Tíminn - 21.03.1978, Síða 8
8
lAilIiií !!■!(';
Þriöjudagur 21. marz 1978
17. FLOKKSÞING FRAMSÓKNARMANNA:
Ályktanir um
mennta- og félagsmál
Mennta- og
menningarmál
Flokksþingið vill vekja athygli
á þeirri nýskipan og endurskoðun
sem orðið hefur á mennta- og
menningarmálum undir stjórn
Vilhjálms H jálmarssonar
menntamálaráðherra.
Flokksþingið leggur
höfuðáhersla á ræktun og varð-
veislu íslenskrar tungu og sögu.
Flokksþingið vill jafnrétti til
náms án tillits til búsetu efna-
hags, kyns eða aldurs. Mennta-
kerfið verði við það miðað að laða
fram breytilegan áhuga og hæfi-
leika nemenda og þeim gefinn
kostur á verk- og tækniþjálfun
með þátttöku i atvinnulifinu.
Þingið telur sérstakar fjölda-
takmarkanir i skólum og náms-
brautum óæskilegareneðlilegt að
áhrif séu höfð á val nemenda með
öflugri námskynningu náms-
ráðgjöf, starfsfræðslu og
einkunnamörkum. Þingið vill að
möguleikar þeirra.sem eldri eru
og vilja afla sér frekari menntun-
ar verði sem mestir og að þeir
eigi ekki siður kost á námsaðstoð
i einhverri mynd en þeir sem
yngri eru. bingið vil auðvelda
kirkjunni uppeldismál og sál-
gæslu.
Flokksþingið vekur athygli á
þvi hve mikil áhrif fjölmiðlar
hala á íslenska tungu og menn-
ingu. Efla ber rikisútvarpið og
tengsl þess við islenska menn-
ingu. Hið sama gildir um bjóð-
leikhúsið. Einnig berað hlUa sem
bestaðstarfi annarra leikhUsaog
áhugamannafélaga.
Rikið á að stuðla að sem blóm-
legastri Utgáfu prentaðs máls á
vegum einstaklinga og félagsam-
taka. Einnig sé það reiðubúið til
að fylla þær eyður sem kunna að
myndast i útgáfumálum.
Það er stefna þingsins að list-
greinum verði veitt viðunandi
starfsskilyrði.
Flokksþingið vill efla visinda-
rannsóknir og telur þær grundvöll
framfara og forsendu réttrar
nýUngar auðlinda.
Flokksþingið telur að heimilið
séhornsteinn þjóðfélagsins og at-
hvarf fjölskyldunnar og ein-
staklingsins. Uppeldi barna ann-
ist foreldrar með aðstoð uppeldis-
stofnana ogskóla. Leitast skal við
að laga vinnutima að skyldum
foreldra vegna uppeldisstarfeins.
Flokksþingið telurað litaeigi á
menntamál i samhengi við aðra
félagslega þætti viðkomandi
byggðarlags og stuðla ber að þvi
að allar mennta- og félagsmála-
framkvæmdir þjóni umræddu
byggðarlagi eða byggðarlögum
sem best. Stefna ber að einsetum
skóla og samfelldum vinnudegi
nemenda.
t skóla á i senn að miðla þekk-
ingu og kenna vinnubrögð. Tengsl
og lifrænt samband við aðrar
stofnanir og athafnalif er
nauðsynlegt.
Flokksþingið telur að i grunn-
skólanum eigi að leggja áherslu á
einstaklingsbundnar þarfir nem-
enda ,likamlegar,tilfinningalegar
og félagslegar.
iáta ber á skólann sem vinnu-
stað nátengdan umhverfi sinu og
daglegri sýslan þjóðfélagsins.
Flokksþingið telur að gera eigi
framhaldsskóla svo úr garði aö
þar sé veitt fræðsla við sem
flestra hæfi og ýtrustu hag-
kvæmni gætt við gerð þeirra og
rekstur. Framsóknarflokkurinn
styður þá stefnu að samræma
íám á framhaldsskólastigi. Skal
ð þvi stefnt að nemendur eigi
étt til starfs eða áframhaldandi
náms við lok hvers námsárs.
Stofnað veröi til námsbrauta
þar sem unnt er af hagkvæmni
ástæöum. Áriðandi er að nem-
endur geti fléttað saman bóknám
og verknám, enda sé það jafnt
metið. Einnig veiti skólinn þjálf-
un i félagslegri tjáningu og mann-
legum samskiptum. Á vegum
framhaldsskóla skal einnig veitt
fræðsla og þjálfun fyrir fullorðna.
Framhaldsskólinn skal kostaður
af rikinu og þess gætt að hann sé i
tengslum við atvinnulif og sam-
félagsstofnanir. Námsstjórn i
mynd og handmenntagreinum sé
allt að háskólastigi.
Skipulag háskólamenntunar i
landinu verði hið fyrsta endur-
skoðað sérstaklega með tilliti til
nýrra ákvæða um allt framhalds-
skólanám. Við endurskoðunina
skal hafa í hug að háskólar eiga
ekki aöeins að vera kennslustofn-
anir heldur einnig miðstöðvar
vi'sinda,lista og rannsókna. t inn-
tökuskilyrðum til háskólanáms
eiga aöeins að felast kröfur um
undirbúning, sem nauðsynlegur
telst til þess að nemandinn fái
ráðið við það nám, sem hann
hyggst stunda.
Framsóknarflokkurinn telurað
veita beri fullorðinsfræðslu sem á
flestum sviðum og vill nýta til
þess eftir föngum, skólastofnanir
útvarp, sjónvarp, bréfaskóla og
aðra fjölmiðla.
Menningarmál
Framsóknarflokkurinn telur að
veitaskuli þeim einstaklingum og
félögum, sem leggja stund á
mennta- og menningarmál,stuðn-
ing við starf sitt. Einnig beri að
gefa þeim einstaklingum sem
vilja helga sig liðstiðkun tækifæri
og viðunandi starfsaðstöðu.
Flokksþingið telur brýnt að
frumvörp til laga um sinfóniu-
hljómsveit, Þjóðleikhús og kvik-
myndasjóð verði afgreidd á yfir-
standandi alþingi.
Flokksþingið vill beita sérfyrir
þvi að aðstaða til leikrita-og tón-
listarflutnings verði bætt út á
landsbyggðinni, þar sem þörf
krefur,eftir að skipulögð könnun
hefur verið gerð á aðstöðu.
Flokksþingið telur að rekstur
útvarps eigi að vera i höndum
rikisins. Styrkja ber dreifikerfi og
hefja hið fyrsta undirbúning þess
að hljóðvarp hefji útsendingar á
nýrri rás og sinni þannig óskum
fleiri hlustenda auk þess sem
möguleikar aukast þá á skólaút-
varpi og landshlutaútvarpi.
F'lokksþingið telurað uppbygg-
ingu Kennaraháskóla Islands og
lþróttakennaraskólans að
Laugarvatni verði að hraða
vegna þess mikla hlutverks.sem
hann hefur i menntun þjóðarinn-
ar.
Sveitar-
stjórnarmál
Flokksþingið telur meginatriði
að ski'rar reglur séu um verka-
skiptingu rikis og sveitarfélaga.
Tekjuskiping þessara aðila verði
endurskoðuð með hliðsjón af
verkaskiptingunni. Vægi ein-
stakra þjónustu- og fram-
kvæmdaþátta breytist i sibreyti-
legu þjóðfélagi og þarf tekju-
skipting þvi stöðugrar endur-
skoðunar við. Þarsem brýnar að-
stæður krefjast hraðari fram-
kvæmda af hálfu sveitarfélaga
við sameiginleg verkefni þeirra
ogrikisins^r það telur sér fært að
koma til móts við hverju sinni,
verði vangreiddur hluti rikisins
verötryggður, þannig að
kostnaðarskiptingin verði i reynd
eins og lög mæla fyrir um.
Hraðað verði endurskoðun
stjórnsýslukerfisins og skal varð-
veita s jálfsá kvörðunarrétt
sveitarfélaga og stuðla að dreif-
ingu valds til fólks og fulltrúa
þess i heimabyggð. Bent skal á að
óeðlilegt er að samnefnarar
sveitarfélaga i héraði séu bæði
sýslunefndir og landshlutasam-
tök, þvi ber að samhæfa verkefni
þessara aðila i nýjar stjórnsýslu-
einingar svo mögulegt verði að
dreifa valdi út tii héraöanna.
Jafnframt þarf að endurskoða
landfræðileg mörk stjórnsýslu-
eininganna, þannig að hver eining
myndi hagkvæmt þjónustusvæði
og stefna að þvi að réttarstaða
allra sveitarfélaga sé sú sama.
Frjáls
félagsstarfsemi
17. flokksþing Framsóknar-
flokksins haldið i Reykjavik dag-
ana 12,14. mars 1978 ályktar að
efla beri hina frjálsu félagsstarf-
semi i landinu. Þingið bendir á að
sli'k stefna er ekki einungis
þjöðhagslega hagkvæm heldur
þroskavænlegust hverjum ein-
staklingi.
Hin frjálsu áhugamannafélög
viðsvegar um landið eru
byggðunum nauðsyn enda oft eini
vettvangur margháttaðra mann-
legra samskipta á sviði
félags-fræðslu- og menningar-
mála. 1 höndum áhugamanna
nýtast opinberar fjárveitingar
best, og skila mestu starfi.
Flokksþingið telur að á þennan
hátt séu hverjum manni best
tryggðir möguleikar á þátttöku i
heilbrigðu félagsstarfi sam-
kvæmt eigin vali.sjálfum sér til
aukins þroska og ánægju og
byggðalagi sinu til eflingar.
Til þess að tryggja framgang
þessarar stefnu telur flokksþingið
nauðsynlegt að leggja áherslu á
eftii-farandi atriði:
1. Stjórn á öllu tömstunda og
fclagsstarfi verði sem mest
færð i liendur frjálsra félaga
eu jafnframt verði stuðlað að
traustu samstarfi allra aðiia
sem að þessum málum vinna.
2. Auka ber fjárframlög til þeirra
sem eiga að b yggja uppbygg-
ingu á nauðsynlegri aðslöðu
fyrir hina fjölþættu, frjálsu
félagsstarfsemi s.s. til félags-
heimilasjóðs, iþróttasjóðs og
Æskulýðsráðs rfkisins en fjár-
framlög til þeirra eru af svo
skornum skammti að þessir
aðilar valda naumast þvi hlut-
verki.sem þeim er ætlað i lög-
um.
3. Efla ber samstarf félaga og
skóla. Ljóst cr að skólar.
íþróttafélög og önnur félaga-
samtök geta notað sama hús-
næðið að miklu leyti. Slikt
samstarf ber að hafa i huga
við hönnun skólahúsnæðis i
fram tiðinni.
4. Efla ber almenna félagsmála-
fræðslu i landinu,bæði i skóla-
kerfinu sbr. 43Í gr. grunn-
skólalaganna og á vegum
frjálsra félagssamtaka.
Æskulýðsráð rikisins hefur
annast menntun leiðbeincnda
gerð námsefnis og stutt
félags mála fræðslu félags-
samtaka á undanförnum ár-
um með góðum árangri. Þá
starfsemi ber að efla eftir
f öngum.
5. Vinna ber að heildarskipu-
lagningu á stuðningi bæjar og
sveitarfélaga við frjálsa
félagsstarfsemi áhugamanna.
Allmikill mismunur er núna á
milli byggðalaga í þessum
efnum og ekki hefur tekist að
semja reglugerö þar um, þrátt
fyrir ákvæði i lögum. (Sbr. lög
um æskulýðsmál frá 1970).
(i. i stuðningi . við hið frjálsa
félagsstarf ber að taka fullt
tillit til allra landshluta enda
er hér um að ræða snaran þátt
i menningarlffi fólks og ekki
síst i dreifbýlinu.
7. Breytt verði lögum um inn-
beimtu söluskatts, þannig að
fjáröflun hinna frjálsu félaga-
samtaka verði undanþcgin.
Hér er um að ræða tekjur sem
langflcst áhugamannafélög
byggja tilveru sina á og þvi
um óeðlilegan skattstofn að
ræða.
8. Niðurfelld verði afnotagjöld af
öryggisbúnaði Hjálparsveita
og Björgunarsveita.
Flokksþingið lýsir þeirri
skoðun sinni að almenn þátttaka
allra aldursflokka i heilbrigðu
félagsstarfi sé besta vörnin gegn
ýmsum vágestum sem herja á
þjóðlifið i dag. Að þjóðræknis og
manngildishugsjón Ungmenna-
félaganna sé enn i fullu gildi og
að fjölþætt félagsstarfsemi verði
enn um sinn besti félagsmálaskóli
þjóðarinnar.
Félags- og
heilbrigðismál
Þingið telur að efling félags-
legrar samstöðu og samhugar sé
forsenda þess að við varðveitum
sérkenni islensks samfélags og
búum hér i farsælu menningar-
riki i framtiðinni.
Flokkurinn vill stuðla að fjöl-
þættri félagslegri þróun og leggja
áherslu á að manngildi og mann-
helgi verði i heiðri höfð i allri
þjóðfélagsstarfseminni.
Við mótun efnahags- og at-
vinnumálastefnu ber að miða að
félagslegri uppbyggingu sem geri
okkur kleift að verða sjálfum
okkur nóg á sem flestum sviðum,
þannig að draga megi úr inn-
flutningi á vörum og þjónustu.
Stefna ber að þvi að efla og
auka islenskt efni i sjónvarpinu
úr þeim 40% sem það er nú.
Þingið varar eindregið við hin-
um félagslega eyðileggjandi
áhrifum verðbólgunnar og hins
mikla vinnuálags i landinu. Legg-
ur þingið til að Framsóknar-
flokkurinn setji fram áætlun þar
sem metnár eru félagslegar af-
leiðingar aðgerða gegn verðbólg-
unni.
Tryggingamál
Velferð þarf að sjá i viðu
félagslegu samhengi. Fjárhags-
legir styrkir skulu þvi aðeins vera
einn þáttur af mörgum i trygg-
inga- og styrkjakerfi þjóðarinnar.
Flokksþingið leggur áherslu á
að hraða verði svo sem unnt er,
þeirri endurskoðun laga um al-
mannatryggingar, sem nú er
unnið að:
— að tryggja þurfi jafnan rétt til
heil brigðisþjónustu.svo sem
með greiðslu ferðakostnaðar
þeirra sem leita þurfa sér-
fræðiþjónustu um langan veg
og á þvi þurfa aö halda.
— að koma þurfi á sameiginleg-
u verðtryggðu lifeyriskerfi
fyrir alla landsmenn.
—að valdsvið Tryggingaráðs
verði aukið, þannig að það hafi
meira vald en nú er til þess að
skera úr um vafaatriði I túlkun
laga og reglugerða er starfseini
þess varða.
— að sjúkrasamlög og trygginga-
stofnanir greiði kostnað við
þjónustu starfsstétta á andlega
og félagslega sviðinu á sama
hátt og greitt er fyrir heil-
brigðisþjónustu á líkamlcga
sviðinu.
— að kostnaður við tannviðgerðir
og tannréttingar verði tekinn
inn i tryggingakerfið f áföng-
um.
— aöauka beri stuöning við sam-
tök öryrkja og stefna beri að
þvi að allir þjóöfélagsþegnar,
sem þess öska og einhverja
vinnugetu bafaeigi rétt á vinnu
við sitt hæfi bæði á frjálsum
vinnumarkaði og sérstökum
vernduðuni vinnustöðum.
Heilbrigðismál
Flokksþingið bendir á mikil-
vægi góðrar andlegrar og likam-
legrar heilsu fyrir velferð ein-
staklinga og þjóðfélags og bendir
á það að öflugur stuðningur við
heilsugæslu heilbrigðisþjónustu
og heilsuræktarstarfsemi, skilar
sér margfalt aftur i betri heilsu
og aukinni lifshamingju.
Efla þarf þátt fyrirbyggjandi
aðgerða og heilsuverndar i heil-
brigðisþjónustunni og stórauka
fræðslu og félagslegar aðgerðir er
varðar samband milli heilsu og
lifnaðarhátta. I þessu sambandi
má benda á hið mikla heilsufars-
lega gildi iþrótta og útivistar og á
það.að neysla hollrar fæðu er stór
þáttur i varðveislu heilsunnar.
Einnig fagnar þingið aukinni
starfsemi á sviði bindindismála.
Slikt varnarstarf þarf að efla enn
meira og ná til allra vimugjafa
og fikniefna. Einnig varar þingið
við sivaxandi notkun á róandi
lyfjum.
Flokksþingið áréttar stuðning
viðlög um heilbrigðisþjónustu frá
Mennta- og félagsmálanefnd að störfum.