Tíminn - 21.03.1978, Síða 17
Þriöjudagur 21. marz 1978
17
Selveiði
við
Labradorí
fullum gangi
St. John’s, Nýfundna-
landi/Reuter. Norskir og kana-
diskir veiðimenn hafa þegar
drepið 43.000 seli, en aðeins 10
dagar eru liðnir siðan árleg sel-
veiði hófst við strendur Labrador.
Slæmur ís og sú staðreynd að sel-
irnir eru nú á óvenju norðlægum
slóðum hefur hamlað veiðunum. 1
ár er leyfilegtað veiða 180 þúsund
seli, en kanadiska stjórnin segir
aðsá kvóti muni verða til þess að
selunum fjölgi hægt og bitandi.
Þeir, sem berjast fyrir verndun
selastofnsins, segja að ekki sé
nægilega mikið vitað um lifn-
aðarhætti skepnunnar til að full-
vist sé að kvótinn sem settur hef-
ur verið sé hæfilegur. Hópur er
nefnir sig Greenpeace hefur kvatt
Pierre Trudeau til að fara sjálfur
á vettvang til að sjá með eigin
augum hvilik slátrun selveiðin er.
Leiðrétting
1 frétt um prófkjör sjálfstæðis-
manna i Kópavogi, sem birtist i
blaðinu sl. sunnudag, féllu niður
nöfn þeirra manna er skipa ann-
aðog fjórða sætiá listanum.En
listinn litur þannig út eftir próf-
kjörið: Axel Jónsson, Guðni
Stefánsson, Bragi Mikaelsson,
Grétar Norðfjörð, Steinunn
Sigurðardóttir og Stefnir Helga-
son.
Ályktanir ©
sem hugsaö verði fyrir þörfum
allra þjóöfélagshúpá jafnt.
Byggingasamþykktum verði
breytt þannig aö öllum
þjóðféla gsþegnu m ungum og
öldnum og öryrkjum verði gert
mögulegt að búa hvar sem er og
íerðast um hibýli þau sem reist
verði þannig að ekki þurfi að
sérhanna húsfyrir neina sérstaka
hópa þjóðfélaginu.
Auðvelda skal fjölskyldum
flutning milli ibúða þannig að
ibúðin henti ætið sein best fjöl-
skyldustærð eins og hún er h verju
sinni.
A meðan endanleg stefnumótun
þessara mála fer fram skal unnið
að þvi að auka og efla félagslegar
ibúðabyggingar i landinu eftir
hliðstæðum kerfum og nú tiðkast
um verkamannabústaði og leigu-
og söluibúðir sveitarfélaga.
Stefnt skal að þvi að fjármögn-
un hóflega stórra ibúða fyrir aldr-
aða, öryrkja, og ungt fóik er
byggir i fyrsta sinn.verði leyst á
svipuðum grundvelli.
Reglugerð um samvinnubygg-
ingarfélög verði samin.
Þá skal ennfremur bent á að lið-
ur i lausn húsnæðisvandans er að
endurbæta eldri byggingar og
byggingasvæði og bendir i þvi
efni á framkomið frumvarp þing-
manna Framsóknarmanna um
þau mál. Þá fagnar þingið þvi
starfi sem hafið er hjá Húsnæðis-
málastofnun er beinist að stefnu-
mörkun á lausn ibúðarmála fyrir
aldraða og úttekt og áætlunar-
gerðvarðandi þessi mál og væntir
þess að þetta sé upphaf að viðtæk-
ari stefnumótun og áætlanagerð
varðandi lausn húsnæðismála
almennt.
Jafnréttismál
Þingið ályktar að jafnréttis-
hugsjónin þurfiaðkomainn á alla
þætti þjóðfélagsins og áréttar
stuðning við framkvæmd jafn-
réttislaganna.
Þing Framsóknarflokksins
hvetur alla þjóðfélagsþegna jafnt
konur sem karla til stóraukinnar
þátttöku i stjórnmálum og félags-
málum.
Til þess að koma til móts við
vaxandi þátttöku beggja foreldra
i atvinnulifinu, er mikilvægt að
auka stuðning við tómstunda- og
félagsstarf barna og unglinga,
efla dagvistunarstofnanir og
samvinnu fólks um barnagæslu.
Þingið telur mikilvægt að vinna
gegn félagslegri einangrun aldr-
aðra og vill að stuðlað sé að aukn-
um tækifærum þeirra til vinnu og
tónstumdaiökana.
Eigum nú mikið úrval
af frábærum
ferðaútvarpstækjum
Linda Schapper við eitt teppa sinna á Kjarvalsstöðum i gær.
Timamynd: Gunnar.
, S tór kos tlegnr
staður fyrir
teppin mín’
FI — ,,Ég hef heyrt, aö listmálar-
ar séu ekki mjög ánægðir meö
sýningaraðstööuna hér á Kjar-
valsstöðum, en fyrir teppin min
er staðurinn stórkostlegur og hef
ég aldrei sýnt á öörum betri,”
sagði Linda Schapper, amerisk
listakona, sem um þessar mundir
heldur mikla sýningu á stoppuð-
um teppum (quilts) að Kjarvals-
stöðum.
Þetta er 18. einkasýning Lindu,
en áður hefur hún sýnt i Milanó,
Munchen, Stuttgart, Frankfurt,
Paris og Hannover auk Norður-
landanna, en þar hafa teppi Lindu
fariö eins og eldur i sinu, og á siö-
ustu sýningu i Kaupmannahöfn
bárust henni 22 pantanir á tepp-
um, en alls hefur Linda gert um
70 til 80 teppi frá þvi hún byrjaði á
þessari listgrein árið 1975. Héðan
fer sýningin til Dyflinnar og
Lissabon.
Linda er 29 ára að aldri, fædd i
Boston, búsett i Paris, gift sviss-
neskum arkitekt, og hún byrjaði
að stoppa teppi i Libanon Hún
fékkst fyrst talsvert við málun i
Libanon, en borgarastriðið brauzt
út og Linda, sem sækir fyrir-
myndir i samtiðina var allt i einu
farin að mála hverja jarðarförina
á fætur annarri. Venti hún þá sinu
kvæði i kross og fór að stoppa
teppi, formsterk og i glöðum lit-
um. Hún var enginn byrjandi i
þessu, — hafði kynnt sér málin
áður á Spáni, i Þýzkalandi og
Sviss.
Linda Schapper kynnti list sina
fyrir fullu húsi i Menningarstofn-
un Bandarikjanna á fimmtudags-
kvöldið og i dag laugardag mun
hún frá kl. 18.00-20.00 sýna
áhugamönnum, hvernig hún ber
sig að viö teppagerðina og svara
spurningum þeirra.
Sýningin opnar kl. 18.00 i dag og
stendur til 8. april.
SKIPHOLTI 19 R.
SIMI 29800 (5 LINUR)
27 AR I FARARBRODDI
Verð
kr
38
500
Verð
kr
19
980
Verð kr. 56.930
Verð kr. 98.115