Tíminn - 15.07.1977, Blaðsíða 4

Tíminn - 15.07.1977, Blaðsíða 4
4 Föstudagur 15.. jlill 1977 Safn af bréfum Torfa í Ólafsdal Gsal-Reykjavik. — Akveöiö hefur veriö aö gefa út offsetfjölritaö safn af bréfum frá og til Torfa Bjarnasonar skölastjóra i Ólafs- dal. Er ætlunin aö safniö veröi f þremur bindum, þannig aö I fyrsta bindi yröu bréf eldri en frá 1880, i ööru bindi bréf milli 1880 og 1896 og í siöasta bindinu bréf frá 1896 ásamt þekktum minningar- greinum. Stefnt er aö þvi aö fyrsta bindið komi út i lok ágúst- mánaöar á næsta ári, en þá eru liðin 140 ár frá fæðingu Torfa. 1 hverju bindi verða um og yfir 200 bréf og eitthvað af ritgerðum Torfa. Aftan við sjálf bréfin verða stutt æviatriði hvers og eins bréf- ritara, svo og getið um önnur bréf en þau sem birt veröa og hvar þau er að finna. Tilkynna þarf áskrift að fyrsta bindinu, sem mun kosta samkvæmt verðlagi i dag um 4.500 krónur, fyrir fyrsta október n.k. Til þess að tryggja sér eintak veröur að greiða 1500 kr. inn á: Bréfasafn Torfa Bjarnasonar póstgiró 29200-1. Upplýsingar um nafn, heimilisfang og simanúmer þarf að fylgja. Siðari tvö bindin munu koma út fyrir 1980, en það ár á Ólafsdals- skólinn 100 ára afmæli. Upplýsingum um bréf sem Alternatorar og startarar í Chevrolet, Ford, Dodge, Wagoneer, Fiat o.fl. í stærð um 35-63 amp. 12 & 24 volt. Verð á alternator frá kr. 10.800. Verð á startara frá kr. 13.850. Amerisk úrvalsvara. Viðgerðir á alternatorum og störturum. Póstsendum. Útboð — Vatnslögn Hafnarstjórn Hafnarfjarðar óskar eftir tilboðum i að leggja vatnslögn um Óseyrarbryggju. Útboðsgögn verða afhent að skrifstofu bæjarverkfræðings i Hafnarfirði. Tilboð verða opnuð á sama stað mánudag- inn 25. júli kl. 10. Tónlistarskóli Skagafjarðarsýslu auglýsir: Tónlistarkennari óskast næstkomandi vetur. Æskilegar kennslugreinar, orgel, pianó, strengjahljóðfæri eða blásturs- hljóðfæri. Upplýsingar gefa i fjarveru skólastjóra, Guðmann Tobiasson útibússtjóri Varma- hlið, simi (95) 61-60 og Margrét Jónsdóttir skólastjóri Löngumýri, simi (95) 61-16. IBS 4|f Útboð Tilboö óskast f raflagnir aö hreyflum, rofum, skynjurum o.fl. I dælustöö Hitaveitu Reykjavfkur viö Reykjahllö f Mosfellsdal. Útboösgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, R. gegn 10.000.- kr. skilatryggingu. Tilboöin veröa opnuö á sama stað, þriðjudaginn 16. ágúst n.k. kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 BÍLARAF H.F. Borgartúni 19 Sími 24-700 Torfi Bjarnason kynnu að liggja hjá afkomendum nemenda ólafsdalsskólans er tekið með þökkum af Asgeiri Asgeirssyni, pósthólf 141, 121. Reykjavik. bá er myndum af skólanum tekið með þökkum. „Bendir ekki til þess að hann hafi viljað kynna sér máliö frá öllum hliðum” Danskur fiskeldis- fræðingur, Frank Bregn- balle, hefur verið pantað- ur hingað til lands til þess að gefa yfirlýsingar um fiskeldisstöðina í Laxa- lóni. Vegna yfirlýsinga þessa manns og skýrslu, sem hann hefur látið f jöl- miðlum í té þann 12 þ.m. vill Fisksjúkdómanefnd taka fram eftirfarandi: í. Ekki hefur maður þessi leitað upplýsinga um smitandi nýrna- veiki i laxaseiðum frá fiskeldis- stöðinni að Laxalóni hjá Fisk- sjúkdómanefnd. Ekki mun hann heldur hafa leitað til þeirra aðila í Noregi og Skotlandi sem staðfest hafa þennan sjúkdóm i fiski frá Laxalóni. Það hefði verið meira en velkomiö að sýna honum sjúkan fisk frá Laxalóni eða sýni úr sjúkum fiskum þaöan. Hefði hann þá ekki þurft að vera á neinum vafa um aö smitandi.nýrnaveiki hafi fundizt i Laxalóni, en að þvi lætur hann liggja i yfirlýsingu sinni. Bendir þetta ekki til þess aö þessi danski maður hafi hug á að kynna sér málið frá öllum hliðum. 2. 1 flestum þeim löndum þar sem reynt er að hamla gegn dreifingu smitsjúkdóma I vatnafiski, er smitandi nýrna- veiki talin meöal þeirra sjúk- dóma sem alvarlegastir eru metnir vegna þess tjóns sem hann getur valdiö og dæmi er um hér á landi. Það gegnir því nokkurri furðu að danskur maður i ábyrgðarstöðu skuli reyna i yfirlýsingu sinni aö gera litið úr tjóni þvi sem þessi sjúkdómur getur valdið. Er það andstætt þeirri skoðun sem þekktustu fisksjúkdómafræðingar Dana hafa látið í ljósi, en þeir töldu fráleitt að dreifa seiðum af sýktum stofni I helstu veiðiár landsins, er málið var borið undir þá á liðnum vetri. Haft er eftirhr. Bregnballe að ætti hann veiðiá hér myndi hann kaupa laxaseiði frá Laxalóni. Getur hann djarft úr flokki talað og haldið þvi fram að engin áhætta fylgi kaupum á seiðum frá Laxalóni, þar sem hann hvorki á veiðiá né getur keypt seiði úr Laxalóni. Þess má geta að norsk yfirvöid hafa lýst því yfir, að ekki komi til greina að leyfa flutning til Noregs á fiski úr eldisstöð þar sem smitand nýrnaveiki hafi verið staðfest. 3. Maöur þessi, F. Bregnballe, er kynntur sem forstööumaður viö tilraunastöð danska rikisins i fiskeldi, en mun ekki hafa fengizt við fisksjúkdómarann- sóknir sérstaklega, eins og skýrsla hans ber vott um. Kann þaö að vera skýringin á þvl aö hann telur sig geta eftir fárra daga heimsókn á tslandi og lauslega skoðun á laxaseiöum i Laxalóni fellt dóm um smitandi nýrnaveiki, sem Danir þekkja þó ekki af eigin raun svo og um aögeröir islenzkra stjórnvalda til aö hamla gegn útbreiöslu sjúkdómsins. Þaö vekur nokkra undrun margra aö hr. Bregnballe skuli telja sig þess umkominn að kveða upp jafn hvatvislegan dóm á jafn veikum grunni og raun er á. Staðreyndin 1 þessu máli er þvi miður sú, að smitandi nýrnaveiki hefur verið staðfest svo ekki verður um deilt í fisk- eldisstöðinni að Laxalóni. Yfir- lýsing hins útlenda manns breytir þar engu um. Fyrir stöð- ina i Laxalóni er sjúkdómur þessi mikið áfall og því nokkur vorkunn þótt reynt sé nú aö grípa I eitthvert hálmstrá. Vandinn I málinu er hins-veg- ar sá, hvernig takast megi að uppræta þennan sjúkdóm i Laxalóni, svo að hann dreifist ekki með seiðum i veiðiár viðs vegar um landið eða i aðrar eldisstöövar og valdi þar tjóni, þvi aðstaöan aö Laxalóni er erf- ið. Keldum, 14. júli 1977. F.h. Fisksjúkdómanefndar Páll A. Pálsson HVAÐ ER HVAÐ í LAXALÓNSMÁLINU? - athugasemdir og spumingar vegna athugasemdar fisksj úkdómanef ndar Páll A. Pálsson, yfirdýra- læknir, sendi I gær frá sér, fyrir hönd fisksjúkdómanefndar, at- hugasemd nokkra, sem gefur, að mati undirritaðs, tilefni til þess aö Laxalónsmáliö verði skoöaö ofurlitið nánar. Bæöi gefur athugasemdin sjálf tilefni til frekari athugasemda, svo og hafa i máli þessu vaknað spurn- ingar um aðdraganda þess og forsendur, sem þvl miöur hafa ekki fengizt eindregin svör viö. I fyrsta lagi, herra yfirdýra- læknir, þykir yður ekki ástæða til þess að embættismenn hér- lendir viröi almennar kurteisis- venjur i skrifum sinum, þótt um Dana séu? „Danskur fiskeldisfræöingur, Frank Bregnballe, hefur veriö pantaður hingaö til lands til að gefa yfirlýsingar...”, segir í at- hugasemd yðar. Auk þess dreg- ur oröalag hennar víðar heiður þessa manns, áreiðanleika og stöðu i efa. Aöstandendur eldisstöðvar- innar að Laxalóni hafa látið þess getið að fisksjúkdóma- nefnd hafi I viðskiptum slnum viðstöðina látiö kurteisi og góða siði liggja hjá og hefur þvl ekki verið trúað nema rétt I meðal- lagi. Hins vegar rennir athuga- semd yðar, orðalag hennar og sú afgreiðsla sem mál þetta fær I henni, óneitanlega nokkrum stoöum undir þær ftillyrðingar. En nó^ um það. Vlkjum að at- hugasemdinni sjálfri. 1 fyrstu grein athugasemdar- innar segir svo: „Ekki hefur maður þessi leitaö upplýsinga um smitandi nýrnaveiki í laxa- seiðum frá fiskeldisstööinni að Laxalóni hjá fisksjúkdóma- nefnd. Ekki mun hann heldur hafa leitað til þeirra aðila I Noregi og Skotlandi, sem stað- fest hafa þennan sjúkdóm f fiski frá Laxalóni.” Þér, herra yfirdýralæknir, vitið þaö og samstarfsmenn yð- ar I fisksjúkdómanefnd einnig, að maður þessi kom hingað til aö rannsaka fisk I stööinni að Laxalóni, ekki til að skoða pappíra, eöa smásjársýni i stofnunum. Hins vegar er undir- rituðum, svo og öllum þeim er sátu blaöamannafund þann er haldinn var að Hótel Sögu þriðjudaginn 12. þessa mánað- ar, kunnugt um aö Bregnballe haföi til umfjöllunar allar niður- stööur Islenzkra, norskra og skozkra sérfræðinga um rann- sóknir á fiski úr Laxalónsstöö- inni. Hafi hann ekki þar með haft í höndum dæmandi gögn um mál þetta, stafar það ein- vörðungu af þvi aö fisksjúk- dómanefnd hefur ekki þótt hæfa aö kynna aðstandendum Laxa- lónsstöðvarinnar aö fullu for- sendur þess að fiski úr stöðinni skyldi eytt. Það bendir því ekki til þess aö Bregnballe hafi ekki viljaö kynna sér málið frá öllum hliö- um, heldur til þess aö fisksjúk- dómanefnd hafi ekki treyst sér til, af einhverjum orsökum, aö kynna Laxalónsmönnum sina hlið aö fullu. Aðra grein athugasemdarinn- ar veröur ekki fjallað sérstak- lega um hér, enda tengjast spurningar henni slöar. I þriðju grein athugasemdar yðar er látiö að því liggja að Bregnballe komi litið nálægt fisksjúkdómum. Segir svo: „Kann það að vera skýringin á þvl að hann telur sig geta, eftir fárra daga heimsókn á Islandi og lauslega skoðun á laxaseiö- um i Laxalóni, fellt dóm um smitandi nýrnaveiki, sem Danir þekkja þó ekki af eigin raun, svo og um....” Undirritaður man ekki betur nú, herra yfirdýralæknir, en aö rannsókn sú er fisksjúkdóma- nefnd byggir úrskurö sinn um smitandi nýrnaveiki á, byggist á einni sýnatöku, einn dag, þar sem rannsókn Danans byggist þó á að minnsta kosti fjórum sýnatökum.fjóra daga. Ef skoð- un hans er lausleg, hvaö má þá segja um skoðun fisksjúkdóma- nefndar? Siðast i athugasemd yðar seg- ir svo: „Staðreyndin I þessu máli er þvi miður sú, aö smit- andi nýrnaveiki hefur verið staöfest, svo ekki. verður um deild.” Vegna þessarar yfirlýs- ingar, sem svo augljóslega er röng, þar sem nú er einmitt um það deilt hvort um smitandi nýrnasjúkdóm sé að ræöa, vill undirritaður nú varpa fram eftirfarandi spurningum til yö- ar, herra yfirdýralæknir, og jafnframt krefjast svara: 1. Hver eru einkenni smitandi nýrnasjúkdóms i laxi, öll með- talin? 2. Hver þessara einkenna fundust I sýnum þeim er tekin voru úr stööinni að Laxalóni? 3. Fisksjúkdómanefnd visar gjarnan til úrskurða erlendra sérfræðinga I máli þessu. Hverjir eru téðir sérfræöingar, á hverju byggjast úrskurðir þeirra? 4. Voru úrskurðir þessara sér- fræöinga afdráttarlausir, eöa hljóðuðu þeir sem svo, að um smitandi nýrnasjúkdóm gæti veriö að ræða, eða að ýmislegt Framhald á bls. 23

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.