Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 25.01.1965, Síða 4

Mánudagsblaðið - 25.01.1965, Síða 4
4 Mánudagsblaðið ( Ríánudagur 25. janúar 1965 íslendingur í S.-Afríku skrifar um ísl. landbúnað Ekki alls fyrir löngu barst blaðinu bréf frá Jóhannesarborg í Suður-Afríku, en höfundur þess er Viggó Oddsson, mælinga- maður, sem nýlega er þangað fluttur og starfar nú þar. Viggo er mikill áhugamaður um þjóðfélagsmál, ritar skemmtilega um ýmis efni. Bréf hans og greinar gefa nokkrar lýsingar af lífi suður þar, en hann bendir einnig á það, sem honum finnst mið- ur fara í okkar þjóðlífi og tekur þar nokkum samanburð. Bréf og greinar sínar ritar Viggó í mörgum eintökum og sendir víða til blaða og fyrirtækja, m.a. Neytendasamtakanna, er sennilega hafa ekki lesið þau enn. Við birtum hér óbreytt eitt af bréfum Viggós um landbúnaðarmál. 1 öðru bréfi, sem við efcki birtum nú lýsir Viggó hinum um- ræddu kynþáttamálum S-Afríku og er þar á heldur annarri skoðun en skandinavískir „sérfræðingar", sem þóttust of miklir menn til að rannsaka þessi mál áður en þeir felldu Salomons- dóm sinn. Er ólíklegt, að Islendingur fari alla leið suður til Afríku til að ljúga að löndum sínum um þessi mál, enda hafa flestir menn hérlendir, sem kynnzt hafa að einhverju leyti þessu vandamáli, verið í hvívetna ósammála þeirri ofsa- og öfgalausn sem Norðurlandabúar þykjast umkomnir að veita. Svertingja- flækingur sá, sem héðan fór til Svíþjóðar, er aðeins eitt dæmi þess æfintýralýðs, sem flækist um lönd og móðgast ógurlega ef ekki eru allir ginnkeyptir fyrir „harmsögu“ þeirra og laima flest eins og þessi óþverri gerði. Kynþáttahatur er nú orðið eins- konar vígorð villiþjóða Afríku, og bráðlega sjá menningar- þjóðir, að það þarf meira en upphrópanir til að sitja í sam- kvæmi siðaðra þjóða. Landbúnaðurinn sveltir þjóðina. Til að hægt sé að ráða bót á vandamáli, verður að vera hægt að ræða frjálslega og heiðar- lega um, hvað sé að, og hvaða leiðir séu til úrbóta. Af stjóm- málaástæðum er varla minnzt á annað en það sem telja má til árangurs þótt landbúnaður- inn sé einn allsherjarakstur í ógöngur og ófærur. Á síðasta ári benti ég oftlega á, í ræðu og riti, að landbúnaðurinn væri ekki samkeppnisfær við heims- markaðinn í vörugæðum og verðlag væri allt að sexfalt frá ísl. bændum, þrátt fyrir ótal styrki af almanna fé. Ég hefi enn sannfærzt um að þessi skoðun mín er rétt, eftir að hafa kynnt mér þessi mál heima og erlendis. * 20% af fjárlögum renna til landbúnaðarins, eða um 117 þús. kr. á meðal bú, samtals um 704 millj. (Nú ca. 900). Séu almennar tryggingar (824 millj.) taldar með, hækk- ar talan upp í 1528—1700 millj. eða um 48% af áætl. fjárlögum, en eins og allir vita, fer megin hluti trygginganna til að barnafólk og vesalingar geti keypt eitthvað af matvör- um og þjónustu á 2—6földu verði — sem bætur fyrir 2falda skatta 3falda tolla og marg- földu vöruverði og álagningu, miðað við eðlileg þjóðfélög. 50 þús. kr. á skattgreiðanda Það er óhrekjanleg stað- reynd að einhleipur skattgreið- andi skaðast þannig að meðal- tali um 50.000 kr. á ári, hafi hann um 12 þús. kr. mánaðar- tekjur. Þetta getum við stað- fest sem búum í löndum þar sem dugnaður, athafna- og við- .skiptafrelsi er tekið fram yfir höft, sósíalisma og ríkisforsjá. Sé reiknað með 80 þús. skatt- greiðendum, koma um og yfir 19.000 kr. á hvern (af þessum 1528 millj.) sem að þarflausu eru lagðar á latmþega, af- gangurinn, ca. 31 þús. kr. fer svo í margfalt vöruverð álagn- ingu og þjónustu, þessi tekju- missir er -svo oft að nokkru bættur með hóflausri auka- vinnu sem stundum er ekki tal- in fram til skatts. Islendingar borða um 900 tonn af smjöri á ári, smásölu- verð, óniðurgreitt er nú um 170 millj. kr. en innflutt smjör þyrfti varla að kosta nema um 20 millj., til að losna við 600 tonn af umframframl. smjöri og búvörum, þurfa launþegar að borga um 188 millj. í með- gjöf á útfluttar búvörur, auk þess a.m.k. 336 millj. í niður- greiðslur og 180 millj. í aðstoð við landbúnaðinn (sveitar- styrk). Til að framleiða þetta dýra smjör, þarf auk þess að sóa hundruðum milljóna í erl. gjaldeyri, ca. 100—150 millj. í erlendan áburð, fóðurbæti, vél- ar, girðingaefni og fleira fyrir hver veit hvað. Sé landbúnaður inn tekinn af jötu almennings, er hægt að fella niður sölu- skatt, 6—866 millj., og 2/3 af innflutningstollum eða um 1044 af 1566 millj., Naar allar alm.tryggingar verða þá um leið þarflausar, svo þessar tölur, tekjur og gjöld, standast á. Við þetta aukast svo raunverulegar tekj- almennings til jafns við kjör í þeim löndum sem ég hefi í huga og eru þau beztu sem ég þekki. Þar er landbúnaðurinn lyftistöng efnahagskerfinu en ekki eins og á íslandi, þar sem hann er eins og sprunginn hjólbarði á þjóðarvagninum, sem er að villast langt uppi á öræfum. 80 bændur framleiða á við 6000 íslenzka 1 Rhodesiu og S-Afríku, þar sem ég hefi undirbúið ræktun- arframkvæmdir, eru bú með um 5000 ekmr lands og þykir engum mikið þótt bændur þar séu með 600 kýr og 5000 kind- ur, þó er oft örðugt veðurfar þama og gras talið lélegt og gisið. Eg spurði smábóndá í Rhodesiu, sem átti aðeins 600 kýr, hvemig hann réði við þetta þegar íslenzkir bændur ásökuðu stjómina um þrælkun, þegar lagðar voru fram áætl- anir um að stækka 7—8 kúa meðalbú. Bóndinn hrópaði upp yfir sig í undmn, og bætti síð an við: „Landbúnaður byggist á tækni, þekkingu og sldpu- Iagi.“ Þetta jafngildir því að 80 smábændur með frjálst hug arfar, framleiða á við 6000 ís- lenzka bændur. Pólitískur Iandbúnaðuir Eg segi eins og konan: „Þetta er ekki að tala illa um neinn, þetta er bara satt“. Stað reyndir eru grundvöllur allra framfara. Vandræðin í íslenzk- um landbúnaði stafa að nokkru af stjórnmálaástæðum, órétt- látum kosningalögum og mis- rétti í gildi atkvæða í þingkosn ingum. Róttækar frámfarir í sveitum geta því fellt hvaða stjórn sem er, í öðru lagi eru forystumenn bænda værukærir og þröngsýnir vegna skorts á samkeppni, sem stafar af ríkis- vemd og ófrelsi í viðskiptum. ‘Margir svífa í sæluvímu af að virða fyrir sér miðaldabúskap í rómönsku löndnum og í N-Evrópu. Þeir skipuíeggja ó- dugnað og athafnalöngun bónd ans með því að einblína á verkamannatekjur og 7—8 kúa meðalbú, með yfir 117 þús. kr. meðalstyrk úr ríkissjóði. Ef ísl. bændur vilja standa í persónu- legum tengslum við nokkrar kýr, þá er það ekki vinna held- ur sport sem þjóðin á ekki að styrkja fremur en gullfiska- rækt í stofu, eða þótt einhver eigi 3—4 sporthesta, þetta er hvorki útgerð né landbúnaður það er einkamál eigandans sem á enga kröfu á ævilangri fjár- kúgun á skattgreiðendur. tíreltir leiðtogar Bóndinn í Miðhúsum skrifaði nýlega í blað að afkoma bænda byggðist fyrst og fremst á „dugnaði, kauplausu skylduliði og að nokkru á fjármálaviti“. Það bendir til þess að þessi sétt sé fávitar og steinaldar- menn með pólitísk gleraugu. Þeir hafa gleypt kenningu fram sóknar-sérfræðings sem vill stækka meðalbú um hluta úr kú á ári. Ef bóndi í Rhodesiu vill hafa meiri tekjur, féflettir hann ekki þjóð sína, heldur fær sér stærra land eða bætir við sig þúsund kindum eða 100 kúm. Sá rómantíski hugsunar- háttur, að smábýli skuli rekið eins og leigubíll þar sem einn maður gerir allt, verður að víkja fyrir breyttum aðstæð- um. Sérfræðingar á Islandi hugsa í metrum og hekturum, þegar sérfr. í Rhodesiu (221 þús. hvítir íb.) framkvæma ræktun á 3—400 ferkm. í einu. Afleiðing þessarar afturhalds- stefnu er: að á Islandi verpir hæna eggi sem kostar 6 kr. í búð en 1—2 kr. í öðrum lönd- um, smjör er um 5 sinnum dýr- ara, svo dæmi sé nefnt. Hér verður skynsemi að ráða og flytja verður inn hluta af bú- vöru, þá má spara vinnuafl í sveitum í þúsundatali, bændur geta þá stundað þjóðnýt störf, í fiski og iðnaði, greitt skatta og tekið virkan þátt í uppbygg ingu landsins, eins og annað fólk. Dagar Haraldar háirfagra Þegar skattgreiðendur verða að þarflausu, vegna pólitískra LAKÉTT: 1 Bergmál 8 Hólfum 10 Ósamstæðir 12 Eldsneyti 13 Ósatnstæðir 14 Hring 16 Sundstaður 18 Samhljóði 19 Ekki gömul 20 Skemmtun 22 Gargi 23 íþróttafélag 24 Hátið 26 Ending 27 Ljósgjafinn 29 Ávextír afglapa í áratugi, að greiða um 50.000 kr. árlega fyrir ekkert, til að framfleyta 6000 gervi- að verðblauna vitleysuna leng- bændum, sem skila 1% afköst- um að staðaldri, þá er eitthvað að sem verður að laga. Þar sem ekki er hægt að koma lög- um yfir þá menn sem þannig hirða um helming af árstekj- um launþega, fýrir ekkert, þá finnst mér við vera komnir aft- ur á sama stig óréttar og á dögum Noregskonunga, þegar landsmenn urðu að flytjast úr landi í stór-hópum. I Laxdælu segir að „Betra sé að fá skjóta sæmd en langa svívirðu „en hana virðast Islendingar vera famir að þola furðu vel, eins og í ofangreindu tilviki. Svo mikið er víst, að ég hefi ekki geð í mér, fyrst um sinn til ur með um 50.000 kr. á ári, jafnvel þótt ég hefði viðun- andi vinnustað í mínu fagi, á- samt staðaruppbót eins og kennari á Vestfjörðum. Ég hefi talað við fólk sem flutzt hefur úr landi, m.a. af þessum ástæðum, og fleiri munu að sjálfsögðu fara á eftir ef ekk- ert verður að gert. Eg enda svo þessi skrif með að taka undir orð nokkurra landbúnaðarsérfræðinga sem samþykktu að „betri og ódýr- ari landbúnaðarvörur, það væri eitt helzta sjálfstæðismál þjóð- arinnar." Ritað í janúar í Jóhannesar- borg, S-Afríku. Viggó Oddsson, myndmælingamaður. LÓÐRÉTT: 2 Ósamstæðir 3 Náttfall 4 Ríki 5 Úrgangur 6 Tón 7 Landsvæði í Asía 9 Hús 11 Til sölu 13 Vigt 15 II í'w 17 Peningur 21 Villidýr 22 Lengdarmál 25 Karlmann 27 Upphafsstafir 28 Ósamstæðir SAMEINAÐIGUF USKIPAFÉLGIÐ M.s. „Kronpríns Oiav' 8. apríl hefjast ferðir „Krp. OLAV“ milli Reykjavíkur og Kaupmannahafnar með við- komu í Færeyjum. Ferðir verða með 10 daga millibili frá Reykjavík. Siglingatimi milli Reykjavíkur og Færeyja verður ca. 32 klukkustundir og milli Færeyja og Kaupmannahafnar ca. 44 klukkustundir. Verð farmiða milli Reykjavíkur og Kaupmannahafnar verður á 1. farrými frá kr. 3535, 00 til kr. 4545,00 og á öðru farrými kr. 2360,00 til kr. 2695,00 Farmiðaverð milli Reykjavíkur og Færeyja: 1. farrými frá kr. 1585,00 til kr. 2120,00 og á 2. farrými frá kr. 1215 til kr. 1350,00. Hópfarrými á D-dekki til Kaupmannahafnar kr. 1855,00, til Færeyja kr. 910,00. Vinsamlegast leitið nánari upplýsinga. Skipaaígreiðsla Jes ZIMSEN *ímar 23985

x

Mánudagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.