i útivirki aðveitustöðvar við
Laxárvatn, Austur-Húnavatnssýslu.
Verklýsing verður afhent hjá Fram-
kyæmdadeild Rafmagnsveitna rikisins,
Stakkholti 3, Reykjavik.
Tilboðum skal skilað á þann stað fyrir kl.
14.00 miðvikudaginn 20. april n.k.
Rafmagnsveituj: ríkisins
framkvæmdadeild