Tíminn - 21.03.1978, Blaðsíða 1
Þor sk veiðibannið:
Netabátar
almennt í
landi
GV —Togaraflotinn fer væntan-
lega á ufsa- og karfaveiðar, að
nokkrum togurum undanskildum,
sem verður lagt þessa viku, en
bátaflotinn, sem verið hefur á
þorskanetum á vertiðarsvæðinu,
tekur net úr sjó og verður al-
mennt i landi, sagði Agúst
Einarsson fulltrúi Landssam-
bands islenzkra útvegsmanna um
athafnir þorskveiðaflotans i
þorskveiðibanninu, sem hefst á
hádegi i dag og lýkur á hádegi
næstkomandi þriðjudag.
Að sögn Agústs fer nokkur hluti
netabátaflotans á ufsaveiðar suð-
ur undan landinu og eru það aðal-
lega Þorlákshafnar- og Vest-
mannaeyjabátar.
*
I þorskveiðibanni:
„Sjómannastéttin á
ekki að bera allan
skaðann ein”
GV —Við teljum að þessi fiskfrið-
un eigi fullan rétt á sér, en hins
vegar teljum við að það sé ekki
einungis sjómannastéttarinnar
aðtaka á sig þann fjárhagsskaða,
sem af þessu leiðir. Þjóðin öll á að
taka þátt i þessari kjaraskerð-
ingu, en ekkibara sjávarútvegur-
inn, sagði óskar Vigfússon, for-
maður Sjómannasambands Is-
lands, i viðtali við blaðið i gær, er
hann var spurður um hug sjó-
manna til þeirra fiskfriðunarað-
gerða serh hefjast i dag með-
þorskveiðibanni.
Óskar sagði einnig, að þó að
forsvarsmenn Landssambands
islenzkra útvegsmanna eigi ekki
sök á þorskveiðibanninu, þar sem
þetta eru friðunaraðgerðir stjórn-
valda, þá brjóti þau umburðar-
bréf, sem LÍÚ hefur sent útvegs-
mönnum, i bága við kjarasamn-
inga og sjómannalög, þar sem
segir aðhásetar eigi rétt á minnst
sjö daga uppsagnarfresti. — í
þessum umburðarbréfum er gef-
in heimild til — bókstaflega að
henda mannskapnum i land, á
meðan á banninu stendur, sagði
Óskar.
— Það er annað i þessu sem er
enn alvarlegra. Sjómenn, sem
stunda veiðar á þessu timabili,
vita ekki alltaf um hvort þorsk-
aflinn sem kemur i veiðarfærin er
yfir 15% eða ekki. Þessi afli er
siðan gerður upptækurer kemur i
land, og rennur andvirði um-
framaflans i rikissjóð. Þvi má
segja, að undirmenn á skipum
taki á sig að vinna þegnskyldu-
vinnu, sagði Óskar.
Astæöuna fyrir þessu kvað Ósk-
ar liggja i lögum um alræöisvald
skipstjóra. Skipstjórinn ræður
hvar veitt er og hve mikið, og
hásetanum gert skylt að gera að
aflanum. — Þessilög um alræðis-
vald skipstjóra ganga i berhögg
við sjómannalögin. Sjómenn eru
þvi neyddir i vinnu, sem er lög-
brot, sagði Óskar.
: ^ "1
# TSm
-
(Jtvegsbanki lslands viö Lækjartorg. Timamynd GE.
Seðlabankinn
vill leggj a
Ú tvegsbankann
niður
um rikisins, eru annars vegar
þau, að tveir rikisbankar tryggi
betur hagkvæmt og traust
bankakerfi en þrir, og hins veg-
ar þau, aðstaða Otvegsbankans
sé orðin svo ótraust, að hún
krefjist umsköpunar á banka-
kerfi rikisins.
Nánar er sagt frá þessu áliti
bankastjóranna á bls. 6.
Bankastjórar Seðlabanka Is-
lands, Davið Ólafsson, Guð-
mundur Hjartarson og Jó-
hannes Nordal, hafa nýlega
mælt með þvi viö Alþingi, að Út-
vegsbankinn verði lagður niður
og annað hvort sameinaður
Búnaðarbankanum eða skipt
milli Landsbankans og
Búnaðarbankans. Þetta kemur
fram i umsögn þeirra um fyrir-
liggjandi stjórnarfrumvarp um
viðskiptabanka i eign rikisins,
en fjárhagsnefnd efri deildar,
sem hefur frumvarpið til með-
ferðar, óskaði eftir umsögn
þeirra um það.
Rökin, sem bankastjórarnir
færa fyrir þvi að leggja niður
einn af þremur viðskiptabönk-
Sigurvegarar i SkeifuraUi
Hér sjást sigurvegararnir I nýafstöðnu Skeifuralli, (talið frá vinstri) þeir Jóhannes Jóhannesson og
Halldór úlfarsson, viö farkost sinn, bll af gerðinni Vauxhall Chevette, frá Véiadeild Sambandsins.
Með þcim á myndinni er Jón Þór Jóhannesson framkvæmdastjóri véladeildarinnar.
Nánar segir frá keppninni á slðu 18.
Tlmamynd Gunnar
Loðnuveiðar:
70 þús.
lesta
metvika
GV — Siðastliðna viku öfluðu
loðnubátar 69.124 lesta af loðnu
og er þetta bezti vikuaflinn frá
upphafi vertiðar. Það er óhætt aö
segja, að afli föstudagsins vegi
þar þyngst á metunum, þvi aö þá
fengust tæpar 20 þús. lestir af
loðnu, og er það mesti
sólarhringsafli til þessa á vertiö-
inni. Heildaraflinn frá byrjun
vertiðar er nú orðinn samtals
447.603 lestir og samkvæmt
skýrslum Fiskifélags Islands er
nú vitað um 75 skip er fengiö
höfðu afla slðastliðið laugardags-
kvöld. A sama tima i fyrra var
heildaraflinn samtals 518.319 lest-
ir og þá höfðu 81 skip fengið afla.
Heildaraflinn nú er þvi um 70þús.
lestum minni en hann var i fyrra.
Tvö skip hafa nú aflað meir en
15þús. lestaá vertiðinni. Þau eru
Börkur NK 122 með 15.867 lestir
og örn KE 13 meö 15.098.
Loðnu hefur verið landaö á 22
stöðum auk bræðsluskipsins Nor-
global. Mestu hefur verið landað
á Seyðisfirði, samtals 59.644 lest-
um og Neskaupsstað 52.616 lest-
um, Vestmannaeyjum 52.565 lest-
um og Norglobal 51.182 lestum.
A bls. 3 I blaðinu er birt skýrsla
Fiskifélagsins yfir þá báta, sem
fengið hafa afla á vertiðinni, svo
og skýrsla yfir löndunarhafnir.