Mánudagsblaðið - 30.05.1966, Síða 2
2
Mánudagsblaðið
Mándagur 30. maí 1966
Jónas Jónsson frá Hriflu:
Bréf til Menntamálará&s og
félagsmanna um land allt
Menntamálaráð hefur slaðið
all vasklega á verði við marg-
breytt starf síðan 1930. Fyrir-
tækið hefur með aldri og
reynslu fengið á sig nokkum
ódauðleikasvip. Ef ég væri á
fundi með hinum föstu meðlim
um í ráðinu og hefði málfrelsi,
mundi ég vara nefndina við
vissum tegundum bókmennta,
sem ekki hafa verið arðvænleg-
ar eða í samræmi við tilgang
þeirra sem stofnuðu Mennta-
málaráð. Eg mundi vara við
að gefa út bækur með myndum
af þjóðhöfðingjum, doktorsrit-
gerðir og ævisögur sem eru
lengri, en helmingurinn af
fyrsta bindinu um Einar í Nesi.
En nú koma slíkar bækur út
hjá vinsælu forlagi líkt og um-
fangsmikið mannfélagsmein og
með taprekstri. Og það þarf
stjórn félagsins að finna og
kunna að velja úr heimsbók-
menntunum. Perlur sem gleðja
og mennta fólkið og halda við j
lífsmætti útgáfupnar. Eg nefni
nokkur dæmi liðinna ára um
bókmenntape'rlur, sem útgáfan
hefur haft af, bæði sæmd og
auknar tekjur. Þá vil ég fyrst
nefna Hómer í Bessastaðaþýð-
ingu Sveinbjarnar Egilssonar,
Önnu Kareninu eftir Toistoj
sem af mörgum vitrum mönn-
um er talin mesta sRáldsaga
síðustu aldar og alheimsaga
Will Durants, sem er ein bók
þeirrar tegundar sem er sam-
tímis -þýdd á fimmtán tungu-
mál. Sú bók hefur á rólegan
hátt náð ótrúlegum vinsældum
hér á landi. Fjölmargt annað
'er gott á að minnast frá út-
gáfuvegum ykkar, en nú er til-
gangur minn ekki sá að segja
aðeins góðar og gamlar sögur
um bækur, sem mannfélagið
gefur út. Tilgangur minn er sá
einn að mæla fastlega með því
I
að Menntamálaráð afli sér þýð-
ingar- og útgáfuréttar á frægri
enskri bók, sem er að anda og
efni mjög nátengt íslenzku
fombókmenntunum. Höfundur
heitir G. Turvlle-Petre. Hann
mun vera einna fremstur núlif-
andi norrænufræðingur og
höfuðprestur í þeiiTÍ mennt í
Oxford. Hér á landi er hann
vel kunnur öllum íslenzkum
málfræðingum við Háskólann
og starfaði þar um stund við
kennslu. Sem höfundur líkist
hann nokkuð Rasmus Rask hin
um danska vini okkar. Honum
er vel kunnugt að bókmennta-
þrótlur okkar er nátengdur
sveitum og bændalífi og fór
upp á afréttir með bændum hér
á landi þegar þeir fara í sínar
skylduferðir. Hann kann vel
við þeirra háfjallalíf og þjóð-
legan veizlukost gangnamanna.
Nú er það að segja af þess-
um bóklærða Breta og kunn-
áttumanni um íslenzkt mál og
menntir að hann hefur auk
margra annara fræðirita samið
víðfræga bók um norræna goða
fræði. Hún heitir Myth and
Religion in the North. Þetta
mun vera talin frægust allra
þeirra nýju fræðirita sem um
þetta hafa verið samin af Is-
lendingum og öðrum Norður-
landaþjóðum, Þjóðverjum,
Frökkum og Bretum.
Mér kemur þetta rit þannig
tý'rir sjónir að það eigi að vera
stuðnings- og fræðirit við hlið
íslenzki-a forbókmennta og að
sá tími komi innan skamms að
þessi trúarsaga forfeðra okkar
verði til í hverju íslenzku heim
ilisbókasafni við hlið hinna dýr
mætu rita frá gullöld Islend
Islendinga. Eg hef spurt höf-
undinn bréflega hvort hann
mundi heimila að bók hans yrði
þýdd á íslenzku ef Menntamála
ráð vildi gefa hana út. Hann
tók því máli léttilega.
Eg er þess fullviss að þessi
goðafræði norðurheima, mundi
sem félagsbók hjá Menntamála-
ráði njóta vinsælda á Islandi
eins og saga Durant frá undan
gengnum misserum. Mér þykir
ein röksemd mæla sérstaklega
með framangreindri tillögu. Við
Islendingar eigum í raún og
veru í stpðugu stríði við frænd-
úr og vini í öðrum löndum um
okkar eigin bókmenntir. Þó að
allir viti að þessi rit voru sam-
in hér á landi og vernduð hér
á þeim dimmu öldum eru slík
fræði glötuð í löndum frænda
og vina. Þessi norræna goða-
Framhald á 5. síðu.
Ólafur Hansson menntaskólakennari:
KRÓKÓDf LLINN
Á Krítartimabilinu fyrir um
það bil eitt hundrað milljónum
ára voru skriðdýrin alls ráð-
andi hér á jörðu. Þau ríktu
jafnt á láði, legi og í lofti.
Risavaxin skriðdýr, sum ægi-
leg ásýndum, héldu sig í hin-
um votlendu frumskógum, önn-
ur voru í höfunum, enn önnur
svifu um loftin blá. En þetta
ríki skriðdýranna hlaut svip-
legan endi, hin stóru skriðdýr
dóu út, og spendýrin tóku að
skipa hinn forna sess þeirra
sem herrar jarðarinnar. Þó að
enn sé mikið til af skriðdýr-
um á jörðinni eni þau ekki
nema svipur hjá sjón hjá því
sem áður var. Það eru helzt
krókódilarnir, sem enn í dag
geta minnt mann dálítið á hinn
horfna heim risaeðlanna.
Krókódílarnir eru forneskju-
legt kyn. Þeir voru komnir til
sögunnar, þegar hið fjölskrúð-
uga frændlið þeirra réð lögum
og lofum á jörðinni. Fórnleifa-
fundir sýna að krókódílar voru
komnir til sögunnar á Trías-
timanum fyrir um það bil 180
milljón árum. Og á blómaöld
skriðdýranna voru til bæði
stærri og fleiri krókódílateg-
undir en nú.
Nú á dögum þekkjast aðeins
25 tegundir. Þeir eru í Mið-
Afríku, Suður-Asíu, Norður-
Ástralíu og hinum heitu lönd-
um Ameríku. 1 sumum löndum
þar sem þeir voru algengi’r til
skamms tíma, eru þeir nú að
mestu horfnir vegna ofsókna
mannsins, svo sem í Egypta-
landi. Nær allar krókódílateg-
undir nútímans lifa í fersku
vatni, en á blómaöld skriðdýr-
anna lifðu margar krókódíla-
tegundir í sjó. Nú á dögum
þekkist aðeins ein krókódíla-
tegund, sem að jafnaði lifir í
söltu vatni. Hún heldur sig í
höfum við Indónesíu.
Stærstu krókódílar nútimans
verða sjö til átta metrar á
lengd, en oftast eru þeir mun
minni. Til eru í Afríku dverg-
vaxnar tegundir, sem ná ekki
nema tæpra tveggja metra
lengd.
Krókódilar liggja oft hundr-
uðum saman á árbökkum eða
á sandrifjum og eyjum úti í
ám og vötnum. Þegar þeir eru
í veiðihug halda þeir sig þó í
vatninu, oftast þannig að að-
eins nasirnar og augun standa
uppúr, og ber þá litið á þeim.
Þeir halda sig þá oftast í nánd
við árbakka og grípa dýr, sem
koma niður að vatninu til að
drekka. Mest af þessu eru
fremur smá spendýr, en stqnd-
um taka þeir þó antilópur, naut
gripi eða menn. Sumar krókó-
dilategundir lifa að mestu á
fiskum éða vatnafuglum. Oft
láta krókódílar fæðuna úldna
áður en þeir éta hana. Það éru
einkum stóru krókódílategund-
irnar í Afriku, sem geta orð-
ið hættulegar mönnum. Sagt er
að ef krkókódílar komist á
annað bórð upp á það að éta
mannakjöt, verði þeir sólgnir
í það.
Sum dýr láta krókódílarnir í
friði. Milli krókódila og flóð-
hesta kvað rikja eins konar
vopnaður friður, enda er flóð-
hesturinn hættulegur andstæð-
ingur. Með hinum stóru tönhum
sínum getur hartn bitið krókó-
díl sundur í miðju. Þá sjaldan
krókódílar abbast upp á fléð-
hesta verður strið, þar sem
krókódíllinn lýtur í lægra haldi.
1 lóni einu við Zambési, þar
sem krókódilar og flóðhéstar
höfðu um langan aldur vérið
í friðsamlegu sambýli, bar það
eitt sinn við, þegar litið var
um ætið, að krókódílarnir drápu
flóðhestsunga. Nokkrum klukku
stundum siðar höfðu flóðhést-
arnir drepið alla krókódíla i
lóninu, en þeir skiptu mörgum
tugum. Ein litil lóutegund i
Afríku hefur undarlega sám-
vinnu við' krókódílinn. Hún fer
upp í kjaftinn á hortum og tírtir
kjötleifarnar úr tönnum hans,
og hann gerir fuglinum ekkért
mein, virðist þessu fégirtrt.
Sömu fuglar tina einnig alls
konar óværu af húð krókódilö-
ins. Þeir launa krókódilftum
greiðasemina með því að vara
hann við, ef hætta er á férð-
um. Reka fuglarnir þá upp
skrækt viðvörunargarg og
steypa allir krókódílar sér þá
samstundis í vatnið. Svertirtgj-
arnir nefna þennan fugl krókó
dílafuglinn, en hann er eftir
myndum að dæma mjög líkur
sandlóu að útliti.
Krókódílar eru tiltöluléga
langlífar skepnur. Vitað er að
þeir géta orðið meira en 50
ára að aldri. Versti óvinur
krókódílsins er maðurinn. Víða
hafa krókódílar verið mjög
veiddir vegna skinnsins, sem
einkum er notað í töskur, en
Framhald á 5. síðu.
BERNINA-SAUMAVELAR
Til að ?era foreldrum fært að gefa dætrum sínum RFPNINA-saumavél í
fermiugargjöf höfum við ákveðið að selja um tíma öERNINA-saumavél-
arnar með kr. 3.000.00 útborgun og eftirstöðvarnar greiðist með mánaðar-
legum útborgunam.
ic.,...—
ÁSBJÖRN ÖLAFSSON H.F
Grettisgötu 2 — Sími 2 44 40.
I
!
I
I
I
I
I
I
I