Mánudagsblaðið - 30.05.1966, Síða 6
UR EINU
í ANNAÐ
Bergnf og Bjarni — „Island 1100 ára" — „Ólyki-
ar-Nasí" kætist — Sjóliðagleði — Islenzkt afreks-
- fólk — Veiðimenn —
Þegar meiðyrðamálssektir fóru að dynja yfir Frjálsa
Þjóð gekk Bergur Sgurbjömsson, ábyrgðarmaður, að sögn
á fund Bjarna Benediktssonar, ráðherra, og kvartaði há-
6töfum yfir óréttlæti löggjafarinnar. Bjami kvaðst naum-
ast sjá hvað Bergi kæmi iþað við. Bergur kvaðst nú vissu-
lega hafa ástæðu til að kvarta „þvi hann væri dæmdur
hvað eftir annað.
„Þér hafið auðvitað borgað í topp?“ spurði Bjami.
Bergur ólmaðist nokkuð, kvað helvíti hart að vera í
þokkabót dæmdur fyrir að segja sannleikann.
JEruð þér ná nýtekinn upp á því?“ spurði dr. Bjarni.
Það ætti ekki að verða dónaleg hátíð 1100 ára Islands-
byggðar fyrst nú þegar er farið að undirbúa hana og há-
tíðaraefnd skipuð. Máske fer nú svo, fyrst upp á átta ár
er að hlaupa, að nefndinni tekst að láta smiða forna „búð“
á Þingvöllum, eins og oft hefur verið ymprað á, en Þjóð-
minjavörður jafnan verið á móti vegna „vísindamennsku"
sinnar. Margir eru nú farnir að brosa að þessari voða-
mikhi vísindamennsku, sem hann reit um í Alþýðublað-
inu hér á árunum, einkum eftir að hafa lesið teóríur hans
í Gengið á reka. Nýja átta ára nefndin gæti nú gert margt
sikrambi gott, ef hún vildi.
Jónas litli Jónasson, framkvæmdamaður að Kletti, bros-
ir þessa dagana, enda mun heimilislyktin hans gleðja
Reykvíkinga nú um helgina þegar farið verður að bræða
gullið hans. Allt veltur á því, kjamsaði í Jónasi litla í
blaðaviðtali um daginn, þegar von var lyktarinnar. Það
væri gaman að vita hverjir yltu yfir á hann styrkjum ef
svo.færi að gullið hans myndi bregðast? Vissulega eru
þao@rið Reykvíkingar eins og vant er, því eins og aðrir
sjálfstæðir atvinnurekendur í útgerð þá hirðir hann gróð-
ann á góðærum, en við tapið þegar illa gengur. Það er
gott að lyktin og túrisminn blandast svona vel saman, og
ætti Geir borgarstjóri að auglýsa molbúahátt okkar enn
betur en g@rt er í þjónkun sinni við svona menn.
Um helgina koma hingað Fransarar all-margir á stríðs-
drekum sínum. Eru heimsóknir þessar vinsælar mjög með-
al yngri kvenna höfuðborgarinnar, sem sýna þessum ungu
sjóliðum, af hvaða þjóðerni sem er, jafnan Hljómskála-
garífinn á nóttum, svona til að lýsa fyrir þeim „miðnæt-
ursólinni.“ Verður þvi ekki við öðru að búast en dálitlum
endurminningum frá stríðsárunum og munu borgarbúar
gera sér tiðförult á þessa staði að afloknu miðnætti, bara
til að fylgjast með. Það verður ekki ónýtt að fá nokkra
litla „de Gaulles“ meðal þjóðarinnar eftir áramótin næstu.
Ekki veitir af.
Sennilega á engin þjóð þvilík afreksmenni og konur sem
við Islendingar, ef dæma skal eftir minninga- og afmælis-
greinum dagblaðanna. Látið fólk, allt frá gamalmennum í
börn er undantekningarlaust nær óbætanlegur missir fyrir
þjóð alla, og afmælisgreinar gera hvern meðalmann að
landstólpa.. Við bætist svo vælutónn og sentimentalt hjal,
sem vissulega er skiljanlegt hvað ættingja og vini snert-
ir, en á vart heima á siðum fréttablaða almennings. Slik-
ar. tjáningar eru beinlínis hvimleiðar og frámunalega
smekklausar. Stórmenni úti i heimi, sem áhrif hafa á líf
tugmilljóna fá vart eins mikið lof og kaupstaðar- og af-
dalafólk hér heima, sem ekki hefur annað gert en unnið
dagsverk sitt árekstralaust. Þetta eru hin mestu firn og
fádæmi.
Mikil snilld eru fuglayfirvöld Reykjavíkur. Fyrir röskri
viku klukkan sex að morgni vöknuðu íbúar við Tjörnina
við skothríð mikla. Er að var gáð voru tveir skotmenn
borgarinnar að verki, sennilega á hennar vegum, og voru
að uppræta máfa og aðra skaðræðisfugla. Réru þeir um
Tjömina, en allt fiðurfé lagði á flótta með asa miklum,
jafnvel álftin, sem liggur á eggjum í Gunnarshólma. Skot-
hríðin hélzt til rös'klega sjö um morguninn og bráðin þá
orðin fjórir máfar og einn hrafn. Svo snilldarlega skaut
annar þeirra, að hann, staddur við suðurenda syðri Tjam-
arinnar, miðaði á máf fljúgandi í ca 150 metra hæð, hitti
auðvitað ekki, en höglin komu niður í aðaltjörninni. Indæl
morgunverk, svo ekki sé talað um allt gagnið að þessum
eindæma asnaspörkum. Þvi ekki að henda eitruðum fiski
fyrir máfinn og banna andafuglinum að snerta á honum?
Það væri ekki vitlausara.
Sjónvarpið
þessa viku
Sunnuðagur
1600 Chapel of the Air
1630 Golf
1730 This Is the Life
1800 Disney Presents
1900 News
1915 Sacred Heart
1930 Bonanza
2030 News Special
2100 Ed Sullivan
2200 What’s My Line
2230 News
2245 „Lure of the Swamp“
Marshall Thompson,
Willard Parker
Mánudagur
1700 Focus on America
1730 Battle Line
1800 Official Detective
1830 Bobby Lord Show
1900 News
1930 My Favorite Martian
2000 To Tell the Truth
2030 Danny Kaye
2130 Greatest Show on Earth
2230 News
2245 Tonight. Gestir Florence
Henderson, Jack Jones,
Jalian Bream.
Þriðjudagur
1700 „That Lady in Ermine"
Betty Grable, Douglas
Fairbanks, Cesar Romero
1830 The Andy Griffith Show
1900 News
1930 The Addams Family
2000 Red Skelton Hour
2100 Assignment Underwater
2130 Combat
2230 News
2245 Lawrence Welk
Miðvikudagur
1700 Salute to tbe States
Missouri
1730 Discovery
1800 Ted Mack
1830 Danny Thomas
1900 News
1930 Diek Van Dyké Show
2000 Peter Gunn
2030 Hollywood Palace
2130 Voyage to the Bottom of
The Sea
2230 News
2245 „Prince of Foxes“. Tyrone
Power, Orson Wells,
Wanda Hendix.
Fimmtudagur
1700 Sjá sunnud. kl. 11
1815 The Christophers
1830 The Big Picture
1900 News
1930 Beverly Hillbillies
2000 Biography
2030 Ben Casey
2130 Bell Telephone Hour
2230 News
2245 „Race for Life“. Richard
Conte.
Föstudagur
1700 Have Gun Will Travel
1730 I’ve got a Secret
1800 Third Man
1830 A.F. Information Film
1900 News
1930 Candid Camera
2000 Jimmy Dean
2100 Rawhide
2200 Redigo
2230 News
2245 Sjá þriðjudag kl. 5.
Laugardagur
1330 Kiddies Corner
1430 Sports Spectacular
Skautahlaup, veðreiðar o.fl.
1600 Communism
1615 Social Security
1630 Visit with a Sculptor
1700 Where the Action Is
1730 G.E. College Bowl
1800 Championship Bridge
1830 It’s a Wonderful World
1855 Chaplains Corner
1900 News
1915 Air Power
1930 Perry Mason
2030 Gunsmoke
2130 The Lieutenant
2230 News
2245 Telenews Weekly
2300 The Dean Martin Show
2400 „Mother Wore Tights“.
Betty Grable, Dan Dailey.
Stríðsglæpir bandamanna:
XII
Með vopnum lýðræÖisins
11.000.000.000 dollara auðvaldsstyrkur til komm-
únismans. — Ekkert var of gott handa Sovétmönn-
um — Án lýðræðisvopna 1941-—1945 enginn
kommúnismi í dag — „Hetjudáðir" Rauða hers-
ins: Morð , rán nauðganir.
„Ef maður hefur látið vera
að lesa dagblöðin í nokkra
mánuði en les þau síðan í
einu eftir á, þá fyrst verður
ljóst, hversu mikinn tíma
þessir pappírar eyðileggja
fyrir manni.“ (Goethe: Max-
imen und Reflexionen.)
Sjaldan eða aldrei hafa ís-
lenzkir útvarpskommar og dag
blaðamerðir sýnt jafn fádæma
eljusemi og úthald, eins og
þegar þeir hafa vegsamað
Rauða herinn. Um það leyti
sem sovétmenni æddu, brenn-
andi, limlestandi, rænandi, myrð
andi og nauðgandi yfir menn-
ingarlönd Evrópu á árunum
1944—1945, og æ síðan, hefur
þeim varla fundizt íslenzk
tunga ráða yfir nógu
sterkum og tilkomumiklum orð-
um til daglegrar notkunar yfir
dýrð hans og göfgi. Að sögn
útvarpskomma og taglhnýtinga
þeirra, dagblaðamarðanna, sem
nú vinna leynt og ljóst að því
að koma sér alveg á ríkisfram-
færi, þar sem útvarpskommar
hafa alltaf verið, vann Rauði
herinn aldrei annað en „hetju-
dáðir“, hann „frelsaði" borgir,
lönd og þjóðir, honum var alls
staðar tekið af „hjartanlegum
fögnuði", hann skóp hinum
„frelsuðu“ skilyrði til „fegurra
og betra lífs“, hann „upprætti
glæpamennsku Þjóðverja" og
refsaði hinum „seku“ af „festu,
en fullkomnu réttlæti", hann
„endurvakti trú- og skoðana-
frelsi“ og vísaði hrjáðum og
kúguðum heimi „leiðina til
bjartari framtíðar“. Sem sagt:
Allt var gott, sem gerði hann!
Slíkt og þvílíkt var að vísu
hægt að bera á borð fyrir all-
an fjöldann, sem ekki hafði að-
stöðu til þess að afla sér upp-
lýsinga úr öðrum áttum, og
taldi auk þess víst, að fólk,
sem bar siðferðisleg og sum-
part lagaleg skylda til þess að
rækja óhlutdrægt uppfræðslu-
hlutverk við sig, gætti sóma
síns og slöðu af viðunandi á-
byrgðartiífinningu og siðþroska.
En þar sem ekki tókst að
hindra innflutning og sölu er-
lendra bóka, blaða og tíma-
rita til lengdar, hlaut að því að
koma, að forheimskunarsam-
særið færi smátt og smátt út
um þúfur, því að því eru vissu-
lega takmörk sett, hversu lengi
hugsandi fólk leyfir ótíndum
blekbósum og hálfmenntuðum
froðusnökkum að hafa sig að
fiflum. Enda kom þar og fleira
til, og þá einkum það, að for-
Bandamanna annars. vegar og
gætti hins vegar ekki hófs í
haturs- og óhróðursæði sínu
gegn Þjóðverjum, sem reyndar
voru íslendingum ekki með öllu
ókunnir frá fornu fari. Það
mun t.d. flestum vera minni-
stætt, þegar þessi andlegi fim-
leikaflokkur tilreiddi fróðleiks-
perluna um ,,að komizt hefði
upp að Þjóðverjar hafi hirt
6 þúsund smálestir af gulltann
fyllingum úr líkum hina 6 millj
ón Gyðinga, sem þeir myrtu í
gasklefunum á stríðsárunum.“
Framhald af 1. síðu.
afskipti af kjaramálum félags-
manna.
SKÓLI OG MENNTUN
Megintilgangur samtakanna
er að efla og bæta starf og
menntun barþjóna og hafa
samtökin komið upp skóla í
Luxemburg þar sem barþjónar
á aldrinum 21—26 ára eru sér-
staklega þjálfaðir til starfsins.
Þá hafa Alþjóðasamtökin gefið
út bók, sem er alþjóðlegur leið-
arvísir um framreiðslu drykkja
og eru þar m.a. allir verðlauna-
cocktailarnir sem fram hafa
komið í alþjóðakeppnum til
þessa. Eiga Islendingar þar
þrjár uppskriftir, þótt þeir hafi
raUnar aldrei sigrað í þeirra
keppni.
Með Norðanmönnum, ný-
komnum úr hríðarveðrum
Norðurlands, hafa borizt
ýmsar óljósar fréttir um
hvað valdi hinni hraklegu
útreið íhaldsins á Alrureyri.
Er, að vísu, allt á huldu með
óánægju innfæddra þar í
garð Sjálfstæðismanna, en
kurrað er í óvinaherbúðum
Sjálfstæðismanna, að ýmsir
valdamiklir fjármálamenn
þar hafi beitt „óvenjuleg-
um“ brögðum til að komast
yfir einhver hlutabréf í stór-
fyrirtæki í þorpinu.
Víst er lögð áherzla á það,
að ekki sé um óheiðarleg
vinnubrögð að ræða, heldur
ku einhver hafa hyglað konu
sinni hlutabréfum, svo öllu
sé nú haldið innan blessaðr-
ar f jölskyldunnar. Virðast
efnum búnir Sjálfstæðismenn
6 þúsund smálestir — 6 milljón
kg — 1 kg pr. hvoft. Frekari
heimskunarbandalagið gekk allt
of langt í aðdáun sinni á yfir-
náttúrlegum siðabótarverkum
athugasemdir óþarfar.
Þess hefur sjaldnar verið
getið en vert væri, að óþokka-
verk sovétmenna voru að miklu
lyti unnin með vopnum þeim,
sem lýðræðisríkin færðu þeim
upp í hendurnar, og hefðu raun
ar aldrei getað átt sér stað,
ef það framlag hefði ekki kom-
ið til, enda réðu þau úrslitum
um tilveru kommúnismans, sem
nú væri annars aðeins afstaðin
martröð. Þar var ekkert til
sparað, hvorki fé né fyrirhöfn,
líf né limir. Allábyggilegar
FERÐIR OG BLÖNDUGLEÐI
I sambandi við þennan nor-
ræna fund verður íslenzk cock-
tailkeppni þar sem 18 barþjón-
ar senda frumsamdar uppskrift
ir að cocktailum. Dagskrá
þessa fundar er einkar fjöl-
breytt, m.a. eru fyrirhugaðar
ferðir til ýmissa sögufrægra
staða hér á landi og flugferð
til Surtseyjar. Sú hefð hefir
skapazt, að forseti samtakanna
er formaður félags barþjóna i
því landi þar sem ársfundurinn
er haldinn. Heiðursgestur ís-
lenzku samtakanna á þessum
fundi er Kurt Sörensen.
I stjórn Barþjónaklúbbs Is-
lands eru: Símon Sigurjónsson,
formaður; Daníel Stefánsson,
varaformaður; Viðar Ottesen,
ritari; Róbert Kristjónsson,
gjaldkeri og Jón Þór Ólafsson,
meðstjórnandi.
þar nyrðra a.m.k. ekki ólíkir
þeim hér syðra í þess-
um efnum og fljótir að
temjá sér háttu og siðu
heipisborgaranna I henni
Reykjavík.
Hvað um það, vermenn
komnir norðan um fjöll hing
að suður, telja þetta einn
helztan „sólskinsblett“ I harð
indunum þar, að skeleggir
Akureyiringar hafa þannig
hrifið öll veraldaröfl úr
höndum hinna athafnasömu
Sjálfstæðismanna, er dýrka
einstaklingshyggjuna á þenn
an óvenjulega hátt. Því mið
ur er ekki enn hægt að fá
staðfestingu á þessum mál-
um og skal ekki rætt um
þau nánar nú, en hítt má
ætla, að bráðlega sjái þau
dagsins ljós ef sönn eru.
Framhald á 5.*síðu.
Barþjónaþing
Hvað feiidi Akureyraríhaidið?