Mánudagsblaðið - 07.06.1971, Page 2
Mánudagsblaðið
Mánudagur 7. júní 1971
Kaupamaðurinn
Einu sinni fór maður sunnan af
Suðurnesjum norður f land í
kaupavinnu. Hann fékk ákaflega
mikla þoku, þegar hann kom norð-
ur á heiðarnar, svo hann viltist.
Gjörði þá hret og kulda. Lagðist nú
maðurinn fyrir og tjafdaði þar, sem
hann var kominn. Tekur hann síð-
an upp nesti sitt og fer að borða.
En á meðan hann er að því, kemur
inn rakki mórauður í tjaldið og
er mjög hrakinn og sultarlegur.
Sunnlendingurinn undraðist, að þar
skyldi koma til hans hundur, er
hann átti engra dýra von. Sva var
rakkinn Ijótur og undarlegur, að
honum stóð stuggur af; ekki að
síður gaf hann honum þó svo mik-
ið af nesti sínu sem hann vildi. Át
hvolpurinn gráðuglega og fór síðan
burtu og hvarf út í þokuna. Mað-
urinn skipti sér ekki af þessu, en
fór að sofa, þegar hann var búinn
að borða, og hafði hnakkinn sinn
undir höfðinu.
Þegar hann var sofnaður,
dreymdi hann, að kona kom inn í
tjaldið. Hún var mikil vexti og
hnigin á efra aldur Hún segir: „Ég
þakka þér, maður minn, fyrir hana
dóttur mína; en ekki get ég launað
þér fyrir hana sem skyldi. Þó vil ég
þú þiggir af mér ljáspíkina þá arna,
sem ég legg hérna undir hnakkinn
þinn. Ég vona hún verði þér að
góðu gagni, og mun hún eins bíta,
hvað sem fyrir verður. Aldrei
skaltu eldbera hana, því þá er hún
ónýt, en brýna máttu hana, ef þér
þykir þess þurfa." Síðan hvarf kon-
an burt. Þegar maðurinn vaknaði,
sá hann, að upp var Iétt þokunni ogs
albjart. Sól var hátt á lofti. Varð
þá manninum fyrst fyrir að taka
hesta sína og búast á stað. Tekur
hann þá saman tjaldið og leggur á
hestana. En þegar hann tók upp
hnakkinn sinn, sá hann þar undir
Ijá, svo sem hálfsleginn og alllið-
legan, en þó ryðgaðan. Man hann
þá eftir draumnum og hirðir spík-
ina. Fer han svo á braut og gengur
vel. Finnur hann bráðum veginn og
heldur hið skjótasta til byggða.
En þegar hann kom norður, vildi
enginn taka hann, því allir voru
búnir að fá sér nóg kaupafólk, og
líka var þá nærri því liðin vika af
slættinum. Hann heyrir þá sagt, að
þar sé kona ein í sveitinni, sem
engan kaupamann hafi tekið. Hún
var auðug af fé, og þótti hún margt
kunna. Hún var ekki vön að talca
kaupafólk og byrjaði aldrei sláttinn
fyrr en viku og hálfum mánuði á
eftir öðrum, og þó var hún jafnan
eins fljótt búin með tún eins og
aðrir. Þá sjaldan hún hafði tekið
kaupamenn, hélt hún þá ekki nema
viku og galt engum kaup. Sunn-
Iendingnum var nú vísað til þess-
arar konu og sagt frá siðum hennar.
Og af því hann fékk hvergi vinnu,
fór hann til henar og bauðst að
slá hjá henni. Hún tók því vel og
kvaðst mundi Iofa honum að vera
eina viku. „En ei geld ég þér kaup,"
segir hún, „nema þú sláir svo mikið
alla vikuna, að ég geti ekki rakað
Ijána, upp á laugardaginn." Þetta
þótti honum góður kostur og fór
nú að slá. Tók hann þá spíkina álf-
konunaut, og fannst honum hún
bíta vel. Aldrei þurfti hann að
brýna, og svona sló hann í sam-
fleytt fimm daga. Þótti honum hér
gott að vera, og var konan góð við
hann. Einu sinni varð honum geng-
ið út í smiðju. Þar sá hann ógrynni
af orfum og hrífum og ljáabunka
stóran .Furðaði hann sig á þessu
og þótt konan ekki vera á hjarni
með amboð.
Á föstudagskvöldið fór hann að
sofa, eins og hann var vanur.
Dreymdi han þá um .nóttina, að
álfkoaan, sú. seaa ga£...Uaa»m.. Ijá-
inn, kom til hans og sagði: „Mikil
ljá er nú orðin hjá þér, en ei mun
konan, húsmóðir þín, verða lengi
að skara henni saman, og þá rekur
hún þig burt, ef hún getur náð þér
á morgun. Þú skalt því ganga í
smiðjuna, ef þú heldur, að Ijáin
ætli að þrjóta, og taka svo mörg orf
sem þér lízt og binda Ijái í þau og
bera þau út í teiginn hjá þér og
reyna, hvernig þá fer." Þegar álf-
konan hafði þetta mælt, fór hún
burt, en kaupmaðurinn vaknaði og
reis á fætur. Fór hann þá að slá.
Um miðjan morgun kemur konan
út, og hefur hún þá fimm hrífur
með sér. Hún segir: „Mikil er Ijáin
orðin og meiri en ég hugsaði."
Lagði hún þá hrífurnar til og frá
í teiginn og fór að raka, Það sá
kaupamaður, að mikið rakaði kon-
an, en ei rökuðu hrífurnar minna,
og sá hann þó engan. Þegar leið
fram að miðjum degi, sá hann, að
ljáin ætlaði að þrjóta. Gekk hann
þá í smiðjuna, tók þar orf nokkur
og batt í ljái. Síðan gekk hann út
aftur á völlinn og stráði orfunum
til og frá með óslægjunni. Fóru
þau þá öll að slá, og stækkaði þá
bletturinn óðum. Gekk þetta allan
daginn til kvölds, og þraut ekki
ljáin. En þegar kvöld var komið,
gekk konan heim og tók hrífur sín-
ar. Bað hún þá kaupamanninn
koma heim líka og bera með sér
orfin. Sagði hún, að hann kynni
meira en hún hefði hugsað og
skyldi hann njóta þess og vera hjá
sér svo lengi sem hann vildi. Varð
hann svo hjá henni um sumarið, og
kom þeim vel saman. Heyjuðu þau
vel og fóru þó í hægðum sínum.
Um haustið galt hún honum kaup
geysimikið, og fór hann suður með
það.
Sumarið eftir var hann og hjá
henni og svo mörg sumur, sem
hann fór í kaupavinnu. Seinna
meir reisti hann bú á Suðurnesjum
og þótti jafnan hinn bezti drengur.
Hann var bezti sjómaður og mesti
dugandismaður til hvers, sem hann
gekk. Hann gekk ætíð einn að
slætti og hafði aldrei annan ljá en
spíkina álfkonunaut. Þó yar hann
jafnan eins fljótur og aðrir að slá
tún sitt, en ei hafði hann annað
gras en túnið, eins og þar er tíðast.
Eitt sumar bar svo við, að hann
var jróWfl, til. fiskjar. Þá kora nábúi
hans til konu hans og bað hana að
ljá sér ljá til að slá með, því hann
sagðist hafa brotið spíkina sína og
vera ráðalaus. Konan fór að leita
hjá manni sínum og fann spíkina
góðu, en engan Ijá annan. Hún Ijær
bóndanum spíkina, en tekur honum
vara fyrir að eldbera hana, því það
sagði hún, að maður sinn gjörði
aldrei. Hann lofaði því og fór
heim. Batt hann spíkina í orfið og
fór að slá, en náði engu hári af
með henni. Reiddist þá bóndi og
Framhald á 6. síðu. r-
Einnar mínútu getraun:
Hve slyagur
rannséknarí ertu?
Morð og framhjáhald
„Jæja“ sagði Ed Burke um leið og hann slétti með
rekunni yfir holuna. „Þá er fullkomnu verki loksins
lokið. Sniðugt fannst þér það ekki, elskan? Rottan
hann Dyer átti það sannarlega skilið“.
„Jú, flott og hreinlega gert, ekki snuðra á, Ed“
samþykkti Clara Miller, „en gleymdu því aldrei, að
ég sá þig skjóta hann“.
Reynolds, liðþjálfi, I lögreglunni, lyfti byssunni
varlega úr holunni, hrissti sandinn af henni, flýtti
sér á lögreglustöðina og setti byssuna á borðið fyrir
framan kaptein Wiley.
Wiley sneri sér skjótt við í stólnum, prófessor
Fordney kveikti sér í vindli.
„Það er rafmagnsstóllinn fyrir Ed Burke, ef þessi
byssa passar við kúlurnar, sem teknar voru úr líki
Dyers“.
„Þær passa ábyggilega" fullvissaði Clara hann.
„Það er „stóllinn'* fyrir þig líka Clara, ef þú varst
með honum".
„Ég var það nú ekki. Hann sagði mér að hann hefði
framið morðið og hvar hann hefði grafið hólkinn
niðri á Exler-ströndinni".
„En hvers vegna ertu að koma upp um Burke
núna, — fjórum mánuðum eftir morðið?"
„Vegna þess „hvæsti stúlkan" að þessi skepna
hefur haldið fram hjá mér mánuðum saman. Ég var
rétt núna að komast að því. Þess vegna sagði ég
ykkur hvar hann gróf byssuna. Það heldur enginn
framhjá Clöru án þess að hún borgi fyrir sig“.
Fordney rétti hendina eftir byssunni, hrissti nokkur
sandkorn úr gljáandi hlaupinu á hinni vígalegu 38-
caliber hjólabyssu og opnaði hana. Það voru fjögur
skot í byssunni, en Dyer hafði aðeins verið'Skotmn. k*
einu skoti.
„Hefurðu fjarvistarsönnun í sambandi við morð
Dyers?" spurði prófessorinn.
„Jahá, ég var með Jimmy O’Leary".
„Lót Burke þig fá kortauppdrátt eða sagði hann
þér aðeins hvar hann gróf byssuna?"
„Hann bara sagði mér það“.
„Eiflmitt það. Það er bezt að loka hana inni,
kapteinn, sagði 'Fordney.
„Ég vejt ekki hvaða leikur þetta er hjá henni, en
hún ©r augljóslega að Ijúga".
Hvernig vissi prófessor Fordney að Clara var að
1 — Svar á 6. síðu.
Hótel Esja vex og dafnar
Reykvíkingar fá inni ef
Fyrir skömmu bauð hótelstjórn Esju blaðamönnum tíl að
skoða þær breytingar og þá viðbót, sem orðið hefur á hótel-
inu, jafnframt sem opnaðar voru nýjar hæðir, samkomu- og
fundasalir og barir. Blaðamenn skoðuðu nýungar og er hótel-
ið mjög glæsilegt allt, all-keimlíkt hinum nýju hótelunum, Sögu
og Loftleiðum. Ekki fer milli mála, að Reykjavík hefur nú
bætzt við glæsilegur herbergjakostur, og bætt mjög aðstöðu
til móttöku erlendra gesta.
Þau Friðrik Kristjánsson og
Hlín Baldvinsdóttir, hótelstjóri,
sýndu hótelið og greiddu úr spum-
ingum blaðamanna. Kváðu þau
enn ærna þörf fyrir aukin móttöku-
kost fyrir gesti erlendis frá og svo
innanlands, en hluti af hótelinu er
leigður til skólahalds, þegar minnst
eru um cestanauð almennt. Auð-
velt er að stækka hótelið ef þess
gerist þörf en það verður vart inn-
an skamms, þvi hótelrými hefur
aukizt geysilega síðustu árin og
(a. m. k.) áætlað bráðlega að reisa
enn eitt nýtt hótel í borginni.
Reykvíkingar fá ef . . .
Hótelstjórinn var spurð að því
hvort hún hyggðist meina Reyk-
víkingum gistingu á hóteli sínu
eins og t. d. Saga og Borgin, en
hún kvað það einungis byggjast á
því hver æksti gistingar, hvort
maðurinn eða konan væru í ein-
hvers konar nauðum, eða bara hjón,
sem væru að láta gera við heima-
við t. d. rafmagn eða hiti bilar í
íbúðinni o. s. frv. Hins vegar væri
tekið öðruvísi á málum ef drykkju-
skapur, kvennafar eða húrrumhæ-
party væri á döfinni. Sagði Hlín, að
hótelið óskaði ekki, fremur en
önnur 1. flokks hótel eftir slíku
samkvæmi eða nætur-„gestum",
Tveir siðaverðir
Er það vissulega nokkur huggun,
að innan hótelstjórna höfuðborgar-
innar eru þá aðeins tveir „stórir"
sem enn standa saman sem útverð-
ir misskilinnar siðsemdar og banna
gestum sem þar biðjast gistingar
dómgreindarlaust. Hvorugir hafa
sýnilega enn lært alþjóðaorðið „dis-
cretion" þegar þeir ákvarða „gæði"
gesta sinna.
Lýsing breytinga
Hér fer á eftir almenn skýring á
þeim breytingum, sem orðið hafa á
hótelinu:
Svo sem kunnugt er tók hluti
hótelsins til starfa á s. 1. sumri, eða
nánar tiltekið 11. júlí 1970.
Hafði verið lokið við 67 gisti-
herbergi ásamt gestamóttöku og
veitingasal og hefur hótelið verið
starfrækt þannig síðan.
í vetur og þar til nú hefur verið
unnið við að Ijúka þeim áfanga
sem fyrirhugaður var í byrjun og
eru nú gistiherbergin alls 134 með
264 rúmum á 3., 4., 5., 6., 7. og 8.
hæð byggingarinnar. Öllum gisti-
herbergjunum fylgir forstofa, bað
og snyrtiaðstaða, útvarps- og sjón-
varpskerfi auk síma. Á 8. hæð er
glæsileg hótelíbúð „svíta".
Á 9. hæð er eldhús, vínstúka og
veitingasalur, sem opinn er alla
daga jafnt fyrir hótelgesti sem og
aðra.,
í kjallara eru birgðargeymslur,
kælar, frystiklefar, forvinnsla á mat
og annað tilheyrandi rekstri hótels-
ins.
Fundasalir
Á 2. hæð er svo önnur vínstúka
ásamt fundarsölum hótelsins, sem
eru fyrir 150—260 fundarmenn óg
fer fjöldinn algjörlega eftir fyrir-
komulagi fundarhalda. Fundarsal-
irnir eru tveir, annar fyrir 30—60
manns, en hinn fyrir 120—200
manns og má skipta þeim fundar-
sal niður í 2 eða 3 minni eftir
þörfum.
Auk fundarhalda eru salir þessir
tilvaldir til minni háttar veizlu-
Framlhald á 6. síðu.