Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 30.05.1966, Síða 5

Mánudagsblaðið - 30.05.1966, Síða 5
Mánudagur 30. maí 1966 AAánudagsblaðið 5 Með vopnum lýðræiisins Framhald af 6. síðu. héimildir telja verðmæti her- búnaðarhjálpar Bandaríkja- manna einna hafa numið um $ 11—12.000.000.00 miðað við verðgildi árið 1938! Þar við má svo bæta framlagi Breta og Samveldislandanna. Til fróð- leiks og eftirþanka birti ég hér upptalningu á því helzta, sem Bandarikin og Bretland lögðu sovétmönnum til af herbúnaði til „frelsunar- og menningar- starfsemi": smál. 1. Jarðolia—benzín 2.594.383 2 Skotfæri 701.636 Stk. 3. Flugvélar 15.493 4. Slmðdrekar 16.756 5. Vélbyssur 135.000 6. Flutningabifreiðir 427.284 7. Vélhjól 35.170 8. Jeppar 50.000 9. Járnbrautarvagnar 1.045 10. Dráttarvagnar 7.164 ' Smál. 11. Gúmmi 20.000 Pör 12. Hermstígvél 14.000.000 Metrar 13. Baðmullardúkar 90.000.000 Smál. 14. Aluminium 420.000 15. Stál í jámbr.teina 2.120.000 16. Léttir málmar 733.000 Það hefur margur þakkað fyrir minna og gert sér allt far um að reynast verðugur gjaf- anna. Og það vantar ekkert upp á að sovjetmenni hafi lát- ið verkin tala. Þau hrópa til himins og örin gróa aldrei. „Er þér eitthvað óglatt? Er þér þungt fyrir brjósti? Dreptu Þjóðverja! Langar þegar að komast sem fyrst heim? Dreptu Þjóðverja- Ef þú ert réttlátur og samvizku samur maður — dreptu Þjóðverja!“ (Ilja Ehren- burg: Ritsafnið STRlÐ (við hafnarútgáfa í þremur bind- um) prentað í Moskvu 1953, prentverk „Poligráfniga“, bls. 114). Hér grípum við niður í nokkra eiðsvarna vitnisburði, sem varð veittir eru í skjalasafni Flótta- mannamálaráðuneytisins í Bonn og Koblenz (Ost-Dok. 1, Frage- bogenrichte des Bundesarchivs, Ost-Dok. 2. — Erlebnisberichte und Kreisberichle): Snemma morguns hinn 25. marz 1945, á milli kl. 4 og 5, halda rússneskar hersveitir inn í bæinn Kreuzendorf. Nokkrum dögum áður hafði borgarstjór- inn gefið fyrirmæli um að rýma bæinn, og flestir íbúanna höfðu lagt upp með farangursvagna sína áleiðis til Súdetahérað- anna eftir leiðinni um Roben, Olbersdorf, og Kirchberg. Nokkrum þeirra heppnaðist m. a.s. að komast til Bayern. Þrátt fyrir það urðu um 50 manns eftir í bænum, þ.á.m. presturinn. „Þéir íbúar Kreuzendorf, sem pftir urðu, liðu hinar hrylli- legustu ógnir og skelfingar af hálfu rússnesku hermannanna", segir í skýrslu Agnes Dittrich. „Tölu nauðgananna get ég ekki gefið upp. Æskuvinkona mín, Hedwig Hiibner, varð fyrir svo óskaplegum misþyrmingum í þeim sviptingum, af því að hún varði sig af öllum kröftum, að hún lézt af afleiðingum þeirra skömmu síðar. Níræða konu, Josefa Neukirchner, mjaðmar- brutu þeir og beið hún þegar bana. Bóndinn Josef Hein reyndi að verja eiginkonu sína. Þá þrifu Rússarnir hann og gamlan föðurbróður hans, Paul Hein, og drógu þá báða á fót- unum, þannig að höfuð þeirra lömdust við steinþrepin, á eft- ir sér eftir hinum langá stein- lagða húsagarði og út að hlöð- unni, þar sem þeir bundu þá. Rússarnir skutu Josef Hein, en gamla manninn létu þeir eiga sig. Því næst voru allir hinir þýzku íbúar reknir burt úr bæn um, og við urðum að leita af- dreps í skjóli kjarrs óg runna, sumir í hinum svokölluðu „Kreuzendorf-furuskógi", aðr- ir í birkiskóginum við Schmeis- dorf. I þessum birkiskógi skutu Rússarnir dóttur kennarans Kleineidan, en hún reyndi að. verjast nauðgun. Og í sömu andrá skutu þeir einnig ráðs- manninn Erhard Nasse, sem hafði komið henni til hjálpar. Seinna fundum við lík Erhard Woditsch, sem þeir höfðu skot ið hjá hlöðunni hans. Og svo uppgötvuðum við líka föður minn, Gústaf Dittrich, sem lá sundurskotinn í skemmunni.. « Hinn 30. marz 1945 geysa harðir bardagar um þorpið Katscher. Frú M. Fuchs hýrist í húskjallara einum ásamt 14 öðrum. Rússum heppnast að rýðjast inn í þetla litla þorp, en þýzk gagnárás hrekur þá aftur út. Nokkrum klukku- stundum síðar endurtók sama sagan sig. Þrisvar sinnum gera Rússar gagnárásir, en verða að hörfa til baka í öll skiptin. Fyrst í fjórðu árásinni reynist þýzka vörnin of veik. Frú M. Fuchs skýrir síðar svo frá: „Eftir kk 15 varð að lokum kyri-ara. Orrustan virtist vera á enda. Þrír karlmenn áræða upp í húsagarðinn. Þar lá smá bóndinn Reinhard Klösel dáinn — með höfuðið skorið af. I Davistan-verksmiðju höfðu margir íbúanna leitað skjóls í kjallararium. Þegar Rússamir ruddust niður í hann, var öll- um konunum, hvort sem þær voru ungar eða gamlar, nauðg- að með viðurstyggilegum hætti. Hið sama gerðist einnig í verk- smiðju H. Sjálf faldi ég mig hjá gömlum hjónum í litlu húsi við bakka fljótsins. Alltaf komu Rússarnir aftur og aft- ur. Gamla konan varð fyrir voðalegum barsmíðum og fékk spörk í andlitið. I dauðans ang- ist minni stökk ég upp á timb- urloft. Alla nóttina voru þeir að koma og fara. Alltaf sama sagan . . .“ ,„Dreptu Þjóðvecjann!‘hljóð ar bæn aldraíjrar móður þinnar. .Dreptu Þjóðverj- ann!‘ hljóðar angurþýð bæn barnsins. ,Dreptu Þjóðverj- ann!‘ er ákall heimahaganna. Skjóttu ekki framhjá. Skildu engan eftir. Dreptu!* (Ilja Ehrenbufg: STRÍÐ, II, bindi bls. 22.) Morgunn hins 31. marz 1945 rennur upp. Þá hefa sovét- mennin uppgötvað nunnu- klaustrið. Frú M. Fuchs heldur áfram skýrslu sinni: „Mér er ómögulegt að gizka á fjölda nauðgananna. Að lok- um fleygðu Rússarnir okkur út á götu og við héldum til nuhnu klaustursins. Þar hittum við nokkrar nunnur og einn prest. Á leiðinni hafði ég frétt að ungur Rússi hefði afklætt klausturstýruna og nauðgað henni. Frá klaustrinu héldum við til sandgryfju einnar, sem liggur á milli Stolzmiitz og Kat scher. Þar héldum við okkur í 16 daga. Rússarnir komu dag og nótt. Um 40 manneskjur frá nágrannabænum Knipsel bætt- ust í hóp okkar, þannig að við vorum eitthvað um 140 alls, sem urðum að haldast við í þessari sandgryfju. Það varð aldrei neitt hlé á hinum sví- virðilegu nauðgunum. Þrjár eldri konur dóu úr hungri og af misþyi-mingum. Við hliðina á mér lá yndisleg unglings- stúlka, er ég hafði þekkt lítil- lega um nokkurn tíma. 'Eg varð að horfa upp á að henni var nauðgað hvað eftir hannað. Þegar einn Rússi hafði svalað fýsnum sínum, kom annar þeg- ar í stað og tók við af honum. Oftast drógu Rússarnir stúlk- urnar með sér upp úr gryfj- unni og út á akurinn, en marg sinnis gerðist það mitt á meðal okkar. Ungur maður, sem var þarna með okkur ásamt eigin- konu sinni og ungu bami, varð að þola að horfa á hina viður- styggilegustu meðferð á konu sinni, án þess að geta veitt henni hina allra minnstu vemd. Maðurinn, sem hafði misst ann an fótinn í stríðinu, horfði grátandi á aðfarirnar. Rússi einn ætlaði um síðir að draga hann með sér upp úr gryfj- unni, en um það bil 50 m frá þeim stað, þar sem ég var, féll hann til jarðar. Rússinn barði hann þá með byssuskeft- inu og hleypti að lokum tveim skotum af byssu sinni í and- lit hans. Og fólkið, sem hafði orðið eftir í þorpinu, varð einnig að þola hinar ógnarlegustu píslir. Eldri kona, nafn hennar er mér kunnugt, sagði mér, að sér hefði verið nauðgað hvað eftir annað í viðurvist bróður síns. Ungri stúlku, 14 ára gamalli, nauðguðu Rússarnir hver á fætur öðrum í návist afa henn- ar og ömmu; þegar afi henn- ar gerði tilraun til þess að hjálpa henni, þá skutu þeir hann samstundis til bana . . Þetta eru aðeins örfáar af milljónum „hetjudáða“ Rauða hersins. Sovjetmenni ullu Lord Vansittart og öðrum lýðræðis- legum samherjum sínum eng- um vonbrigðum. Þeir höfðu lært lexiur sínar vel, enda skólaðir af sovjeska ritmenn- inu Ilja Ehrenburg, viður- styggilegasta frumkvöðli og höfuðhvetjanda hryllilegustu glæpaverka og milljónamorða mannkynssögunnar, Stalínverð- launahafa, varaforseta Heims- friðarráðsins (ásamt Halldóri Kiljan Laxness) og riddara frönsku Heiðursfylkingarinnar. Hér yrði alltof langt að telja upp öll þau heiðursmerki og vegtyllur, sem Ilja Ehrenburg hafa hlotnazt bæði í austri og Vestri, en það er hins vegar ekki úr vegi að minnast þess hér, að fáa hafa íslenzkir út- varpskommar og dagblaðamerð ir lofsungið af meiri innlifun. Ilja Ehrenburg hefur. raunar hvergi átt sinn lrka, en þess er bæði rétt og skylt að geta, að hann átti sér mikinn fjölda nafntogaðra sálufélaga í lýð- ræðisríkjunum, sem vildu hvergi vera hans eftirbátar. Þar má fyrstan telja marg- nefndan Lord Vansittart, svo og Henry Morgenthau, . Louis Nizer, Theodore N. Kaufman, Stephen King-Hall, Sefton Del- mer, að ógleymdum honum Katli, Carl J. Hambro. Síðar mun „Mánudagsblaðið" e.t.v. kynna lesendum sínum nokkra valda kafla úr ræðum þessara manna og ritum, til þess að mönnum gefist kostur á að sjá á hversu traustum og glæsi- legum grunni hinn „Nýi og ein huga heimur" Bandamanna var reistur. 1 tilefni af 70 ára afmæli Ilja Ehrenburgs skrifaði mál- gagn rússnesku verkalýðshreyf ingarinnar ,,TRUD“ um hat- ursávörp Ehrenburge, sem skiptu mörgum þúsundum og dreift var í milljónaupplagi á meðal rauðliða og bandamanna þeirra á stríðsárunum, hinn 26. janúar 1961 m.a.: „. . . menn lásu þau í skotgröfunum, í skæruliðaskógunum, í varnar- virkjunum, í verksmiðjunum og verkstæðunum heima í Sovét- ríkjunum . . . Þessar tilfinn- ingaríku, föðurlandselskandi greinar, sem voru gegnþrungn- ar antifasistísku hatri, örfuðu stríðsmennina til miskunnar- lausrar baráttu gegn Hitlerism anum.“ Af sama tilefni skrifaði tima- ritið „SNAMJA“, sem einnig kom út í Moskva, m.a. á þessa leið: >.• • • og greinar Ehrenburgs voru lesnar upp í heyranda hljóði fyrir herdeildunum áður en lagt var til árása . . . Ein- um skæruliðaflokknum var m. a.s. gefin svofelld fyrirskipun: Það má vissulega nota dagblöð- in sem sígarettupappír að lokn- um lestri, en'alls ekki þau ein- tö.k sem varðveita áskoranir Ehrenburgs!“ Og er það þá ekki skiljan- legt, hvers vegna ehrenburgar Bandamanna hafa notið og njóta trausts og virðingar allra dagbíaðamarða og útvarps- komma. Gnýi Krókódílinn Framhald af 2. síðu. stun^um líka í skó. Sumstaðar í Florida og Norður-Brasilíu eru krókódílar (alligatorar) aldir í tjörnym sem einskonar húsdýr végna skinnsins. Sagt er að slíkir krókódílar geti stundum orðið mjög hændir að mönnum. Krókódíllinn í þjóðtrúnni Þess éru mörg dæmi, bæði frá Afriku, Asíu og Ameríku, að krókódíllinn sé talinn heilög skepna og tignaður sem guð. Óttinn við þessa hættulegu skepnu er eflaust ein undirrót þessarar dýrkunar, en öðrum þræði er hér að verki ósk frum stæðra manna um að öðlast grimmd og kraft krókódílsins. Dýradýrkendur trúa yfirleitt að þeir geti fengið hlutdeild í eig- inleikum helgidýra sinna og jafnvel breytzt í þau.'Af þessu stafar hin margvislega og mjög útbreidda trú á hamfarir, sem í Evrópu þekkist í varúlfatrú og mörgum öðrum myndum. Forn-Egyptar trúðu á séi'stak- an krókódílaguð, sem þeir nefndu Sebek. Hann var aðal- lega tignaður í borginni Fayy- um, sem Grikkir kölluðu Cro- ur. Turville-Pet.re er talinn Þar var lengi tjörn full af heil- ögum krókódílum. 1 Indlandi hefur fram á þennan dag verið helgi á krókódílunum í Gang- esfljóti. Pílagrímar, eem koma til Benares til að tigna hina miklu guði Siva og Kali, fleygja sér stundum í fljótið til að láta hina helgu krókódíla éta sig. Þykir það hinn fegursti dauði að enda í slíkum maga. Ýmsir Indíánaþjóðflokkar í Ameriku trúðu á krókódila sem aðalguði og kéhndu sjálfa sig við krókó dílinn. Trúðu þéir þvi, að þeir gætu breytzt í krókódíla og í trúardönsum sínum hérmdu þeir eftir hreyfingum og lát- bragði dýranna. Var þá sefjun- in svo mögnuð að þeir trúðu þvi statt og stöðu'gt, að þéir væru orðnir að krókódiltun. Ýmsir fræðimenn halda því fram, að krókódíllinn eigi veru legan þátt í drekatrúnni, en trú in á dreka er útbreidd um nær því allan heim í ýmsum mynd- um. Það er sennilega rétt, að krókódíllinn hefur haft áhrif á sumar hugmyndir manna um útlit drekanna. En annars er drekati'úin mjög flókin að upp runa og sennilega slungin mörg um þáttum. Það er ekki að- eins krókódíllinn sem hefur haft áhrif á hugmyndir manna um drekana, heldur einnig ýms önnur dýr, svo sem slangan, salamandran, hvalurinn og stundum jafnvel leðurblakan. Ðrekatrúin er ævafom í Aust- urlöndum og í hinum elztu sög- um eru djöflar oft taldir vera í drékalíki. Hugmyndin um Mið garðsorm í Ásatrúnni er að lik indum nmnin frá Austurlönd- um. Hinnar fornu drekatrúar gætir talsvert í ýmsum islenzk- um sögnum um skrímsli, svo sem Lagarfljótsorminn. Það má þvi ef til vill segja, að með vissum hætti hafi krókódillinn smeygt sér inn í íslenzka þjóð- trú, en mjög er sá skj'ldleíki orðinn f jarlægur, og margar og krókóttar leiðir á milli. Ólafur Hansson Grein Jónasar Framhald af 2. siðu. ' frasði er frábærlega hlutlaus. En í þéssari hlutlausu frásögn kemur ómótmælanlega fram að hinir fomu íslenzku höfundar, einkum Snorri hafa i þessum efnum lagt á borð nútíma fræði manna, flestar þær heimildir, sem þessi vísindi eru byggð á. Eg vil enn bæta við einni rök- semd við stuðning tillögu minni. Þó að þessi bók hefði alla þá kosti sem ég hef vikið að, gæti samt verið vafamál hvort menntamálaráð ætti að standa fyrir útgáfu élikrar bók ar vegna áhugamanna á Is- landi. Bókin gæti verið full af fróðléik, en leiðinleg og þung- lamaleg með afbrigðum. Sem bétur fer er raun hér allt örin- ur. Turville Petre er talinn manna lærðastur í sinni fræði- grein, en goðafræði hans er rit uð með snilld sem hrifur hvern sæmilega skynsaman lesanda. Oft vikur höfundur að Snorra og má vera að kynni við mesta rithöfund Islendinga hafi létt honum starfið við að fullgera þessa merkilegu fræðimarina- bók sem hentar lika öðrum sem eru sjálfmenntaðir í þessum efnum. Eg leyfi mér að fara þess á leit við menntamálaráð að það taki þetta mál til bráðrar og giftusamlegrár athugunar. Þcir sem þurfa að koma auglýs- ingum eða öðru efni í Mánudags- blaðið — þurfa að koma því til ritstj. í síðasta lagi á miðviku- dag næstan á undan útkomudegi blaðsins.

x

Mánudagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.