Tíminn - 28.04.1979, Blaðsíða 6

Tíminn - 28.04.1979, Blaðsíða 6
6 Laugardagur 28. aprll 1979 r Útgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Hitstjórar: Þórarinn Þórarinsson og Jón Sigurösson. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Siöumiila 15. Sfmi 86300. — Kvöldsimar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verö i lausasölu kr. 150.00. Askriftargjald kr. 3.000.00- á mánuöi. Blaöaprent Hnífarnir og allt hitt Erlent yfirlit Muzorewa mun heyja sjálfstæðisbaráttu á tvennum vígstöðvum Svo sem kunnugt er búa fyrirtækin i landinu við mjög mikla erfiðleika um þessar mundir. Leggst þar margt á eitt: óðaverðbólga, sivaxandi launa- og rekstrarkostnaður og stórhækkandi fjármagns- kostnaður. Meðal þeirra fyrirtækja, sem einna verst virðast hafa farið á undan förnum mánuðum og árum eru dagblöðin og getur orðið verulega ör- vænt um frjálsa skoðanamyndun ef svo heldur fram sem horfir. í fyrra dag, á fimmtudag, lýsir leiðarahöfundur Þjóðviljans umhyggju sinni fyrir velferð Timans og reyndar Framsóknarflokksins lika, og er skylt að þakka velvildina. En þar sem svo hagar að um samstarfsflokk er að ræða er ekki nema eðlilegt að likt sé liku gddið. Þjóðviljinn dylgjar eitthvað i leiðara sinum þenn- an votviðrisdag um tengsl Timans og Framsóknar- flokksins við samvinnuhreyfinguna og fyrirtæki samvinnumanna. Tengsl þessara aðila eru hug- sjónalegs eðlis og ekki önnur. Þar er um að ræða samstöðu og samhygð og kemur ekki á óvart að leiðarahöfundur Þjóðviljans á erfitt með að skilja slikt úr þeim hagsmunahring sem byrgir útsýnið af ritstjórnarskrifstofum Þjóðviljans. Alþýðubandalagið er nefnilega nokkurs konar fyrirtækjahringur og er það laglegur skrúðgarður i fjármálakerfinu. Þar eru fasteignafyrirtæki, og þar eru verslunarfyrirtæki, og þar eru útgáfufyrirtæki og þar eru samskot. Það er nú meiri háleita hug- sjónastarfsemin, og vöknar leiðarahöfundi Þjóð- viljans beinlinis um augu og hönd hans skelfur á pennanum af peningalegum eldmóði þegar hann fer að hjala um að Framsóknarmenn skilji ekki félags- legt hugsjónastarf. Þjóðviljinn hefur meira að segja i þessum leiðara sinum áhyggjur af velferð og gengi Framsóknar- flokksins. Hann hefur áhyggjur af stöðu Fram- sóknarflokksins i stjórnmálalifi þjóðarinnar. Þess- ar áhyggjur hafa að sönnu allir andstæðingar Framsóknarflokksins og er gott við það að búa. Þjóðlegur og frjálslyndur félagshyggjuflokkur er eitur i þeirra beinum. En stefna og staða Alþýðubandalagsins er reynd- ar öngþveiti og uppnám. Ragnar Arnalds virðist hneigjast að einhvers konar „evrópu- kommúnisma”, en þó er flokkurinn austrænni en t.d. italski kommúnistaflokkurinn. Lúðvik Jóseps- son segir hins vegar i blaðaviðtali nýlega að flokkurinn sé ,,i mesta lagi bara róttækur sósial- demókrataflokkur” — hvað svo sem það á nú að þýða hjá honum. Stefna Alþýðubandalagsins vekur hins vegar vægast sagt harla stuggvænleg hugrenningatengsl i kollinum á forseta borgarstjórnarinnar i Reykjavik og má vera að þær hugrenningar segi sina sögu. 1 blaðaviðtali á dögunum lýsir Sigurjón Pétursson af- stöðu sinni með þessum merkilegu orðum: „Að þvi leytinu er ég byltingarsinni. Hins vegar er ég ekki reiðubúinn að vaða út með eldhúshnífinn og fara að stinga menn”. Þessi ummæli má ef til vill skoða með góðum vilja, sem tilraun til að hughreysta borgarbúa og aðra landsmenn,að einhverju gefnu tilefni i stefnu- skrá Alþýðubandalagsins. En leiðarahöfundur Þjóðviljans vildi nú ef til vill.svona i góðum sam- starfsanda, vera svo vænn að útskýra nánar hlut- verk eldhúshnifanna i hugsjónum, stefnuskrá og jafnvel fyrirtækjarekstri Alþýðubandalagsins. Slik útskýring myndi varla kalla „nótt hinna löngu hnifa” yfir hann, eða hvað? JS — og mun hljóta stuðning Vesturveldanna í vikunni uröu þau úrslit kosn- inga i Ródesiu ljós aö Abel Muzorewa biskup haföi unniö mikinn pólitiskan sigur og kemur til með aö veröa fyrsti blökkumaðurinn á forsætisráö- herrastóli i Ródesiu. Mun þetta verða innan mánaðar og Ródesia mun raunar þaöan i frá heita Zimbabwe-Ródesia sem er nokkuð dæmigert fyrir mála- miðlunarsamkomulag þaö sem hvltir menn og blakkir hafa gert með séoþar sem hér er um að ræöa bæði nafn hvitra og blökkumanna á landinu. Eftir að úrslit kosninganna i Ródesiu uröu ljós skoraöi Muzorewa á Bretlandsstjórn aö viöurkenna hina nýju stjórn sina I landinu og aflétta viö- skiptaþvingunum og gefa þannig öörum rikjum veraldar gott fordæmi. Fer raunar varla á milli mála aö komist thalds- flokkurinn i stjórn á Bretlandi mun hann bregöast vel viö áskorun Muzorewa. Hvaö Verkamannastjórn á Bretlandi mundi gera eöa hvaö önnur riki veraldar gera,liggur aftur á móti ekki eins ljóst fyrir. Þróun mála I Ródesiu og sú staöa sem þar er nú komin upp setur óneitanlega vestrænar rikis- stjórnir aö minnsta kosti i tölu- veröan vanda. Þaö sem stingur i augun er einkum stjórnarskrárbundin völd hvitra manna i landinu en þau eru hluti af þvl málamiöl- unarsamkomulagi sem leitt hefur til meirihlutastjórnar blökkumanna. Samkvæmt þess- um ákvæöum hafa hvitir menn tryggöa hlutfallslega fleiri þing- menn og ráðherra en blökku- meni^en eru þó alltaf i minni- hluta, og þaö, sem kannski er enn verra, að lögregla og her landsins nýtur fyrst um sinn aö minnsta kosti forsjár hvitu mannanna. Einmitt þessar staöreyndir réttlæta áframhaldandi striö þjóöfrelsisskæruliöanna/ en til- raunir Vesturveldanna til aö fá þá inn I málamiölunarsamning- ana á siðasta ári báru engan árangur og óneitanlega voru þaö einkum hvitir menn i Ródesiu sem komu i veg fyrir árangur á þeim vettvangi. Af Muzorewa. þeim sökum telja Vesturveldin sig nokkuö bundin málstaö þjóö- frelsisskæruliöa þó samúö þeirra sé raunar ekki minni meö blökkumannaleiötogunum i Ródesiu sem kusu aö afsala blökkumönnum nokkrum rétti til þess að reyna aö ná friösam- legri lausn, sem þeim hefur nú tekist, ef ekki væri áframhald- andi stríö þjóöfrelsissamtak- anna. Og enn má minna á þaö sem Vesturveldunum hlýtur aö vera ljóst, að þjóðfrelsisskæru- liðarnir krefjast ekki aöeins fullra réttinda blökkumanna og jafnræöis á viö hvíta, og þaö strax, barátta þeirra og stefnu- mál eru jafnframt af sósi- ölskum toga. Muzorewa hefur nú skoraö á skæruliöa þjóöfrelsissamtak- anna aö leggja niöur vopn og koma heim til aö hefja friösam- legri baráttu og uppbyggingu landsins. 1 upphafi áratugarins kom Muzorewa sjálfur fram á sviö stjórnmálanna, og enda þótt hann hafi á stundum veriö talinn af stjórnvöldum I Ródeslu til uppreisnarmanna, getur hann þó státaö af þvi aö hafa alltaf lagt áherslu á aö „kjósa hvitu mennina út i staö þess aö skjóta þá út”. Er þaö raunar athyglisvert, og i augum Muzo- rewa hlýtur þaö að vera kald- hæönislegt, aö hann geröist fyrst leiötogi blökkumanna áriö 1970 er Bretar höfðu i huga aö viðurkenna sjálfstæöi Ródesiu undir yfirstjórn hvitra meö þvi skilyröi aö „samráö” yröi haft við blökkumenn I málum er þá snertu. Fjöldahreyfing blökku- manna sem Muzorewa stýröi fékk þvi áorkaö aö Bretar skiptu um skoðun og viöurkenndu aldrei sjálfstæði landsins eöa stjdrn Ian Smith. Nú er þó búiö að halda kosningarnar sem Muzorewa baröist fyrir 1970 og þá er spurningin hvort honum tekst enn aö fá Breta til aö skipta um skoöun. Kosningaúrslitin i Ródesiu voru mikill sigur fyrir Muzorewa sem fékk hreinan meirihluta á þingi. Fullvist má og telja aö hann mun reynast traustur og duglegur fulltrúi þjóöar sinnar og eins vist aö hann mun strax einbeita sér aö baráttu á tvennum vigstöövum. Hann mun reyna aö laöa skæru- liöana til fylgis viö sig og hann mun gera allt sem I hans valdi stendur, og þaö veröur hreint ekki litiö, til þess að draga úr óeölilegum völdum hvltra i landinu. Liklegt má heita aö hinn vestræni heimur fari sér hægt, en styöji Muzorewa þó i raun. Sá mikli fjöldi atkvæöa/sem hann og flokkur hans fékk I kosning- unum,réttlætir þann stuöning og verulega, og einnig þaö að enda þótt þjóöfrelsisskæruliðar reyndu það sem þeir gátu til aö koma I veg fyrir aö fólk mætti til. kjörstaöa, skiluöu þó 65% blökkumanna sér á kjörstaði. Þjóöfrelsisskæruliöarnir veröa þó enn um hrið töluvert vandamál og sennilega meira vandamál heldur en viðureignin viö hvita minnihlutann. Siöan málamiölunarsamkomulag stjórnar Ian Smith og blökku- mannaleiötoganna var gert hafa flestir verstu sérhags- munaseggirnir meöal hvitra flutt úr landi, en þeir sem eftir hafa oröiö/munu hafa veöjað á góða samvinnu við blökkumenn. Fari þvi allt að óskum munu þeir ekki beita forréttindum sinum á verri veginn og senni- lega gefa þau eftir meö tlö og tima. KEJ Nkomo og Mugabe, leiðtogar þjóöfrelsisskæruliöa.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.