Tíminn - 28.04.1979, Síða 9
Laugardagur 28. april 1979
9 *>
9
Lög frá
Alþingi:
Stóraukin
réttindi
verkafólks
SS — Frumvarp til laga um rétt
verkafólks til uppsagnarfrests
frá störfum og til launa vegna
sjúkdóms- og slysaforfalla var
samþykkt sem lög frá Alþingi i
gær. Frumvarpið var flutt i
samræmi við þau fyrirheit, sem
rikisstjórnin gaf launþegasam-
tökunum um umbætur i félags-
og réttindamálum samfara
setningu laga um tfmabundnar
ráðstafanir til viðnáms gegn
verðbólgu frá þvi I nóvember sl.
í l.gr. frumvarpsins er rétti
verkafólks til eins mánaðar
uppsagnarfrests breytt á þann
veg, að eins árs samfellt starf
innan sömu starfsgreinar nægir
en samkvæmt eldri lögunum
þarf launþegi að vinna i eitt ár
samfellt hjá sama atvinnurek-
anda.
2. og 3. mgr. 1 gr. eru viðbót
við gildandi lög og gera ráð fyrir
lengingu uppsagnarfrests þegar
verkafólk hefur starfaö samfellt
tiltekið árabil hjá sama at-
vinnurekanda.
4. gr. er ný og felur i sér, að
allt verkafólk skuli eiga rétt til
greiðslu dagvinnulauna i allt að
3 mánuði er það forfallast frá
vinnu vegna atvinnusjúkdóma,
sem eiga rætur að rekja til
þeirrar vinnu, sem viðkomandi
stundar, svo og vegna vinnu-
slysa.Samkvæmteidri lögunum
átti verkafólks hins vegar ekki
rétt til nema 4 vikna launa i
veikinda- og slysatilfellum að
þvi tilskildu, að það hefði unnið
i eitt ár eða lengur hjá sama at-
vinnurekanda.
Þetta nýja ákvæði tryggir öllu
f veikinda- og
slysaforföllum
verkafólki 3 mánaða dagvinnu-
laun, hvort sem það er lausráðið
eða fastráðið og án tillits til
starfstima innan starfsgreinar
eða hjá sama atvinnurekanda.
t 5. gr. er kveðið á um rétt
verkafólks, sem hefur verið
ráðið i eitt ár eða lengur sam-
fellt hjá sama atvinnurekanda.
Skal það nú, er það forfallast
frá vinnu vegna veikinda eða
slysa, njóta launa samkvæmt
staðgengisreglu i einn mánuð,
eins og verið hefur, en halda sið-
an dagvinnulaunum i einn mán-
uðu til viðbótar eftir þriggja ára
starfstima og í tvo mánuði eftir
5 ára samfelld samfellda ráðn-
ingu. Allar þessar greiðslur skal
atvinnurekandi inna af hendi
þótt veikindi séu óviðkomandi
þeirri vinnu, sem launþeginn
stundar, og þótt slys sé ekki i
tengslum við vinnuna, svo fremi
að ekki sé til að dreifa ásetningi
eða gáleysi launþegans sjálfs.
Ný þingmál
HelgiF. Seljan (Ab) hefur lagt
fram tillögu til þingsályktunar
um mengunarvarnir i fiskimjöls-
verksmiðjum sem er svohljóð-
andi:
„Alþingi ályktar að fela rikis-
stjórninni að beita sér fyrir þvi,
að á árinu 1979 verði gert átak til
að ráða bót á mengun frá fiski-
mjölsverksmiðjum og jafnframt
verði gerð áætlun um varanlegar
úrbæturi mengunarmálum slikra
fyrirtækja i' samvinnuvið hlutað-
eigandi eigendur og samtök
þeirra svo og heilbrigðis- og nátt-
úru verndaryfirvöld.
Aætlunin taki m.a. mið af að
lágmarkskröfum um mengunar-
varnir allra starfandi fiskimjöls-
verksmiðja verði fullnægt innan
tveggja ára og fjármagn sé
tryggt til þeirra aðgerða. Verði i
senn haft i huga ytri og innri um-
hverfi verksmiðjanna og athug-
aðir möguleikar á bættri nýtingu
hráefnis og orkusparnaði sam-
hliða viðhlitandi mengunarvörn-
um”.
1 greinargerð með tillögu sinni,
segir Helgi, að marggefin tilefni
valdi þvi, að rétt þyki núog brýnt
að flytja þingsályktunartillögu
um mengunarvarnir i fiskimjöls-
verksmiðjum. Meginatriði þess
vanda, sem þar er komið inn á,
kalli á skjóta og örugga úrlausn
þar sem stjórnvöld hljóti að hafa
alla forystu.
Helgi bendir á, að mengunar-
vandamál fiskimjölsverksmiðja
eru ekki takmörkuð við loftmeng-
un. Víða hefur oröið vart við
verulega sjávarmengun frá slik-
um verksmiðjum, einkum á Aust-
sigurstrangleg
ness, sem greitthafðifélagi sinu
18.000 upp i félagsgjald árið
1979, er að minum dómi mis-
notkún á valdi verkalýðsfélags.
Vonandi hefur Bárður gert sér
þetta ljóst, þvi hann kýs i grein
sinni að ræða ekki einróma
kröfu stjórnar og . trúnaðar-
mannaráðs Verkalýðsfélagsins
Jökuls til vinnuveitandans um
brottrekstur þessa manns af
vinnumarkaði starfssvæðis
Verkalýðsfélagsins Jökuls.
Sakargiftir voru, að hann hafi
haft i frammi ósæmilegt orð-
bragð við starfsmann og stjórn-
armenn félagsins, svo og um fé-
lagið sjálft. Þessi krafa sýnir
vel hve veikur málstaðurinn er
þegar beita á valdi gagnvart
verkamönnum, sem andmæla
innheimtuaðgerðum félagsins.
Verkalýösfélag Borgarness
sættir sig ekki við, að réttur fé-
lagsmanna þess sé ekki virtur
og mun fylgja þessu máli eftir
við rétta aðila.
Mörg verkalýðsfélög hafa á
siðustu árum tekið upp pró-
Frh. á bls. 19.
„Bréf ykkar, dags. 20.2. 1979, var tekiö fyrir á fundi fram-
kvæmdastjórnar VMSÍ 25. þ.m. og gerð um þaö eftirfarandi bók-
un:
Lagt fram bréf Vlf. Borgarness, dags. 20.2. 1979, þar sem ósk-
að er úrskurðar stjórnar VMSl um heimild VLF. Jökuls, Ólafs-
vik til þess að innheimta „vinnuréttindagjald” af félagsmönnum
annarra verkalýösfélaga, sem vinna á félagssvæði Jökuls. Gjald
þetta er nú 16.200 krónur. Framkvæmdastjórnin visar til sam-
þykktar 23. þings ASl, en þar segir: „Um vinnuréttindagjaid af
meölimum sambandsfélaga. 23. þing ASl ályktar að sambands-
félögum sé óheimilt að taka gjöld af meðlimum annarra sam-
bandsfélaga umfram mismun félagsgjalda félaga þeirra, er við
á hverju sinni”. Samþykkt þessi hefur lagagildi og þar til henni
hefur verið breytt ber öllum sambandsfélögum ASÍ og aöildar-
samtaka þess að hlita henni. Af þessu leiðir, að gjaldtaka um-
fram hugsanlegan mismun — félagsgjald I Jökli sé hugsanlega
hærra en hjá Vlf. Borgarness — er Vlf. Jökli óheimil.
Þessi ákvörðun er ykkur kynnt hér meö”.
Þetta er texti bréfs Verkamannasambandsins til
Verkalýðsfélags Borgarness útaf þessu máli, dags.
26. mars sl.
fjarðahöfnum og á Siglufirði, þar
sem grútur frá verksmiðjunum
hefur lagst á fjörur.
Hátekjuskattur
5 þingmenn Alþýðuflokks með
Arna Gunnarsson I broddi fylk-
ingar hafa lagt fram i þinginu
lagafrumvarp um hátekjuskatt.
Það hljóðar svo:
1. gr.
Fari launatekjur einstaklings
yfir 12 milljónir kr. á ársgrund-
velli, skal innheimta sérstakan
hátekjuskatt, sem nemur 85 af
hundraði af þeim tekjum sem eru
umfram 1 milljón króna á mán-
uði.
2. gr.
Þennan sérstaka hátekjuskatt
skal innheimta mánaðarlega,
þannig að ef tekjur fara yfir 1
milljón kr. á mánuði skal vinnu-
veitanda skylt að halda eftir 85 af
hundraði af þvi, sem er umfram 1
milljón kr., og leggja það inn á
sérstakanreikningrlkissjóðs. Nái
tekjur launþega, sem áður hefur
greitt þennan skatt, ekki einni
milljón króna á mánuði siðar á
timabilinu, skal endurgreiða hon-
um af sama reikningi.
3. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi.
Flutningsmenn segjast hafa
kannaðmöguleika á lagasetningu
til frestunar launahækkana i
samningum Flugleiða hf. og flug-
manna, en sú leið heföi verið talin
ófær eða illfær, einkum vegna
afturvirkni slikra laga:
„1 þessu frumvarpi er lagt til,
að á verði lagður sérstakur há-
tekjuskattur, er komi i stað al-
mennra tekjuskatta, og hann inn-
heimtur með staðgreiðslukerfi.
Gallinn við þessa aðferð er auð-
vitað sá, aðlöginná ekki til þeirra
einstaklinga i þjóðfélaginu, sem
hafa haft aðstæður tii að
„skammta” sér skatta á löglegan
eða ólöglegan hátt. Engu að siður
erþaðálitflutningsmanna, miðað
við rikjandi aðstæður á launa-
markaði, að löggjafanum beri að
gripa inn i' i jöfnunarskyni, svo og
til að hamla gegn verðbólguþró-
un, sem nýtt launaskrið mundi
hafa i för með sér”.
Skólahald á Austurlandi
Þorbjörg Arnórsdóttir (Ab) og
Helgi F. Seljan (Ab) flytja þings-
ályktunartillögu um framhalds-
nám á Höfn og samræmt skóla-
hald á Austurlandi sem hljóðar
svo:
.Aiþingi ályktar að fela rikis-
stjórninni að hlutast til um að
mótuð verði stefna um fjölþætt
framhaldsnám á Höfn I Homa-
firði og verði það liður i sam-
ræmdum framhaldsskóla á
Austurlandi.
Til að undirbúa samræmt
framhaldsskólahald I fjóröungn-
Frh. á bls. 19.
Bifreiðaeigendur
Ath. aö viö höfum varahluti í hemla, í allar
geröir ameriskra bifreiöa á mjög hagstæöu
verði, vegna sérsamninga viö amerlskar
-L verksmiöjur, sem framleiöa aðeins hemla-
hluti. Vinsamlega gerið verösamanburö.
STILUNG HF.2'"
Sendum gegn póstkröfu 31340-82740.
Frá Fósturskóla
íslands
Umsóknarfrestur um skólavist fyrir
skólaárið 1979—1980, er til 1. júni n.k.
Nánari upplýsingar á skrifstofu skólans,
Skipholti 37, simi 83866.
Skólastjóri.
Faðir okkar,
Ólafur Jón ólafsson,
Dvalarheimilinu Asbyrgi, Hveragerði
er látinn.
Fyrir hönd vandamanna,
Kjartan ólafsson,
Sigurjón N. Ólafsson,
Sigmar ólafsson
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúö við andlát og
jarðarför
Gisla Gestssonar,
frá Suður-Nýjabæ.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólkinu aö Elli- og
hjúkrunarheimilinu Grund.
Börn og tengdabörn.
Alúðarþakkir sendi ég öllum sem vottuöu mér samúð og
vinarhug við andlát og jarðarför
Guðmundar Otta ólafssonar,
Skagabraut 36, Akranesi
Sérstakar þakkir færi ég læknum og hjúkrunarliði á deild
B I sjúkrahúsi Akraness.
Guð blessi ykkur öll.
Maria Guöjónsdóttir.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við fráfall bróður
mins og móðurbróöur okkar,
Sigurðar Guðjónssonar
kennara
Sérstakar þakkir til skólastjóra Verslunarskóla Islands,
kennara og fyrrv. nemenda.svo og allra vina sem heiðruðu
minningu hans með nærveru sinni við kveðjuathöfn i
Dómkirkjunni og við útförina frá Stóradalskirkju u. Eyja-
fjöllum.
Stefanía Guðjónsdóttir,
Guðjón Lárusson, Haukur Óskarsson
Jósefina Lára Lárusdóttir, Hulda óskarsdóttir
Guðný Sesselja óskarsdóttir.
Þökkum innilega samúðog hlýhug við andlát og útför son-
ar okkar og bróður
Þorbergs Böðvars Ásgrimssonar
Hlébergi 11
Sérstakar þakkir til alls starfsfólks á A7 Borgarspitalan-
um, sem annaðist hann i hans erfiðu veikindum. Starfs-
fólki Meitilsins h.f. Þorlákshöfn þökkum viö vinsemd og
stórmyndarlega minningargjöf.
Ingibjörg Guðmundsdóttir, Asgrimur Guðmundsson,
Guðmundur Asgrimsson, Sveinbjörn Asgrlmsson,
Bjarni Asgrimsson