Tíminn - 11.11.1977, Blaðsíða 21
Föstudagur 11. nóvember 1977
21
íþróttir
„Eg li gg
ir feldi”
SOS-Reykjavík. —„Þaö má segja/ aö ég liggi undir feldi/
til að kanna þjálfaramálin"/ sagöi Ellert B. Schram,
formaöur K.S.Í., sem hefur fengiö umboð frá stjórn
K.S.I. til að leita eftir landsliðsþjálfara fyrir næsta
keppnistímabil. — „Eins og málin standa í dag, þá er lit-
iö hægt að segja. Viö höfum skrifað bréf til velflestra
landa Evrópu og spurzt fyrir um þjálfara", sagði Ellert.
— Nú hefur frétzt að þú hafi
rætt við Youri Ilitchev, rússneska
þjálfarann, sem hefur þjálfað
Vaisliðið undanfarin ár.
— Já þegar ljóst var að Youri
yrði ekki áfram þjálfari Valsliðs-
ins, hafði ég samband við hann og
spurði um framtiðaráætlanir
hans. Youri tilkynnti mér þá, að
hann væri tilbúinn til viðræðna —
og að hann hafi áhuga til að ger-
ast starfskraftur hjá K.S.I.
Kjell
Johans-
son...
— tekur þátt í
afmælismóti
í borðtennis á
laugardaginn
Sænski borðtenniskappinn
Kjell Johansson verður
meðal þátttakenda á af-
mælismóti Borðtennissam-
bands íslands, sem fer fram
i Laugardalshöllinni á morg-
un, en 16 borðtennismenn
taka þátt f mótinu.
Kjell Johansson er eitt
stærsta nafn i borðtennis i
dag. Hann varð heimsmeist-
ari ásamt félögum sinum i
sænska landsliðinu 1973 i
Sarajevo. Heimsmeistari
varð hann i tviliðaleik 1967
og 1969 ásamt Hans Alser og
1973 ásamt Stellan Bengts-
son.
Hann varð Evrópumeist-
ari i einliðaleik 1964 og 1966 i
tviliðaleik 1966 og Evrópu-
meistari ásamt sænska
landsliðinu 1964, 1966, 1968,
1970, 1972 og 1974.
Danir koma
— Er stjórn K.S.l. búin að
semja um einhverja landsleiki
næsta keppnistimabil?
— Já, við munum leika gegn
Dönum hér heima, og þá munu
Bandarikjamenn koma hingað
haustið 1978. Annars biðum við
eftir drættinum i Evrópukeppni
landsliða — en það má búast við
að við leikum 8 landsleiki i
Evrópukeppninni á næstu tveim-
ur árum.
— Við höfum ákveðið að biða og
sjá á móti hvaða þjóðum við
drögumst, áður en við förum að
semja um vináttulandsleiki.
Ellert til ZOrich
Ellert hélt til Zúrich i Sviss i
morgun, en hann er i nefnd þeirri,
BRIAN KIDD.... skoraði sigur-
mark City.
Futcher slas-
aðist iUa í
bílslysi...
— og leikur ekki meira knatt-
spyrnu á þessu keppnistímabili
PAUL Futcher, hinn
snjalli miðvörður Luton,
mun ekki leika knatt-
spyrnu meira á þessu
keppnistímabili, Þessi
sterki leikmaður lenti i
alvarlegu bilslysi á
mánudagskvöldið, þeg-
ar hann var að koma af
æfingu — og var honum
vart hugað lif i
fyrstu.Futcher axla-
Enskir
punktar
brotnaði, brákaðist á
hendi, 6 rifbein i honum
brotnuðu og annað lung-
að skaddaöist.
FélagarFutcher hjá Luton léku
gegn Manchest
er City á Old Trafford á miðviku-
dagskvöldið i ensku deildarbikar-
keppninni. City vann þar sigur
(3:2) i framlengdum leik og skor-
aði Brian Kidd sigurmark City.
Gery Hales skoraði bæði mörk
Luton, en Tueart og Channon
jöfnuðu fyrir City, sem mætir
Ipzwich í 16-liða úrslitum keppn-
innar.
BURNLEY...sem keypti Steve
Kindon frá Úlfunum hefur nú
keypt Brian Hall, fyrrum leik-
mann Liverpool, frá Plymouth á
25 þús. pund.
NEWCASTLE.. hefur rekið
framkvæmdastjóra sinn —
Richard Dinnis.
und-
— segir Ellert
B. Sehram,
sem er að leita
eftir nýjum
landsliðs-
þjálfara
í knattspyrnu
sem sér um Evrópukeppina.
— begar nefndin kemur saman
um helgina, verður rætt um og
ákveðið hvar úrslitakeppni
Evrópukeppni landsliða fari
fram, en næsta Evrópukeppni
verður með nýju sniði — þannig
að 8 þjóðir fara i úrslit, og i úrslit-
unum leika fjórar þjóðir saman i
riðli. Keppt verður nú i 7 riðlum,
en sú þjóð, sem sér um úrslita-
keppnina, þarf ekki að keppa um
sæti i úrslitunum. Að öllum. kík-
indum fer úrslitakeppnin fram á
ttaliu, en England er til vara.
ELLERT B. SCHRAM... for-
maður K.S.Í. hélt til Ziirich i
morgun (Timamynd: Róbert)
Víkingur og ÍR á toppnum
Fjórir leikir voru leiknir I
Reykja vfkurmótinu i hand-
knattleik i vikunni, og urðu úr-
slit leikjanna þannig:
ÍR—Þróttur .........23:22
KR—Armann...........22:19
Vikingui— Fylkir.......22:18
Fram—Leiknir...........35:21
Staðan I ReykjavikurmótinuT
Vikingur ...... 2 2 0 0 51:41 4
IR.............2 2 0 0 47:42 4
Valur.......,. ..1 1 0 0 14:13 2
Fram ........... 2 1 0 1 48:35 2
Þróttur......... 2 1 0 1 46:42 2
KR.............. 2 1 0 1 42:43 2
Ármann.......... 1 0 0 1 19:22 0
Fylkir...........2 002 37:46 0
Leiknir..........2 002 44:64 0
Bahamakynning 10.-16. nóvember
H! í samvinnu við Flugleiðir hf. efnir Hótel Loftleiðir til Bahama-
|1 kynningar í hótelinu dagana 10. - 16. nóvember n.k.
§1 Framreiddur verður þjóðarréttur Bahamabúa, Conch fritters
(skelfiskur).
Hin víðkunna hljómsveit Count Bernadion kom beint frá
Bahamaeyjum til þátttöku í þessari kynningu. Hljómsveitin
flytur fjörug og fjölbreytt skemmtiatriði af þeim léttleika og
lífsgleði, sem einkennir íbúa Karabísku eyjanna.
Vinningur: Flugfartil Bahamaeyja fyrir tvo.
Matarmiði gildir sem happadrættismiði. Vinningurinn.flugfar
til Bahamaeyja fyrir tvo verður dreginn út 21. nóvember n.k.
Spariklæðnaður
Borðpantanir hjá veitingastjóra í síma 22321
HÓTEL
LOFTLEIÐIR