Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 05.12.1966, Síða 6

Mánudagsblaðið - 05.12.1966, Síða 6
ÚR EINU í ANNAÐ Érfítt líf íþróttaforkólfa — Mats Bahr í Loft- leiðahóteli — Morgunmúsxkin enn — Picasso og matvælasýningar — Matur á SÖGU — Gerfískáldin og styrkir Mikið lifandi ósköp hlýtur aá vera erfitt að vera i móttökunefndunum, sem taka á móti hinum erlendu í- þróttaliðum sem hér keppa. Þessir menn, sem endur- gjaldslaust fóma sér fyrir íþróttir eru á sífelldum þön- um milli veitingastaðanna, kippandi í sig „appetæser" áður en þeir svelgja í sig steikumar með gestunum. Sjálfum þyki þessum mönnum afleitt að þurfa að fara á mis við soðninguna og heimilisánægju hádegisverðar- ins, en í stað þess þurfa að pína sig á þessum rækallsins veitingataði og veifast á kokkteilglösum. Það er sannar- lega kominn tími til að þessir menn séu heiðraðir. Það ttr ekki nema örsjaldan, að maður trúir auglýs- ingum veitingastaða um ágæti skemmtikrafta sinna. En meðal undantekninga hlýtur að vera auglýsing Loftleiða- hótelsins í sambandi við Mats Bahr, sem er einn mesti gamankraftur sem hingað hefur komið. Herfa Bahr hermir eftir, skopstælir atriði úr heimi hljómsveita og ís- lenzltra matargesta á hótelum, sýnir ýmis frábær atriði í söng og margt annað. Loftleiðir hafa sannarlega ástæðu til að prala af þessum ágæta skemmtikrafti sínum. •-------------------------------- Fer ©kld bráðlega að koma að því, að við hlustendur útvarpsins fáum einhverja líflegri músík í morgunút- varpinu en hingað til? Þótt nokkuð sé um létta músík klukkustund eða svo er klassíska músíkin bæði óvið- kunnanleg og óviðeigandi meðan menn eru að komast í gang eftir nætursvefninn. Sumir halda að þetta sé mermingarlegs eðlis en svo er ekki, iþótt um góða list sé að ræða. Yfirgnæfandi hluti fólksins vill hressandi fjör á þessum tiína sólarhringsins, auk skammdegisins, en ekki klassísk lög né heldur hin væmnu hálfklassísku ástarlög, sem oft eru leikin. Músíkdeildarstjóm útvarps- ins er undir stjóm manna, sem sannarlega vita eldiert um vilja hinna raunverulegu eigenda þees þ.e. almenn- ings. Þeim er skylt að breyta að óskum hans. Það er heppilegt fyrir hina eilíft sparandi opinberu starfsmenn, að Picasso skuli sýna í Paris um leið ag matvaelasérfræðingar, eins og dr. Selma, forstöðukona Listasafnsins, upplýsir í Mbl., þvi þannig gat hún og maður hennar notið samveru er bæði voru í opinberum ferðum ytra. Vissulega ættu fleiri opinberir starfsmenn að reyna að láta enda mætast á þennan hátt í stað þess að skýra ferðalög kvenna sinna, eins og einu sinni var gert, á slíkar ráðstefnur, á þann hátt, að konugreyin hafi farið með til þess að þvo sokka og skyrtur hinna starfandi, sparsömu eiginmanna. Nokkrir þátttaikendur í stúdentafagnaði 30. nóv. í Sögu hafa sent okkur bréf varðandi matinn. „Fyrir kr. 450 per mann fengpm við spergilsúpu, 2. flokks, nauman skammt kjöts, grænmetislítinn, og ís. Þessi máltíð var í senn hrjáleg og illa fram reidd að auki. Um ábót var ekki að ræða enda fór svo að margir gesta fengu sér „smjör- brauð“ er á leið, beint vegna hungurs. Þetta er ófær framkoma af annars ágætu hóteli enda voru kvartanir mjög á lofti.“ Bréfiritarar halda enn áfram, harðorðir mjög, og öþarfi al birta fleira. En heldur er þetta lág- kúruleg framkoma fyrir slíkan pening, og með . öllu ó- þolandi. Mikið Ián væri það, ef fleiri af rithöfundum okkar, svo ekki sé talað um gervirithöfundana, ef þeir tækju nú kristna trú hið fyrsta og færu að fyrirmynd Kiljans, að hætta að taka við stykjum. Sjálfskipaðir rithöfundar eru eins og flugur á mykjuskán hér á landi svo ekki sé talað um listmálara. Sumar bækur, sem þeir gefa út, seljast alls ekki, aðrar kaupa vinir, en einhverskonar Samverjar forlaganna halda áfram að unga út þessu rusli. I krafti útkominna og óseldra bóka heimtar svo þessi lýður styrk á styrk ofan og nú á að troða þessu bókarusli inn á safnin og leigja þau út fyrir ærið fé, ef einhver villist til að kíkja í það. Menn á ekki að verð- launa fyrr en eftir á — eftir að þeir hafa sýnt eitthvað. Almenningur skuldar flestum þeirra ekki nokkurn skap- aðan hlut. Greia Jóaasar Framhald af 2. síðu. ili sem hamingjusöm hjón og börn mynda með einlægri og hugheilli sambúð. Unnsteini skólastjóra hefur tekizt að mynda nýjan þátt í bændamenningu landsins. Hann er faðir gróðurhúsamenningar- innar. Lærisveinar hans hafa byggt meginþátt í blómaborg- inni Hveragerði og hvarvetna um land allt, má rekja áhrifin frá skóla hans hvar sem mynd azt hafa þorp á jarðhitastöð- um. Þegar Unnsteinn og kona hans komu að Reykjum skorti skilyrði til fullkoming starfs. Þau vantaði hæfileg gróðurhús og skóla með heimavist fyrir pilta og stúlkur. Skilningur valdhafanna á þýðingu jarð- hita í þágu grænmetisræktunar var tilfinnanlega lítill. Unn- steinn tðk sama ráð og Torfi í Ólafsdal fyrr á árum. Hann byggði gróðurhúsin sem eru bezt og svipmest sem enn eru til hér á landi. Þetta tókst «neð hlifðarlausri vinnu. Allt sem aldinræktin gaf í aðra hönd að frádregnum vinnulaumpn var notað til að endubæta gömul glerhús og bæta við nýjum afl stöðvum. Með þessum hætti lærðu nemendur hans að brjóta sér leið með eigin orku og á- huga. Einstaka öfundarmenn gágnrýndu Unnstein fyrir að byggja stærri og meiri hús. Þeir töldu að garðyrkjuskólinn mætti ekki keppa við aðra fram leiðendur á markaðinum. Þeir gleymdu að Unhsteinn gaf for- dæmi fyrir alla sem feta í slóð ina. Loks kom þar að gróður- húsin á Reykjum þoldu saman- burð við stærri og voldugri þjóðir að því sem snerti fram- leiðsluskilyrðin. En skólinn sjálfur var húslaus. Það mál hafði Unnsteinn undirbúið vand lega með rannsóknum og teikn- ingum er nú er hálfbyggt. Það verður fullkomnasta og bezt undirbúna heimavistarhús hér á landi, fyrir pilta og etúlkur, sem ætla að gera að veruleika S'kopmynd gamanteiknarans um blóm hér á landi. Á Reykjum er nú nokkuð fullgert og mik- ið í smíðum af þeirri fram- kvæmd sem á að gefa ókomn- um kynslóðum suðrænan jarð- hitahúsagróður til að fegra landið og bæta þjóðlífið. Grundtvig lærði margt af fomritunum íslenzku og hefur unnið menningarþrekvirki út í löndum með áhrifum á upp- eldi norrænna þjóða. Hér á landi hefur hann eignast tvo áhrifamikla lærisveina. Þeir voru skólabræður í yfirlætis- lausum æskumannaskóla í Borg arfirði. Þeir fóru hvor sína leið en geymdu vináttu og samúð æskunnar á löngum ferðum um mörg ár. Þegar Unnsteinn lagði út í það æfintýri að bjarga jarðhitanotkun í landinu með því að gera á Reykjum full- komna æfingaraðstöðu átti hann í fylkingu valdamanna einn óbilandi samstarfsmann, Ingólf Jónsson ráðherra, sem hefur nú þegar bjargað and- legu afreki skólabróður og sam herja. Unnsteinn Ólafsson og IngAfur voeu Grundtvigsmenn á Hvítárbökkum þegar þeir vor þar á nemendabekk. Reykjaskóli er nú verk þeirra Mánudagur 5. desember 1966 Samkv. 4. gr: Morgenthau- áætlunarinnar (Framhald úr síðasta blaði.) Hinn 7. Tióv. 1947 hrópaði réttarþjónn einn, klæddur ein- kennisbúningi bandaríska hers- ins, út yfir salinn: „Göfugu dómarar Herdómstóls III A! Herdómstóll m A hefur störf sin. Guð vemdi Bandaríki Ameríku og þennan virðulega dómstól“. Við háborð í öðrum enda hins geysimikla réttarsals sátu dómaramir þrír: Miðaldra mann, reynslulausir í alþjóða- stjómmálum og fákunnandi í alþjóðalögum. Þar sem forseti hæstaréttar Bandarikjanna, Fred Vinson, hafði neitað að láta alríkisdómara hafa af- skipti af þessum málum, var gripið til meðlima hinna ýmsu fylkjadómsstóla. Allt eintóm 0, sem nú höfðu örlög þess fyrir- tækis, sem um næstum því einn ar aldar skeið hafði verið stærst í Evrópu, á valdi sínu. Aðalákærandi var Telford Taylor ofursti, síðar stórfylkis- foringi. Þessi 41 árs gamli málaflutningsmaður hafði lengi verið einn af New Deal-iðju- mönum Roosevelts, m.a. hand- genginn %-kommúnistanum Henry Wallace, varaforseta Bandaríkjanna 1940—1944. Síð ar hafði hann verið kallaður í 'herinn, þar sem hann hafði einkum þann starfa að „rann- saka stríðsglæpi“ á vegum Jacksons. Stöðu Jacksons sem aðalákærandi erfði hann, þegar Jackson hafði verið kallaður heim eftir hina niðurlægjandi meðferð, sem Göring veitti hon um við Stalin/Roosevelt-réttar- höldin. „Upphaf, þróun og bak- svið þeirra 'glæpaverba og glæpsamlegu áforma, sem þessir sakbomingar hafa gerzt sekir um, ná yfir meira en 100 ára tímabil þýzkirar hernaðarsögu og 133ja ára — fjögurra kyn- slóða — vopnaframleiðslu- skeið Kmppættarinnar . . .“ — Telford Taylor, aðalákær- andi Bandaríkjamanna við Krupp-réttarhöldin, 8. des- Hinar sögulegu staðreyndir eru m.a. þessar: Fyrsta félags- málalöggjöf Bandaríkjanna, „The Social Security Act“, er frá árinu 1935. Elli- og öryrkja tryggingar Frakka öðluðust lagagildi árið 1930, en sams- konar löggjöf í Englandi árið 1925. En Alfred Krupp stofn- aði fyrsta þýzka sjúkrasamlag- ið og dánarbótasjóðinn þegar árið 1836. Lög þeirra og reglu- gerðir urðu síðar fyrirmyndir Bismarcks að félagsmálalög- gjöf hans frá árinu 1881. Rrupp var frumherja byggingafram- kvæmda á samvinnugrundvelli; sömuleiðis braut.ryðjandi á sviði iðnfræðslu. En í augum Bandamanna var Krupp ein- göngu „fallbyssukónguripn“, og þegar Alfried Krupp von Bohlen und Halbach stpð frammi fyrir dómurunum í Niimberg, þá var hann ekki saksóttur fyrir neitt það, er hann hafði gert eða látið ó- gert, heldur var honum gert að þola dóm fyrir föður sinn, afa, langafa og langalangafa. Og þess vegna var dómurinn á- kveðinn fyrirfram, þegar áður en „dómsstóllinn“ settist á rök stóla, alveg eins og í öllum þeim aragrúa málaferla, sem Bandamenn sett.u í gang yfir varnarlausum andstæðingum. Meðákærðir Alfrieds Krupp voru einnig allir yfirfram- kvæmdastjórar og yfirforstjór- ar Krupp-semsteypunnar, 11 talsins. Síðan Alfried Krupp hafði verið handtekinn á heim- ili sínu, „Villa Hugel", hinn 11. apríl 1945, hafði honum verið þvælt úr einum fangabúðunum í aðrar, án þess að hann hefði hugmynd um að ætlunin væri að draga hann fyrir rétt. Það var fyrst nokkrum mánuðum áður en málareksturinn hófst, að hann fékk vitneskju um á- kæruatriðin og málavöxtu. Málaferlin gegn Krupp stóðu yfir í nærri 11 mánuði. Yfir 200 vitni voru tekin til yfir- heyrzlu, og hin hreinrituðu handrit hraðritaranna þöktu 13.455 síður. Skrifleg fylgi- »■ skjöl voru alls rúmlega 4.200. Að því er virtist, var hér um ítarlegan málarekstur að ræða. En þetta voru ósvikin Stalin Roosevelt-réttarhöld. Þau fóru fram undir þjóðfána Bandaríkj anna við bandarískan dómsstól, samkvæmt nýjum, alþjóðlegum réttarreglum, sem hvorki höfðu lagagildi í Þýzkalandi né Bandaríkjunum. Sakborningarn ir voru saJksóttir fyrir meint af brot, sem framin höfðu verið undir þýzkri lögsögu, , og að öllu öðru leyti var „dómsstóll- inn“ starfræktur eftir sömu megin sjónarmiðunum og aðaldómsstóllinn (sbr. MÁNU- DAGSBLAÐIÐ, 6. júní þ. á.). Þar sem verjendurnir töldu tíklegt, að þeir myndu standa hölkim fæti gagnvart sigurveg urunum, sökum þess að málið var rekið á gundvelli, sem þeim var alls ókunnur áður, og eftir framandi réttarreglum, þá fór Alfried Krupp þess aó leit, að mega kveðja sér bandarísk- an verjanda til aðstoðar, Earl J. Carrol að nafni, sem hafði ein'beitt sér að hemámsmála- Framhald af 6. síðu. Á veitingastöðum Vettvangur gleði og sorgar < < / Dregur úr veitingasölu — Nektarma^r „trdkkir“ — Ströng samkeppni — Útlendir skemmltikraftar vinsælastir — Vinsældir barþjóna — Nýr dálkur. I viðtali við nokkra þjóna á veitingastöðum ber þeim öllum saman um að viðskiptin hafi beggja. Hann er nú kominn yf- ir hættumörkin. Unnsteinn skóla stjóri er að vísu fallinn í val- inn, en soAur hans, 25 ára mað ur tekur við skólastjórastarfi hans. Hann er vaxinn upp í baráttunni við að gera Reykja skóla hógláta en máttuga stofn un. Hann er búinn kostum beggja foreldra sinna. I þessum unga manni sameinast góðir kostir tveggja þjóða, Islendinga og Dana. Frú Elna Ólafsson mun Ijúka uppeldi bama sinna hér á dottið talsvert niður, nema um helgar, allt að 25%, segja sum- ir. Þetta ber þeim líka saman landi, enda er ísland fyrir löngu orðið annað föðurland hennar. Hún á góðan þátt í nýsköpun þeirri sem er að ger- ast undir skapandi hönd skóla- bræðranna Unnsteins Ólafsson- ar og Ingólfs Jónssonar. Þá mun elzti sonur Elenu og Unn- steins, 25 ára maður, lærðastur allra íslenzkra garðvísinda- manna, taka um stund eða til lengdar við þeim vanda að full gera Reykjaskóla og sýna þar í verki að suðræn blóm geti dafnað á íslandi. um, er eðlilégt á þessum tíma árs, jólin í uppsiglingu og allt stússið og fjárútlátin sem þeim fylgja. Veitingamenn gera þó margar ágætar tilraunir til að lokka inn gesti. Loftleiðahótelið hef- ur sinn Mats Bahr (sjá Úr einu í annað), enda eru útlendu skemmtikraftamir það, sem „trekkir“ mest. LIDO ryður sér nú braut í innflutningi er- lendra skemmtikrafta, siðan þar tóku við nýir eigendur. Fyr ir skömmu vildi þó svo til að ein af sexbombum þeirra LIDO manna braut á sér hnéskelina fyrsta sýningarkvöldið og mun hafa bmgðið nokkuð er hún sá gesti, en að sið leikhúss- fölks, skilaði hún sínu pró- grammi með fót í „gifsi“ — Framhald á 3. síðu. t

x

Mánudagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.