Tíminn - 21.03.1978, Side 24
Þribjudagur
21. marz 1978
) ( V18-300 Okukennsla Greiðslukjör r r '
Auglýsingadeild Gunnar ^2, Jónasson JW Jr
Tímans. Sími 40-694^^-^—
Sýrð éik
er sigild
eign
GOGH
TRÉSMIDJAN MEIDUR
SÍÐUMÚLA 30 ■ SÍMl: 86822
Háðstefna um sjávarútveg i Stykkishólmi:
VERÐUR REIST FEITMJÖLVERKSMIÐJA
A SNÆFELLSNESI?
SSt — Okkur fannst ráðstefnan
hin gagnlegasta i alla staöi og
rædd voru mörg brýn málefni
sjávarútvegs almennt. Það,
sem var markverðast fyrir okk-
ur, var yfirlýsing Matthiasar
Bjarnasonar, sjávarútvegsráð-
herra, um að ef reist yrði feit-
mjölsverksmiðja hér á landi til
að mæta sókn i aðra fiskstofna
eins og t.d. kolmunna þá myndi
hann mæla meö að slik verk-
smiðja yrði byggð á Snæfells-
nesi, meðal annarsmeð hliðsjón
var sterkum fiskistofnum fyrir
Vesturlandi, sagði Arni Emils-
son, formaður Samtaka sveitar-
félaga i Vesturlandskjördæmi, i
samtali við Timann i gær, en
samtökin gengust fyrir ráð-
stefnu um sjávarútvegsmál á
laugardag i Stykkishólmi.
Menn hérna eru mjög vakandi
yfir þessu nfáli, og ég get nefnt
að þegar hafa verið stofnuö tvö
hlutafélög, sem áhuga hafa á
slikri verksmiðju, Jöklamjöl,
sem aðilar i Stykkishólmi og
Grundarfirði standa að, svo og
Nesmjöl, sem aðilar utar á Snæ-
fellsnesi standa að, sagði Arni
ennfremur.
Hins vegarerþessað gæta, að
umræða um slika verksmiðju er
auðvitað á byrjunarstigi og eng-
inn er kominn til með að segja
hvortaf þessu verður. Slikverk-
smiðja af fullkomnustu gerð
myndi kosta um einn milljarð á
núverandi gengi og hún yrði að
fara inn á lánsfjáráætlun. — En
sem sé,hér um slóðir er mikill
áhugi á að slik verksmiðja risi,
sagði Arni.
Ráðstefnan hófst á laugardag
og setti Arni Emilsson hana, en
fundarstjórar voru Sturla
Böövarsson og Guðjón Ingi
Stefánsson. Frummælendur auk
ráðherra voru Jakob Magnús-
son, deildarstjóri i Hafrann-
sóknastofnun, Björn Dagbjarts-
son, forstjóri Rannsóknarstofn-
unar fiskiðnaðarins, Jón B.
Jónasson deildarstjóri, Jón
Arnalds, ráðuneytisscjóri og
Einar B. Ingvason, aðstoðar-
maður ráðherra.
Annað mál sem mikið var
rætt á ráðstefnunni var i hvaða
fiskistofna væri æskilegast að
beina sókn meðan þorskstofninn
væri ekki sterkur, og var talið
að óhætt væri að stórauka sókn I
karfa og ufsa, þar sem Þjóð-
verjar væru nú farnir af miðun
um, sagði Arni Emilsson að bk-
um.
Egilstaðabúar:
Ekki ginkeyptir
fyrir kaupstaðar-
lifinu
ESE — Um helgina gengu Egil-
staðarbúar að kjörborðinu, til
þess að fá Ur þvi skorið hver vilji
væri meðal ibúanna fyrir þvi að
Egilstaðir hlytu kaupstaðarrétt-
indi. Úrslitin i skoðanakönnuninni
urðu þau, að hugmyndinni um að
Egilstaðir yrðu kaupstaður var
hafnaðmeð231 atkvæði gegn 190.
A kjörskrá voru 606, en atkvæðis
neyttu 430, eða um 71%, sem er
mjög góð þátttaka. Auðir seðlar
voru 7, en 2 voru ógildir.
Þátttakan i skoðanakönnuninni
bendir til þess að áhugi á sveitar-
stjórnarmálum sé mikil) meðal
manna á Egilstöðum, en ein af
ástæðunum fyrir því að Egil-
staðabúar voru ekki ginkeyptari
fyrir kaupstaðalifinu, er talin sú,
að meiri áhugi sé meðal manna
um það, aö áherzla verði lögö á
breytta sýsluskipan i framtiðinni
þar eystra.
Loftbrúin Akureyri-Reykjavik
58 aukaflug
fyrir páska út á land
ESE —Mikill straumur manna er
nú til og frá Akureyri. 1 gærkvöldi
var fyrirhugað að fljúga 8 feröir
frá Akureyri til Reykjavikur og
þar af var eitt þotuflug. Astæðan
fyrir þvi hversu stift norðanmenn
sækja hingað suður er sú að
Skiðalandsmótið fer hér fram að
þessu sinni um páskana.
Aftur á móti er sókn sunnan-
mannaenguminnitil Akureyri og
fleiri staða s.s. Húsavikur og Isa-
fjarðar, vegna þess að þar munu
einnig fara fram skiöamót á þess-
um tíma. Trúlegt er, að erfitt
verði fyrir suma að fá inni á fyrr-
nefndum stööum, þarsem mikill
fjöldi ferðamanna er þegar mætt-
ur á þessum stöðum. Sem dæmi
um hinn mikla ferðamanna-
straum, sem hefur verið i vikunni
og verður fram að páskum, þá má
nefna að Flugfélag Islands fer 58
aukaferðir i þessari viku til hinna
ýmsustaða úti á landi til viðbótar
við þær 78 ferðir, sem þegar voru
ákveðnar. Þá hefur einnig frézt
að Ferðaskrifstofan Útsýn hefur
tekið Hótel Húsavik á leigu um
páskana fyrir þá sem með þeim
ferðast, þannig að ekki mun
verða auðvelt fyrir ferðamenn aö
fá inni þar, nema þá sem þá
dveljast hjá ættmennum.
Laugardaginn 18. marz siðast liðinn tók menntamálaráðherra, Vil-
hjálmur Hjálmarsson, fyrstu skóflustungu að þjálfunarskóla fyrir van-
gefna við dagheimilið Lyngás, Safamýri 51 Reykjavfk. Skóli þessi rúm-
ar 70-80 nemendur. Auk barna úr Lyngási er skólinn ætlaður börnum
frá Skálatúni i Mosfellssveit, og öðrum vangefnum börnum, eftir þvf
sem húsrúm leyfir.
ingar af
fundi,
þegar Steinþór
á Hæli var
hnepptur i
3. sæti
Sjáifstæðismönnum i Suðuriands-
kjördæmi tókst loks nú um helg-
ina að ákveða, hvernig framboðs-
listi þeirra við þingkosningarnar i
sumar skuli skipaður. Hefúr léngi
staðið styr um framboðsmál
þeirra, og ekki gekk hljóðalaust
að taka þessa lokaákvörðun, eins
og bezt má ráða af þvi, að fulltrú-
ar Arnesinga i kjördæmisráðinu
gengu flestir af fundi.
Röðin i sex efstu sætum listans
er þessi: Eggert S. Haukdal á
Bergþórshvoli, Guðmundur
Karlsson i Vestmannaeyjum,
Steinþór Gestsson á Hæli, Siggeir
Björnsson i Holti, Arni Johnsen i
Reykjavikog Óli Þ. Guðbjartsson
á Selfossi.
Al kunnugum er þetta talið jafn-
gilda þvi, að Steinþór á Hæli sé
útilokaður frá endurkjöri, þar eð
listinn muni ekki fá þrjá menn
kjörna i sumar, og þeirrar
skoðunar munu nýliðarnir, sem
settir voru ofar honum, einnig
vera, þar sem hvorugur þeirra
vildi sætta sig viö þriðja sætið.
Byggðalinan:
Orkuflutningur
til Norðurlands
jókst um 600%
— milli áranna 1976 og 1977
KEJ — Nær 47 þús. megawatt-
stundir af rafmagni voru sendar
frá svæöi Landsvirkjunar til
Norðurlands um nýbyggða
Byggðalinu á siðasta ári. Kemur
þetta fram i nýútkomnum Orku-
málum, en ritstjóri skýrslunnar,
Rútur Halldórsson, tjáði blaöinu,
að á árinu 1976 hafi aðeins verið
flutt norður á land um 7 þús.
megawött, enda flutningsgetan
þá miklu minni.
Byggðalinan var eins og kunn-
ugt er tekin i notkun 11. janúar
1977 meö tengingu við Akureyri.
A árinu 1976 var Þverársvæöið
tengt við .Landsvirkjunarsvæðið
oger siðan hægt að senda raforku
um Andakii alla leið i Króksf jörð,
og nam raforkuflutningur frá
Landsvirkjun til Þverársvæðisins
á siðasta ári nær 4 þús megawött-
um.
Á árinu 1976 var Norðurland
Vestra tengt til bráðabirgða viö
Landsvirkjunarsvæðið hjá Tann-
staðabakka i Hrútafirði. A siðasta
ári var siðan langingu byggðalinu
lokiö með tengingu við Akureyri,
og liggur hún nú frá Lands-
virkjunarsvæðinu, alla leið frá
Geithálsi um Hvalfjörð, upp i
Andakil, þaðan i Hrútafjörð, um
Laxárvatn og Varmahlið til
Akureyrar og siðan i Kröflu. Enn
ereftir að ljúka lagningu Byggða-
linufrá Kröflu til Austurlands, en
áætlað er að ljúka þvi fyrir ára-
mót. Eins og kunnugt er hefur þó
verk þetta legið niðri um stund
vegna fjárskorts.
Alverksmiðjan i Straumsvik:
Keypti nær
helming raforku-
framleiósiunnar
KEJ — 55,7% framleiddrar raf-
orku á tslandi á árinu 1977 fór til
stórnotkunar, segir i fylgiriti með
nýútkomnum Orkumálum. Þar af
fór 46,3% orkunnar til Álversins,
eöa nálægt helmingur af allri
framleiddri orku á Islandi. Til
Aburðarverksmiðjunnar, Se-
mentsverksmiðjunnar og Kefla-
vikurflugvellar fóru 9,4%. Til al-
mennrar notkunar i landinu fóru
44,3% heildarraforkuframleiðsl-
unnar.
1 orkumálum kemur fram, að
Alveriö greiddi á árinu 1976 0,69
kr. fyrir hverja kilówattstund en
0,86 kr. árið 1977. Hér er að sjálf-
sögðu um heildsöluverð að ræða,
auk þess sem raforka til Alvers-
ins er samkvæmt lögum sölu-
skattsfri. Samkvæmt gjaldskrá
seinni hluta árs 1977 var meðal-
verðtil húshitunar miðað við 3ja
herb. ibúð kr. 16,52 i Reykjavik en
frá Orkubúi Vestfjarða og Raf-
magnsveitum rikisins var þetta
verð rúmlega 25 krónur, og kem-
ur þar inn i kostnaður af rekstri
oliurafstöðva auk annars. Að
sögn Jakobs Björnssonar orku-
málastjóra er hér alls ekki um
raunhæfan samanburð að ræða af
mörgum ástæðum. T.d. er ekki
um dreifingarkostnaö að ræða af
rafmagni sem fer til Alverk-
smiðjunnar. Þá er Alverksmiðjan
gifurlega stór kaupandi, eins og
sést af tölum i upphafi þessarar
fréttar. Sé hins vegar borið
saman umsamið verð til Alverk-
smiðjunnar árið 1977 og heild-
söluverðskrá Landsvirkjunar til
annarra en Alverksmiðjunnar og
Aburðarverksmiðjunnar kemur
þó i ljós, að verðið til Álverk-
smiðjunnar er mun lægra. 26,6%
af heildarorkusölutekjum Lands-
virkjunar koma þó frá Alverk-
smiðjunni.
t-