Mánudagsblaðið - 07.06.1971, Síða 3
3
Maradagur X JQní tSTt ■
Mámrclagsbla&ð
w
TIL BLA
SINS
Svívi rðilegur
útvarpsþáttur
Hr. ritstj.
Lengi hefur snakk- og áróðurs-
þáttur sá, sem þær stöllur Inga
Huld og Ásdís Skúladóctir hafa
stjórnað í útvarpi verið stofnuninni
tii skammar og gróflega brotið aU-
ar velsæmisreglur. Þó keyrði loka-
þátturinn um þverbak. Utan eins
eða tveggja þátttakenda, komu
þarna fram alræmt útigangsfólk,
sem töluðu um „völd" allt frá ást-
arvaldinu til æskunnar. Þessar plöt-
ur, sem þessar heiðurskonur Iásu
upp mátti eins lesa á síðum Þjóð-
viljans, en þar sem hér er um ríkis-
útvarpið að ræða og hlutlaust fyrir-
tæki að kaUa, þá er þjóðarskömm
að þessu dóti. Þær geta auðvitað
mest gagnrýnt þjóðfélagið hvort
heldur í ástamálum, kaupsýslu eða
öðrum álíka „valdamálum" sem
mest hafa gagn og afskipti af þess-
um sérstöku fyrirbrigðum, en ef
þær vilja að skoðað sé í kjölinn pá
yrði þar úr ýmsu að gramsa. Auð-
vitað er slíkt þeirra einkamál, en
er ekki tími til kominn, að þær
hætti að bera persónulegar harm-
sögur sínar fyrir almenning —
nema þær skýri betur hversu leik-
irnir hófust.
B. T.
Þcer Asdís og Inga eru hcettar
þessum þáttum sínum, og rétt er
að bendadfcþað, að eins og of margt
sem kemur í útvarpinu, þá er það
beint komið frá kommum,.því hver
einn og einsti þátttakandi í t. d.
þessum þáttum er annað hvort
leigukommi eða eins konar póli-
tískt viðrini og er þar ekki um
undantekningu að rceða. Hins veg-
ar eru persónuleg vandamál þátt-
takenda ekki til umrceðu enda flest
ómerkileg og einskis nýt, Aitk þess
cettu Sjálfstæðismenn í útvarps-
ráði að hugsa.sig betur um ef ann-
ar slíkur þáttur eða þcettir eiga eftir
að koma fram í þessarri ríkisstofn-
un. Rauðsubbur eru líka ákaflega
óintresant umrceðuefni, hvort held-
ur persónulegt eða almennt um-
rceðuefni. — Ritstj.
Ástandsdama
skrifar
Mánudagsblaðið, Reykjavík.
Er Magnús Bjarnfreðsson, þulur
sjónvarps og einn af laglegustu eða
mestu sjarmörum, sem ég sé þar
líka humoristi? Ég var að hlusta á
hann í kvöldfréttunum áðan, 2. í
Hvítasunnu, og var hann að skýra
frá heimsókn frönsku herskipanna,
sem hér dvöldu. Hann slúttaði frá-
sögnina með því, að segja að áhöfn-
in hefði notað dvölina hér í að
skoða „Reykjavík og nágrenni''
(eða umhverfi). Ef „Reykjavík og
nágrenni" er nýyrði yfir Reykjavík
og smámellur þar, þá er íslenzkan
lengra komin á leið en mig varði
Þessir piltar, og ég er ekki að ásaka
þá, skoðuðu smástelpur, skítugar og
hraksmánarlégar í útiliti undir leið-
sögn og með aðstoð íslenzkra
pimpa eða alfonsa, sem kynntu þær,
sem var óþarfi og Ióðsuðu þær á
athafnastaði, sem auðvelt var fyrir
þá, að afgreiða sig. Jafnvel Hljóm-
skálagarðurinn var enn notaður,
þótt kalt væri í veðri, og var ekki
lítið gaman að sjá skjannahvít læri
og sólbrúna rassa hreyfast í tryllt-
um takt í nýgræðingnum. En lýsing
Magnúsar á þessu var þó það bezta
sem ég befi heyre Rejdqawk og
nágrennL Aldrei fengum við svona
skemmtilega afgreiðslu á stríðsár-
unum. Þegiðu yfir nafninu, þeir
kunna að muna það.
Með kveðjum,
Astandsdama (retired).
Víst er Magnús humoristi, en
okkur er ókunnugt um hvort hann
sjálfur skrifar þcer fréttir, sem hann
les hverju sinni. Þá er aldrei að
efa, að franskir hafi kunnað að
nota sér gestrisni okkar. Við erum
í hafnarborg og þurfum að sið ann-
arra hafnarborga að halda uppi
sœmilega starfsglöðu móttökuliði,
svo við verðum ekki álitnir vera
afturúr. Hins vegar hefði ekki verið
svo vitlaust að bjóða sjóliðunum í
Saltvík. Þeir hefðu getað skilað
borginni gjaldeyri. — Ritstj.
Hætta á Hafnar-
fjarðar- og Vest-
urlandsvegi
Hr. Ritstj.
Myndi það vera til of mikils
mælzt, að Hafnarfjarðarlögreglan
hefði betra eftirlit með stóru þungu
vörubifreiðunum, sem flytja hlöss
af mold og grjóti, jafnvel hraun-
hellum á milli Reykjavíkur og
Hafnarfjarðar. Sumir þessarra bíla
hafa þung hlöss og há, en engan
varnarvegg á palli svo að vel
geta stórir hnullungar hrapað af.
Þetta er stórhættulegt og ætti að
banna þegar í stað. Þá mætti lög-
reglan líka athuga að þessir vagnar
víki út í hliðar — á vegaröxlina
(sic) til að hleypa öðrum framhjá.
Flutttktgabílar ern hægfara upp
brekkur og binda oft tugi bíla á
eftir sér, án þess að sýna minnstu
kurteisi. Undantekningar eru til en
þær eru fáar og eftirlit ekkert.
Sama máli gildir um ýmsar aðrar
vinnuvélar.
Með þakldæti.
Hafnfirðingur.
Þetta er sannarlega allt of d-
gengt bæði á þessarri leið og svo
á Vesturlandsvegi, allt að Þing-
vallaafleggjaranum. Þetta er stór-
hættulegar bifreiðir og akstur
þeirra, einkum hinna síðarnefndu
beinlínis hættulegur allri umferð.
Sú afsökun að þeir séu að vinna
eða í akkorði er hreint út í bláinn
og' ósvífni ein. En lögreglan ætti
vissulega að vera betur á verði. —
Ritstj.
I I
s
e
sporin
eftir
CAMEL