Tíminn - 20.09.1978, Blaðsíða 1

Tíminn - 20.09.1978, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 20. sept. 1978 206. tölublað — 62. árgangur 1 z------------------------ Islenska liöiö, sem leikur viö Hollendinga I kvöld. — Sjá Iþróttasiöu bls. 16 Slðumúla 15 • Pósthólf 370 ■ Reykjavik • Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300 • Afgreiðsla og áskrift 86300 • Kvöldsímar 86387 & 86392 Eru niður- greiðslur skammvinnar — þegar til lengdar lætur? Kás — Þaft hefur ekki farið fram hjá neinum manni að niður- greiðslur hafa leitttil stórfelldr- ar lækkunar á vöruverði nú sið- ustu dagana. Er það i samræmi við aðgerðir rikisstjórnarinnar I kjaramálum. En hversu lengi gætir áhrifa hennar? Sumir viljahalda þvi fram að fólk hafi enga trú á stjórnvöld- um og segja aö það hafi itrekað sýnt sig að yfirlýsingar stjórn- málamanna i þessu tilviki um niöurfærsluna séu yfirleitt minna viröi en pappirinn sem þær standa á. Ef þetta er tilfell- ið, þá er það viðbúið aö al- menningur taki þeim með var- færni. Nú er það stóra spurningin hvortekki komi að þvi einhvern næstudaga að neytandinn vakni upp við vondan draum og upp- götvi aö niðurgreiðslnanna gætir ekki lengur a.m.k. ekki i krónutölu. Hvað veldur? Það san raunverulegaskeður með setningu bráðarbirgða •- laganna er það að það er gefin út yfirlýsing um að vöruverð skuli lækka i búðum. Siðan er auðvitað sagt, aö tilfæringu þurfi á fjármagni i þjóðfélaginu til að borga brúsann. A sama tima og til þess að geta gert þetta er gengið fellt um 15%. Þannig koma vöruverðslækkun og söluskattslækkun til með að kvittast á móti áhrifum gengis- lækkunarinnarsvo og hækkun á aðflutningsgjöldum og tollum. M.ö.o., þrátt fyrir 16% lækkun verðlags og 4% lækkun álagningar mun vöruverð sennilega ekkert lækka i búðum ef litiö er til lengri tima. Nema i þeim tilvikum þegar um inn- lenda framleiðslu er að ræða, þar sem erlendra hækkana gætir ekki. 1 Ijósi þess sem sagt er hér að framan hlýtur það að verða brennandi spurning hvort kaup- mátturinn þrátt fyrir allt aukist, eða standi i stað. NU veldur þaö miklu að ábyrgur aðili sem fólk- ið i landinu treystir, rannsaki þetta, þvi niðurstaða þeirrar rannsóknar kann að ráða miklu um lifdaga þeirrar rikisstjórnar sem nýlega tók við völdum. Spurningin um hinn raunveru- lega kaupmátt og svariö við þeirri spurningu er þaö þýðingarmikið fyrir þjóðina aö ekki er skynsamlegt að bolla- leggja mikiö um þetta mál fyrr en það skyrist betur. Jafnréttisganga fatlaðra var í gær. Gengið var frá Sjómannaskólanum og niður til Kjarvalsstaða þar sem borgarstjórn Reykjavikur var með boð fyrlr fatlað fólk. Eins og sjá má á þessum myndum var mikið f jölmenni í göngunni.er giskað á að göngumenn hafi verið milli 2 og 3 þúsund, þrátt fyrir að veður væri slæmt. Nánar er sagt frá göngunni á bls. 5 i blaðinu idag. Biðstaða í deilu kenn- ara og ráðuneytis ESE — Kennsla á þriðja ári í Kennaraháskóla islands liggur enn niðri vegna deilna grunnskólakennara við Menntamálaráðuneytið. Eíns og kunnugt er þá hafa grunnskólakennarar neitað að taka kennaranema í æf- ingakennslu fyrr en þeir hafa fengið leiðréttingu sinna mála og krafa þeirra tekin gild, um að öll kennarapróf á grunnskólastigi verði metin jafnt, hvenær svo sem þau hafa verið tekin. Timinn hafði i gær samband við Guðna Jónsson formann Sam- bands grunnskólakennara, og var hann að þvi spuröur hvernig mál- in stæðu. Guðni svaraði þvi til, að á stjórnarfundi sem haldinn hefði verið þá um daginn hefði verið samþykkt að kalla saman full- trúaráð til þess að fjalla um mál- ið. Annars sagöi Guðni að hálf- gerð biöstaöa væri i þessu máli, þar sem viökomandi ráðherra væri ekki staddur á landinu og þvi ekki viö þvi að búast að nein meiriháttar ákvörðun yrði tekin fyrr en hann kæmi aftur til lands- ins. Guðni sagði að hann heföi spurnir af þvi, að undirskrifa- stöfnun væri að fara i gang á meðal kennara og vera mætti að þaö yröi til þess að skriður kæmist á málin. Það sem við vilj- um er aöeins það, að öll kennara- réttindi veröi metin til jafns á grunnskólastigi, burtséð frá þvi hvenær viökomandi kennari lauk námi. Við höfum öll okkar kenn- araréttindi og ef á að fara að mis- muna okkur eftir þvi hvenær próf voru tekin þá gæti það sama t.d. gilt um presta. Greinagerð frá skrifstofu BSRB: Allt BSRB-fólk fær kjarabætur með nýju lögunum „Ruglingur sá, sem fram hefur komib I blöðum varðandi þá breytingu, sem leiðir af nýju lögunum, stafar sennilega af þvf, að ekki hefur neins staðar verið birt launatafla, sem miöuö er vib niðurgreiðslur vöruverðs á sama hátt og nýja launataflan frá 11. sept”. segir i greinagerð frá skrifstofu BSRB vegna mikilla blaðaskrifa að undanförnu um launataxta opinberra starfsmanna. Ennfremur segir I greina- gerðinni: „Ný launatafla hefur verið reiknuö út samkvæmt nýju lögunum, og gildir hún frá 11. september 1978 hjá þeim, sem fá fyrirframgreiðslu, en frá þeim tima var farið aö framkvæma niðurgreiöslu vöruverðs þannig að niður félli þá 8,1% visitöluhækkun, sem koma átti á laun um siðustu mánaðarmót”. Hér fara á eftir nokkur dæmi, sem tekin eru upp úr launatöflu er fylgdi greinagerð BSRB. Fyrri tala á við launin eins og þau eru eftir 11. september en siðaritalanerágústlaunin: Skv. 1. lfl. eru launin 157.700 en voru 141.200, skv. 5. lfl. eru launin 181.400 en voru 162.900, skv. 10. lfl. eru launin 218.600 en voru 196.300 en skv. 15 fl. eru launin 261.300 en voru 234.700, skv. 20 lfl eru launin 296.300 en voru A ríkisstjómarfundi I gær: Ákveðið að skipa vísitölunefnd — tekur til starfa innan skamms ESE — A fundi rikisstjórnarinnar i gær var ákvebib að skipa nefnd til endurskoðunar á viðmiöun launa við visitölu. Er þetta gert i samræmi við samstarfsyfir- lýsingu stjórnarflokkanna þriggja og hefur aðilum vinnu- markaðarins verið falið það verk- efni að tilnefna menn i nefndina. Vonast er til þess að nefndin sem skipuö verður tiu mönnum, þar af einum fulltrúa af hálfu rikisstjórnarinnar, geti tekiö til 273.100 og skv. 25. lfl. eru launin eftir 11. september 338.200 en voru 320.100 i ágúst. Skerðing skv. visitöluþaki kemur fyrst á laun i 16. lfl. kr. 1000 og fer hækkandi upp úr launastigunum og er skerðingin i 32. lfl kr. 32.700. Þess ber aö geta að 1. september s.l. kom töluverð hækkun á lægstu laun opinberra starfsmanna i formi verðbótaviðauka skv. mai- lögunum. starfa sem fyrst og aö niðurstööur liggi fyrir eins fljótt og auöið er. Lands- leikur í dag lslendingar leika gegn Hollendingum I dag i Nijmegen. Leikurinn er liður I Evrópukeppni landsliða og hefst kl. 18.00 að Islenskum tima. Youri Ilitchew landsliðs- þjálfari valdi liðið I gær en leikmenn fengu að vita liðs- skipan i morgun. Þaö sem helst kemur á óvart er, aö Þorsteinn skuli endurheimta sæti sitt I markinu en einnig mun Ingi Björn byrja inn á, en hann var varamaöur I leikn- um gegn PóIIandi á dögunum. Sigmundur ó. Steinarsson er i Nijmegen og fylgist náið með öllum atburðum þar og á bls. 16-17 er allt um undirbún- ing landsliðsins að finna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.