Tíminn - 24.08.1978, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 24. ágúst 1978
9
Krístján B. Þórarinsson:
Hverjír eru varðmenn lýðræðisins?
Verkalýðsforingjar eða þjóðkjörnir alþingismenn?
A mannafundum hafa Is-
lendingar státaö af þvi að vera
eitt elsta þingræöisland 1 heimi.
Oft hafa verið fluttar hjartnæm-
ar og hástemmdar ræður um
kosti þess að hafa þingræöi, en
hornsteinn þingræöisins er lýð-
ræöi, og lýðræöi er frelsi manna
til athafna en þó innan ákveðins
ramma. Þennan ramma setja
löglega kjörnir fulltrúar (þing-
menn) sem sæti eiga á Alþingi,
löggjafarsamkomu þjóðarinnar.
Að baki þessara þingmanna
er öll islenska þjóðin. Þvihlýtur
vald þessara manna að vera
mikiö. Þingmennirnir fara með
þetta vald i umboði kjósenda
sinna, venjulegast i fjögur ár,
en að þeim tima liðnum endur-
nýja þeir umboöið með nýjum
kosningum.
í hverju er vald
þingmanna
fólgiö?
Nú, á timum svo ört vaxandi
og umbyltingasams þjóðfélags,
riður á að fólk geti borið traust
til þingmanna sinna og fengið
hjá þeim ákveönar bendingar
um hvernig fólk eigi og geti
komist af i islensku þjóöfélagi.
Þetta er kallað aö stjórna.
En stjórnun felst i þvi hvernig
þingmönnunum farnast viö
störf sin á löggjafarsamkomu
þjóðarinnar.
A liðnum árum hefur það tiðk-
ast i æ rikara mæli að þingiö
hefur falið hinum og þessum
aðilum utan þingsins að vinna
upp í hendurnar á sér ýmismál,
en hefur siðan látiö þau fara frá
sér athugunarlitið eða þá alveg
án athugunar. Til dæmis setja
ráðuneyti reglugerðir um ýmsa
starfsemi, rikisstjórn setur
bráðabirgðalög sem hún rokkar
síðan með til og frá, oftast
vegna þess aö einhverjir af-
markaðir hópar i þjóðfélaginu
hafa ekki sömu skoðun og þeir
sem kosnir eru til aö stjórna, og
stjórnendurnir gefa eftir og
hopa bara vegna þess að þeir
hafa ekki kjark til aö standa á
rétti sinum sem þingmenn — og
segja nei.
Þetta gengur
ekki
Þaðgetur ekki gengið, aðfor-
usta verkalýðshreyfingarinnar
geti tekið lifæö heillar þjóöar úr
Kristján B. Þórarinsson.
sambandi og þannig kippt
fótunum undan efnahagslegu
sjálfstæði þjóðarinnar svo að til
stórvandræða horfir. Stjórnar-
skrá islenska lýðveldisins verð-
ur aö fyrirbyggja að hægt sé að
vinna þjóðinni slikt ógagn, sem
við höfum orðið vitni að undan-
farna mánuði. Ef fólk sættir sig
ekki viðaögerðir stjórnvalda þá
getur það breytt til i nýjum
kosningum, en á meðan stjórnin
situr verður að gera þær kröfur
til fólksins að þaö sé sátt viö
stjórnvöld á meðan kjörtimabil
endist. Ef ekki er hægt að fara
að vUja fólksins á kjördag er
lýöræðið ekki það stjórnarfar
sem við þurfum á að halda.
Valdleysi Alþingis
Alþingi Islendinga eins og það
eri'dag er nánast valdalaust. Ef
Alþingi ætlar að semja lög þá
verða þingmenn að leita um-
sagnar hvaðanæva að úr þjóö-
félaginu, og er venjulegast
undir duttlungum utan að kom-
andiaðUa komið hvernig fer. Eg
minni i þvi sambandi á vinnu-
málalöggjöfina, sem átti aö
ganga i gildi á siöasta kjörtlma-
bili. Minna má á fleiri mál, en
þetta er nóg.
Hvað er að
og hvað er til
úrbóta?
Aðmínu viti stafar valdaleysi
Alþingis af þvi hvað þingmenn
eru fáir og embættismenn
margir, en þeir bera ekki
ábyrgð á athöfnum sinum. Ég
hefi hugsaö mér að þaö mætti
fjölga þingmönnum i 90 og
fækka sem um það nemuremb-
ættismönnum og gera þingið
virkara og ábyrgara i störfum.
Þingmenn eru að minu viti of-
hlaðnir störfum i ýmsum nefnd-
um. Nefndunum er sifellt að
fjölga á vegum þingsins og tU að
komast yfir sem mest eru utan-
þingsmenn teknir inn i
nefndirnar sem gerir þaö að
verkum að afgreiðslu mála
seinkar.
Ég er einnig þeirrar sKoðunar
að þaö eigi aö ráöa yfirmenn
stofnananna til fjögurra ára i
senn. Þá á ég við ráðuneytis-
stjóra, framkvæmdastjóra og
skrifstofustjóra. Timi þessi
mætti lUta miöast við valdatima
hverrar stjórnar. Ég veit að
viða erlendis tlökast þetta fyrir-
komulag, og þar sem viö Is-
lendingar erum gjarnir á að apa
eftir útlendingum, þá getum við
tekið þetta upp eins og annað.
Ég er þeirrar skoðunar, að
það sé lifsnauðsyn fyrir Islend-
inga að auka til muna vald og
viröingu Alþingis. Alþingi Is-
lendinga má ekki vera einhver
liflaus afgreiðslustofnun. Þar er
slagæð þjóðarinnar og hún verð-
ur að slá I takt viö tlmann.
Heiður Helgadóttir:
Lýðræði í lágmarki
í verkalýðsfélögum
foringjarnir tala i naíni fólksins án þess að leita álits þess
lleiður Helgadóttir.
Verkalýöshreyfingin hefur
látið mikiö tU sln taka undan-
farna mánuði. Sumir hafa jafn-
vel látiðaðþvl liggja að hún hafi
stjórnað landinu slöan I vetur.
Hefur enda tónninn I sumum
þeirra, sem nefndir eru
frammámenn hreyfingarinnar,
verið æði drýgindalegur og þeir
talað eins og þeir menn sem
valdið hafa.
Má nánast undarlegt heita,
hvaö hreyfingin hefur sloppið
við gagnrýni. SpUar kannski þar
inn I að eigi mun þykja vænlegt
til atkvæðaveiða að skamma
verkalýðshreyfinguna.
Þó brá svo við fyrir nokkru,
aö nýkjörinn þingmaður lét sig
óhræddur hafa það, aö senda
forystumönnum verkalýðs-
hreyfingarinnar nokkur vel val-
in orö. Sagði hann m.a., að
foringjarnir beittu launþega-
hreyfingunni og hinum einstöku
verkalýösfélögum miskunnar-
og pukrunarlaust i þágu flokks-
póhtiskra hagsmuna, þótt engin
trygging væri fyrir þvi að þeir
nytu almenns trausts launþega.
Væri jafnvel einangruö fá-
mennisstjórn, sem nú spilaði
haUærislegan valdapóker.
„Oft ratast kjöftugum
satt á munn”
Auðvitað hefði enginn þing-
maöur tekiö svo til orða annar
en Vilmundur Gylfason, enda
fékk hann á sig harða ádrepu I
eigin flokksmálgagni. Vilmundi
gæti lika orðið erfitt að sanna öll
orð sin, en svoleiöis smámunir
hafa heldur aldrei staöið i
veginum þegar hann vill láta
álit sitt I ljós’. En eins og segir I
gömlu máltæki ,,oft ratast
kjöftugum satt á munn” og Vil-
mundur er oft naskur á að túlka
skoðanir fjöldans, réttar eða
rangar ogekki er ótrúlegt aö svo
hafi einnig verið nú.
Margt verkaíólk veit nefni-
lega af eigin reynslu, að stéttar-
félögum þess, er oft af stjórnar-
mönnum þeirra beitt miskunar-
laust i þágu pólitiskra flokks-
hagsmuna. Alits og skoðana
hins almenna félagsmanns, er
ekki leitaö nema til aö fá form-
legt samþykki á þvi sem ákveð-
iö hefur verið fyrirfram.
Nýjastakunnugt dæmi þessa,
gerðist m.a.s. fyrir nokkru i
Vestmannaeyjum. Þá ákvað
stjórn og trúnaöarmannaráö
verkakvennafélagsins, án nókk-
urs samráðs viö verkakonur.að
tilkynna yfirvinnubann i frysti-
húsunum. Þvl skal ekki haldiö
hér fram, að þetta sé óheimilt.
En ólikt lýðræöislegra hefði
veriðað kynna sérfyrst skoðan-
ir fólksins, enda hálf kjánalegt,
að verkstjórar skyldu þurfa að
ganga á milli starfsfólksins til
að segja því að það væri komiö I
verkfall!
Andstæðar skoðanir
litils metnar
Er ekki ósennilegt að það séu
þessar stjórnunaraðferðir,
fremur en áhugaleysi fólks, sem
valda þvi, aö oft koma aðeins
örfáir á fundi, jafnvel i fjöl-
mennum félögum, þótt taka eigi
mikilsverðar ákvarðanir t.d.
verkfallsboðanir. Fólk veit það
af biturri reynslu, að láti þaö i
ljós skoöanir, andstæöar
skoðunum stjórnarinnar, getur
þaö átt á hættu að fá á sig háðs-
glósur, útúrsnúninga, brigsl um
heimsku og svik við málstað
verkafólks.
Vegna þessa fer oft svo, að
fólk, sem ekki er þvi harðara af
sér og vanara ræðumennsku,
leggur ekki i' það að halda sinum
skoðunum fram á fundum. Eru
llka samþykktir fundanna oft i
hrópandi ósamræmi viö þær
skoðanir sem félagsmenn láta
óspart I ljós á vinnustöðum sln-
um og manna á milli.
Þá má spyr ja, af hverju skipt-
ir fólkið ekki um stjórn 1 þeim
félögum sem svo er ástatt um.
Það eru þó kosningar I félögun-
um árlega. JU, satt og rétt,- að
nafninu til eins og margt annað,
þvl meöan stjórnarkjör er með
núverandi hætti þá er þetta
hægarasagtengert. Bæðier.að
þar kemur endurgreiðsla
pólitisku flokkanna til góða,
fyrir dyggan stuðning við flokk-
inn þegar hann oskar og einnig
þaö, að til aö breyta einhverju i
kosningum, þarf að leggja fram
fullmannaðan lista til stjórnar
og trúnaöarmannaráös, ásamt
vissum fjölda meðmælenda.
Með þeim skorti á lýðræði I
félögunum, sem nú viðgengst
viða, yrði annar framboðslisti
en stjórnarinnar, nær eingöngu
skipaður reynslulausum mönn-
um, sem I mörgum tilfellum
væru óþekktir utan sins vinnu-
staðar. En stjórnina sem situr
(og hefur stundum setið I ára-
tugi) þekkja allir, enda oft i
stjórn duglegir menn, þótt þá
skorti lýðræðislega stjórnar-
háttu.
Aukið lýðræði heilla-
vænlegra
Reynslan hefur þvi oröið sú i
mörgum félögum, aö kosningar
á milli lista eru nánast úr sög-
unni, nema aö pólitisku
flokkarnir skipuleggi lista og
setji flokksmasklnur sínar I
gang.
Niöurstaða blaðamanns þess,
sem þetta ritar, hefur þvi orðið
sú, að stórum heillavænlegra
væri að taka upp hlutfaUs-
kosningar I verkalýðsfélögun-
um og jafnvel væri óhlutbundn-
ar kosningar það aUra besta og
lýöræðislegasta. Meö þeirri aö-
ferð mundu oft veljast I stjórnir
þeir einstaklingar, sem best
væri treyst á hinum einstöku
vinnustöðum og fólk þar mundi
sameinast um að kjósa. Þeir
væru alltaf I beinu sambandi við
sitt samstarfsfólk og vissu til
hvers það ætlaðist af þeim.
Með þessu móti yrði Uka
sennilega meiri og jafnari
endumýjun i stjórnum félag-
anna, flokkspólitikin yröi tæp-
ast eins mikUs ráðandi og stjór-
nir félaganna mundu síðan
endurnýjast smátt og smátt I
stað þess, sem nú er.aö ný st jórn
yrði eingöngu skipuð óvönum
mönnum, sem áður sagði og
leiðir af núverandi fyrirkomu-
lagi.
Launþegar ekki spurð-
ir
I lokin er ekki úr vegi að vitna
hér I samtal sem Þjóöviljinn
hafði viö Pétur Sigurðsson, for-
seta Alþýðusambands Vest-
fjarða 1. ágúst s.l.
Pétur sagöi þar m.a.:
„Gallinn er sá, að launþegar
hafa alls ekkert veriö spuröir
um hvaö þeir vilja. Það hafa
einungis verið ,.topparnir og
stjórarnir” i verkalýðs-
hreyfingunni, sem hafa veriö aö
vasast i þessu og talað fyrir
fjöldann”.