Mánudagsblaðið - 30.05.1966, Side 4
4
Mánudagsblaðið
Mándajrnr 30. !n»aí 1966
Mysticus:
HEIMSÓKN ÚR HAFINU
... Guðjón og Benedikt voru
miklir vinir. Þeir voru aldir
upp í sama smáþorpinu ein-
hversstaðar austur á Fjörðum,
og nú voru þeir saman á tog-
ara. Þeir voru báðir eitthvað
um það bil tuttugu og fimm
ára gamlir. Eg kynntist þeim
dálítið, þvi að þeir leigðu sér
berbergi saman í húsinu, sem
ég bý i. Reyndar voru þeir þar
ejaldnast, nema eina eða tvær
nsetur í senn, oftast voru þeir
á sjónum. Þó kom það fyrir
að þeir voru lengur í landi,
þeir tóku sér jú hvíld einn túr
eða svo. Þeir félagar voru ann-
ars ólíkir, bæði í sjón og raun.
Guðjón var lágvaxinn maður
og pervisinn og fremur ófríður,
Benedikt var stór og myndar-
legur. Guðjón var feiminn og
hlédrægur, en IBenedikt var
framhleypinn og fljótur að
kynnast fólki, hann þjáðist ekki
af neinni minnimáttarkennd.
En ég hafði það á tilfinning-
unni, að Guðjón væri í eðli sínu
vel greindur maður, en Bene-
dikt frekar þunnur og stigi
ekki í vitið. En sjálfstraust og
sjálfsgleði Benedikts bætti það
allt saman upp. Og ég gat ekki
betur séð en að Guðjón liti
upp til Benedikts og léti hann
ráða öllu sem hann vildi.
Já, þeir voru góðir vinir —
að minnsta kosti þangað til
hún Sigurlína komst í spilið.
Hún Sigurlína var tvítug blóma
rós vestan úr Reykhólasveit.
Hún hleypti heimdraganum og
fór að vinna í sælgætisgerð í
höfuðstaðnum. Og hún leigði
herbergi með annarri stelpu á
næstu hæð fyrir neðan her-
bergi þeirra félaga. Hún Sigur-
lína var hress í máli og var
fljót að kynnast öllum í hús-
inu. Þegar hún flutti í herberg-
ið hittist svo á, að þeir Guð-
jón og Benedi'kt voru ekki á
sjónum. Benedikt var austur á
Fjörðum í heim'sókn í átthög-
unum, en Guðjón var í herberg
inu sinu og oftast að lesa eitt-
hvað. En það liðu ekki nema
örfáir dagar, þar til Sigurlína
var farin að tala við Guðjón
eins og hann væri gamall kunn
ingi, hún lét feimnina í honum
ekkert á sig fá. Og það var
eins og Guðjón yrði allt í einu
nýr maður. Hann fylgdi Sigur-
línu með augunum, hvar sem
hann sá hana. Og ég ætlaði
varla að trúa því, þegar fólkið
í húsinu sagði mér, að hann
væri farinn að bjóða henni á
bíó. Það var eins og hamingjan
hefði barið að dyrum hjá Guð-
jóni þegar hann átti hennar
sízt von.
Svo kom Bencdikt aftur að
austan. Og hann var heldur
ekki lengi að kynnast Sigur-
línu. Fáum dögum eftir að hann
kom tók ég eftir þvi, að Guð-
jón var farinn að verða eitt-
hvað niðurdreginn. Og nú var
það Benedikt, sem bauð Sigur-
línu út og hann bauð hcnni á
böll, en ekki á bíó. Hann var
frægur dansmaður, en Guðjón
kunni ekki að dansa. Nokkrum
vikum seinna opinberuðu þau
Benedikt og Sigurlina trúlofun
sína. Og það var eins og Guð-
jón tæki þessu eins og öllu
öðru með fatalistískri uppgjöf.
Hann hafði víst aldrei búizt
við neinum stórgjöfum af líf-
inu, hann Guðjón. Og það var
ckki að sjá að þetta yrði neitt
til að skyggja á vináttu hans
og Benedikts.
Það var eilthvað um það bil
þremur vikum seinna, að ég las
í blöðunum að Benedikt hefði
fallið útbyrðis af togaranum
og drukknað. Þetta hafði skeð
í fremur góðu veðri. Einn skips
félagi hans, sem var uppi á
dekki, hafði heyrt hann kalla
á hjálp og séð honum bregða
fyrir í sjónum, en þegar átti
að fara að reyna björgunar-
tilraunir, var Benedikt horf-
inn. Seinna frétti ég, að sá,
sem sá hann I sjónum, hefði
verið Guðjón æskuvinur hans.
Og þegar Guðjón kom í land
var hann ósköp niðurbrotinn.
Hann vildi sem minnst tala um
slysið. En þetta hafði fengið
svo á hann, að hann sagðist
ekki geta hugsað sér að fara á
sjóinn framar. Hann sagðist
ætla að fá sér vinnu í landi.
Og nokkrum dögum seinna var
hann kominn í byggingarvinnu.
Nú bjó hann einn í gamla her-
berginu þeirra félaga.
Sigurlína var alveg phugg-
andi fyrst eftir slysið. En fólk
með hennar skapgerð er fljótt
að jafna sig, þó að eitthvað
bjáti á í lifinu. Og það kom
víst engum á óvart, þó að hún
færi að leita trausts og hugg-
unar hjá aldavini hins látna
unnusta síns. Þau Guðjón og
Sigurlina fóru að fara út sam-
an á nýjan leik, líklega á bíó
eins og áður. Eða kannski þau
hafa bara gengið saman með
sjónum og horft döpur í huga
út á hinzta hvílurúm hins
sameiginlega vinar. En nokkru
seinna sagði Sigurlína mér, að
hún og Guðjón ætluðu að gift-
ast, þegar hæfilegur tími væri
liðinn. Þau ætluðu ekkert að
vera að opinbera, það væri ekki
vel við eigandi eftir það, sem
á undan væri gengið. Og ég
gat séð, að Guðjón var orðinn
glaðari í bragði, hamingjusólin
var nú lo>ksins farin að skína
á hann úr fullu heiði. En þó
var eins og einhver órói væri í
honum. Hann var alltaf annað
veifið að skima í kringum sig
og horfa flóttalega um öxl. Eg
hugsaði með mér, að taugakerf
ið hefði sennilega bilazt eitt-
hvað hjá honum, þegar hann
horfði á æskuvin sinn hverfa i
sjóinn.
Eitt kvöld heyrði ég háreisti
og læti á ganginum fyrir utan
herbergið hans Guðjóns. Þar
var kominn gamall skipsfélagi
hans af togaranum og var
dauðadrukkinn. Hann hét Svav-
ar og var alþekktur fylliraftur.
Nú vildi hann fá að sitja að
sumbli í herbergi Guðjóns. En
Guðjón hafði vísað honum á
dyr, hann Guðjón var mesti
reglumaður og hafði andstyggð
á drykkjuskap. En Svavar var
orðinn ofsalega reiður. „,Þer
ferst að vera að derra þig,
kvikindið þitt" sagði hann við
Guðjón. „Þú ert ekkert annað
en réttur og sléttur manndráp-
ari. Hann Siggi Bergs sver og
sárt við leggur, að hann hafi
séð þig hrinda honum Bensa í
sjóinn. Hann er bara svo mein-
laus í sér, hann Siggi greyið,
að hann vill ekki koma upp um
þig. En ég þori að segja þér
mína meiningu, hann Svavar
hefur nú aldrei verið hræddur
við eitt eða neitt. Morðingi!
Morðingi!"
Guðjón svaraði þessu rausi
ekki neinu. En ég skarst í leik
inn og gat við illan leik, komið
Svavari út úr húsinu. Eg tók
ekkert mark á þessu drykkju-
rausi í honum, þetta er alþekkt
ur ræfill og skepna, hann Svav
ar.
Þremur dögum sinna var það
um morguninn, að síminn
liringdi hjá mér, Þetta var verk
stjórinn hans Guðjóns. Hann
bað mig að athuga, hvort Guð-
jón væri eitthvað veikur, hann
hefði ekki mætt í vinnunni um
morguninn. Eg barði á dymar
á herbergi Guðjóns, en enginn
svaraði. Eg tók þá í hurðar-
húninn og fann að hurðin var
ekki læst. Það var enginn í
herberginu. Rúmfötin lágu á
rúi og slúi á herbergisgólfinu.
Og fötin hans Guðjóns voru á
sínum stað á sfólnum, það
vantaði ekkert af þeim. Allir
s'kórnir hans voru líka í her-
berginu. En' Guðjón var horf-
inn, og hann hefur ekki sézt
síðan. Þegar ég stóð þarna í
herberginu tók ég eftir því, að
þama inni var eitthvað svo
einkennileg lykt, eins og isköld
rotnunarlykt. Á miðju gólfinu
var dálítill vatnspollur. Og í
miðjum pollinum var blað af
þangi.
Mystieus.
Bréí til Freymóðs
Kaeri vinur, kollega góður.
Djass og dægurgól, þing-
málaþras, kosningaskrum og
skvaldur hellist úr hverri átt,
glufu og gátt. Þetta sljóvgar
mig og letur. Eg nenni varla
að pára þér þessar fáu línur,
sem mig langar þó til, vegna
greinar þinnar í Tímanum s.l.
5. mai.
Mér þykir þú að minnsta
kosti töluvert bjartsýnn. Býst
þú við einhverri andlegri —
menningarviðreisn frá Alþingi?
Ætli hún takist betur en við-
reisn sú sem við þekkjum.
Hvernig i dauðanum ætti slíkt
að eiga sér stað. Menning er
ræktuð skapgerð, orsök hennar
manndómur og þekking. Fjár-
fúlgur, ráðaráð og stjóra
etofnanir skipta hér engu máli
og listhæfileika getur enginn
keypt, frekar en vitsmuni í
þing og stjóm. Hér er stanz-
laust gengisfall á öllu, fyrst
og fremst menningu.
Kristin kirkja kennir okkur
að guð hafi s'kapað manninn í
sinni mynd. Hræddur er ég um
að sumar þeirra séu skop-
myndir. Lítt þú bara á forustu
islenzkra menntamála.
I okkar jarðneska heim fæð-
ast aðeins örfáir góðir lista-
menn á öld, nokkrir liðtækir,
en urmull af drullusokkum og
dúllurum, bossanóvum og bjálf-
um. 1 nafni réttlætis og lýðræð
is ræður svo urmullinn. Árang
urinn er svo norðurlandasýn-
ingarnar, samsýningarnar hér,
Listasafn rikisins o.s.frv.
Veröldin, mannskepnan er
enn sú sama og hún var fyrir
þúsundum ára. Farísear og
fræðingar æpa: „Kjósið—heimt
ið Barrabas" og lýðurinn gerir
það, en hneykslast svo síðar.
meir á fyrirrennurum sínum.
Hæztu skáldlaun sem hér hafa
þek'kzt voru veitt fyrir Biblíu-
ljóðin, leirburð sem löngu er
gleymdur. Bökmenntir eru þó
sú listgrein sem íslenzka þjóð-
in ætti helzt að þekkja og
skilja.
Það er ekki langt síðan ráð-
herrakútur einn fræddi okkur
útvarpshlustendur á þeirri
speki, að verðbólga að vissu
marki, væri til bóta — svik að
vissu marki eru til bóta. Er þá
ekki fáfræði og heimska að
vissu marki líka til bóta?
Vilmundur Jóneson kom með
þá uppástungu, að friða menn-
inguna, kvað nauðsyn til bera.
Eg er honum fullkomlega sam-
mála, ef mögulegt reynist.
Ekki skalt þú furða þig á þó
við Eyjólfur séum ekki á rík-
isframfæri. Við erum heilbrigð-
ir á sál og líkama, engir van-
meta- eða kláðagemlingar. Ekki
heldur pólitískar fWkkslýs. 1
þeseu sambandi verð ég að
segja þér smá sögw.
Maður nokkur sem var í út-
hlutunarnefnd, bauð mér eitt
sinn að koma mér á jötuna og
í sómasamlegt stigaþrep. Eg
átti að gefa honum mynd að
launum. Þessu góða boði hafn-
aði ég. Ekki vegna þese að ég
teldi myndina eftir, en hrossa-
kaup eru mér ógeðfelld. Svo
var líka annað atriði, stærra.
Eg er Chelsea-meðlimur. Þú
veizt mætavel að af þeim stofn-
unum sem kenna sig við fagr-
ar listir eru tvær virðulegast-
ar og önnur þeirra er Lundúna
akademía. Þessvegna taldi ég
mig óvirða þá góðu stofnun,
ef ég færi að tylla mér á skít-
ugan bekk með bossanóvum
og gæsalappameisturum. Ef til
vill kallar þú þetta hroka, en
ég segi: sjálfsvirðing „að vissu
marki" er hverjuaa manni nauð
synleg.
Allir heilagir blessi þig!
Ekknaton og Ambrósíus, Fídí-
as og Feuerbach, Beethoven,
Benedi’kt og Tobba.
Ásgeir Bjarnþórsson
Það borgar sig að auglýsa í
MÁNUDAGSGLAÐINU
KROSSGÁTAN
LÁRÉTT: LÓÐRÉTT:
1 Sælgætisverzlanir 2 Upphafsstafir
8 Hjam 3 Óhófleg álagning
10 Fangamark 4 Hjón
12 Klukkna 5 Höfuðborg
13 Upphafsstafir 6 Ósamstæðir
14 Kofi 7 Hættan
16 Gola 9 Peningana
18 Eldsneyti 11 Þvo
19 Fiskur 13 Eldurinn
20 Vonda 15 Hár
22 Sönglag 17 Góður
23 Átt 21 Ræktað land
24 Jarðefni 22 Án undantekninga
26 Ósamstæðir 25 Amboð
27 Brjóta smátt 27 Ósamstæðir
29 Hélt undan 28 Forsetnihg