Mánudagsblaðið - 22.08.1966, Page 2
2
AAánudagsblaðið
Mánndagur 22. ágúst.
Þegar Grettir var í hættu-
legri aðstöðu í samleik við vik-
ingaflokk í Noregi bauð ölvaður
andstæðingur honum samstarf
við rán og hættuspil. Grettýr'
vildi fresta samningum en reyna
fyllstu háttvísi og gaf þá í hita
leiksins þessa tvíræðu skýringu
„Ö1 er annar maður“. f daglegu
tali er stundum notuð önnur og
eðlisólík útgáfa af spakmæli
Grettis „Ö1 er innri maður“. —
Munurinn á þessum mismun-
andi útgáfum spakmælisins er
mjög mikill. í eldri útgáfunni
eins og hún er í elztu handrit-
um sögunnar, er viðurkennt að
ölvaður maður er ný persóna,
gersamlega annar maður þegar
hann er undir áhrifum áfengis
heldur en meðan hann er ó-
drukkinn. Yngri útgáfan gerir
ráð fyrir að ölvun hafi þau á-
hrif á neytandann að þá komi
fram hans sanna eðli. Ölvaður
maður breytist aðeins við vín-
nautn þannig að sál hans verð-
ur opin fyrir augum og eyrum
samferðamanna og leiknauta.
f þessari grein verður um
efni og málfærslu fylgt texta
Grettissögu. Ölvaður maður er
ný persóna og getur undir
mörgum kringumstæðum komið
fram sem algerlega gerbreytt-
ur maðpr þó að heiti hans og
heimilisfang sé óbreytt. Dæmi
um sorglega ummyndun heiðar-
legra og vel uppalinna manna
eru þjóðkunn. f feggrstu skóg-
um landsins eru ár eftir ár
mörg hundruð menn, karlar og
konur ofurölva, stundum nálega
kviknakið en ósjálfbjarga á al-
mannafæri. Þjóðin er metin eft-
ir þessum niðurlægingarmerkj-
//
Jónas Jónsson frá Hriflu:
öl er annar maður"
um, og talin ólíkleg til að eiga
nokkra framtíð í samkeppni við
þjóðir með hollar lífsvenjur og
þrek bæði við leik og gleðimál.
Eitthvert síðasta dæmið um
þessar misfellur í uppeldi æsk-
unnar í landinu snertir kirkju,
skóla og heimili er hvítasunnu-
för 600 ungmenna úr Reykjavík
síðastliðið vor. Þá dvaldi þessi
hópur nokkur dægur í kalsa-
veðri í hálfniðurbrotnum tjöld-
um í kjarrgrónum leirflögum
Laugarvatnsskóga. Förin var vel
undirbúin, með leynd. Áfengis-
byrgðar grafnar að næturlagi
nærri þjóðvegum, til að forðast
athugun löggæzlumanna sjálfa
hátíðisdagana. Þetta unga fólk
var sýnilega þreytt á endalaus-
um skóla dögum við svæfandi
yfirheyrslu þar sem allir urðu
að beygja sig fyrir bókstafn-
um en sjaldan spurt um and-
ann.
Þessi drykkjuför sýnir erlend-
um og innlendum áhorfendum
að stórfelld vanræksla er í
uppeldismálum landsmanna.
Drykkjuhneigðin og slarkið eru
flótti frá heilbrigðu lífi mennt-
aðra manna. En hvenær sem
íslendingar hafa tekið rögg á sig
í baráttu við drykkjuhneigðina
hefir sigur verið unninn. Tryggvi
Þórhallsson stofnaði vínlausa
jrisnu í fimm ár til sæmdar
þjóðinni. Alþingishátiðarárið var
vínlaus gleðisamkoma 35 þúsund
manna í þrjá daga á Þingvöllum.
Síðar héldu Norðmenn og fslend-
ingar tólf þúsund manna áfeng-
islausa Snorrahátið í Reykholti.
Þá tókst um stund að uppræta
ölæðissýkina á strandferðaskip-
um landsins. í þessu efni má
alltaf bjarga æsku landsins frá
ófarnaði með einföldum úrræð-
um.
Segjum að í vor hefði verið
kominn staðarhaldari að Laug-
grvatni með húsbóndavaldi yf-
ir staðnum. Hann mátti búast
við innrás þreyttrar skólaæsku.
Hann gat þá auglýst í útvarpi
og blöðum að ef óboðnir
drykkjugestir heimsæktu staðinn
með tjöld og nesti og sýndu lit
á drykkjumanna-atferli mundi
liann senda kvikmyndatökumann
á staðinn og til að ljósmynda
fólkið, atferli þess og farangur.
Forsjáll staðarráðsmaður mundi
hafa tryggt sér nokkra lögreglu-
menn ef hinir óboðnu gestir
vildu beita ofbeldi við mynda-
tökumanninn. Þeim átökum
mundi skjótt lokið. Staðarhald-
ari hef/ii í höndum öruggt
myndasafn. Þar væri bókfærður
Raddir lesenda
Reiðmennska — Knapar — Pétur Ben í íramboS
— Bjarni á móti? — Iþróttafréttir — Óréttlæti —
í byggingavinnu — ðnnur aðstaða — A móti oss
— Leiðrétting.
Hr. ritstjóri.
Ekki er mér kunnugt um
hvaðan þér fenguð fréttina um
að við hér í kjördæminu ætt-
um von á Pétri bankastjóra
^Benediktssyni í framboð, því
það er með öllu ókunnugt hér.
Hins vegar væri það ein bezta
lausn, sem við gætum hugsað
okkur. Þótt Pétur hafi ekki
komið mikið við stjórnmál, þá
þekkja hann hér margir máls-
metandi menn og ræddu menn
þetta með sér eftir að fréttin
yðar birtist. Við höfum sannar-
lega ekki af að státa heppileg-
um mönnum í sæti Ólafs okk-
ar, höfum reyndar næstum sætt
okkur við að tapa kjördæminu
ef ekki skipast veður í lofti.
Það skrýtna, sem kom fram
í hjali hjá okkur nokkrum var
það, að Bjarni, bróðir Péturs,
væri því andvígur að Pétur
byði sig fram eða hefði afskipti
af stjórnmálum. Alls er okkur
ókunnugt um það. En ef satt
reynist, þá má ólán flokksins
vera með eindæmum ef þeim er
frá hrundið, sem einna mesta
vonin er bundin við, ef til kem-
ur. íNei, margt mátti um Ólaf
segja, en hann' var þó okkar
maður hér syðra, og leitt að
fremur smáir menn og engir at-
kvæðamenn, smugu á þingið í
skjóli persónuleika hans.
Keflvíkingur
Mánudagshlaðið, Rvík.
Þakka ágæta grein um hesta
og þar sem beðið var um bréf,
þá vil ég bæta hér einu við.
Eins og ritað er í blaði yðar,
þá ERU knapar þyngdir í kapp
reiðum, fáheyrt atferli, enda
eru ráðamenn þar ókunnir allri
menningu í þeim efnum, gamal-
dags kurfar, sem þó ráða mestu
á landsmótum, og skapað hafa
þessar reglur. Knapinn verður
að hafa vissan minnstan þunga
og nái hann honum ekki, þá
er sandpoki bundinn við hnakk-
inn eða á bak hans. Þetta er
hlálegt en alveg rétt.
Með aukinni ræktun hrossa
og auknum vinsældum hesta-
mennskunnar ætti ekki að vera
úr vegi, að njóta og notfæra
okkur reynslu þjóða, sem stund
að hafa hestasport í aldavís,
hestamennsku frá upphafi, og
miða ekki allt við hugsjónir kot
karla gamla tímans, sem riðu
út einu sinni á ári og létu fara
saman ársdrykkjuna, ársslags-
málin og ársskemmtunina. Sú
tíðin er liðin og tækifæri til að
blása nýju lífi í hestamennsk-
una. Okkur er nauðsyn að gera
okkar sport, eins og önnur,
skemmtileg og — framar öllu —
eins hættulaus og frekast má.
J. Sj.
Alltof öfgakennt kunningi, en
rétt hvað knapa snertir. ViS átt
um tal við mjög kunnan hesta-
mann, sem tjáði okkur, að hug-
myndir væru nú þegar á lofti
um að hætta að þyngja „of
létta“ knapa. Hvað snertir „kot-
karla“ þá eru athugasemdir
þessar hreinar undantekninar,
svo sjaldgæfar að vart ná nú
einu prósenti af öllum þeim,
sem ríða út sér til ánægju. Hins
vegar sannast þar eins og víðar:
það þarf ekki nema einn gikk
í veiðistöð Ritstj.
br. ritstjóri.
• Hörð var deilan á fþrótta-
gagnrýnendur og óréttlát. Mánu
dagsblaðið sem kemur út á
föstudögum, hefur aldrei hirt
um íþróttir og enginn við það
kenndur við íþróttamennsku,-
Okkar menn eru öðruvisi settir
en útlendingar, og það vita í-
þróttafréttaritarar og skrifa með
tilliti til þess. Bezt væri að
blaðið þitt sleppti íþróttafrétt-
um, eins og hingað til. íþróttir
eiga nógu erfitt uppdráttar fyrir
því.
Tja, við hoppum upp á nef
okkar stundum. Myndum skrifa
um- íþróttir ef fengjum sérfræð-
ing. Ritstjóri.
Ht. ritstjóri.
Þér verðið að gera yður ljóst,
að t.d. knattspyrnumenn okkar
BRU verr settir en kollegar
þeirra ytra. Flestir þessir menn
eru giftir eða eru að gifta sig.
Hver aukastund þeirra fer í
byggingar, hvert kvöld eftir að
vinnutíma lýkur. Það kostar þá
í rauninni stórfé að stunda æf-
ingar og hvað kemur fyrst,
heimili eða fótbolti? Ef bættar
aðstæður fást, þá myndi breyta
um og vera má, að þá yrði betri
ástæða en þér teljið að skrifa
um „afrek" á íþróttasviðinu,
hvort heldur knattspyrnu eða
öðru. H. J.
Þetta er mjög athugandi og
skarplega athugað. Ritstjóri.
Hr. ritstjóri.
Þau leiðu mistök hafa orðið
í grein minni, KEAmatur og
KEAkaffi í blaði yðar mánu-
daginn 15. ágúst 1966, — að þar
stendur að molakaffi í kjallara
hússins kosti kr. 4,00, en á auð-
vitað að vera kr. 6,00, eins og
greinin að öðru leyti ber með
sér. Bið yður vinsamlegast að
setja leiðréttingu í næsta Mánu-
dagsblað.
Vinsamlegast
S. P. Á.
annar maður. Skólaæskan væri
heima en sá drykkmótaði væri
geymdur í myndasafninu.
Fyrir nokkrum árum hefi ég
bent templurum og valsiðameist-
urum landsins á að einfaldast,
öruggast og drengilegast úrræði
til að ráða bót á hópdrykkju
á almannafæri væri hlutlaus en
örugg kvikmyndataka af þeim
brötlegu. Rétt væri að sýna
slíkar myndir undir hófsamlegu
eftirliti lögreglu og kirkju. Ef
þessari læknisaðferð væri beitt
með manndómi og festu mundi
mega bjarga frá smán nálega
öllum þeim ungmennum sem nú
eru í hættu í skiftum við skóla-
þreytu ungmenna, ennfremur
mörgum öðrum veikgeðja flótta-
manni á lífsferðalagi sínu.
Rússar einir erlendra þjóða
hafa byrjað að nota kvikmynd-
ir á þann veg sem hér er lýst
í baráttu við áfengissýki. Má
spá því að sama verði reyndin
hér á landi þegar ábyrgir valda-,
menn gera sér ljóst að íslend-
ingar ætla sér ekki að enda
ævi sína með heldrykkju.
Að síðustu vil ég í þessari
greinargerð minna höfuðstaðar-
búa á þá sorgíegu reynslu úr
slarksögu Reykjavíkur að þegar
víndrykkja var endurvakin hér
eftir síðara stríð höfðu drykkju
rútar og fjörugir götudrengir
þann sið að æða um aðalgötur
bæjarins öll gamlárskvöld og
gera alla umferð um bæinn á
þessum tímaskiptum að hættu-
spili. Algeng íþrótt á þeim
kvöldum var að kveikja í föt-
um vel búinna kvenna í mann-
þrönginni og fremja mörg önn-
ur hliðstæð spellvirki. Þá fundu
Sigurjón Sigurðsson lögreglu-
stjóri og Erlingur Pálsson upp
það snjallræði að hjálpa óró-
legu piltunum til að hlaða bál-
kesti utanvert } bænum og halda
þar hátíðabrennur um áramótin.
Þá gerðist undra- og krafta-
verk. Drengir, sem unnu áður á
myrkum kvöldum margskonar
óþurftarverk og spellvirki með
ölóðum vesalingum, urðu allt
í einu landnámsmenn borgar-
innar. Frámkoma þeirra og skap-
andi starf er til sæmdar æsku
borgarinnar, foreldra, kennara
og presta. En sérstaklega er á-
stæða til að þakka forustumönn-
um löggæzlunnar í bænum
skilning þeirra á vandamálum
borgarinnar og þörfum fjörugr-
ar æsku.
Sigur lögreglu Reykjavikur í
vandamálum áramótanna bend-
ir á tiltækar leiðir í Hvítasunnu-
málinu.
Falleg, vönduð og ódýr leikföng
. ::
H'
■ 4? n:, frjj ' .
PLAYCATCH
LOftioZWft
Frá Ameríku kemur Frisbee diskurinn sem getur komið aftur á
sama stað og honum var kastað frá. Sömuleiðis er hægt að skjóta
honum á milli sin og grípa hann aftur. — Söluverð kr. 40.00.
HUA/DRfOS of GAMEQ. ftjT'
.VONDERFUL ACJIQN...
BEMA sundböndin hafa ótrúlega mikið
flotþol, en veita þó börnum og fullorðn-
um nægilegt svigrúm til að synda, séu
þeir notaðir bæði á hendur og fætur
virka þeir sem vindsæng. — Söluverð
kr. 70.00.
Super-bolta þarf ekki að auglýsa, þá
þekkja alHr. Eigum í dag stóra bolta,
smásöluverð kr. 33,00 og 3 litla bolta í
einni pakningu, sem kosta kr. 40.00.
Impy steyptir bílar með opnanlegum hurðum, húddi og skottloki.
Allir á fjöðrum og glitrandi luktir. — Sérlega nákvæmar eftir-
líkingar af raunverulegum bílum, nýkomnar 8 mismunandi gerðir_
og 16 aðrar gerðir að koma.
Nýju IMPY bílamir flæða í dag um alla Evrópu.
Einkaumboð og heildsölubirgðir:
Ingvar Helgason, heildverzlun
Tryg’gvagötu 8 — Reykjavík — Símar : 19655 og 18510.