Mánudagsblaðið - 22.08.1966, Síða 4
4
Mánudagsblaðið
Mámidagur 22. ágúst.
Sveinn Egi/sson —
— ný varahlutaþjónusta
Glæsilegur aðbúnaður í nýjum
húsakynnum
Mysticus:
Rauða
Frá því ég var lftill strákur
hetur spegillinn haft einkennilegt
aðdráttarafl fyrir mig. Ég var
víst ekki margra ára þegar ég
fór að geta setið eins og bjarg-
naiminn fyrir framan spegilinn
tímunum saman og starað á and-
litið á sjálfum mér- Mér var
strítt með þessu og sagt, að ég
væri svona skotinn f sjálfum
mér, þessar setur fyrir framan
spegilirm kæmu bara af sjálfs-
aðdáun. Það var kannske von,
að fólkið héldi þetta, en sjálfur
vissi ég bezt að þetta var alls
ekki rétt. Ég var ekkert hrifinn
af sjálfum mér, heldur þvert á
móti. Ég var feiminn og hátf-
gerð mannafæla og fullur af
6jáifsgagnrýni. Þessar setur við
spegilinn vora ekki sprottnar af
neinnl sjálfsgleði. Þær voru
miklu fremur runnar af einhverj-
óljósum ótta, hræðslu við að ég
mundi sjá eitthvað voðalegt í
epeglínum, tii dæmis eitthvað
allt annað en mitt eigið andlit
eða þá að andlitið á mér mundi
breytast á einhvem hræðilegan
hátt Stundum fannst mér þetta
vera að gerast. Mér sýndist
stundum nefið á mér vera að
stækka skyndilega, stundum var
höndin
hafcan að lengjast, stundum
fannst mér annað augað vera
miklu stærra en hitt. Og á slík-
um stundum varð ég gagntekin
af ótta við það, að ég væri að
breytast í einhvem ægiiegan
vanskapning. En ailtaf sigraði
skynsemin og ég sá að þetta var
allt tóm ímyndun í mér.
Þegar ég var á geigjuskeiðinu
sat ég oftar við spegilinn en
nokkru sirmi fyrr. Nú voru fé-
lagamir komnir til sögunnar og
við þá háði ég grimmilegt stríð
í mörg ár. Það kom fyrir á þess-
um árum að ég þóttist sjá ein-
hverjar kynlegar breytirtgar á
andlitinu á mér, en þó var það
sjaldnar en áður. Og núna síð-
ustu árin hefur þetta ekki oft
komið fyrir. Þangað til þessi ó-
sköp dundu yfir.
Það era núna eitthvað rúmir
tveir mánuðir síðan, að ég þótt-
ist sjá einhvem einkennilegan
roða á enninu á mér, þegar ég
leit í spegilinn. Þessu fylgdu
eymsli svo að ég gaf því í fyrstu
engan frekari gaum. Eki þessi
rauði blettur á enninu bvarf ekki
næstu daga. Hann varð greini-
legri heldur en hitt. Ég bar á
hann vaselín, en það bar engan
árangur. Annars hélt ég að þetta
vaari bana einhver venjuleg út-
brot. En ég skoðaði btettinn
vandlega i speglinum á hverjum
degi-
Bletturinn var búinn að vera
þarna á enninu á mér eitthvað
rúma viku þegar ég tók fyrst
eftir þvi, hve einkennilegur hann
var í lögun. Mér sýndist hann
vera að verða í laginu erns og
rauð hönd með fimm fingrum.
Pyrst hélt ég að þetta væri í-
myndun eins og svo oft áður
þegar ég var að horfa á and-
litið á mér í speglinum. En lög-
unin varð æ greinilegri eftir því
sem dagamir liðu eða ekki gat ég
séð betur. Þarna var höndin
eldrauð á miðju enninu og fing
urnir teygðu sig upp undir hárs
rætur. Ég var sannfærður trm
að fólki væri farið að verða
starsýnt á þetta undur á ennmu
á mér. Þetta var eins og brenni-
mark, eins og ég væri brenni-
merktur fyrir eiivhverja voðalega
sekt, sem ég þó vissi ekki hver
var. Ég hef alltaf verið ósköp
skikkanlegur maður og ekkert
verulega illt af mér gert svo að
ég viti- En mér fannst fólk vera
farið að skotra augunum svo
undarlega til mín. Sumir á skrif-
stofurmi, þar sem ég vinn gláptu
bara hreinlega á mig, eða það
fannst mér- En svo falskrr voru
þeir að þeir gátu ekki talað
hreinskilnislega um þetta. Aðrir
létu aftur sem ekkert væri, eins
og ekkert væri athugavert við
mig, en ég vissi svo sem, að
þeir sáu höndina eins og hinir,
þetta átti víst að vera einhver
nærgætni við marrn, sem væri
svt>na grátt ieikinn. En ég þótt-
ist vita, að í sinn hóp piskruðu
þeir um þetta, gerðu gys að mér
eða toluöu tim mig sem brenni-
merktan voðamarm.
Einn dagirm sýndist mér
höndin vera orðin eins greini-
leg og lituð ljósmynd. Ég þótt-
ist sjá neglumar skýrt og
greinilega og meira að segja sá
ég aðrar á handarbakinu. Þá
lét ég heftiplástur yfir alla hönd-
ina frá augabrúnum upp í hárs-
cætur- Þennan dag fóru eumir
á skrifstofunni að spyrja mig
hvort mér væri eitthvað íllt í
enninu, ég gaf Ktið út á það.
Mér blöskraði hræsnin og ó-
hreinlyndið í þessn fólki að láta
eins og það hefði ekki tekið eft-
h- neina áður. Ég var svo sem
ekki í neinum vafa um að raraða
höndin hefði verið heizta um-
ræðuefnið á skrifstofunni vikum
saman. Ég sá svo sem þennan
lýð í gegn. Hjá honum var enga
samúð að finna, hann bara hæld-
ist að þeim sem hafðS tmðið fyr-
ir þessum ósfcöpwn,
Ég sá nú að ekki mátti leng-
ur við svo búið standa og fór
til húðsjúkdómalæknis. Ég var
með jriásturinn á enninu. Ég
held helzt að fólkið á biðstofu
læknisins hafi haldið að ég væri
með syfilis- Ég sagði lækninum
alla söguna áður en hann tók
plásturinn af. Hann horfði nú
eitthvað sfcrítilega á mig eins og
harm kannaðist við þetta fyrir-
þæri- Svo skoðaði hann ennið á
mér. Eg hélt að hann færi nú
að halda einhvern fyrirlestur um
orsakir rauðu handarinnar, til
dæmis og um það að ég væri
alveg ótrúlega vondur maður og
þess vegna hefði ég fengið þetta
brennimark á ennið. Og ég hafði
6varið á reiðum höndum. Ég ætl-
aði að segja homum, að höndin
kæmi ails ekki af því; ég væri
ekkert vondur maður. En þegar
til kom sagði hann ekkert slíkt.
Hann sagði bara: „Það gengur
alls ekkert að enninu á yður
maður minn- Það er alls engin
rauður blettur á þvi, hvað þá
rauð hönd. Þetta er allt saman
ímyndun og grillur frá upphafi
til enda- Það er taugalæknir, sem
þér þurfið á að halda“. Nú, hann
ætlaði þá að hafa það svona,
vera með sömu lygi og fals og
allir hinir. Þama blasti höndin
blóðrauð við mér í speglinum.
Mér lá við að gráta. „Af hverju
getið þér ekki verið hreinskil-
inn við mig?“ spurði ég. „Þér
hljótið að sjá höndina, það má
r.ú sjá minna.“ „Blessaðir ver-
ið þér nú rólegur“, sagði læknir-
inn. „Og farið nú beint til tauga-
læknis, hann hlýtur að gefa ráð
þessum fáránlegu grillum úr yð-
ur- Ég segi yður það satt, það
er ekki nokkuð skapaður hlutur
að ennimi á yður“. Með það fór
ég.
En þeir plata mig ekki, hvorki
lækniriTm né aðrir. Ég sé nú
höndina svo greinilega í speglin-
um, að þeir þurfa ekki að halda
að þeir geti umgengizt mig eins
og fífl. En ég sé fram á það, að
ég verða að taka til minna eigin
ráða. Ég skal berjast við hönd-
ina eins og ég barðist við fíla-
penslana- Ég ætla að reyna að
brenna hana af enninu með
heitu jámi. Ef það gengur ekki
ætla ég að fletfa allri húðinni af
með rakvélarblaði. Og ef hún
kemur afttir skal ég skera hana
burtu á ný. Ég er staðráðinn í
því að ganga ekki með svona
brennimark. Ég veit svo sem að
nílír sjá það, þó að þeir láti
sem ekfcert sé.
Auglýsið í
Mánudags-
blaðinu
1 þessari viku mun ljúka
flutningj á varahlutalager og
viðgerðarþjónustu FORD um-
boðsins Sveinn Egilsson h.f. í
hið nýja húsnæði að Skeif-
unni 17. Munu þá verða full-
nýttir þeir 1200 ferm. húsnæð-
is, er byggðir eru sem 1. á-
fangi fyrir starfsemi fyrirtæk-
lsins.
Um leið og flutt er í hið nýja
húsnæði verða tekin í notk-
un ýmis ný tæki til þess að
auðvelda og flýta fyrir af-
greiðslu allri og um leið að
bæta þjónustu við viðskipta-
menn. Má m.a. nefna 8 bíllyft-
ur, er gera viðgerðir allar fljót-
ari og auðveldari.
Jafnframt munu verða sér-
hæfðir starfsmenn við eftirtal-
in störf:
1. Mótorstillingar og rafkerfi.
2. Hjólastillingar og jafnvæg-
isstillingu hjólbarða.
3 Hemlaviðgerðir.
4. Viðgerðir á útblásturs-
kerfi.
5. Bifreiðaskoðun eftir 5000
km akstur.
Flest tæki til þessara starfa
eru þegar komin á staðinn, en
önnur verða tekin í notkun á
næstu vikum.
Áherzla verður lögð á reglu-
legar skoðanir bifreiða eftir
hverja 5000 km, þannig að hægt
sé að koma í veg fyrir stærri
bilanir og óhöpp, er gera við-
gerðir dýrar og tímafrekar.
Á næstunni verður sett upp
færiband er flytja skal vara-
hluti frá lager og til viðgerð-
armanns, þannig að í gegnum
talkerfi biður viðgerðarmaður
um ákveðinn hluta úr verzlun-
inni og er hann þá sendur um
hæl. Sparast við þetta tími
viðgerðarmanns, er ánnars yrði
að fara eftir hlutnum og jafn-
vel bíða eftir afgreiðslu.
Framkvæmdir við bygging-
una hafa haft með höndum
eftirtaldir aðilar: Arkitektar:
Sigvaldi Thordarson og Þor-
valdur Kristmundsson. Verk-
fræðingur: Vilhjálmur Þorláks-
son. Byggingameistari: Þórður
Jasonarson. Rafvirkjameistari:
Hilmar Steingrímsson. Pípu-
lagningameistari: Ásgeir Eyj-
ólfsson. Málarameistari: Stein-
grímur Oddsson. Innréttingar:
Haraldur Pálsson og Kristinn
Kristinsson. Skipulag innan-
húss: Björn Steffensen. Stað-
setning tækja og véla: Bent
Jörgensen. Spjaldskrár og nótu-
form: Konsulent Knut Iver-
sen og Gissur Kristjánsson.
Bifreiðasöludeildin verður á
fram á sama stað, að Lauga
vegi 105.
Stjórnendur hinna ýmsu
deilda fyrirtækisins eru þessir:
Bifreiðadeild: Jóhannes Ást-
valdsson. Varahlutasala: Jón
Adolfsson. Verkstæðisþjónusta:
Bent Jörgensen.
Þar sem verkstæðis- og vara-
hlutaþjónusta eru talin óað-
skiljanleg hefur varahlutalager
og verzlun verið flutt í hið nýja
húsnæði að Skeifunni 17, eD
bifreiðasöludeild og skrifstofan
verða áfram að Laugavegi 105.
Kaupmenn og kaupfé/ög
Fyrirliggjandi:
Úrval af fallegu
SILKI DAMASKI.
Kr. Þorvaldsson & Co.
Heildverzlun — Grettisgötu 6.
Símar 24730 og 24478.
THkynning um
hugmyndasamkeppni
Landsvirkjun hefur ákveðið að efna til hiuicœaviida-
samkeppni um merki fyrir fyrirtækið. Ætlunin er
að nota megi merkið í ýmsum stærðum, sem bréf-
haus, skilti o.s.frv. Höfundar eru fr'jálsir um val
hugmynda. Veitt verða þrenn verðlaun:
1. verðlaim kr. 15.000
2. verðlaun kr. 8.000
3. verðlaun kr. 5.000
Verðlaunaðir uppdrættir verða eign Landsvirkjun-
ar, og áskilur hún sér rétt til að notfæra sér þá
að vild. Uppdrætti skal gera á hvítan pappír, arkar-
stærð 420—594 mm (A2), og skal vefja þá saman.
Stuttorð lýsing, er geri grein fyrir hugmyndinni,
skal fylgja uppdrætti.
Uppdrætti skal merkja í reit 3x3 cm í hægra horni
að neðan. Nafn höfundar skal fylgja í lokuðu ó-
gagnsæju umslagi merktu á sama hátt.
Tillögum skal skila á skrifstofu Landsvirkjunar,
Suðurlandsbraut 14, fyrir hádegi 23. september n.k.
Kaupmenn og kaupfélög
Fyrirliggjandi:
Úrval af kjóla, pilsa og blóssuefnum.
Kr. Þorvaldsson & Co.
Heildverzlun — Grettisgötu 6.
Símar 24730 og 24478.
KjúkTmgar
Framhald af 3. síðu.
og Reykjakjúklingana of dýr lúxus fyrir al-
menning, þótt svo ætti alls ekki að vera. Al-
mennt í framfaralöndum eru kjúklingar og
svínakjöt ódýrari en annað kjötmeti. Hér er
okrað á lélegu. óætu svínakjöti, sem hvergi
væri markaðshæft. Kjúklingarnir þola saman-
burð. Svínakjötið er ekki annað en glæpsam-
Ieg framleiðsla hvar neytandi verður oft og
einatt að skera brott nær helming magnsins og
henda sökum viðbjóðslegs fitulags. Betra er að
leggja svínakjötsræktun með öllu niður en
leyfa æfintýramönnum að framleiða þann ó-
þverra, sem hér er boðið upp á — Innflutn-
ingur á svínakjöti er sjálfsagður.
Kaupmenn og kaupfélög
Fyrirliggjandi:
Mjög vandaður vestur-þýzkur drengja
nærfa’tnaður.
Kr. Þorvaldsson & Co.
Heildverzlun — Grettisgötu 6.
Símar 24730 og 24478.
Kaupmenn og kaupfélög
Fy rirliggjandi:
Hvít teygja, 6 cord.
Skábönd — Bendlar
Þvottapokar — Handklæði.
Kr. Þorvaldsson & Co.
Heildverzlun — Grettisgötu 6.
Símar 24730 og 24478.