Tíminn - 24.12.1977, Page 13

Tíminn - 24.12.1977, Page 13
13 Jólablað 1977 saiiii «191 Jón Kjartansson, forstjóri og sögumaöur. Jón er fróöur vel, einkanlega um sögu Siglufjarö- ar, en hann er fæddur þar og uppalinn og gegndi bæjarstjóra- starfi þar um skeiö. heimiliskennari og sýsluskrifari að Kornsá til Lárusar. Um þessar mundir var Lárus Blöndal að láta af þingmennsku (1. þm. Húnv. 1881-1885) Kona hans var Kristin Asgeirsdóttir og áttu þau fjölda myndarlegra barna. Bjarni Þorsteinsson féll vel vistin á Kornsá en bærinn er i einu fegursta héraöi sýslunnar. Til marks um þaö eru orö sem hann ritar siðar og segir: „Vatnsdalurinn þar sem enginn hversdagsleiki fyrirfinnst. Undir þetta geta margir kunnugir tekið. Kornsárheimilið og reyndar allur Vatnsdalurinn ómaöi af söng eftir að Bjarni var kominn þangaö og gerir þaö reyndar enn, þvi sönghefö er þarna rik. Þaö er lika á Kornsá sem Bjarni finnur konuefni sitt Sigriöi Lárusdóttir Blöndal. Veturinn á Kornsá leiö eins og aðrir vetur, en þegar voraöi voru þau heitbundin, Sigriður og Bjarni. Bjarni fór nú suður aftur og innritaðist árið 1886 i prestaskól- ann. Það mun meöal annars hafa verið ábyrgðartilfinningin sem leiddi hann til guöfræðináms en taliö er að hann heföi kosið annað ef hann sjálfur hefði mátt ráða. Þá hefði honum ef til vill auðnazt að helga sig enn frekar sönglist- inni og tónlistinni. En guðfræöin varð þó ofan á enda var hann ein- lægur trúmaður og prýðilega til preststarfans fallinn. Tveim árum siðar lauk Bjarni kandidatsprófi f guðfræði eða nánar tiltekið 1888, en á þeim tima luku gáfaðir menn guðfræð- inni á tveim árum. Bjrni sótti nú um Hvanneyrar- prestakall i Siglufirði og var sett- ur sóknarprestur þar 28. septem- ber 1888 og vigður þangað 30. sama mánaðar. Nótnaskrift séra Bjarna horn sýnis- o '/6' "j k S, —S b S—1 1 1 LJ i J < í *■ > • - ,/ . ' i 3:Fr , , . •cJr+sÁJ: án ’ 4 r, t » « 1 i —-1 1 1 —m 1 Vigður til Siglufjarðar 18888. Aö afloknu prófi mun séra Bjarni hafa skroppið norður að finna unnustu sina og það munu hafa verið miklir hamingjudagar. Skólagöngu var lokið og fram- undan var ævistarfið með unga fagra konu sér við hlið. Bjarni Þorsteinsson Það útskrifuðust 14 guðfræðing- ar frá prestaskólanum þetta haust og 30. september voru hvorki meira né minna en átta.prestarvigöir i dómkirkjunni i Reykjavik og var séra Bjarni einn þeirra. Biskup var þá Pétur Pétursson. Það má hafa til marks um áhuga og skyldurækni séra Bjarna Þorsteinssonar að strax að aflokinni vigslu heldur hann af stað til prestakalls sins. Október var um þær mundir ekki tryggur ferðamánuður. Allra verðra var von. 1 þeim mánuði urðu lika skipsskaðar miklir i óveðri og strönduðu þá m.a. tvö af skipum Gránufélagsins. Annað var Kristina frá Raufarhöfn en hitt skipiö hét Herta og það strandaði undir ólafsfjarðarmúla i septem- ber það ár, Mannbjörg varð sem betur fór. Þetta sýnir eitt og annað meðal annars þaö hvernig Norðurland tók á móti hinum unga sálusorg- ara Séra Bjarna Þorsteinssyni frá Mel. Þegar þetta gerðist eða árið 1888 bjuggu i Siglufiröi 47 hús- feöur og i sókninni allri voru 311 Sigriður Lárusdóttir Blöndal, kona sér Bjarna. Hún var org- anisti og forsöngvari í Siglu- fjarðarkirkju um árabil, og var talin hafa einkar fagra söng- rödd. . o issonar

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.