Tíminn - 21.03.1978, Qupperneq 7
taííIllHHl1
Þriöjudagur 21. marz 1978
7
Útgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.), og Jón Heigason. Rit-
stjórnarfulltrúi: Jón Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Stein-
grimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmda-
stjórn og auglýsingar Siöumúla 15. Simi 86300.
Kvöldsimar blaðamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00:.
86387. Verö i lausasölu kr. 90.00 Askriftargjald kr. 1700 á
mánuði. ... . ...
Blaöaprent h.f.
Úrslit frönsku
kosninganna
Úrslit siðari umferðar frönsku kosninganna
komu ekki að öllu leyti á óvart, þótt
skoðanakannanir hafi um langt skeið bent til
þess, að þau yrðu á annan veg. Samkvæmt
niðurstöðum þeirra þótti liklegt, að vinstri
flokkarnir, sem eru i stjórnarandstöðu, myndu
bera sigur úr býtum. Fyrri umferð kosninganna
leiddi i ljós, að skoðanakannanimar hefðu ekki
verið fjarri lagi, en meirihluti vinstri flokkanna
reyndist þó minni en þær höfðu gefið til kynna.
Svo litlu munaði þá á fylgi vinstri flokkanna og
stjórnarflokkanna, að úrslitin i siðari umferðinni
voru háð fullri óvissu. Endanleg úrslit urðu þau,
að stjórnarflokkarnir héldu meirihluta á þingi,
þótt litlu munaði á atkvæðamagni.
Vafalaust er hægt að finna ýmsar skýringar á
þessum úrslitum, en ein virðist þó augljósust og
örlagarikust. Hún er ósamkomulag vinstri flokk-
anna. Við endurskoðun á hinni sameiginlega
stefnuskrá þeirra, sem var gerð fyrir nokkmm
árum, settu kommúnistar fram kröfur, sem hinir
flokkarnir gátu ekki sætt sig við.Samningaviðræð-
ur þeirra fóru þvi út um þúfur á siðastl. sumri og
hófu kommúnistar þá ákafa sókn gegn sósialist-
um, sem hélzt sleitulaust til fyrri umferðar kosn-
inganna. Þetta vakti að sjálfsögðu vantrú á sam-
starfi þeirra, þótt þeir kæmu sér saman um sam-
eiginleg framboð i siðari umferðinni. En skaðinn
var skeður og þvi töpuðu þeir i siðari umferðinni,
þegar kjósendur þurftu að velja endanlega milli
þeirra og stjórnarflokkanna. Ýmsir hafa óttazt of
mikil áhrif kommúnista i væntanlegri vinstri
stjórn, og efnahagsstefnan, sem vinstri flokkarn-
ir boðuðu, virtist mörgum yfirborðskennd og
óraunsæ, en kommúnistar réðu þar mest ferð-
inni. Á vissan hátt minnti hún á hinar óraunsæju
tillögur, sem Lúðvik Jósepsson, Gylfi Þ. Gislason
og Karvel Pálmason undirrituðu i verðbólgu-
nefndinni, og Vésteinn ólason segir réttilega i
Þjóðviljanum á laugardaginn var, að feli ekki i
sér „trúverðugt svar” við þvi, hvernig eigi að
leysa efnahagsvandann.
Eins og hér hefur verið rakið, virðast
baráttuhættir kommúnista eiga mestan þátt i
ósigri vinstri flokkanna. Að einhverju leyti kunna
þeir að hafa stafað af þvi, að kommúnistar óttuð-
ust, að sósialistar myndu að öðrum kosti hagnast
of mikið á kostnað þeirra. Þessu til viðbótar hefur
þvi einnig verið haldið fram, að kommúnistar
hafi ekki haft áhuga á stjórnarþátttöku að sinni.
Þeir hafi óttazt, að vinstri stjórn væri ekki likleg
til að heppnast við rikjandi kringumstæður, og
þvi talið bezt fyrir flokk sinn að standa utan við
að sinni. Afstaða þeirra hefur verið og er i þess-
um efnum verulega önnur en italska kommún-
istaflokksins. v
Stjórnarflokkarnir héldu áfram riflegum
meirihluta á þingi, en þó bendir margt til að sam-
búð þeirra geti orðið erfið. Giscard forseti, sem
er leiðtogi miðfylkingarinnar, og Chirac, sem er
leiðtogi Gaullista, stefna báðir að þvi að vera i
framboði i forsetakosningunum 1981. Það getur
haft veruleg áhrif á gang þingmálanna.
ERLENT YFIRLIT
Rauða herdeildin og
fasistar vinna saman
Markmið beggja er að koma á stjórnleysi
TVÆR kenningar hafa veriö
uppi um tilefni ránsins á Aldo
Moro, einum helzta leiðtoga
Kristilega flokksins á ítaliu,
sem framiö var á fimmtudag-
inn var af Rauðu herdeildinni
svonefndu. önnur er sú, að
Rauða herdeildin vilji skipta
annars vegar á Moro og tóns
vegar Renato Curcio, leiðtoga
Rauðu herdeildarinnar, og 14
félögum hans i fangelsinu i |f|
Torino, en réttarhöld yfir
þeim áttu að hefjast að nýju
nú eftir helgina. Hin skýringin
er sú, að Rauða herdeildin hafi
viljað með þessu mótmæla
hinni nýju minnihlutastjórn
Andreottis og þá einkum þeim
stuðningi, sem kommúnistar
hafa heitið henni. Fyrri skýr- fff
ingin þykir yfirleittliklegri, en
báðar geta þessar skýringar
farið saman. Ránið á Moro
hefur sennilega verið lengi
undirbúið, þviað allt bendir til
að það hafi verið mjög vand-
legaskipulagt. Frá sjónarmiði
Rauðu herdeildarinnar getur
það verið vel skiljanlegt, að
hún lætur til skarar skriða i
sambandi við myndun nýju
Andreottistjórnarinnar. Eng-
inn maður mun hafa unnið
meira að þvi bak við tjöldin en
Moro að fá Kristilega flokkinn
til að fallast á skilyrði
kommúnista fyrir stuðningi
þeirra við nýju stjórnina.
Moro varsá leiðtogi Kristilega
flokksins, sem kommúnistar
treystu bezt, eins'og ráða má
af þvi, að þeir munu hafa heit-
ið honum að styðja hann við
forsetakjörið, sem á að fara
fram i desember næstkom-
andi, en forsetinn er kosinn af
þinginu. En þótt forustumenn
Rauðu herdeildarinnar séu
andstæðir kristilegum demó-
krötum, eru þeir enn andvig-
ari kommúnistum og þeirri
stefnu þeirra, sem nefnd hefur
verið söguleg málamiðlun, en
samkvæmt henni eiga kristi-
legir demókratar og
kommúnistar að taka höndum
saman til að koma i veg fyrir,
að fasismi ryö ji sér til rúms á
Italiu á nýjan leik.
ÞÓTT einkennilegt megi
virðast er Rauða herdeildin
tóynnt þvi að fasistarnái völd-
um á Italiu. Það er skoðun
forustumanna hennar, að það
sé nauðsynleg söguleg þróun,
að fasistar komist til valda.
Þess vegna eiga rauðu
herdeildarmennirnir að þvi
leyti samleið með öfgahópum
til hægri, að þeir vilja stuðla
að upplausn og stjórnleysi,
sem hjálpar fasistum til
valda, likt og Mussolini forð-
um. En lengra nær samfylgdin
Renato Curcio
ekki. Það er skoðun leiðtoga
Rauðu herdeildarinnar, að
kommúnistar muni vakna af
vondum draumi hinnar sögu-
legu málamiðlunar, þegar
fasistar séu komnir til valda,
og þá muni þeir fyrst hefjast
handa um markvissa byltingu
i anda marxismans. Alþýða
landsins muni sameinast i
baráttunni gegn fasismanum
og sú barátta muni leiða til
byltingar i anda marxismans.
Það er vegna þessara
sjónarmiða leiðtoga Rauðu
herdeildarinnar, sem sá
orðrómur hefur komizt á, að
milli hennar og fasista liggi
leyniþræðir, þarsem upplausn
og stjórnleysi er sameiginlegt
markmið beggja. Þessi orð-
rómur hefur magnazt vegna
þess, að ýms hryðjuverk, sem
Rauða herdeildin hefur fram-
ið, benda til þess, að hún hafi
fengið upplýsingar frá hærri
stöðum og þvi geta skipulagt
þau betur en ella. Þetta mun
m.a. gilda um ránið á Aldo
Moro.
RAUÐA herdeildin er sprottin
upp úr jarðvegi stúdenta-
uppreisnarinnar, sem lét til
sin taka viða i vestrænum
löndum á slðari hluta sjöunda
áratugar aldarinnar. Hún
mun hafa veriö stofnuð árið
1969, en kom ekki opinberlega
til sögunnar fyrr en 1970.
Stofnandi hennar og foringi er
talinn Renato Curcio, sem nú
er 37 ára gamall. Curcio
missti ungur föður sinn og var
alinn upp með móður sinni,
sem veitti honum strangt
uppeldi i kaþólskum anda.
Hann þótti fluggáfaður og var
langt kominn við félagsfræði-
nám, þegar hann sagði skilið
við kaþólsk og Ihaldssöm
æskulýðssamtök, og gekk
stúdentabyltingunni á hönd.
Sú bylting rann út i sandinn.
Curcio taldi kommúnista einn-
ig hafa brugðizt hlutverki
sinu. Þess vegna stofnaði hann
Rauðu herdeildina, ásamt
nokkrum stúdentum og
miðstéttarfólki i Torino, en
Rauða herdeildin hefur jafnan
átt aðalfylgi sitt þar. Hann
hafði fyrst mikinn stuðning af
konusinni, Margherita Cagel,
en þau giftust 1969, eða sama
árið og Rauða herdeildin var
stofnuð. Hún hlaut siðar
viðurnefnið engillinn meö
vélbyssuna. Rauða herdeildin
hóf ekki að vinna skemmdar-
verk að ráði fyrr en 1972 og
voru þau aðallega fólgin i
ikveikjum og sprengingum, en
siðar var farið að ræna
forstjórum, en þeim sleppt
eftir stuttan tima. Fyrsta al-
varlega mannrániö framdi
hreyfingin vorið 1974, þegar
hún rændi aðstoðarsaksókn-
ara i Torino, Mario Sossi, sem
hafði haft nokkra meðlimi
Rauðu herdeildarinnar til
yfirheyrslu. Honum var sleppt
eftir fimm vikna varðhald, en
þá hafði yfirmaður hans,
Francesco Coco, lofað að láta
nokkra meðlimi Rauðu
herdeildarinnar lausa. Það
loforð var svikið og lét Rauöa
herdeildin þá myrða Coco og
tvo aðstoðarmenn hans. Eftir
það var hafin mikil sókn gegn
henni og tókst að fangelsa
Curcio. Kona hans stjórnaði
þá árás á fangelsið og tókst að
frelsa hann. Þetta gerðist i f;
febrúar 1975. Nokkrum mán-
uðum siðar féll hún i bardaga
við lögregluna, en Curcio var
fangelsaður á ný. Hann hefur
siðan verið i fangelsi, en talið
er að honum hafi tekizt
að stjórna Rauðu herdeildinni
þaðan. Réttarhöld yfir honum
og félögum hans, sem hafa
verið i fangelsi með honum,
hafa mistekizt til þessa, þvi að
þeir hafa neitað allri
samvinnu við réttinn og skip-
aða málflutningsmenn þeirra.
Ný réttarhöld yfir þeim áttu
að hefjast nú i vikunni og hef- .
ur ránið á Moro verið sett i
samband við það. Talið er að
liðsmenn Rauðu herdeildar-
innar skipti nokkrum
hundruðum, en þar er þó um
ágizkanir að ræða, þar sem öll
starfsemi hennar er leynileg.
Þ.Þ.
Mynd þessi barst italska blaöinu II Messaggero sl. laugardag frá
Rauðu herdeildinni til sanninda um, aö hún heföi Moro á valdi sinu.
Stjörnumerkiö er einkennistákn Rauöu herdeildarinnar.
Þ.Þ.