Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 22.08.1966, Síða 3

Mánudagsblaðið - 22.08.1966, Síða 3
Mánudagrur 22. ágpúst 1966 Mánudagsblaðið Blaó fynr edU Kemur út á mánudögnm. Verö kr. 10.00 í lausasölu. Askrifenda- gjald kr. 325,00. Siml ritstjóroar: 13496 og 13975. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Agnar Rogason. Auglýsmgasími 13496. — Prentsmiðja Þjóðviljans. Hraksmánarástand þjóðveganna Ekki þuríti nú meira en rigningarsudda í einn dag til þess, að þjóðvegir í nágrenni Reykjavíkur, yrðu að forarvilpu, ausandi aur á bifreiðir og ferðafólk, sem um þá fór. Mun hverjum manni orðið leitt þetta miðaldafyrirkomuleg, sem við bú- um nú við. Tíminn birti í s.l. viku allgóða forustu- grein um ástandið í vegamálum og ættu stjómar- herramir, og þá ekki sízt samgöngumálaráðherrann að skilja, að hér er ekki lengur um neitt hégóma- mál nokkurra einstaklinga að ræða, heldur vilja allra hugsandi manna. Gerir stjórnin sér lítt ljóst hvílík kostnaðarhít vegaleysi þjóðarinnar er orðin ríkissjóði, auk óþæginda og skrælingjabrags þess sem vegleysurnar setja á landsmenn. Það eru mý- mörg ráð til að bæta úr ástandinu en, sem fyrr, einkennist öll afstaða stjórnarinnar, svo ekki sé talað um vegamálastjórann, á gamaldags, úreltum hugmyndum og algjöru skilningsleysi á „æðakerfi' eins þjóðfélags eins og Tíminn kallar það. Það er skýlaus krafa allrar þjóðarinnar, að ríkisstjórnin leiti nú þegar fyrir sér um lán til að endurbyggja ALLT þjóðvegakerfi landsins, ráði til aihugunar á þessum málum lærða út- lenda fagmenn, sem unnið hafa við vegagerð- ir í hinum ólíkustu stöðum þar sem aðstæður eru eins og hér. Á íslenzka sérfræðinga er ekki að treysta, einfaldlega vegna þess, að þeir eru ekki fyrir hendi. Ríkisstjórnin verður að gera sér Ijósa tugmilljóna sóun gjaldeyris vegna þessa ófremdarástands. og leggja drög að því, að þær þjjóðir, sem hjálpað hafa öðrum smá- þjóðum I þessu nauðsynjamáli, verði sóttar heim og aðstoð rædd. Það er ekki aðeins of- raun þessarar kynslóðar að standa undir svona miklum verklegum en bráðnauðsynlegum fram- kvæmdum heldur er það að verða henni of- raun að búa við núverandi tómlæti og skeyt- ingarleysi ráðamanna okkar. Ríkisstjórnin get- ur verið viss um það, ef hún lítur í kring um sig, að hægt er að fá lán til langs tíma til að tryggja að vegakerfið sé byggt upp á viðun- andi hátt á næstu fimm árum. Kjuklingar og svínarækt Það eru gleðitíðindi, að fslendingar eru nú farnir að leggja sér fuglafæðu til munns í ríkari mæli en til þessa. Teitur á Móum á Kjalarnesi upp- lýsir í Vísi s.l. miðvikudag, að eftirspurn geti hann vart annað bæði til matstaða og einstaklinga. Sama máli mun gilda hjá Jóni á Reykjum í Mosfellssveit, sem ræktar þessa gæðafæðu einnig. En Teitur á Móum bendir á í viðtali sínu við blaðið, að hálfrar aldar gamalt, úrelt fyrirkomulag í sambandi við 'óðrun og flutning geri eld óheyrilega dýrt, úti- loki sölu til útlanda og hafi í för með sér allskyns óþægindi. Þetta ei ekki ný bóla á íslandi. Við búum enn í mörgu við óheyrilega úrelt fyrirkomulag, tómlæti og undarlengan molbúaskap í mörgu öðru. Efa má hvort heppilegt sé að flytja kjúklinga út. en það breytir engu um það, að enn eru kjúklingar á borð við Móa-kjúklinga Framhald á 4. síðu. KAKALI SKRIFAR: l ! i I i ! I I i I hrelnskilni sagt i i hjá kommum og Framsókn ji Orlög Sjálfstæðisfiokksins - Hljóðfæralaus hljómsveit — Hverfandi j ffylgi — Ólánið mikla — Kjördæmi Óiafs tapað? — Aðeins meðalmenni | — Nýtt blóð — Moldarskarnið og forustan — Sjálfstæðismenn kvarta l i I ! I |em hina Ég var, alveg nýlega, að skoða mynd af þingmönnum Sj álfstæðisflokksins, sem tek- in var á sviði Sjálfstæðishúss- ins, Sigtúni. Þetta var glæsi- legur hópur, en hann minnti ónotalega á stóra hljómsveit, er hefur einhvernveginn týnt hljóðfærunum sínum- Óhapp við vitum að oft hendj' gleðiríku stétt, hljóm- listarmenn. Máske er það svo, að mynd þessi sé, á vissan hátt, tákn- ræn um giftu flokksins frá þeirri óheillastundu, að hann hljóp undan eigin frumvarpi- en síðan fylgdi hið ótímabæra og óbætanlega — ennþá — fráfall Ólafs Thors. Síðan þessi óhöpp dundu yfir flokkinn, hefur ferill hans verið eitthvað keimlíkur ör- lögum stórefnaðrar fjölskyldu, sem erfði eignir og gripi, en allt sundraðist í ósamlyndi, sukki og hamingjulausum spekulasjónum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur stjómað íslandi roeð einskon- ar mjúkum undirleik krata, mestu uppgangsár íslenzku þjóðarinnar, ef frá eru tekin uppgripaár og breytingar stríðsáranna sjálfra og fyrstu eftirstríðsáranna, þegar hrossa kaup og fyrirhyggjuleysi hjálpuðust að við að eyða söfnuðum auði og ekkert hélt okkur gangandi nema banda- rískur ölmusuauður — þessi lífæð núverandi velmegunar Evrópuþj óðanna. I dag getur svo hinn al- menni kjósandi svipazt um á pólitíska sviðinu og horft á þetta mikla örugga vald lang- stærsta flokksins og séð yfir þá rúst, sem nú er mest á- benandi, þótt flokkurinn haldi enn mestu fylgi. I stað al- mennrar samvinnu eru mis- munandi element, sterk öfl flokksins, í fullum fjandskap við hvort annað, úlfúð og upplaust ógnar á næsta leiti, hatramar deilur og valdaátök eru augljós meðal þeirra, sem næst sitja sjálfri krúnunni. Iðnaðarmenn bera raunir sín- ar á borð í Þjóðviljanum, jafnvel Tíminn, þessi ástmey bændanna er orðinn gjallar- hom óánægðra útvegsbænda. Hið góða, sem gert er af rík- isstjóminni, eignar sér Al- þýðuflokkurinn, þetta fóstur, sem aldrei fær vaxið vegna innanmeina og allskyns óeðl- is, sem verið hefur aðals- merki hans um árabil. Það var auðvitað ekki efni- legt fyrir mann að taka við sprotanum af Ólafi Thors, sem nú hefur verið settur á stalla, einskonar „hetja“ flokksins, ungum Heimdelling- um til eftirbreytni. Láta má átölulaust, að menn — jafn- vel í pólitískum tilgangi — vilji gera hetju úr Ólafi. eins og nú er gert úr nær hverj- um látnum manni, sem eitt- hvað hefur haft sér til gildis. En margir benda á að flokks- forustunni hefði verið sýnu nær að apa eftir eða tileinka sér eitthvað af hæfileikum og leikbrögðum Ólafs Thors í stað þess að gylla hann á stalla eða ausa hann lofi, sem Ólafur brosir sjálfsagt að af hæðum ofan. Ólafur var ekki aðeins sameiningartákn flokks ins, hann var líka stolt flokksins, stolt, sem aldrei aldrei hefði hlaupið frá sam- þykkt hans, hvort heldur kommar, kratar eða aðrir hefðu hótáð. Margt má og mætti að Ólafi fínna, en heig- ull var hann ekki hvorki per- sónlegur né í pólitískri mein- ingu. Hann lempaði, eins og kallað er, eða bara hreinlega stóð eða féll. í dag er ekki glæsilegt út- litið- 1 kjördæmi látins flokks- foringja finnst ekki von um að kjördæmið vinnist. Hvar sem þar er litið, blasa við klaufsk, óþjál meðalmenni og smámenni, og yfir þeim flest- um skín þessi gamla rót- gróna heimdallarmennska — þessi leiðtogaaðdáun, sem nánast vekur ógleði áhorfenda. Þetta eru erfingj- arnir, það sem koma skal — þ. e. framtíðin, trúin og von- in. Það verður hreinasta kraftaverk ef flokkurinn held ur kjördæminu, og er þetta svo einstök sönnun á skorti á dómgreind, að i minnum verður höfð- Sá eini möguleiki er auðvitað, að í framboð fá- ist litríkur maður, ákveðinn, ófeiminn og þekkingarríkur, ekki á smámennskuna og hreppamennskuna, heldur maður með yfirsýn og getu. Margir hafa augastað á Pétri Benediktssyni, og vissulega væri hann einna líklegastur til að setja í sess Ólafs, ef ekki hindráði eitthvað annað- Tap Sjálfstæðisflokksins í bæjar og sveitarstjómarkosn- ingunum síðast var ekki venju legt tap í slíkum kosningum. Tapið var táknrænt fyrir álit- ið, sem almenningur hefur á forustunni, sem nú er við stjómvölinn. Þegar sjálf Reykjavík, höfuðvígið, ekki aðeins tapar heldur til Fram- sóknar og krata, þá er sjáv- arlagið í sæ stjórnmálanna orðið meira og alvarlegra en saklaus bræla. Jón Thoroddsen, skáld, læt- ur Hjálmar tudda, augnaþjón Sigvalda prests, segja einu sinni eftir sérlega svaðilferð prestsins í sauðahús: „Má ég ekki dusta moldarskarnið af dinglandanum?“ meinandi að sr Sigvaldi hafði óhreinkazt á kyrtilskautunum eftir dvöl- ina undir frosnu hlöðuþakinu. Það er máske ekki ósennilegt, að margir Sjálfstæðismenn hefðu orð Tudda um pólit- ískt „andlit“ forustunnar í Sjálfstæðisflokknum. Það er víst, að hún hafi óhreinkazt á kyrtilskautunum eftir þær voðalegu ófarir, sem flokkúr- inn hefur ratað í síðari árin. Ekki er enn vitað, hver á- heit yfirpostuli flokksins ætl- að að hafa áður en næst verð- ur kjörið, en vænta má, að þar yrði efndir meiri en sr. Sigvalda, þegar hann loksins slapp lifandi úr tóftarskömm- inni. Þegar hefur vissulega ver- ið hamrað á því hér og víð- ar hvernig komið er nú hag iðnaðar, kaupsýslumanna og margra annarra sjálfstæðra atvinnurekenda. Auglýsingar um eignamissi, fjárupptökur almennar og sívaxandi opin- ber gjöld vegna brjálæðis- legra fjárfestinga hins opin- bera eru i senn skömm og ó- svinna í garð hins almenna kjósenda. Það er alveg víst, að stjórn landsins og í kjöl- farið stjórn kaupstaðanna og höfuðborgarinnar, ætlar nú- lifandi kynslóð ekki aðeins að standa fjárhagslega undir öllum verkefnum, nauðsyn- legum og ónauðsynlegum, heldur virðist það líka okkar hlutverk að standa undir aukafjársjóðum bankanna, byggingarbrjálæði þeirra og Seðlaólánsins, kirkjubygging- um og rosaframkvæmdum um land allt. Nauðsynjamál t.d. vegagerð situr á hakan- um og dýrmætustu farartæki hristast í sundur af þeim or- sökum. Höfuðstaðurinn legg- ur í stóríbúðir undir ræfil- menni mörg, eltir ólar við allskyns lýð í atkvæða- smölun — og fer þar mann- greiningarlaust, þótt sjálfsagt sé að hjálpa dugmennum. Heita má, að hamingja Sjálfstæðisflokksins hafi aldr- ei verið minni en nú, þegar hamingjusól hans ætti að vera í heiði. Ýmsu má um kenna, en, að sjálfsögðu, verður það suðvitað skipstjór- inn á ríkisskútunni, sem taka verður ásökununum og byrgð á skakkaföllum. Það er nú kominn sá tími, að skip- stjórinn verður að sjá villu ™ síns vegar, skýra málin, ekki í leiðara Moggans, heldur tala til þjóðarinnar sjálfrar, án pólitísks rifrildis og án þess kenna hinum flokkunum um sín eigin mistök. Það er enn hægt að bjarga og leiðrétta. En það verður ekki gert með núverand i hrunstefnu. Við eigum fullan rétt á að finna, að rfkisstjómin vill gera ann- að en skattpína almenning, og gera núlifandi kynslóð borg- unarmenn fyrir öllum fram- kvæmdum. Það er engin minnkun. fyrir smáa og til- tölulega máttvana þjóð, sem allt verður að gera £ einu í heimi, sem vex dagförum í tækni og , framleiðslu, þótt leitað sé styrks hjá stórþjóð- um. Það er útilokað fyrir nokkra rikisstjórn, hver sem |j . hún er, að sitja og halda " áfram þessari skattpínslu- stefnu. Ég er viss um, að hér hefur ríkisstjórnin enn gerzt sek um óþarfa og ímyndaða hræðslu við landráðayfirlýs- ingar og glæpastefnu þeirra hérlendis sem dýrka alþjóð- lega yfirgangsstefnu kommún- ista. Það er kominn tími v.il að þurrka þá hégilju út með öllu. Það fellir Sjálfstæðis- flokkinn annað afl en gjálf- ur komma, misheppnv.ðra skálda og listamanna, bó- hema og „frjálst kynlíf“- flokjfa, sem virðast síðari ár- in vera helzt þymir í augum flókksins og stjórnarinnar ! ! ! * 4

x

Mánudagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.